Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna „Munum eflast til þess að gera betur“ „KVÓTAKERFIÐ er ein meginfor- senda þess að tekist hefur að breyta rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi til lengri tíma, þrátt fyrir miklar sveiflur í einstökum tegundum og breytilegt árferði. Án þessa stjórn- kerfis væri afkoma greinarinnar önnur og verri en hún er í dag. Styrkur kvótakerfisins felst í því að útgerðarmenn vita betur en ella hvar þeir standa og eiga því auð- veldara með að taka raunhæfar ákvarðanir varðandi reksturinn," sagði Kristján Ragnarsson, for- maður stjórnar LÍU, á aðalfundi samtakanna í gær. Kristján sagði einnig að framsal veiðiheimilda væri meginforsenda þess að hægt væri að búa við kvóta- kerfið til framtíðar. Framsalið yki hagkæmni í greininni verulega: „Hagkvæmnin fólst meðal annars í því að útvegsmanni gafst kostur á að hætta útgerð ef annar útvegs- maður vildi kaupa þann rétt sem hinn hafði til veiða. Þeir fjármunir voru reiddir fram innan greinarinn- ar, en ekki á kostnað hins opinbera eða nokkurs annars. Engum verið gefið neitt Þessi kaup hafa verið lögð út með þeim hætti að þetta sýndi að útgerðin væri fær um að inna af hendi sérstakt gjald til ríkisins í formi auðlindaskatts. Það sem gleymdist er að ríkið átti aldrei kost á tekjum af þessum aflaheim- ildum því þær hefðu áfram verið nýttar af viðkomandi útgerð ef framsalsheimildin hefði ekki verið fyrir hendi. Það hefur því engum verið gefið neitt, né frá neinum tekið. Fjármunir og réttindi hafa einungis færst til innan sjávarút- vegsins. Því er ekki að neita að margir hafa litið það öfundaraugum að útvegsmenn hafa getað yfírgefið ævistarf sitt með einhvem lífeyri, þótt hann sé frá öðrum útvegsmönn- um kominn og ég ætla að það sé undirrót þeirrar neikvæðu umræðu sem nú á sér stað,“ sagði Kristján. Óskýr markmið Kristján ræddi einnig um Sam- tök um þjóðareign, sem hann kall- aði samtök gegn veiðistjórn. Hann sagði markmið þeirra óskýr, til- gangurinn virtist sá einn að vera á móti núverandi fiskiveiðistjórn án þess að leggja nokkuð til um hvað skuli við taka. Hærri skattur á útgerð en aðra? Þá ræddi Kristján um auðlinda- skatt og vitnaði meðal annars til ummæla Sighvats Björgvinssonar, formanns Alþýðuflokksins: „Hann lýsir því fjálglega yfir að leggja beri auðlindaskatt á sjávarútveg- inn. Ætla mætti að hann sæi auð í vestfirskum fyrirtækjum er bera ættu skattinn. En því er ekki til að heilsa þar frekar en annars stað- ar. Hvað gæti komið íbúum Vest- fjarða betur en að sjávarútvegurinn þar yrði rekinn með hagnaði? Á hvern veg annan getur byggð á Vestíjörðum eflst og hvernig er hægt að bæta lífskjör þar nema fyrirtækin í sjávarútvegi eflist? Hvernig má það vera að þingmaður á Vestfjörðum sjái þann kost vænstan að leggja fyrirtækin í rúst með nýjum skattgreiðslum? Það er áhyggjuefni fyrir fólk um land allt að þingmaður sjái þann kost vænst- an að haga málflutningi sínum með þessum endemum og telji sér það vænlegt til fylgis. Hún verður að teljast merkileg þessi hugmynd um auðlindaskatt, því hvergi finna þeir fordæmin er- lendis, heldur einungis hið gagn- stæða. Hér allt í kringum okkur eru stjórnvöld að styrkja sjávarút- veg með beinum framlögum og kaupa veiðirétt í lögsögu annarra ríkja og afhenda hann útgerðum án endurgjalds. Þetta er okkur gert að keppa við. Þarlend stjórn- völd leggja skatt á þegna sína til að styrkja sjávarútveg, en hér koma fram kröfur um að lagður sé hærri skattur á útgerðina en aðrar atvinnugreinar." Kristján ræddi um verðlagningu á fiski og minnti á að sjómenn hefðu á sínum tíma krafist frjáls fiskverðs og nú krefðust þeir þess í kjarasamningum að allur fiskur færi um uppboðsmarkaði. Á þ_að yrði aldrei fallist enda hefði LÍÚ ekkert umboð til að ákveða það. Nýtt launakerfi Hann ræddi ennfremur um kjaramál og nýtt launakerfi sjó- manna. Hann sagði ekkert geta skýrt þá óánægju sem sjómanna- forystan kynnti nú undir. Vélstjórar færu nú fram á breytingu á hefð- i bundnum hlutaskiptum til að auka hlut sinn, en núverandi hlutaskipti hefðiu verið við lýði í áratugi. Ef til vill væri það ekki nothæft leng- ur og það hlyti að koma til skoðun- ar að stokka það upp frá rótum. „í því tilefni kemur til álita að minnka vægi aflaverðmætis í laun- um sjómanna, til dæmis með föstu kaupi og aflaverðlaunum þar til viðbótar. Það myndi leiða til meiri tekjujöfnunar hjá sjómönnum, það er þeir sem hafa hæstu launin myndu lækka, en þeir sem lægstu iaunin hafa, myndu hækka.