Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 4
oo r í (irrit r J3 4 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Haustplöntun í ÁRTÚNSBREKKU er verið að ganga frá eftir rask, tyrfa og planta trjám enda eru haustin, áður framkvæmdir í sumar. Búið er að slétta yfir jarð- en frystir, oft besti tíminn til að flylja stór tré. Formaður Samtaka fiskviniislu án útgerðar á aðalfundi \ Engin rök voru með af- námi línutvöföldunar Á leið frá Curacao til Amsterdam Handtekinn með fjórtán kg af kókaíni ÍSLENSKUR karlmaður á fertugs- aldri var handtekinn í síðustu viku á flugvellinum í Williamstad, höfuð- borg eyjarinnar Curacao í Antilla- eyjaklasanum. Hann var með 14 kíló af kókaíni í fórum sínum. Maðurinn var á leið frá William- stad til Amsterdam í Hollandi þegar hann var handtekinn. íslenskri skrif- stofu alþjóðalögreglunnar Interpol, sem er til húsa hjá embætti ríkislög- reglustjóra, hefur borist fyrirspurn um manninn. Hann hefur ekki komið við sögu fíkniefnamála hér á landi. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur aðstoðað eiginkonu mannsins hér á landi í málinu. Hann kvaðst í gær hafa verið í sambandi við lög- regluna í Williamstad og réttar- gæslumann íslendingsins þar í borg, lögmann sem heitir Scheepeborg. „Eftir því sem ég kemst næst er um 14 kíló af kókaíni að ræða,“ sagði Sveinn Andri. „Antillaeyjar heyra undir Holland og samkvæmt hol- lenskum lögum er gerður mikill greinarmunur á því hvort menn eiga fíkniefni sem þeir eru teknir með eða hvort þeir eru svokölluð burðar- dýr. Ef maðurinn verður fundinn sekur um að hafa átt efnið sjálfur þá á hann 5-6 ára fangelsi yfir höfði sér. Scheepeborg lögmaður byggir mál sitt á því að maðurinn hafí ver- ið burðardýr og verði hann sakfelld- ur í samræmi við það er líklegt að dómurinn verði 18 mánaða fang- elsi.“ Sveinn Andri bendir á að í gildi sé samningur miili íslands og Hol- lands um afplánun refsifanga. Hol- lenskir ríkisborgarar, sem hafí hlotið dóm hér á landi, hafi afplánað refs- ingu sína í Hollandi. „Þrátt fyrir að Antillaeyjar heyri undir Holland þá eru fangelsi þar svipuð og víða í Suður-Ameríku, þ.e. aðbúnaður þar er mjög slæmur. Maðurinn hefur fengið að tala einu sinni við fjöl- skyldu sína í síma og lögreglan sagði að hann gæti fengið að hringja aftur eftir mánuð. Lögmaður hans er hins vegar að vinna að því að rýmka þennan rétt hans.“ 3-4 mánuðir til dóms Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við lögregluna í Williamstad í gær fengust þau svör að ekki væru veittar upplýsingar um mál sem væru í rannsókn. Reiknað er með að 3-4 mánuðir líði þar til mál mannsins kemur fyr- ir dóm. Vísir kaupir Aðalvík AFNÁM línutvöföldunar vorið 1996 er sorglegt dæmi um hvemig áhrifín af fiskveiðikerfinu afvegaleiða menn og hversu langt menn hafa farið frá meginmarkmiðum laganna um verndun og hagkvæma nýtingu fiskimiðanna og um eflingu atvinnu og byggðar sagði Óskar Þór Karls- son, formaður Samtaka fískvinnslu án útgerðar, á aðalfundi í gærkvöld. „Mönnum er reyndar fullkunnugt um að afnám línutvöföldunar var pólitísk aðgerð, ætluð sem nokkurs konar dúsa á móti því að smábátasjó- mönnum var veitt nokkur úrlausn sinna mála í mikilli andstöðu ann- arra útgerða og því miður sjómanna- samtaka einnig," sagði Óskar. Að sögn Óskars er illskiljanleg sú afstaða stjórnvalda að línutvöföldun hafí leitt til vandræða og óhag- kvæmni. Þvert á móti væru rökin með öflugum línuveiðum margvís- leg. Fiskurinn væri á veiðitímabilinu í sínu besta líffræðilega ástandi með tilliti til nýtingar. Eftirspurn væri í hámarki á sama tíma og verðlag á afurðum væri hæst auk þess sem línutvöföldun gilti á því tímabili þeg- ar atvinnuástand landverkafólks var hvað ótryggast. Margir fengu þá óvæntan glaðning „Strax eftir að þessi breyting hafði orðið fóru að birtast í blöðum myndir af línubátum, sem boðnir voru til sölu, og slíkar myndir eru enn að birtast. Þessi viðbótarúthlut- un, sem myndaðist við afnám línu- tvöföldunar, dreifðist á allan flotann sem var á aflamarki eða tilheyrði því kerfí þótt línubátarnir fengju mest. Fengu þannig margir óvæntan glaðning svo sem frægt er orðið. Fjölmargir fengu viðbótarúthlutanir á kvóta sem metnar voru á tugi milljóna miðað við hið háa gangverð sem á honum er. Jafnvel eigendur gamalla kvóta- lausra bátkoppa, sem ekki voru leng- ur gerðir út en höfðu veiðileyfi, fengu kvóta sem þeir síðan