Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 68
pr, / i qncenni m vnýi 0BLINABARBANKI ISLANI 0BÚNAÐARBANKI ISLANDS MewdCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK * > Uttekt á vaxtakjörum á Islandi og í 8 samkeppnislöndum Vextir á lánsfé til " fyrirtækja hæstir hér ÚTTEKT sem Seðlabanki íslands hefur gert á vöxtum á lánsfé til lít- illa og meðalstórra fyrirtækja hér á iandi og í átta öðrum nágranna- og samkeppnislöndum leiðir í ljós að útlánsvextir á rekstrar- og fjárfest- ingarlánum voru í öllum tilvikum hærri á íslandi í lok seinasta árs en í þeim löndum sem samanburðurinn náði til. Úttektin var gerð að ósk viðskiptaráðherra og hefur Seðla- bankinn skilað niðurstöðum sínum í skýrslu til ráðherra. Overðtryggð rekstrarlán til lítilla ' - ^og meðalstórra fyrirtækja hér á landi báru 2-3 prósentustiga hærri vexti hér á landi en í sex af átta samanburðarlöndum, skv. skýrsl- unni. Munurinn er enn meiri gagn- vart Japan og Finnlandi. Vextir af rekstrarlánum til meðalstórra og lítilla fyrirtækja hér var 11-11,2% en 5,2-5,4% í Finnlandi og 3,2% í Japan. Ollu meiri vaxtamunur var á útlánsvöxtum óverðtryggðra fjár- festingarlána til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja á Islandi miðað við önnur lönd en á vöxtum á rekstrarlánum. Þannig voru t.d. vextir af óverðtryggðum lánum til meðalstórra fyrirtækja hæstir hér á landi 11,3%, í Bandaríkjunum 9,6%, Englandi 8,6%, 7,3% í Danmörku, 6,2% í Finnlandi, 5,7% í Noregi en lægstir í Japan, 3%. Seðlabankinn hefur þann fyrir- vara í skýrslunni að samanburður nafnvaxta geti reynst villandi þar sem ekki sé leiðrétt fyrir mismun- andi verðbólgu- og vaxtastigi eftir löndum. Bent er á að fjárfestingar- lán til lengri tíma séu nær undan- tekningarlaust verðtryggð hér á landi en erlendis tíðkist ekki að veita verðtryggð bankalán. Annar lántökukostn- aður mestur á Islandi . Seðlabankinn gerði einnig tilraun til að afla upplýsinga um annan lán- tökukostnað, en þau svör sem bár- ust voru það ófullkomin að bankinn telur ómögulegt að gera heildar- samanburð á þeim kostnaði hér og erlendis. Þær upplýsingar sem fengust um lántökukostnað af lán- um af þessu tagi frá nokkrum lönd- um báru þó undantekningarlaust með sér að hann væri töluvert meiri hér á landi en í löndum sem saman- burðurinn náði til. ■ Vextir/35 Sjávarútvegsráðherra um hugsanleg- ar afleiðingar veiðileyfagjalds Lífskjör færð aftur um 10-15 ár ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, fjallaði um andstöðu við núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi og hugsanlegar afleiðingar veiðileyfagjalds á að- alfundi LIÚ í gær. Þorsteinn beindi spjótum sínum einkum að jafnaðarmönn- um og sagði svo: „Verði framtak sjávarútvegsins veikt eða lamað með óhóf- legri skattheimtu mun það færa lífskjaraalmanakið aftur um 10 til 15 ár og veikja undirstöður menntunar og heilbrigðisþjónustu.“ Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, sagði m.a. að umfang rannsókna á karfastofninum væri ekki í neinu samræmi við mikilvægi þessara stofna. Sagði hann mörgum spum- ingum enn ósvarað varðandi líffræði karfastofna. Nú væri unnið að rann- sóknum á skyldleika og aðgreiningu kai'fastofna, sem að verulegu leyti væru kostaðar af útgerðum karfa- veiðiskipa. Mestu máli skipti að vita hvort úthafskarfaveiðar byggðust á nýtingu á úthafskarfa eða hvort um væri að ræða umtalsverðar veiðar á djúpkarfa. ■ Veiðileyfagjald/20 Ilmandi þvottur STEINUNN Sigurðardóttir hefur búið í sex áratugi í Garði og á þessari snúru hefur hún þurrkað bleyjur af 7 börnum og tveimur barnabörnum. Hún segir að allt annar ilmur komi í þvottinn sé hann þurrkaður úti og þvi notar hún hvert tækifæri sem gefst til að 75% hækk- un síma- kostnaðar í Reykjavík AÐ MATI hagdeildar Reykjavíkur- borgar mun símakostnaður borgar- innar hækka milli áranna 1997 og 1998 um 75% vegna