Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 24
GICTA.iaV'Tl SS veei aaaöTMo teauoAauTSöa 24 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 ERLENT .. A hátíð ljósanna GÖTUSALI bíður viðskiptavina í Nýju Delhi á Indlandi. Til sölu eru þurrkaðir ávextir og hnetur, en neysla á þessum vamingi eykst til muna á Diwali-hátíð hindúa, sem var í gær. Diwali er hátíð ljósanna í hindúasið og er fagnað um allt Indland. Enn ríkir óstöðugleiki á verðbréfamörkuðum Frankfurt, New York. Reuters. Segir líkklæði Krists ekta Róm. Reuters. SVISSNESKUR fornleifafræð- ingur, Maria Grazia Siliato, lýsti því yfir í gær að sér hefði tekist að færa sönnur á að lík- klæðið í Tórínó, sem kennt hef- ur verið við Krist, væri líkklæði Frelsarans en ekki fólsun frá miðöldum. Siliato hefur rann- sakað kiæðið undanfarin 16 ár og gaf í gær út bók um rann- sóknir sínar. Siliato sagði að nýlegar rann- sóknir sem gerðar hefðu verið í París, sýndu fram á að staflr, sem orðin „Jesús frá Nasaret“ hefðu verið lesin úr, hefðu verið skrifaðir á klæðið skömmu eftir að það hefði hulið likið. „Þetta er eini jarðneski hluturinn sem sannar að Kristur hafi verið uppi fyrir 2.000 árum,“ sagði hún. Siliato kveðst vona að rann- sóknir sínar verði til þess að af- sanna í eitt skipti fyrir öll full- yrðingar vísindamanna frá 1988 um að líkklæðið sé miðaldafóls- un. Rannsóknir í rannsóknar- stofum í Bretlandi, Sviss og Bandaríkjunum á bút úr klæð- inu leiddu í Ijós að það væri frá 13. eða 14. öld. Fullyrðir Siliato að búturinn sem rannsakaður var hafi verið viðgerð frá þeim tíma. Hann sé mun þykkari en miðhluti klæð- isins. Þá vísar hún á bug fufi- yrðingum um að myndin á klæðinu sé málverk, segir liti myndu endurkasta ljósi, en það sé ekki raunin hvað klæðið varði. SVEIFLUR héldu áfram á verð- bréfamörkuðum Evrópu og Norður- Ameríku í gær í kjölfar þess að kauphallarvísitalan í Hong Kong lækkaði töluvert og verðbréfasala tók enn eina dýfuna á öðrum mörk- uðum í Asíu. Verðbréfasalar í Evrópu fengu færðan heim sanninn um það í gær, að þeir verða að sætta sig enn um hríð við óstöðugleika á Asíumarkaði og að sá óstöðugleiki smiti út frá sér. Við áhyggjur þeirra bættist að margt benti til að nú væri komið að niðursveiflu á mörkuðum Suður- Ameríku. „Það er greinilegt að uppsveiflan í gær var skammgóður vermir og óstöðugleikinn sem nú ríkir er lík- legur til að verða viðvarandi," sagði ónafngreindur verðbréfasali í Frankfurt í gær. „Það er of snemmt að tala um að markaðurinn sé aftur kominn í jafnvægi, óvissan er enn of mikil til þess,“ sagði hann. Hækkunin sem varð á verðbréfa- vísitölu í kauphöllum um allan heim í fyrradag snerist við í gær. Nikkei- 225-vísitalan í Tókýó lækkaði um tæp 3% og eftir hádegið í gær hafði brezka FTSE 100-vísitalan, sem mælir gengi hlutabréfa í kauphöll- inni í London, stærsta verðbréfa- markaði Evrópu, lækkað um tæp 3% einnig. „Það sem veldur mestum áhyggj- um núna er veikleiki á mörkuðum Suður-Ameríku, sem gæti haft mikil áhrif á Bandaríkin," sagði verð- bréfasali í London, sem sérhæfir sig í bandarískum bréfum. I Brasilíu lækkaði kauphallarvísitalan um 5% á tímabili í gær, en náði sér aftur á strik. Keðjuverkunin af stað í Hong Kong Við opnun viðskipta á Wall Street-markaði í New York lækkaði Dow Jones-vísitalan um 50 stig, en hún náði allgóðu jafnvægi þegar líða tók á daginn. Þessi óvænti stöðug- leild á Wall Street jafnaði aftur ástandið á Evrópumörkuðunum fyr- ir lokun þeirra. Lækkunin á FTSE 100 var þá orðin innan við 1,5%. Þýzka Ibis DAX-vísitalan lækkaði um 3,5% um miðjan daginn en við lokun var lækkunin um 1,5%. Svip- aða sögu var að segja af frönsku CAC-40-vísitölunni. Eins og fyrr hleypti niðursveifla í Hong Kong af stað lækkuninni á evópsku mörkuðunum. Nýtt mat Moody’s á stöðu og horfum bank- anna í Hong Kong, sem breyttist úr „stöðugu" í „neikvætt", kom í veg fyrir að markaðurinn næði sér og olli meira en 7% lækkun á Hang Seng-vísitölunni um tíma. Við lokun kauphallarinnar var vísitalan 3,74% lægri en við upphaf viðskipta þann daginn, og kauphallarsérfræðingar sáu ekki fyrir endann á óstöðugleik- anum. Annar kauphallarsérfræðingur í Brussel lýsti ástandinu á mörkuð- unum með eftirfarandi orðum, sem lýsa vel ástandinu almennt. „Við er- um ekki lausir undan erfiðleikunum enn, og við erum enn mjög háðir því sem gerist utan Evrópu. Það er enn mikill óstöðugleiki ríkjandi og hann mun halda áfram unz sveiflur í Asíu koma Evrópu- mörkuðunum ekki úr jafnvægi," sagði hann. Brezkir íhaldsmenn halda áfram deilum