gátu selt fyrir peningaupphæð sem svarar til þess sem flestir þykjast góðir með að geta skrapað saman á langri starfsævi," sagði Óskar Þór. VÍSIR hf. í Grindavík hefur keypt linubátinn Aðalvík KE-95 af Útgerð- arfélagi Akureyringa með aflaheim- ildum sem nema 664 þorskígildis- tonnum. Samhliða kaupunum hafa fyrirtækin gert með sér samstarfs- samning sem felur í sér víðtæka samvinnu þeirra á ýmsum sviðum. Vísir er með fjögur línuskip í rekstri fyrir og er eitt þeirra Sighvat- ur GK-57, systurskip Aðalvíkurinn- ar. Auk þess rekur fyrirtækið salt- fiskvinnslu. Samstarfssamningurinn lýtur að hráefnisöflun, skiptum á aflaheim- ildum og ýmsu öðru er nýtir sérhæf- ingu fyrirtækjanna og landfræðilega staðsetningu þeirra. Vísir mun einbeita sér að saltfisk- vinnslu og sitja fyrir um hráefni sem hentar til þeirrar vinnslu og berst að landi hjá ÚA, og ÚA mun hafa forgang að smærri físki sem berst á land hjá Vísi, en sá fískur hentar betur til frystingar. Vísir mun jafnframt veita Lauga- þurrkun ehf. í Reykjanesbæ forgang að hausum og hryggjum sem verða þurrkaðir í vinnsluhúsi Laugaþurrk- unar í Ytri-Njarðvík. VERKSMIÐJA sjávarafurðafyrirtækisins Gelmer í Boulogne á norðurströnd Frakklands. Góða skemmtun r r l SKOLANUM Úrskurðað um eiganda Gelmer fyrir árslok irfirunblaðið. París. Morgunblaðið. MALI Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna gegn fyrri eigendum Gelm- er-sjávarafurðafyrirtækisins var fre- stað til þriðjudags eftir hálfs annars tíma réttarhöld í verslunardóminum í París síðdegis í gær. Þetta voru fyrstu réttarhöld í flýtimeðferð sem ákveðið var að haldi áfram fyrir reglulegum dómi. Ljóst verður næst- komandi þriðjudag hvort hlutabréf í fyrirtækinu verða kyrrsett. Málsmeðferðin er óvenjuleg, höfð vegna þess að fyrirtækið er í fullum rekstri og ef til vill óljóst um eigend- ur. Francois Lanoy, fyrri aðaleigandi fyrirtækisins í Boulogne á norður- strönd Frakklands, segist hafa selt íslenskum sjávarafurðum Gelmer um eða uppúr miðjum mánuði. SH gerir kröfur til samninganna vegna langvarandi viðræðna og yfirlýsinga um ýmis atriði kaupanna rétt fyrir söluna til ÍS. Ákveðið er að taka málið fyrir reglulegan dóm verslunarréttarins fyrr en venja er, væntanlega fyrir árslok. SH fer fram á ógildingu sölu Gelmers til ÍS og háar skaðabætur, sé litið svo á að salan hafí farið fram. í gær lögðu lögmenn fyrri hluthafa fram samninga Gelmers og ÍS, dag- setta 14. október. Jafnframt var lagt Ljóst á þriðjudag hvort hlutabréf verða kyrrsett fram skjal frá 25. október um eig- endaskipti hlutabréfa. Hamrað var á, af hálfu lögmanna hluthafa, að ekki hefði verið skrifað undir endan- lega samninga Gelmers og SH, áður en kom til kaupa ÍS. Dagsetningar Málið virtist fyrirfram snúast um dagsetningar, því SH hafði tryggt sér einkarétt til samninga fram til 4. október og Lanoy beðið um endur- upptöku viðræðnanna þann 6. októ- ber. En franskar reglur miðast frem- ur við heiðarleika í viðskiptum en einkarétt til samninga og ferlið rétt fyrir kaupin verður eftir sem áður skoðað. Hinn 13. október sendi Lanoy SH uppkast að bankatrygg- ingu fyrir ábyrgðum sem beðið var um og á hafði steytt í viðræðunum. SH leit á þetta sem mikilvægt skref í nær þriggja mánaða vinnu og dómarinn, Blanchard, sagði í gær að uppkast að slíku skjali sýndi vissulega vilja til að selja SH. Þá kom fram að lögfræðingur IDIA-sjóðsins, sem átti 10% í Gelm- er, staðfesti að morgni þriðjudagsins 14. október, að undirritun kaup- samninga til SH færi fram síðdegis sama dag. Hann virðist því ekki hafa vitað að Lanoy hafði selt Gelm- er til ÍS á mánudeginum. Lögfræð- ingur IDIA sagði í gær að tilboð ÍS hefði verið mun hærra en frá SH og hagstæðara hvað varðaði kröfur um ábyrgðir. Jafnframt kom fram í réttinum, af hálfu lögmanns SH, að Gelmer hefði verið rekið með veru- legu tapi síðustu ár. Stefnandinn, SH, hafði eðlilega lagt sín gögn fram áður en til rétt- arhaldsins kom, en lögmenn Lanoy og Gelmers, IDIA og 4 minni hlut- hafa lögðu skjöl sín fyrir réttinn í gær. Fram kom að lögmenn SH dragi dagsetningar sumra þeirra í efa. ÍS reynir að reka söluskrifstofu sína í Boulogne og svo Gelmer með gamla starfsliðinu með eðlilegum hætti. Starfsfólkið er hrætt um sinn hag, að sögn Bernards Denis, tals- manns verkalýðssambandsins CFDT, sem er félag formanns starfs- mannafélags Gelmers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.