Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ OLAFIA RAGNARS + Ólafía Ragnars fæddist í Reylqavík 10. desember 1916. Hún lést á heimili sínu í Bólstaðarhlíð 15 í Reykjavík 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- grímur Sigurðsson (1890-1955), tog- araskipstjóri og út- gerðarmaður í Reykjavík, og kona — hans Guðrún Jóns- dóttir (1890-1970). Systkini Ólafíu eru Margrét (f. 1913), húsfreyja í Reykjavík, Guðrún (1915-1936), Ólöf Jóna (1919-1941), Sigurður (f. 1921), fyrrrverandi yfirhafnsögumað- ur í Reykjavík, Þorgrímur (f. 1924), stórkaupmaður í Reykja- vík, og Hjalti (f. 1926), fyrrver- andi stýrimaður í Reykjavík. Ólafía giftist 19. október 1941 Kjartani Ragnars, hæsta- réttarlögmanni og sendifull- trúa, sem lifir konu sína. Þau bjuggu í Reykjavík alla sína búskapartíð nema árin 1960 til 1970, þegar Kjartan var sendi- - - ráðsritari í Stokkhólmi og síðan Ósló. Börn Þeirra hjóna eru: 1) Áslaug Ragnars, f. 23. apríl 1943, blaðamaður og rit- höfundur í Reykjavík. Synir hennar eru Andrés Magnússon, sem á dótturina Iðunni, og Kjartan Magnússon. 2) Bergljót Kjartansdóttir, f. 14. júní 1944, í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Ólafía Ragnars, sem í daglegu tali var kölluð Olla. Hún var Vskipstjóradóttir úr Vesturbænum og bar með sér andblæ þeirra daga á millistríðsárunum þegar lífið í Reykjavík var smám saman að listmálari í Kaup- mannahöfn. Dóttir hennar er Katrín Ragnars. 3) Hildur Kjartansdóttir, f. 15. júlí 1947, mót- tökufulltrúi Reykja- víkurborgar, gift Guðjóni Friðriks- syni sagnfræðingi. Sonur hennar er Atli Knútsson. 4) Kjartan Ragnars, f. 27. sept. 1949, hæstaréttarlögmað- ur í Kópavogi, kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur kennara. Börnin eru Logi, Ingibjörg Bima, Kári, Hákon og Kjartan. 5) Ragna Ragnars, f. 26. jan. 1958, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Böm hennar em Kristín Larsdóttir Dahl og Stef- án Ari Dahl. Ólafía Ragnars stundaði þijá vetur nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og einn vetur ensku- nám í Norfolk á Englandi. Vet- urinn 1936 til 1937 lærði hún fótaaðgerð (pedicure) í Kaup- mannahöfn og rak síðan fótaað- gerðarstofu, fyrst með Lilju Hjaltadóttur og síðan ein, í Aðal- stræti 9 í Reykjavík. Eftir að Ólafía giftist hætti hún að vinna úti en opnaði aftur stofu í Ból- staðarhlíð 15 á áttunda áratugn- um og rak hana til dauðadags. Útför Ólafíu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vakna til alþjóðlegrar borgarmenn- ingar. Kannski var hún af fyrstu kynslóð borgardætra á íslandi. þrátt fyrir þetta einkenndist lífið í Vestur- bænum á uppvaxtarárum Ólafíu af sjósókn og saltfiski. Á sólardögum á sumri gióði allt umhverfi bæjarins IVIIIMIMIIMGAR af snjóhvítum saltfiski sem breiddur var á fiskreitum. Hún tók ásamt systkinum sínum þátt í þeirri vinnu. Ólafía var fínleg kona með fágaða og glaðlega framkomu. Hún bar aila sína tíð svipmót af því uppeldi sem hún fékk í foreldrahúsum. Móðir hennar, Guðrún Jónsdóttir, var dóttir fátækrar konu í Garðinum á Suðurnesjum og Jóns, bróður El- deyjar-Hjalta. það æxlaðist svo, þeg- ar Guðrún var sjö ára, að Eldeyjar- Hjalti tók litlu stúlkuna, móður Ölaf- íu, á heimili sitt og ólst hún upp í skjóli hans og ömmu sinnar, Guðnýj- ar Jónsdóttur. I Hjaltahúsi við Bræðraborgarstíg