Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk YE5, MA'AM ..TMAT'S MY D06 0UT5IDE.. '~U---------- WELL, HE D0E5N T LIKE BEIN6 ALONE ALL DAY... NO, HE LL JU5T WAIT FOR ME OUT THERE ONTHEFRONT STEP5..HE'LL FIND S0METHIN6 TO DO.. Já, kennari... þetta er hundurinn minn fyrir utan ... Honum leiðist að vera einn allan Nei, hann bíður bara eftir mér á tröppunum... hann finnur sér eitt- hvað að gera ... BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Reykjavík - rauð borg Frá Jóhanni Jóhannssyni: GLEÐI- og verslunarborgin Reykja- vík, hrein torg - fögur borg - laus við glæpi og til fyrirmyndar á flest- um sviðum mannlegra samskipta. Ekki er þetta nú sú mynd sem við íbúar Reykjavíkur höfum af borginni okkar um þessar mundir. Þetta er vissulega sú mynd sem við höfðum og viljum hafa af Reykjavík, staðreyndin er hins vegar sú að þetta er ágætis byrjun á öfugmælasögu um Reykjavík nú um stundir. Með skipulögðum hætti hefur R-listinn smátt og smátt gert versl- unum með öllu ólíft í miðbæ Reykja- víkur. Sóðabúllur með vínveitinga- leyfi, útrunnið eða ekki, við göngu- götu eða hálf-göngugötu, virðist vera það sem núverandi meirihluti í borginni telur farsælast fyrir miðbæ- inn okkar. Gengið hefur verið fram- hjá óskum verslunareigenda við skipulag og framkvæmdir í miðbæn- um, götum lokað í annan endann eða báða svo venjulegur borgari á í miklum erfiðleikum með að komast vandræðalaust á bíl um miðbæinn. Kannski er ekki ætlast til að þeir sem leið eiga um miðbæinn séu í ökufæri ástandi, miðbærinn sé orð- inn Rauða hverfi Reykjavíkur, þar sem menn veltast um í misgóðu ástandi daga jafnt sem nætur inn og út af sóðabúllunum, helst lemj- andi mann og annan. Ófögur lýsing ekki satt? En dagsönn engu að síð- ur. Nú er svo komið að fjöldi fólks þorir ekki fyrir sitt litla líf niður í bæ um helgar og hugsar sig tvisvar um virka daga. Það hefur sýnt sig á þessum bráð- um 4 árum sem R-listinn hefur ver- ið í forsvari meirihluta í borginni að sá viðbrenndi flokkagrautur sem saman myndar R-listann er orðinn gersamlega bragðlaus og virðist all- ur kraftur fara í innantómt karp um eigið ágæti. Klíkuskapur og mála- miðlanir hafa tröllriðið flestu því sem R-listinn hefur reynt að taka sér fyrir hendur. Með borgarstjórann I. SÓLrúnu í broddi fylkingar líður R-listinn áfram að sínum feigðarósi sem birtist í líki kosninga á vori komanda. Nú síðast virðist sem ný revía sé hafin í Iðnó. Ekki kæmi mér á óvart þó revían sú héti „Klíka og spilling" sem gæti þá verið bein tilvísun til afreka R-listans á því kjörtímabili sem nú er senn liðið. Talandi um I. SÓLrúnu þá finnst mér nú lítið leggjast fyrir foringjann þegar hún „velur“ sér sæti á listan- um fyrir komandi kosningar. Mín skoðun er sú að ákvörðun hennar um að velja sér 8. sætið sé úthugsuð flóttaleið í anda rottunnar sem yfir- gefur sökkvandi skip. Ég skora á borgarbúa að kynna sér afrek R-listans í framkvæmdum og ráðningum í borginni og í fram- haldi af því velja sér stjórn sem þeir geta treyst. Veljum ungt fólk í bland við eldra á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins til borgarstjórnarkosn- inga í vor og látum flokkagraut R-listans brenna við í framtíðinni án þses að það þurfi að bitna á stjórn borgarinnar! Sjálfstæðismenn, stefnum á stór- sigur í borginni okkar - gerum 12. sætið að baráttusæti - það er raun- hæft við þær kringumstæður sem nú ríkja! Eflum upplýsingastreymið um hvað raunverulega er að gerast og hefur verið að gerast í óstjórn R-iist- ans í borginni og grauturinn brennur ekki bara við, heldur brennur upp! JÓHANNJÓHANNSSON, Kvistalandi 16, Reykjavík. Indveijar á Haiti? Frá Jóhanni M. Haukssyni: í MORGUNBLAÐINU 16. október skrifar Gunnar Stefánsson grein vegna viðtals við mig, í sama blaði, um kynþáttahyggju. Þar talaði ég um að kynþáttafordómar hafi verið algengir hér á landi í byijun aldar- innar, og nefni ummæli Jónasar frá Hriflu máli mínu til stuðnings. Segi ég: „Jónas... [hélt] því fram í ævi- sögu sinni að Indveijar væru allir sem einn algjört skítapakk." Gunnar er ekki ánægður, og segir fyrst að Jónas hafi ekki skrifað ævisögu sína. I annan stað að þar sé engin slík orð að finna. Skal því tii svarað að ævisaga sem viðkomandi skrifar sjálfur er sjálfsævisaga, og það orð notaði ég ekki. Mér hefur verið full- kunnugj, um að sú góða bók er eftir Guðjón Friðriksson frá því ég las hana fyrir fimm árum. Hvað varðar „indverskt skítapakk", er rétt að engin slík ummæli er þar að finna, og biðst ég afsökunar á að hafa kennt Jónas við slíkar hugs- anir . . . varðandi Indveija! Astæða þessara mistaka er að ég vitnaði í hann, eftir minni, og alllangt er síð- an ég las bókina. í fyrsta hefti ævisögu Jónasar, Með sverðið í annarri hendi og plóg- inn í hinni, sem gefin var út árið 1991, segir hins vegar frá áliti Jón- asar á Haitibúum, sem eru dökkir á brún og brá - svertingjar. Hann segir þá „lítilsiglda, stefnulausa og óþroskaða sem kunni hvorki að stjórna sér einum né í félagi við aðra“. (bls. 54) Jónas heldur áfram og fullyrðir að „fyrir skammvinnan hagnað, völd eða fé, selur [Haitibú- inn] sál og líkama, rýfur orð og ættjörð og allt það sem er heiðarleg- um og þroskuðum mönnum dýrmæt- ast“. (bls. 54) Á síðu 251 sama rits segir frá bréfi Jónasar til Kristjáns Alberts- sonar. Þar skrifar Jónas að „við framsóknarmenn verðum að hafa aðra höndina lausa til varnar móti þeim andlega blökkumannalýð sem fær uppeldi sitt af því að liggja fyrir í launsátri og reyna að spilla og eyða hverri nýræktun á sviði félags- mála“. Af þessum ummælum má ljóst vera að ég hafði rétt fyrir mér í því að nefna Jónas sem dæmi varðandi kynþáttahyggju hér á landi. Gunnar lýkur grein sinni með þeirri von að „þetta [sé] ekki dæmigert um heim- ildameðferð í væntanlegu riti [mínu] um kynþáttahyggju“. Ottastu ei! Þar er allt orðrétt og margyfirfarið. JÓHANN M. HAUKSSON 262, boulevard Voltaire 75011 París. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.