Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ W HALLDÓR KRISTINN BJÖRNSSON + Halldór Krist- inn Björnsson fæddist í Hvítuhlíð, Bitrufirði, Stranda- sýslu, 17. desember 1913. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt 24. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 24.11. 1888, d. 22.12. 1920, og Björn Guðlaugsson, f. 18.1. 1876, d. 18.2. 1943. Börn þeirra hjóna auk Halldórs Kristins voru Guðlaug, f. 25.8. 1907, d. 4.12. 1995, Sveinsína f. 7.9. 1908, d. 19.10. 1968, Helgi f. 3.3. 1910, d. 16.8.1987, Jón f. 24.8. 1916, d. 18.7. 1982, og Halldóra Kristín, f. 9.11. 1920. Hálfbræður Halldórs voru Kristinn Björnsson, f. 2.12. 1903, d. 1.4. 1964, og Árni Björnsson, f. 1.7. 1923, d. 20.7. 1984. Halldór kvæntist 31.5. 1941 ívu Bjarnadóttur, f. 28.9. 1916. Foreldrar hennar voru Magn- dís Benediktsdóttir, f. 5.3. 1882, d. 27.1. 1964, og Bjarni ívarsson, f. 24.6. 1873, d. 1.1. 1950. Börn Halldórs og ívu eru Björn, f.8.8. 1941, maki Kristín Bjarnadóttir, börn þeirra eru Kolbrún, f. 1967, íva Sigrún, f. 1970, Anna Kristín, f. 1971, og Halldór Kristinn, f. 1976. Barn Björns er Þórður Atli, f. 1993. Barnsmóðir er Guðný Eiríksdóttir. Edda Magndís, f. 18.1. 1943, maki Kristinn Jó- hann Sigurðsson. Börn hennar úr fyrra hjónabandi með Guðna Ernst Langer eru Hall- dór ívar, f. 1960, og Edda Guð- rún, f. 1967. Viðar, f. 2.4. 1945, maki Ragna Bogadóttir. Börn þeirra eru íva Rut, f. 1970, og Bogi Hólmar, f. 1973. Gyða, f. 22.8. 1948, maki Guðjón Reynir Jóhannesson. Börn hennar úr fyrra hjónabandi með Ragnari M. Traustasyni eru Erla Dögg, f. 1976, og Lára Kristín, f. 1978. Dóra Kristín, f. 2.9. 1953, maki Kristján Þórðar- son. Börn hennar úr fyrra hjóna- bandi með Hrafn- keli Óðinssyni eru Berglind, f. 1976, Hulda, f. 1983, og Atli Steinn, f. 1985. Barnabarnabörn Halldórs og ívu eru orðin sex. Halldór fór eftir andlát móður sinnar, þá sjö ára gamall, frá Hvítuhlíð að Múla í Gilsfirði en þar ólst hann upp hjá vandalausum til 14 ára ald- urs og var síðan vinnumaður á Óspakseyri í tvö ár. Sextán ára fluttist Halldór til Guðlaugar systur sinnar að Neðra-Skarði í Leirárssveit og stundaði síðan sjómennsku frá Akranesi á yngri árum. Halldór var einn af stofnendum Hreyfils og var síðar gerður að heiðursfélaga þar. Hann starfaði sem leigu- bílstjóri í Reykjavík í rúman áratug, lengst af hjá Hreyfli. Síðan vann hann við akstur vöruflutningabíla á Þrótti. Árið 1958 keypti Halldór sig inn í Gúmmívinnustofuna sem þá var á Grettisgötu 18. Fyrir- tækið fluttist í Skipholt 35 og stækkaði. Gúmmívinnustofan eignaðist Barðann og sá Hall- dór um rekstur hans um tíma. Gúmmívinnustofan hf. varð al- farið eign Halldórs, eiginkonu hans og barna 1976 en eftir það var það einnig byggt upp á Réttarhálsi 2. Hann vann við rekstur Gúmmívinnustofunnar hf. til dauðadags. Halldór hafði mikið yndi af hestum og stundaði hesta- mennsku fram undir það síð- asta. Útför Halldórs fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú, þegar húmar að hausti og jólin nálgast, hefur hvíldin tekið við. Leitin að upprunanum er besta leið mannsins til að skynja og skilja bæði sjálfan sig og aðra. Við Islend- *■ ingar höfum átt mikið í Sögurnar að sækja og þannig komist í meiri tengsl við eigin persónu og menn- ingu. Á þennan hátt fást oft