lærði Guðrún þær menntir sem ungum Reykjavík- urstúlkum úr borgaralegum ijöl- skyldum var ætlað að nema. Þann arf flutti þún áfram til dætra sinna. Faðir Ólafíu, Þorgrímur Sigurðs- son, var af Vatnsleysuströnd en einn- ig af gömlum ættum í Reykjavík. Hann missti móður sína ungur en faðir hans og systkini fóru til Vestur- heims er hann var 14 ára. Þorgrímur einn neitaði að fara. Eftir ýmsan flæking komst hann í rúm á skútu hjá Eldeyjar-Hjalta. Mun Hjalti hafa séð hvert mannsefni bjó í þessum unga pilti og hjálpaði honum til náms í Stýrimannaskólanum. I Hjaltahúsi kynntist Þorgrímur Guðrúnu Jóns- dóttur, konuefni sínu. Hann gerðist siðan einn af þeim harðduglegu tog- araskipstjórum sem gerðu garðinn frægan í Reykjavík á millistríðsár- unum. Lengst af var hann skipstjóri á togaranum Baldri og jafnframt einn af eigendum útgerðarfélagsins Hængs sem gerði togarann út. Hann byggði myndarlegt hús á Unnnarstíg 6. Var það efnaheimili á þeirrar tíðar mælikvarða. Bæði voru Þorgrímur og Guðrún þó af fátæku bergi brotin og gleymdu ekki uppruna sínum. Heimilið stóð opið fyrir námsmönnum og námsmeyjum utan af landi og þar áttu einstæðingar og þeir sem fóru halloka i lífsbaráttunni vísa hjálp og athvarf þegar á þurfti að halda. Eðlis- læg mannúð og hjálpsemi ásamt and- úð á yfírlæti voru meðal þess sem fylgdi Ólafíu úr heimahúsum og voru meðal bestu mannkosta hennar sjálfrar. Olla átti glaða æsku við Unnar- stíginn, en heimilisfaðirinn var langtímum saman í burtu úti á sjó og mæddi þá allt heimilishald á móðurinni. Meðfram götunni var gijótgarður og handan við hann víðáttumikil tún sem tilheyrðu Landakoti. Þar gekk fjölmennur krakkahópur úr nágrenninu til leikja. Systkinin af Unnarstíg 6 voru sjö talsins, fjórar systur og þrír yngri bræður. Eitt ár var á milli Guðrúnar, sem kölluð var Gauja, og Ólafíu og náið systrasam- band milli þeirra. Þær voru látnar fylgjast að í skóla og haft á orði að þær væru aldar upp eins og tví- burar. Uppi á hæðinni var kaþólski barnaskólinn í Landakoti og þar gengu þær fyrst i skóla en síðan einn vetur í æfingadeild Kennara- skólans og annan í Barnaskóla Reykjavíkur (Miðbæjarskólann). Eftir það lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og þar fylgdust þær Gauja og Olla að í bekk á árunum 1931 til 1934. Ólafía var alla tíð síðan mikil listakona í hannyrðum og saumaskap og saumaði mestall- an fatnað á börn sín. Barnabörnin nutu einnig góðs af saumaskap hennar þegar þau komu til sögu. Er ekki að efa að nám hennar í Kvennaskólanum hefur þar haft sitt að segja ásamt leiðsögn móður hennar af Unnarstígnum. Þar kom þó einnig til listrænt upplag hennar sjálfrar. Eftir nám í Kvennaskólan- um lá leið Ólafíu til Norfolk á Eng- landi og dvaldist hún þar í eitt ár hjá enskri fjölskyldu við enskunám. Haustið 1936 dundi reiðarslag yfir Ijölskylduna á Unnarstíg. Guð- rún eða Gauja, systir Ólafíu, sem verið hafði henni svo náin, veiktist skyndilega og lést, aðeins rúmlega tvítug að aldri. Lilja Hjaltadóttir úr Hjaltahúsi við Bræðraborgarstíg, sem enn er á lífi, 96 ára að aldri, hafði þá ákveðið að sigla til Dan- merkur og læra fótaaðgerð eða „pedicure“_ eins og það var kallað á fagmáli. Óiafía var í sárum eftir systurmissinn og ákvað Lilja að taka þessa ungu frænku sína með til Kaupmannahafnar. Þær lærðu þar báðar „pedicure" veturinn 1936 til 1937 og fengu réttindi til að stunda þá grein. Áður hafði aðeins ein ís- lensk kona lært fótaaðgerð og urðu þær frænkur meðal brautryðjenda í þeirri grein á íslandi. Á uppvaxtarárum Ólafíu var það enn sjaldgæft að ungar stúlkur, þó að þær væru gæddar góðum gáfum, væru sendar í langskólanám eða gengu menntaveginn eins og það var kallað. Til þess var fremur ætlast að þær lærðu ýmsar kvenlegar menntir. Með vaxandi borgarmenn- ingu höfðu þó opnast nýjar leiðir og ný tækifæri fyrir konur sem vildu hasla sér völl utan heimilis, einkum í margs konar þjónustugreinum. Þegar Ólafía stóð á tvítugu hafði hún því búið sig eins vel undir lífið og búast mátti við af ungri stúlku á þeirri tíð. Hún hafði gengið á kvennaskóla, dvalið meðal erlendra þjóða og aflað sér fagmenntunar sem var fátítt meðal ungra kvenna. Fljótlega_ eftir að þær frænkurnar, Lilja og Ólafía, kom heim til Reykja- víkur 1937 opnuðu þær fótaaðgerða- stofu í Aðalstræti 9 og var til þess tekið hversu vel var að henni staðið. Hún var búin fullkomnum tækjum og hreinlæti haft þar í hávegum. Þetta var nýjung í bæjarlífi höfuð- staðarins sem vakti athygli og var mikið sótt. Fyrst um sinn ráku þær frænkur stofuna saman en Lilja gifti sig fljótlega og eftir það var Ólafía ein með stofuna. En bráðlega kom einnig að því að glæsilegur ungur maður kæmi inn í líf Ólafíu og hefði hana á brott með sér. Hún var fríð stúlka og kvenkost- ur hinn besti. Ungi maðurinn, Kjart- an Ragnars, kom norðan frá Akur- eyri og var að ljúka prófí í lögum frá Háskóla íslands. Þau festu ráð sitt og gengu í hjónaband haustið 1941. Hjónabandjð hafði því staðið í full 56 ár er Ólafía lést. Þau eignuðust fímm börn og helgaði Ólafía sig heim- ilinu meðan þau voru að vaxa úr grasi. Raunar lokaði hún fótaað- + Freyja Krist- jánsdóttir fædd- ist á Húsavík 29. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Þingeyinga 26. októ- ber síðastliðinn. ■*- Foreldrar hennar voru Kristján Arna- son, söðlasmiður, f. 2. janúar 1876 á Hvarfi í Bárðardal, d. 9. mars 1945, og kona hans, Jónína Kristín Sigurgeirs- dóttir, f. 30. ágúst 1878 á Geiteyjar- strönd í Mývatns- sveit, d. 11. júlí 1954. Systkini Freyju voru Sigurgeir, Arni Ingi- mundur og Helgi, fóstursystir þeirra var Álfheiður Eðvalds- dóttir. Þau eru öll látin. Freyja giftist 22. nóvember 1930 Vigfúsi Hjálmarssyni, bif- reiðasljóra, síðar bifvélavirkja m.m., f. 12. apríl 1908, d. 15. ágúst 1982. Vigfús var sonur Hjálmars Gíslasonar, trésmiðs á Húsavík, f. 10. ágúst 1875 á Æsustöðum í Langadal, d. 27. maí 1959, og konu hans, Guð- laugar Vigfúsdóttur, f. 16. októ- ber 1879 á Völlum í Svarfaðar- dal, d. 19. október 1947. Freyja og Vigfús eignuðust 6 börn. Þau eru: 1) Björn Páll, f. 3. október 1930, maki Ragnheiður Valdi- marsdóttir, þau eignuðust 3 syni; einn þeirra er látinn, 2) Gísli Benedikt, f. 3. nóvember 1931, maki Hrafnhildur Ragnarsdótt- Elsku amma okkar og langa! Eg var ekki hár í loftinu þegar ég fór fyrst með pabba og mömmu í heimsókn til þín og afa á Húsavík, en afi var óijúfanlegur hluti af þér meðan hann lifði. Allar minningar * mínar um heimsóknir austur á Húsa- ir, þau eiga eina dótt- ur, Gísli átti áður einn son, 3) Helgi Kristján, f. 9. októ- ber 1932, maki Unn- ur Jónsdóttir, þau eiga einn son, 4) El- ísabet Guðlaug, f. 13. nóvember 