Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rympa á rasla- haugnumí Hveragerði Hveragerði - Barnaleikritið Rympa á ruslahaugnum verður frumsýnt hjá Leikfélagi Hvera- gerðis næstkomandi laugardag klukkan 15, í Hótel Björk. Höf- undur leikritsins er Herdís Eg- ilsdóttir og samdi hún jafn- framt alla söngva. Leikstjóri ' sýningarinnar í Hveragerði er Ingunn Jensdóttir. Leikritið segir frá Rympu, skrýtinni kerlingu sem býr á ruslahaugn- um. Rympa hefur verið algjör útigangur frá barnæsku og þekkir hvorki venjulegt heimil- islíf né umgengnisvenjur. A haugana koma síðan tvö börn sem strjúka úr skólanum ásamt ömmu sem strýkur af elliheim- ili af því enginn má vera að því að tala við þau og sinna þeim. Með helstu hlutverk fara Anna Jórunn Stefánsdóttir, Margrét Svava Jónsdóttir og Zophonías Friðrik Gunnarsson. Um undir- leik sér Teodór Kristjánsson. Alls koma á milli 30 og 40 manns að sýningunni sem er bæði litrík og lífleg. Önnur sýn- ing á Rympu er næstkomandi sunnudag klukkan 15. Sýningar verða síðan næstu helgar bæði laugardaga og sunnudaga klukkan 15. FLORENCE Helga Guerin með nokkur verka sinna. Listamaður mánaðarins í Galleríi List í NÓVEMBER er Florence Helga Guerin listamaður mánaðarins í Galleríi List við Skipholt 50b og verður sýning hennar opnuð á morgun, laugardag. Florence Helga er fædd í Frakk- landi 1971. Að loknu stúdentsprófi í Frakklandi hóf hún fjögurra ára nám í listaskólanum Evcole Sup- érieure d’Art Neufville" í París og útskrifaðist þaðan árið 1995. Hún málar myndir og hannar ýmsa muni, s.s. lampa, skartgripi ogjóla- skraut. Hún hefur sýnt myndlist sína í París, t.d. í Galerie ARt’s Factory, Le Bonmarche, Libre Comme L’art og Sur La Cométe og einnig hefur hún hannað skart- gripi fyrir hátískuhús Louis Feraud og lampa fyrir fyrirtækið Taras Et Bulba. Sýningunni lýkur 17. nóvember. Galleríið er opið virka daga frá kl. ll-18oglaugardagafrákl. 11-14. RYMPA verður í Hveragerði næstu helgar. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Rebekka Rán Samper sýnir í Hafnarborg EITT verka Rebekku Ránar Sampers í Hafnarborg. REBEKKA Rán Sam- per opnar myndlistar- sýningu í Hafnarborg, lista- og menningar- stofnun Hafnarfjarð- ar, á morgun, laugar- dag. Á sýningunni verða þrívíð og tvívíð verk, unnin í jám, við, vax, mannshár og fleiri efni. Rebekka Rán fæddist í Reykjavík 5. maí 1967. Að loknu stúdentsprófi frá MR lagði hún stund á list- nám við Háskólann í Barcelona, Facultat de Belles Artes de Sant Jordi. Þar lauk hún mastersgráðu árið 1992 og vinnur nú að doktorsritgerð í listaheimspeki. Meðfram námi hef- ur Rebekka unnið m.a. við leiktjalda- gerð, hreyfimynda- gerð og myndskreyt- ingar hjá Sjónvarpinu, myndskreytt bækur, hannað bókarkápur og stundað kennslu. 1994-1995 var hún fastráðin kennari við lista- og hönnunar- deildina í Escola de Sistemes In- formátics í Barcelona, sem er útibú frá háskólanum í Cambridge á Englandi, og næsta ár á eftir kenndi hún í hönnunarskólanum Escola de Vapor del Rec. Municip- al í Barcelona. Á síðustu árum hefur hún haldið nokkrar sýningar í Barcelona og tvær sýningar í Seoul í Suður-Kóreu, þar sem hún dvaldi í eitt ár, 1992-1993, í boði Hong-Ik listaháskólans í Seoul. Árið 1991 hlaut Rebekka viður- kenningu fyrir eitt verka sinna í skúlptúrsamkeppni Miguel Casa- blanca og síðustu fjögur ár hefur hún fengið styrk til listsköpunar frá lista- stofnun hins þekkta myndlistarmanns Xaviers Corberós í Barcelona. Á næsta ári hefur Rebekku verið boðið á alþjóðlega listahátíð í Kurye í Suður-Kóreu, sem haldin er í sam- vinnu yfirvalda í Kurye og listastofn- unarinnar Art Space í Seoul. Þar verður Rebekka eina konan í hópi tíu listamanna hvaðanæva úr heimin- um, sem hefur verið falið það verkefni að gera útilistaverk, sem sett verða upp í lista- garði á Chiri-Sang ijalli. Hver þeirra fær aðstöðu í boði hátíðar- innar til a.m.k. tveggja mánaða til að vinna sitt verk. Á næsta ári hyggst Re- bekka einnig þiggja boð Jonathans Peys- ers um vinnuaðstöðu í Brooklyn í New York en Peyser hefur með höndum skipulagn- ingu allra svæða í New York-borg þar sem útilista- verkum er komið fyrir. Sýningin í Hafnarborg, _sem er fyrsta sýning Rebekku á íslandi, verður opnuð kl. 14 á morgun, laugardag. Hún verður síðan opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18 og stendurtil 24. nóvember. Heimsókn kanadískra rithöfunda TVÖ kanadísk skáld, Ray Smith og Michael Harris, eru væntanleg hing- að um helgina í boði íslandsdeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði (The Nordic Association for Canadian Studi- es), til að kynna kanadískar bók- menntir og lesa úr eigin verkum. Báðir kenna þeir við enskudeild Dawson College í Montreal en eru fyrst og fremst þekktir sem rit- höfunaar. Þeir hafa lesið úr verkum sínum víða um heim, enda báðir miklir áhugamenn um að færa bók- menntir nær bókmenntaunn- endum með lif- andi flutningi. Kanadísku skáldin Ray Smith og Mic- hael Harris. Ray Smith kemur upphaflega frá Cape Breton í Nova Scotia. Meðal helstu skáldverka hans eru smá- sagnasöfnin Cape Breton is the Thought Control Centre of Canada og Lord Nelson’s Tavern, og skáld- sögurnar Century og Night at the Opera, en fyrir þá seinni hlaut hann Hugh MacLennan verðlaunin fyrir bestu skáldsögu ársins 1992. Hann hefur birt fjöldann allan af smásög- um, skrifað leikrit fyrir leiksvið og útvarp, unnið ýmislegt annað efni fyrir útvarp og tímarit, auk þess að birta fræðigreinar um bókmennt- ir. Ný skáldsaga eftir hann er vænt- anleg á komandi ári, The Man Who Loved Jane Austen. Michael Harris fæddist í Glasgow í Skotlandi en fór í háskólanám í Kanada og hefur búið þar síðan. Meðal helstu verka hans eni ljóða- söfnin Poems from Ritual, Text for Nausikaa, Sparks, Grace, Miss Emily et la Mort, In Transit, og New and Selected Poems, en svo hefur hann jafnframt birt fjölda ljóða í kanadísk- um bókmenntaritum, og unnið til margra útnefninga og verðlauna fyr- ir ljóð sín. Hann hefur einnig gefið út þýðingar úr frönsku og þýðing hans á verkum Marie-Claire Blais var útnefnd til verðlauna árið 1985. í ljóðabókaútgáfu hefur hann verið leiðandi afl sem stofnandi og rit- stjóri Signal Editions, og hefur rit- stýrt nokkrum sýnisbókum, auk verulegs fjölda af ljóðabókum. Á mórgun, laugardag kl. 14, flytja Ray Smith og Michael Harris opinbera fyrirlestra í boði heim- spekideildar Háskóla íslands í há- tíðasal aðalbyggingar háskólans. Ray Smith mun bera saman viðhorf Kanadamanna og Ástrala til stríðs í erindinu „Canucks and Anzacs: Perceptions of War in Canada and Australia,“ en Michael Harris mun fjalla um kanadísku bókmennta- stofnunina í erindi sem nefnist „Canlit’s Loose Canon“. Sunnudagskvöldið 2. nóvember, kl. 20.30-22, munu þeir hins vegar lesa úr eigin verkum á kaffihúsinu Súfistanum, Laugavegi 18. Sýningum á Draum- sólum fer fækkandi SÝNINGUM á Draumsólir vekja mig, sem sýnt er í íslenska leikhús- inu í Hafnarfjarðarleikhúsinu fer senn að ljúka. Sýningar verða á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 20. Sunnudaginn 9. nóvember er síðasta sýning. Draumsólir vekja mig, eftir Þórarin Eyfjörð, sem jafnframt er leikstjóri. Verkið er unnið upp úr skáldskap Gyrðis Elíassonar og er að mestu byggt á þremur bókum Gyrðis: Svefnhjólinu, Gangandi íkorna og Bréfbátarigningunni. Leikarar eru: Ása Hlín Svavars- dóttir, Harpa Arnardóttir, Þorsteinn Bachmann, Valgeir Skagfjörð, Hin- rik Ólafsson, Þröstur Guðbjartsson, Skúli Gautason, Jón Stefán Krist- jánsson og Alma Guðmundsdóttir. Leikmynd og lýsing: Egill Ingi- bergsson. Leikgervi: Ásta Hafþórs- dóttir. Búningar: Linda B. Árna- dóttir. Möffuleikhúsið symr Snillingana í MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm er nú að hefja að nýju sýningar á barnaleikritinu Snillingar í Snotraskógi eftir Björgvin E. Björgvinsson, en verkið var frum- sýnt á síðasta leikári. Leikritið er byggt á samnefndri bók, sem kom út fyrir síðustu jól. Þetta er hugljúf saga um Skógar- mýslu og íkornastrákinn Korna. Leikstjóri og höfundur leik- myndar er Bjarni Ingvarsson, tón- Snotraskógi list er eftir Helgu Sighvatsdóttur, útsett af Guðna Franzsyni, bún- ingar eru eftir Helgu Rún Páls- dóttur og lýsingu hannar Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikarar eru Erla Ruth Harðardóttir, Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson. Aðeins verða tvær sýningar á Snillingum í Snotraskógi í Mögu- leikhúsinu og verða þær sunnu- daginn 2. nóvember og sunnudag- inn 9. nóvember og hefjast kl. 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.