skýr- ingar á því sem veldur viðbrögðum okkar og hefur áhrif á það ferli sem við göngum í gengum. Lífshlaupið er oft háð óvissunni um hvað tekur við. Minningarnar hrannast upp en eitt stendur þó upp úr og leitar stöð- ugt á hugann, það eru bernskuárin þín pabbi minn. Lítill drengur á sér öruggt um- hverfi í faðmi fjölskyldunnar, mamma og pabbi eru ekki langt undan og amman hjartahlý sem segir sögur og gefur sitt hlýja skjól er þarna líka. Hann dvelur öllum stundum niðri við lækinn góða, þar er gott að vera og þar unir hann sér vel. i vatninu er hægt að busla, það er svo gott að bleyta sig og dunda með gijótið og allt það sem náttúran gefur í umhverfinu. Já, í Hvítuhlíð er gott að eiga sinn heimareit í galsa og leik, þarna er ýmislegt brallað með systkinunum. Þannig liðu fyrstu sjö árin í lífi þínu, pabbi minn, þarna varstu áhyggju- laus innan um þá sem þér voru kærastir og með þeim sem þig elsk- uðu. í minningunni voru þetta þínir björtustu dagar, þarna gastu lifað í kærleika með einlæga barnstrú í hjarta, þetta gaf þér trú á lífið og tilveruna. Lífið heldur áfram, eftirvænting jólanna ríkir meðal ykkar, barnanna í Hvítuhlíð í Bitrufirði og afmæli þitt er merki þess að jóiin eru alveg að koma. Þú ert nýorðinn sjö ára og systkinin orðin fímm eftir að ein lítil systir sem þá var mánaðargöm- ul bættist við. Það er aðeins eitt skyggir á gleðina, hún mamma er svo mikið veik. Þegar aðeins tveir dagar eru eftir til jólanna, dregur dökkan skugga yfir tilveruna hjá ykkur, fjölskyldunni í Hvítuhlíð. Það er eins og tilveran standi kyrr, allt verður svo kalt og þungt. Hún mamma er dáin. Það er erfitt fyrir lítinn dreng að skilja, þegar svo stórbrotin örlög grípa inn í hvers- dagsleikann á litlum sveitabæ. Það sem er manni kærast er tekið burt á augabragði. Hvers vegna var hún tekin frá okkur? Þetta urðu drungaleg jól og erfiðir dagar sem í hönd fóru. Elsta systirin, Guðlaug, sem þá var að- eins þrettán ára gömul, tók nú við hlutverki húsmóðurinnar á staðn- um og sá um rekstur heimilisins. Hún var stoðin og styttan, sem studdi Björn pabba sinn við að halda hópnum saman og tryggja gott lífsviðurværi. Halldóru, litlu systur sem hafði fæðst þá í nóvem- ber var komið fyrir í fóstur á Þamb- árvöllum, aðrir voru áfram heima. En því miður varð það ekki lengur en fram til vorsins sem hópurinn fékk að halda saman. Örlögin gátu verið grimm í þá daga. Það voru yfirvöldin sem nú komu til sögunn- ar, embættismenn gerðu Birni bónda skylt að leysa upp heimilið og borga börnum sínum út móður- arfinn. Björn átti engra kosta völ, hann missti allt frá sér, konuna, börnin og jörðina. Fyrir hann var ekki um annað að gera en koma sér í vinnumennsku út um sveitir. Börnunum var komið fyrir víðs vegar út um sveitir og hópurinn tvístraðist. Halldóri var komið fyr- ir hjá vandalausum að Múla í Gils- firði. Elsku pabbi. Það var ekki fyrr en við sátum saman við útför henn- ar Guðlaugar systur þinnar fyrir tæpum tveim árum, að ég virkilega skynjaði hve djúpa sorg þú hefur borið í hjarta þínu öll þessi ár. Sorg- in yfir móðurmissinum og að vera síðan slitinn úr faðmi föður og systkina, þegar þú þurftir mest á þeim að halda, hafði fylgt þér alla ævi og sett mark sitt á allt þitt líf. í minningu Guðlaugar kom myndin af vetrinum þunga svo skýr. Við lifðum