gjaldskrár- hækkana Pósts og síma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að ef símakostnaður heimilanna í borginni hækki einnig um 75% milli ára þýði það að með- alsímareikningur fyrir ársfjórð- ungsnotkun fari úr 5.000 kr. í um 9.000 kr. j Borgarráð mótmælti hækkuninni sl. þriðjudag. Borgarstjóri sagði að þá hefði borgarráð ekki verið búið að átta sig á því að Póstur og sími hefði samhliða gjaldskrárbreyting- unni ákveðið að stytta hvert síma- skref úr 180 sekúndum niður í 100. Eftir breytinguna yrðu 5,5 klukku- stundir innifaldar í ársfjórðungs- gjaldinu, en voru áður 10. „Hér er um verulega hækkun að ræða. I ályktun borgarráðs er því ekki mótmælt að landið sé gert að einu gjaldsvæði og því er ekki held- ur mótmælt að greiddur sé eðlileg- ur arður til ríkisins af Pósti og síma. Það verði hins vegar að gæta hófs og það er ekki hægt að tala um /■»að þessari hækkun sé stillt í hóf,“ sagði Ingibjörg Sólrún á fundi með þingmönnum Reykjavíkur í gær. Borgarstjóri boðaði til fundarins ásamt öðrum borgarfulltrúum til að kynna þingmönnum hagsmunamál Reykvíkinga. Aðeins sex af nítján þingmönnum Reykjavíkur mættu á fundinn, þar af einn úr stjórnar- flokkunum. Forsætisráðherra hefur afskipti af málinu Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur boðað Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og stjórnendur Pósts og síma á sinn fund í dag til að ræða gjaldskrárbreytinguna. Þá mun Samkeppnisstofnun skoða gjaldskrárbreytingarnar og kanna hvort þær brjóta á einhvern hátt í bága við samkeppnislög. ■ Stofnunin fær/6 ESA sendir rökstutt álit vegna tilskipana ESB um hættuleg efni Tilskipanirnar ekki lögfestar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel hefur samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins í undirbúningi að senda íslenzkum stjórnvöldum rökstutt álit vegna misbrests á lög- festingu sextán tilskipana Evrópu- sambandsins um meðferð hættu- legra efna. Rökstutt álit er efsta stig athuga- semda stofnunarinnar. Bregðist stjórnvöld ekki við því getur hún vísað viðkomandi máli til EFTA- dómstólsins. Tveggja ára vinna fyrir tvo starfsmenn Samkvæmt samningnum um Evrópskt efnahagssvæði ber Is- landi að taka upp í íslenzka löggjöf ákvæði 36 tilskipana ESB um með- ferð hættulegra efna. Engar að- gerðir eru nauðsynlegar vegna 10 af þessum tilskipunum, en af hinum 26 hefur ísland ekki lögfest 14 og tvær hafa ekki verið lögfestar með full- nægjandi hætti að mati ESA. Hermann Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar rík- isins, segir að ástæðan fyrir því að tilskipanirnar hafi ekki verið lög- festar sé fyrst og fremst sú að það sé afar viðamikið verkefni. „Það þarf að þýða þverhandarþykkar reglugerðir og gefa út á íslenzku. Okkur telst til að þetta sé tveggja ára átaksverkefni fyrir tvo starfs- menn og okkur hefur ekki tekizt að koma þessari vinnu af stað fyrr en nú fyrir stuttu,“ segir Hermann. 992 tilskipanir lögfestar með fullnægjandi hætti Samkvæmt nýrri skýrslu ESA um framkvæmd EES-samningsins á ísland að hafa lögfest 1.239 til- skipanir ESB. Þar af krefjast 172 engi-a aðgerða af hálfu íslenzki-a stjórnvalda. Af þeim, sem eftir standa, höfðu 992 tilskipanir verið lögfestar með fullnægjandi hætti í síðustu viku, 37 að hluta og 38 ekki. Þetta svarar til þess að ísland hafi lögfest með fullnægjandi hætti 93% tilskipana EES. Þetta er nokkru betri staða en um síðustu áramót, þegar 83,7% EES-löggjafarinnar höfðu verið lögfest með fullnægjandi hætti. Þá hafa 96,4% EES-tilskipana verið lögfest að hluta eða öllu leyti, sam- anborið við 96,7% um áramót. Engu að síður standa fleiri tilskipanir út af nú en í byrjun árs vegna þess að nýjar tilskipanir hafa bætzt við samninginn. í ársbyijun hafði ís- land ekki lögleitt 33 tilskipanir og 31 til viðbótar hafði aðeins verið lögfest að hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.