“ Leggja ekkert jákvætt af mörkum Kristján Ragnarsson ræddi síðan um ástand fiskistofna og rannsókn- ir, nýtt hafrannsóknaskip og um- I hverfismál, menntun sjómanna, ( slysavarnir á sjó, afkomu útvegsins j og umrót á fjármagnsmarkaði og sagði svo að lokum: „Þegar horft er til framtíðar er ljóst að áfram verða gerðar kröfur til útvegsmanna um bætt lífskjör í landinu. Því miður eru engin teikn á lofti um að aðrar atvinnugreinar létti af okkur þeim kröfum. Við munum því eflast til þess að gera . betur. Til þess þurfum við öfluga fiskistofna, sem ekki rýrna við sókn i okkar í þá. Til þess að svo verði, ( þurfum við fiskveiðistjórnunarkerfi sem skilar árangri. Það höfum við í dag og það má ekki skaða til að fullnægja öfgahópum, sem ekkert jákvætt leggja af mörkum." Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Yeiðileyfagjald mun rýra kjör sjómanna Morgunblaðið/Þorkell FUNDUR að hefjast. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, og Krislján Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri LÍÚ, við upphaf aðalfundarsamtakanna í gær. „TRÚLEGA hafa ekki jafnfáir sjó- menn, útvegsmenn, fiskverkafólk og fiskverkendur lagt jafnmikið af mörkum til jafnmargra á jafn- skömmum tíma eins og eftir að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var innleitt. En jafnaðarmenn tala á hinn bóginn um spillingu í þágu hinna fáu á kostnað ijöldans. En umræðan um gildi markaðsbúskap- ar eða ríkisforsjár með öfund eða tortryggni sem krydd, er vissulega ekki ný af nálinni," sagði sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær. Þorsteinn lagði mesta áherslu á fískveiðistjórnun og umræðuna um auðlindaskatt í ræðu sinni á fund- inum. Hann sagði ótvíræðan árang- ur hafa náðst með fískveiðistjóm- uninni í verndun og uppbyggingu fiskistofna og hagræðingu innan veiða og vinnslu og spurði hvort menn væru tilbúnir að fóma þeim árangri með því að hverfa frá nú- verandi fískveiðistjórnunarkerfí. Lýðskrum Þorsteinn talaði um lýðskrum gegn sjávarútvegsstefnunni: „í fyrsta lagi er því haldið fram að þjóðin njóti ekki ávaxtanna eða auðlindaarðsins í sjávarútvegi. All- ur arðurinn renni til örfárra sæ- greifa. Með sömu rökum mætti auðvitað halda því fram að almenn- ingur hefði engan hag af góðum rekstri í öðrum atvinnugreinum. En kjarni málsins sem blasir við í sjávarútveginum er sá, að það hafa orðið aigjör umskipti á örfáum árum vegna sjávarútvegsstefnunn- ar. Almenningur sem áður borgaði með sjávarútveginum er núna að njóta ávaxtanna af breyttri stefnu." Þá benti Þorsteinn á að það væri óumflýjanlegur raunveruleiki að takmörkuð auðlind gæti aldrei leitt til annars en að aðgangur að Gjaldtaka vegna kostnaðarþátt- töku eðlileg henni yrði takmarkaður. Því yrði aðgangur nýrra manna að fiskveið- um aldrei frjáls og öllum opinn. Fullyrðingar um annað væru fals- rök. I þriðja lagi fjallaði Þorsteinn um hugtakið þjóðareign, sem hann sagði hafa verið misnotað í þeim tilgangi að telja almenningi trú um að rétturinn til fiskveiða væri eign ríkissjóðs. Þar af leiðandi ætti arð- urinn af veiðunum að renna í gegn- um hendur stjórnmálamanna. „Nú- gildandi fískveiðistjórnunarlöggjöf byggir á því rótgróna viðhorfí að almannavaldið setji leikreglur um nýtingu fískimiðanna, en nýtingar- rétturinn sjálfur sé í höndum ein- staklinga eða fyrirtækja þeirra. Nýtingarrrétturinn nú byggir á sögulegri reynslu sem síðan hefur fengið að þróast á grundvelli mark- aðslögmála, en helgast af líffræði- legri nauðsyn." Gjöld eru lögð á veiðiheimildir Þorsteinn ræddi síðan um auð- lindaskatt og benti á að sjávarút- vegurinn greiddi þegar um 800 milljónir króna árlega fyrir veiði- heimildir. Þessi gjöld stæðu undir tilteknum kostnaði eins og öllu veiðieftirliti og framlagi til ha- frannsókna. Hann sagðist álíta gjaldtöku vegna kostnaðarþátt- töku eðlilega, þótt engin önnur atvinnugrein stæði undir slíkum kostnaði og sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppnislöndum okkar ekki