upp aðstæðurnar, þú leyfðir tilfínningunum að streyma, þær ólguðu og við grétum saman. Það er eins og maður þurfi alltaf að sjá sérstakan flöt á bak við myndina til þess virkilega að skynja og skilja hvers kyns er og þarna gerðist það hjá mér. Þannig er lífið og þannig erum við, ég skildi þig, skynjaði og tengdist þér á allt annan hátt eftir þetta. Þú talaðir oft um það hörku- líf sem barnið í þér þurfti að þola. Það að enginn var á staðnum sem lét sér annt um þig sem barn og persónu með tilfínningar, enginn sem veitti þér þá hlýju og það skjól sem hverju barni er nauðsynlegt. Eina leiðin til að lifa slíkt af, var að brynja sig og eiga sitt eigið skjól í einlægri trú. Fermingardagurinn var í takt við annað á dögum þínum í Múla í Gils- firði, ekki verið að hygla stráknum. Þú sagðir mér frá því þegar þú skipt- ir um föt eftir kirkjuna og varst síð- an strax sendur í vitjun. Þar hittirðu pabba þinn, hann hafði komið ríð- andi frá Bitrufirði til að óska þér til hamingju og færa þér að gjöf, bæði hnakk og beisli. Hann reið síð- an strax aftur til baka yfir heiðina, því ekki var honum boðið til bæjar. Þér fannst alltaf sárt að hugsa til þess að honum skyldi ekki einu sinni vera boðið inn í kaffi á sjálfan ferm- ingardaginn þinn, áður en hann lagði á heiðina aftur. Guðlaug, stóra syst- ir, hugsaði eftir föngum vel um litla bróður og lét heldur ekki sitt eftir liggja við ferminguna. Þú sagðir mér frá silfurslegnu svipunni sem hún færði þér, höfðinglegri gjöf sem varð þér mikill dýrgripur. Þú vissir þó alltaf að hún Guðlaug systir þín var líka í Gilsfirði fyrstu árin og að til hennar gætirðu reynt að leita ef allt þryti. Það er aðeins vel gerður og greindur maður, sem hefur tök á að rífa sig upp frá slíkri þrauta- göngu bernskuáranna og það gerðir þú svo sannarlega. Eftir að hafa aðeins sextán ára riðið einhesta suð- ur í Leirársveit til Guðlaugar, þreytt- irðu Iífsbaráttuna af eigin rammleik við vinnumennsku, sjómennsku, akstur og síðan rekstur Gúmmí- vinnustofunnar. Lánið fylgdi þér í mörgu, fjölskyldan stækkaði, þú eignaðist fyrirtækið og eftir að þú eignaðist hesta aftur áttirðu þínar sælustundir þar sem þeir voru. Þú undir þér vel með hestunum, hvort sem það var í hesthúsinu eða ríð- andi út um víðan völl. Pabbi minn, nú ertu hvíldinni feg- inn. Mér var lengi ljóst að þú áttir þína einlægu guðstrú, trú á mátt Guðs og megin og samfélag heil- agra. Trúðir á mátt kærleikans, sem breiðir yfir, trúir, vonar og umber allt. í trúnni á að til væri líf eftir dauðann væntirðu þess að komast aftur í faðm móður þinnar. Megi ljós- ið þér lýsa um drottins dýrðar lend- ur. Lífsbaráttan eftir að þú veiktist var ekki löng, en hún var ströng. Þessi tími gaf okkur mikið, þrátt fyrir mikla vanlíðan var stutt í kímn- ina og oft kom hún okkur að óvör- um. Þú varst heimakær, gast að mestu verið heima þennan tíma og er það dugnaði mömmu fyrir að þakka. Hún studdi þig hetjulega og gerði það kleift sem skipti þig mestu máli, það að geta verið heima með fjölskyldunni alveg fram í andlátið. Þessar síðustu stundir sem við áttum með þér eiga eftir að verða okkur dýrmætar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku mamma, megi góður Guð styðja þig og styrkja í sorginni og áfram um alla framtíð. Með kveðju frá dóttur, Gyða