um myntbandalag Evrópu London. Reuters. TILRAUNIR nýs leiðtoga brezka íhaldsflokksins, Williams Hague, til að binda enda á deilur flokksmanna um Evrópumál, hafa borið lítinn ár- angur. I gær varð klofningur flokksins í afstöðunni til Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) enn Ijósari en áður þegar Michael Hes- eltine, fýrrver- andi aðstoðar- forsætisráð- herra Johns Major, lýsti stefnu Hagues í málinu hættu- lega. Hague vill að Bretland sækist ekki eftir aðild að mynt- bandalaginu í a.m.k. næstu tíu ár. Heseltine og Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, fara fyrir hópi áhrifamanna innan Ihaldsflokksins, sem eru óánægðir með stefnu flokksleiðtogans. Hóp- urinn hefur fengið nafnið „íhalds- samur meginstraumur" (Conservative Mainstream). Heseltine segir stefnu Hagues vera hættulega „Það er fullkomlega ljóst að sam- eiginlegur gjaldmiðill verður tekinn upp,“ sagði Heseltine í viðtali við BBC. „Evrópuríkin munu láta til skarar skríða nema kjarnorkustyrj- öld eða eitthvað viðlíka komi til. Spumingin er bara hvenær Bret- land gengur inn, því að inn fórum við. Þvi lengur sem við bíðum, því lengur sem við látum hjá líða að segja brezku þjóðinni sannleikann um tengsl Bretlands við Evrópu, þeim mun meira sköðum við þjóðar- hagsmuni okkar. Einhver verður að stinga á þessu kýli.“ Talsmaður segir af sér vegna fjandskapar flokksins við EMU Tveir af vinsælustu forystumönn- um íhaldsflokksins, þeir Heseltine og Clarke, hafa nú gengið gegn stefnu flokksforystunnar og lýst stuðningi við EMU-aðild Bretlands. A miðvikudag sagði Ian Taylor, þingmaður og fyrrverandi aðstoðar- ráðherra, af sér sem talsmaður íhaldsflokksins í málefnum Norður- írlands. Ástæðan, sem hann til- greindi, var að Hague hefði sýnt myntbandalaginu „beinan fjand- skap“. Heseltine sagði í útvarpsviðtalinu að hætta væri á að stefna Hagues fældi stórfyrirtæki frá stuðningi við íhaldsflokkinn, en þau hafa löngum gefið rausnarlega í kosningasjóði. „Ég skil ekki hvemig skuggaráðu- neytinu getur í alvöru dottið í hug að það sé í þágu hagsmuna íhalds- flokksins að berjast við helztu íyrir- tæki Bretlands, sem vita að þau em evrópsk fyrirtæki og að við verðum að taka þátt í þessu ferli,“ sagði hann. The Times birti í gær skoðana- könnun MORI-stofnunarinnar, sem sýnir að Verkamannaflokkurinn nýtur áfram stuðnings um 60% kjósenda en að fylgi við Ihaldsflokk- inn er 24% og fer minnkandi. MORGUNBLAÐIÐ Litháar hafna tilboði Rússa STJÓRN Litháens hafnaði í gær nýlegu tilboði Rússa um að þeir ábyrgist öryggi lands- ins og kvaðst frekar vilja ein- beita sér að því fá aðild að Atl- antshafsbandalaginu. Stjórnin sagðist þó ekki vera andvíg því að auka samstarf ríkjanna á sviði öryggismála. Imelda Marcos á sjúkrahús IMELDA Marcos, ekkja Ferdinands Marcos, fyrrver- andi einræð- isherra Fil- ippseyja, var flutt á sjúkrahús í Manila í gær með of háan blóðþrýsting og óregluleg- an hjartslátt. Læknar sögðust hafa áhyggjur af heilsu ekkjunnar og sögðu hættu á að hún fengi hjartaslag. Imelda Marcos Díönusafn opnað í sumar LANDAREIGN Spencer-fjöl- skyldunnar í Althorp, þar sem Díana prinsessa var grafin, verður opin fyrir almenning í tvo mánuði í sumar. Fjölskylda prinsessunnar hyggst breyta stóru hesthúsi frá 18. öld í safn til minningar um Díönu og gestirnir geta einnig virt fyrir sér grafreit hennar úr fjar- lægð, en hann er á eyju á tjöm á landareigninni. Orðuveiting gagnrýnd TONY Leon, leiðtogi Lýðræð- isflokksins í Suður-Afríku, gagnrýndi í gær þá ákvörðun Nelsons Mandela, forseta landsins, að sæma Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, æðstu orðu landsins sem útlendingur getur fengið. Hann sagði orðu- veitinguna móðgun við bresku konungsfjölskylduna og sér- lega óviðeigandi í ljósi ferðar Karls Bretaprins um sunnan- verða Afríku sem hófst á mið- vikudag. Leon sagði að Gaddafi hefði haldið fram þeirri „fáránlegu“ kenningu að breskir leyniþjónustumenn hefðu orðið Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu prins- ins, að bana og krafist þess að þeir yrðu framseldir til Líbýu. Biblían gagnrýnd EZER Weizman, forseti ísra- els, hefur beðist afsökunar á því að hafa sært tilfinningar trúaðra ísraela með því að lýsa því yfir að hlutar biblíunnar væru „ekki mjög góðir“ og ekki væri vert að lesa þá. Um- mælin olli miklu uppnámi í landinu en forsetinn kvaðst ekki iðrast þeirra. „Ég biðst afsökunar, ekki á því sem ég sagði, heldur á því að hafa sært tilfinningar borgara."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.