heldur. Jafnaðarmenn teldu hins vegar að arðurinn af rekstri sjáv- arútvegsins ætti að renna í formi veiðileyfagjalds um hendur stjórn- málamanna og höfnuðu allri um- ræðu um aðstæður eða samkeppn- isstöðu. Hann rakti síðan afleiðingar þess ef aðlindaskattur yrði lagður á sjáv- arútveginn. Hann sagði skatt- heimtu af þessu tagi fela í sér mestu fjármagnsflutninga af lands- byggðinni til Reykjavíkursvæðisins í sögu landsins. Innheimta veiði- leyfagjalds með útboðum myndi kalla á þátttöku útlendinga í veið- unum og uppboð aflaheimilda myndi einnig leiða til meiri sam- þjöppunar veiðiheimilda. Loks sagði hann að innheimta veiðileyfa- gjalds myndi óhjákvæmilega koma niður á launakjörum sjómanna. Loks tók Þorsteinn dæmi um skatt á sjávarútvegsfyrirtæki: Skattur á Vinnslustöðina - raunhæft dæmi Við höfum á undanförnum árum náð verulegri framleiðniaukningu í útgerð. Á komandi árum mun sjáv- arútvegurinn þurfa á aukinni verð- mætasköpun og framleiðniaukn- ingu að halda frá fískvinnslu og sölustarfsemi. í Reykjavíkurbréfí síðastliðinn sunnudag er athygli vakin á því að stjómendur Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn standa frammi fyr- ir því að ná samningum við verka- lýðsfélögin um grundvallarbreyt- ingar varðandi vinnutímaskipulag og greiðslur fyrir afköst. Það er mat stjórnenda fyrirtækisins sem höfundur Reykjavíkurbréfsins tek- ur undir að náist slíkir samningar ekki blasi við stöðvun allrar botn- fiskvinnslu, og telur höfundur Reykjavíkurbréfs að boltinn sé nú hjá verkalýðshreyfíngunni. Ég þykist þess fullviss að með slíkum samningum við verkalýðs- hreyfinguna má ná fram betra skipulagi, meiri hagkvæmni og jafnvel þeirri framleiðniaukningu sem gerir áframhaldandi vinnslu afurðanna hér heima fýsilega og mögulega. En hvers vegna ættu stjórnendur fyrirtækisins og for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar að leggja á sig að finna viðun- andi lausnir til skipulagsbreytinga af þessu tagi þegar sú hótun liggur fyrir frá íslenskum jafnaðarmönn- um að næsta kosningabarátta muni snúast um það að leggja skatt á þetta fyrirtæki sem muni flytja frá fyrirtækinu og í ríkissjóð margfalt þann ávinning sem þessir samning- ar gætu hugsanlega skilað. Það liggur með öðrum orðum fyrir að aulindaskattur jafnaðar- manna mun með öllu úitiloka að fyrirtækið geti náð markmiðum sínum um skipulagsbreytingar sem gera áframhaldandi vinnslu botn- físks mögulega í þessum tveimur mikilvægu sjávarplássum, Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn. Sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum fyrir norðan og austan eru mörg hver í sömu sporum. Deilan um stóraukna skattheimtu stendur um það hvort þeim verði allar bjargir bannaðar í nafni réttlætis- ins. Samkvæmt skattahugmyndum jafnaðarmanna yrði Vinnslustöðin að greiða allt að 400 milljónir króna í ríkissjóð árlega ofan á núverandi skattgreiðslur. Þessi skattheimta jafngildir því að Vinnslustöðin hf. þyrfti að leggja andvirði eins skips á borð við Breka VE í ríkissjóð á hveiju ári. Með því móti væri verið að flytja atvinnu mörg hundruð Vestmanneyinga og Þorlákshafn- arbúa til útlanda. Með slíkri skattheimtu eru jafn- aðarmenn í reynd að þjóna hags- munum fárra stórfyrirtækja i sjáv- arútvegi í Evrópusambandinu á kostnað fjölda vinnandi fólks á ís- landi. Það er um þetta sem næsta kosn- ingabarátta snýst. Stjómendur Vinnslustöðvarinnar og forystu- menn verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum og Þorlákshöfn eiga réttmæta kröfu á að fá þeirri spurn- ingu svarað hvaða stjórnmálamenn það em sem ætla að koma þessari skattheimtu fram og gera viðleitni þeirra til þess að halda áfram verð- mætasköpun og atvinnu í þessum tveimur sjávarplássum að engu. Það verður fróðlegt að lesa hin hagrænu og siðferðilegu rök fyrir þessari skattheimtu á Vinnslustöð- ina hf. Ég hlakka líka til að lesa útskýringar á því hvernig þessi skattheimta þjónar hagsmunum fjöldans, þess fjölda fólks sem hjá fyrirtækinu vinnur. Eða ætli ein- hver komi auga á að slík skatt- heimta geti betur þjónað hagsmun- um fárra ríkisstyrktra fyrirtækja í Evrópu sem bíða eftir því að íslend- ingar misstígi sig.“ \ i \ \ I ! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.