Halldórsdóttir. Elsku afi okkar, þá er komið að kveðjustund. Það er sárt að missa þig, þú verður ávallt í hug okkar og hjarta. Þær voru margar góðar stundirnar sem við áttum saman. Við minnumst þeirrar miklu hlýju og umhyggju sem þú hefur alltaf sýnt okkur. Hestamennskuna stundaðir þú af lífi og sál og við áttum margar af okkar skemmtilegustu stundum saman í hesthúsinu. Alltaf varst þú á kraftmiklum og viljugum hest- um og oft áttum við fullt í fangi með að fylgja þér eftir. Af hesta- ferðum er okkur sérstaklega minnistæð Jónsmessuferðin ’93 þegar við riðum frá Skeggjastöðum til Þingvalla í lemjandi rigningu og roki. Þótt ferðin væri löng og blaut skemmtum við okkur vel og þú hvattir okkur áfram. Þinn þrot- lausi styrkur og kraftur mun verða okkur að leiðarljósi, þú gafst aldrei upp. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þijóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku afi, við biðjum Guð að blessa minningu þína og veita Ömmu styrk í sorginni. Þín_ barnabörn, íva Rut og Bogi Hólmar. Með miklum söknuði kveð ég nú hann Halldór afa minn. Hann var lánsamur maður, eignaðist stóra og myndarlega fjölskyldu og hélt góðri heilsu í rúm 83 ár. En fyrir um tveimur mánuðum tók að rökkva og baráttan hófst, ekki var hún löng en svo ströng og sár. Þetta var erfiður tími, fyrir afa sem hafði aldrei fyrr verið mikið veikur og okkur sem við hlið hans stóðum frá upphafi til enda baráttunnar. Með hæglátri, hlédrægri og elsku- legri framkomu öðlaðist afi virð- ingu og væntumþykju fólksins allt í kringum hann, bæði innan og utan fjölskyldunnar. Hann var mik- ill húmoristi og kom með smellnar glósur þegar á þeim var síst von. Þessum eiginleika hélt hann fram á síðustu stundir, jafnvel þegar þrótt fór að skorta kom hann með skemmtilegar athugasemdir sem auðvelduðu okkur að takast á við orðinn hlut. Bernskuminningarnar um afa minn eru bundnar Laugateigi 50, en þar bjuggu amma og afi áður en afi byggði nýja húsið í Þverásn- um. Já, sjötíu og íjögurra ára réðst afi í það að byggja og það eitt er lýsandi dæmi um dugnað hans á efri árum. Hestarnir og útiveran, sem af samskiptunum við þá hlaust, áttu stærsta þáttinn í at- orkunni og skiluðu afa hreysti og virkni alveg fram á síðustu sumar- mánuðina. Það veitti mér mikla ánægju í hvert skipti sem ég sá ömmu og afa og ást þeirra hvors á öðru, þau voru alltaf svo myndarleg saman. Mér er sérstaklega minnisstæður gullbrúðkaupsdagurinn þeirra fyrir nokkrum árum, en þá vonaðist ég til að slíkur dagur ættí eftir að verða hluti af mínu lífi. Eg er ein- staklega stolt af því að hafa boðið afa mínum upp í dans og dansað við hann, þegar hann varð áttræð- ur. Það var nokkuð sem tengdi okkur óijúfanlegum böndum, að mér fannst. Þar með hafði ég gert nokkuð með honum sem fáir aðrir höfðu gert. Þau verða mér alltaf kær, orðin hans um mig, sem hann sagði við mömmu fyrir skömmu: „Já, hún Erla er nú svo góð stelpa.