1934, maki Leifur Jósefs- son, þau eiga 3 syni og 2 dætur, 5) Hjálmar, f. 1. júní 1944, maki Hildur Kristjánsdóttir, þau eiga einn son, og 6) Sigurður Jakob, f. 8. desember 1952, maki Dögg Hringsdóttir, þau eru barnlaus. Fyrri kona Sigurðar var Kristjana Magnúsdóttir; hún er látin. Barnabarnabörn Freyju og Vigfúsar eru orðin 29. Freyja fluttist ser.i bam í Ás- garð á Húsavík og bjó þar allt fram til þess að hún fluttist í Hvamm, heimili aldraðra. Hún hlaut hefðbundna skólagöngu og vann ung ýmis störf; til sveita í Mývatnssveit þar sem hún dvald- ist stundum á sumrum með móð- ur sinni hjá ættingjum sínum og eins á Húsavík þar sem hún vann m.a. störf tengd fiskvinnslu. Freyja og Vigfús voru og lengst- um með smábúskap í Asgarði. Aðalstarf hennar var þó húsmóð- urstarfið og uppeldi á stórum barnahóp. Útför Freyju fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. vík eru mér ljúfar. Alltaf jafn gaman að koma til ykkar, alltaf svo margt fólk í Ásgarði. Þar safnaðist fjöl- skyldan saman um helgar, spjallaði, spilaði og fór í leiki jafnt innan- sem utandyra, en lóðin í Ásgarði átti engan sinn líka. Ekkert vesen á þeim tímum með blóm eða runna, lóðin var til að leika sér á. Jafnt fyrir skotbolta, fallna spýtu, yfir, fótbolta og síðast en ekki síst slábolta þar sem allir, jafnt ungir sem aldnir, sameinuðust. Man það eins og gerst hafi í gær þegar Brandurinn tók sitt fræga högg útfyrir girðingu og sló þar með öllum við eins og svo oft áður. Að leik loknum stormaði allur herinn inn í Ásgarð, sem rúmaði ótakmarkaðan fjölda. Allir fengu að drekka og borða án vandræða þrátt fyrir að margir væru með sérþarfir, eins og lítill kall sem vildi bara brauð með rúllupylsu og svo síðar meir brauð með majónesi. Fjöldinn innandyra í Ásgarði var oft á tíðum ótrúlegur. Auðvitað hef- ur verið hávaði eins og gengur og gerist, en aldrei man ég eftir því, amma mín, að þú hafir þurft að beita þér til að hægja á liðinu. Jú, auðvitað hefur þú gert það, en það var með þeim hætti að „enginn tók eftir því“, því þú stakkst upp á ein- hveiju öðru spennandi sem hugurinn greip. Ég minnist t.d. allra kodda- slaganna sem fram fóru í Ásgarði, menn jafnvel komnir vel á aldur þegar þeir síðustu fóru fram. Þá minnist ég þess hvernig þú svaraðir öllum spurningum mínum og það þrátt fyrir að ekki væri þá til siðs að börn gengju á fullorðið fólk og spyrðu það hvað það hafði kosið. Fékk svarið skýrt og greini- lega frá þér: „Ég kýs Alþýðubanda- lagið og hef alltaf gert.“ Þú þurftir engu að leyna, komst til dyranna eins og þú varst klædd. Þá minnist ég rólegu tímanna með þér og afa, þegar ég fékk að vera eftir. Á kvöldin var farið á rúntinn, ekið út á Höfða eða fram að Laxa- mýri. Þið sögðuð mér frá kennileit- um og bentuð mér á Lundeyna, Grímsey og Flatey. Stundum setti afí sírenuna á sem vakti einstaka hrifningu hjá pollanum. Þú sagðir við afa: „Vigfús minn! eigum við ekki að fá okkur mæru.