Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 56

Morgunblaðið - 12.10.1997, Side 56
56 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ >jairsnjaip Sálfræðilegar aðferðir til að efla sjálfstraust, draga úr kvíða, depurð, streitu og öðrum neikvæðum tilfinningum. Umsjón: Sálfræðingarnir Agnes Huld Hrafnsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Jón Sigurður Karlsson og Loftur Reimar Gissurarson. Upplýsingar og skráning í símum 554 6018, 566 7747 og 568 2488. Námskeiðið er fjögur kvöld og hefst fimmtudaginn 16. október, kl. 20—22. Einkaviðtal innifalið að loknu námskeiði. Helgartilboð: StÓf EgÍll kr. 350 Lambalaeri bcarnaiie kr. 790. Cataíína JtamraBorgll ■ sírni 554 2166 Matreiðslunámskeið 6idverskir grœnmetisréttir Sykur-, ger-, hveiti-, gluten- og mjólkurafurðalausir. Mánudaginn 20. og 27. okt. og 3. og 10. nóv. frá kl. 18—21. Námskeið á góðu verði. Skráning hjá Shabönu í símum 899 3045 og 554 1609. Hef flutt stofu mína í Læknastöðina Álftamýri 5 við Borgarapótek. Tímapantanir fyrst um sinn kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Sími 5 200 100. Ágúst Kárason Sérgrein: Bæklunarskurðlækningar Topptilboð Okklaskór W~ Tegund: 95 Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 35-37 Verð áður^f995j-Verð nú 3.995,- Ath. Reimaðir og þægilegir Ioppskórinn Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212 áíþr óttaskóm É I H Skóstofan Össur HBvflHHÖI Hverfisgötu 105, sími 562 6353 | LtJ ÖSSUR Opið kl. 10.00-18.00 virka daga. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM Lagahöfundar og Ijúfa lífið Kristján Kristjánsson Jón Ólafsson Ekki sama Borg mín borg og Bítlavinafélagið JÓN Ólafsson og Kristján Krist- jánsson, betur þekktur sem KK, koma sér þægilega fyrir í hljóðver- inu Hljóðhamri. Þeir eru ekki óvanir að sitja hvor ofan í öðrum. Þannig unnu þeir í sumar þegar þeir sömdu tónlist Hins Ijúfa lífs. Að þessu sinni eru þeir þó ekki að fást við lagasmíðar heldur svara spumingum. Þeir þurfa ekki að bíða lengi aðgerðalausir, sem fer þeim engan veginn, því komið er að fyrstu spumingunni: Hvenær barst sú hugmynd í tal að semja þessa tónlist? „Hvor?“ svarar KK með spum- arsvip. Hann lítur á Jón og svo á blaðamann. Þegar hann er búinn að fá samþykki heldur hann áfram: „Benni [Benóný Ægisson] hringdi í mig og spurði hvort ég vildi gera nokkrar ballöður fyrir leikritið.“ „Raunar var talað við okkur hvorn í sínu lagi,“ segir Jón. „Þór- hildur [Þorleifsdóttir] talaði við mig. Þá held ég að Benni hafl ein- göngu haft hug á að fá KK, en Þór- hildur hafl viljað fá okkur báða. Ég var miklu spenntari fyrir sam- starfi; það var kærkomin tilbreyt- ing.“ Hvemig leist þér á að vinna með Jóni? „Mér leist mjög vel á það,“ segir KK. „Við þekktumst lítið sem ekk- ert þangað til við sátum saman til borðs á afhendingu íslensku tón- listarverðlaunanna í vetur. Þá skemmtum við okkur konunglega og ekki síður þegar við lékum sam- an á tónleikum með Emilíönu Torr- ini á ísafirði. Ég verð að segja að mér finnst mjög gaman að vinna með Jóni.“ En þér, Jón, hvernig finnst þér að vinna með KK? „Frábært, það var kærkomin til- breyting eftir að hafa verið svo til einráður á mörgum sýningum í gegnum tíðina. Eg var mjög hrif- inn af því sem KK gerði í Þrúgum reiðinnar og hugsaði mér því gott Leikritið Hið ljúfa líf hefur verið sýnt í rúm- an mánuð í Borgarleik- húsinu við ágæta að- sókn. Þar spilar tónlist stórt hlutverk og hefur lagið Spé í speglinum með Selmu B.jörnsdótt- ur notið töluverðra vin- sælda. Pétur Blöndal hitti tvo ólíka lagahöf- unda að máli og komst að því hvað þeir eiga sameiginlegt. til glóðarinnar. Þetta hafði alla burði til að verða áhugavert sam- starf, - við erum nefnilega frekar ólíkir.“ Hvað finnst þér um tónlist KK? Jón setur sig í gagnrýnendasteU- ingar og segir: „Hún er alveg stór- kostleg!" Svo skellir hann upp úr og segir við KK: „Hér gætum við setið hlið við hlið og skjaUað hvor annan.“ Hann heldur áfram: „Þeg- ar ég heyrði fyrstu plötuna með KK „Lucky One“ var það tilfinn- ingin í söngnum sem hreif mig mest. Mér fannst hún ótrúlega óís- lensk. Svo hefur hann afar þroskaða rödd. Mér finnst hann hafa bætt sig mikið síðan, sérstak- lega sem texta- og lagasmiður. Ég held að það sé leitun að slæmu efni frá KK.“ Hvemig ætlarðu að svara fyrir þig? „Þarf ég þess?“ spyr KK. Já, hvernig kemur tónlist Jóns þér fyrir sjónir? „Það er erfitt segja því Jón hefur ekki verið svo virkur opinberlega sem tónsmiður. Hann hefur unnið meira í leikhúsum og með Nýdönsk.“ Ekki má gleyma Bítlavinafélag- inu... „Ég verð að viðurkenna að mér líkaði það ekki,“ segir KK. „Mér fannst óþarfi að endurtaka það sem búið væri að gera vel. Það væri eins og að..." „... flytja Borg mín borg,“ skýtur Jón inn í. „Já, en Borg mín borg var í nýrri útsetningu,“ segir KK og virðist sáma dálítið. Jón brosir stríðnis- lega og brúnin lyftist aftur á KK. „Ég þekkti manninn ekki neitt og hafði þess vegna enga skoðun á honum,“ heldur hann áfram. „Ég get aðeins sagt að í okkar samstarfi hef ég séð margar góðar hliðar á Jóni. Mörg bestu lög leik- ritsins em frá honum komin. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann lagði af mörkum í Nýdanskri. Þeir skrifa sig allir saman fyrir því. Ég veit hins vegar hvað hann hefur gert í okkar samstarfi, - mörg af- skaplega falleg lög.“ Blaðamaður hrekkur við þegar Jón snýtir sér. Hann virðist grát- klökkur svo blaðamaður flýtir sér að bera fram næstu spurningu. Eða öllu heldur verkefni. Jón á nefni- lega að spyrja KK spumingar og svo á KK að spyrja Jón spurningar. „Hvemig er það, ertu með plötu í bígerð?" spyr Jón. „Já, reyndar," svarar KK. „Ertu til í að gera hana með mér?“ spyr hann á móti. „Já, hvemig væri það?“ svarar Jón. „Hvenær viltu byrja?“ „Eigum við ekki bara að drífa í þessu,“ svarar KK. Blaðamaður áttar sig allt í einu á því að einum er ofaukið í viðtal- inu, - sjálfum spyrlinum. Enda em þeir famir að spyrja hvor ann- an út úr án þess að virða hann við- lits. „Er þá ekki tímabært að setja lokapunktinn?" gæti síðasta spurningin verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.