“ Sumum kann að finnast þessi orð fátækleg, en með þeim festi hann rætur sín- ar djúpt í hjarta mínu og ég skildi að ánægjan með samverustundir okkar í veikindunum var gagn- kvæm og að þær höfðu gefið okkur báðum mikið. Ég er mjög fegin því að afi minn skyldi geta verið heima síðustu stundirnar eins hann vildi og eins að nú fái hann að hvíla á þeim stað sem hann hafði óskað sér. Þá ber að taka fram hlýhug fjölskyld- unnar til fólksins hjá Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins, þið voruð afa, ömmu og börnunum ómetanleg aðstoð. Elsku mamma og Guðjón, þið hafið gefið afa svo mikið af ykkur og ég veit að hann var svo þakklát- ur fyrir allt saman, ég vona að það megi á einhvern hátt styrkja ykkur í sorginni. Elsku amma mín, þú gafst afa svo mikið og stóðst alltaf við hlið hans. Guð veri með þér í sorg þinni og styrki þig eins og mögulegt er. Mamma mín, Edda, Dóra, Bjössi, Viðar og öll hin, guð veri með ykkur, nú og alltaf. Erla Dögg. Elsku elsku afi minn. Ég fékk nafnið mitt í örmum þínum þegar þú hélst mér undir skírn á jóladag. Ég veit að þú varst stoltur af því enda minntist þú á það und- ir það síðasta að þetta væri nú stúlkan sem þú hefðir haldið undir skírn. Rétt eins og þú umluktir mig með örmum þínum í upphafi míns lífs reyndi ég eftir öllum mætti að gefa af mér ást pg hlýju á þínum erfiðu tímum. Ég man þegar þú spurðir mig hvort að allt væri í lagi, og hvað það snart mig mikið að þér var annt um líðan mína. Ég man þegar það kviknaði í servíettunni þinni við matarborðið á aðfangadag og þér fannst of mikið af kertaljósum allt í kringum þig. Ég man líka eftir því hvernig þú vannst mig alltaf í skák og mér fannst það koma svo berlega í ljós hversu stórgáfaður og vel gefinn þú varst. Ég man elsku afa sem kom með svo yndislegar glósur, hnyttnar og skemmtilegar. Þú varst yndislegur, sérstakur og hjartahlýr maður og nú þarf ég að kveðja þig. Það var gott að sjá virðinguna og friðinn sem hafði færst yfir þig þegar hvíldin hafði komið til þín. Eftir að hafa fylgt þér í gegnum erfið veikindi fannst mér yndislegt að sjá þig verkja- og áhyggjulausan hverfa á vit nýrra ævintýra. Elsku mamma og Guðjón. Þið gáfuð afa svo mikið af ykkur að það er furða að eitthvað er eftir. Takk fyrir allt sem þið gerðuð fyr- ir afa minn. Elsku Björn, Edda, Viðar og Dóra, guð veri með ykkur í sorginni. Elsku elsku amma mín. Guð blessi þig og vaki yfir þér í þeim mikla missi sem þú hefur nú þurft að þola. Góða ferð, elsku afi, og takk fyrir allt. Öll þau fallegu orð sem þú lést um mig falla á síðustu dög- um lífs þíns, mun ég ætíð geyma í hjarta mér. Ástarkveðja frá nöfnu þinni. Lára Kristín. í dag er tengdafaðir okkar Hall- dór Kristinn Björnsson borinn til hinstu hvílu. í minningunni er Halldór hlýr og traustur maður. Hann átti ekki auðvelt með að sýna þá miklu hlýju sem í honum bjó en vafalítið áttu kröpp kjör og umhyggjuleysi í æsku þar stærstan hlut að máli. Það setti alla tíð mark sitt á líf hans og viðhorf. Halldór reyndist okkur góður tengdafaðir og við geymum minn- inguna um góðu stundirnar sem við áttum með honum bæði heima og að heiman. Stutt var í kímnina og oft voru tilsvörin hnyttin og skemmtileg. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og var fljótur að mynda sér skoðanir sem hann var tilbúinn að deila með öðrum. Við höfum þekkt Halldór lengi en í veikindum hans síðustu tvo mánuðina kynntumst við honum á annan og nýjan hátt. Sú hlýja og einlægni sem hann bjó yfir kom þá betur og betur í ljós. Baráttan við krabbameinið var stutt og erf- ið, en allir hjálpuðust að við að gera síðustu stundirnar sem bæri-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.