“ Eða þegar ég sat á móti þér sem andstæðingi og nam af þér skáklistina. Jú! Þetta voru einstakir tímar. Stuttu eftir að afí dó 1982 fluttist þú á Hvamm. Þrátt fyrir góðan hug starfsfólks undir þú ekki á þeim stað, enda hljóta viðbrigðin að hafa verið gífurleg. Heilsan leyfði það þó ekki að þú flyttist aftur í Ásgarð. Ég hafði ekki skilning á því hvers vegna þú vildir nánast ekki fara út. Fjar- lægðin hefur ef til vill verið of mik- il milli okkar. Því var það svo þegar við Regína komum í heimsókn til þín að ég hlustaði ekki á mótbárur þínar heldur ók með þig fram í Aðal- dalshraun í sumarbústað sem við höfðum þar og þú dvaldir hjá okkur eina kvöldstund. Þá eru mér minnisstæð hin síð- ustu ár þegar við komum til þín öll íjölskyldan, og þú nánast alveg blind straukst litlu angana blíðlega, tókst þá í fangið og talaðir til þeirra. Þeim fannst alltaf gaman að heimsækja löngu eða ömmu Freyju eins og þau kölluðu þig líka. Elsku amma, megir þú hvíla í guðs friði. Hafðu þökk fyrir allt og ailt. t< Orn Pálsson og fjölskylda. Mig langar að minnast ömmu minnar í fáum orðum. Margar góðar minningar á ég úr sveitinni, eins og ég kallaði Ásgarð. Alltaf var hægt að leita til ömmu með hvað sem er. Oft bjó hún til nesti þegar farið var upp að vatni til að veiða hornsíli eða upp á fjall í beijamó. Ófáar ferðir fórum við frændsystkinin inn til ömmu og afa að fá krukkur til að veiða fiðrildi í. En góðhjörtuð eins og hún var, bað hún okkur alltaf að sleppa þeim aftur. Eins var óhugsandi að fara frá ömmu öðru- vísi en að fá hennar sérstöku kökur og taka í spil með henni. Fórum við amma oft upp fyrir húsið í okkar sérstaka stað og þar sagði hún mér margar góðar sögur. Þá var oft far- ið upp fyrir garðinn og stolið rabar- bara og einnig drullumallað. Elsku amma, þó að samverustundunum okkar fækkaði eftir því sem árin liðu og ég fluttist burt, þá voru þær mér svo mikils virði þegar ég heimsótti þig með fjölskyldu mína. Og alltaf þótti börnunum mínum gaman að koma til þín, þó að þú gætir ekki séð þau út af sjóninni. Þá fannst þér gott að þau sætu hjá þér og héldu í höndina þína. Þótti þeim þá gott að geta farið í skúffuna góðu sem geymdi ýmislegt gott í litla munna. Elsku amma mín. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig og þökkum þér fyrir að fá að kynnast þér. Þó að sárt sé að sjá á eftir þér þá eigum við yndislegar minningar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Ég kveð þig nú með sömu orðun- um og ég kvaddi þig einum degi áður en þú fórst. Bless, amma mín, og Guð geymi þig. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín. Sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiði þínu. Moldin er hljóð og hvíldin er góð. (Davíð Stefánsson.) Lovísa. Minnið er undarlegt fyrirbæri. Ýmsir þeir merkisatburðir í lífinu, sem maður hefði talið eðlilegt að lifðu í minningunni, hyljast mistri. Hversdagar æskuáranna, sem þá virtust svo sjálfsagðir og lausir við það sem merkilegt gæti talist, standa manni aftur á móti ljóslifandi fyrir hugskotssjónum - alltént þeir dagar sem tengjast Freyju Kristjáns- dóttur í Ásgarði sem nú er látin, 87 ára. Þegar ég var í barnaskóla á Húsa- vík fyrir langa löngu tókst vinátta með okkur Sigurði syni Freyju og Fúsa, eiginmanns hennar, þess ágæta brandmajórs og ökukennara, og lékum við okkur saman öllum stundum. Snemma fór ég að venja komur mínar á heimili Sigga í Ás- garði. Húsið stendur nokkuð afsíðis í útjaðri bæjarins, umlukt allstóru túni, sem tilvalið var til hvers konar leikja og stutt á gjöful lontumið. Þegar ekki viðraði til bogfimi eða lontuveiða, var farið inn, þar sem Freyja tók á móti okkur, fríð kona FREYJA KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.