Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ - kjarni málsins! Reuters Undirbúa keppnina Ungfrú Heim UNGFRÚ Ástralía, Laura Csortan, situr fyrir hjá ljós- myndurum er væntanlegir þátttakendur i keppninni Ungfrú Heimur komu saman á hóteli í miðborg London í gær. Csortan er meðal 89 stúlkna er taka þátt í keppn- inni, er fram fer á Seychelles- eyjum í næsta mánuði. Auglýsing um starfsleyfistillögur Dagana 3. nóvember til 28. nóvember nk. munu starfsleyfistillögur neðangreindra fyrirtækja í Reykjavík, skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994, með síðari breytingum liggja frammi hjá Upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fyrirtæki Heimilisfang Gildis-tími (ár) Allrahanda ísferðir ehf., bifreiða- og vélaverkstæði Dugguvogi 2, 104 Rvík 8 Björgun ehf., bifr.- og vélav., stálsmiðja, vinnsla á möl Sævarhöfða 33, 112 Rvík 10 Blikksmiðjan Eintækni, blikksmiðja Stórhöfða 35, 112 Rvík 8 Borgarholtsskóli, málmiðnaðardeild, stálsmiðja Mosavegi, 112 Rvík 8 Bón og þvottur, bón- og bílaþvottastöð Ármúla 1,108 Rvík 10 E.R. þjónustan, bifreiða- og vélaverkstæði Kleppsmýrarv., 104 Rvík 1 Fræðslumiðstöð bílgreina, bifr.- og vélav. m. spr. Mosavegi, 112 Rvík 8 Grýta - hraðhreinsun, þvottahús Borgartúni 27, 105 Rvík 8 Gunnar Guðmundsson hf., bifreiða- og vélaverkstæði Dugguvogi 2, 104 Rvík 8 Gæðabón sf., bón- og bílaþvottastöð Ármúla 17a, 108 Rvík 10 Jakob Jónsson smíðastofa, trésmíðaverkstæði Súðarvogi 48, 104 Rvík 8 Kringlubón, bón- og bílaþvottastöð Kringlunni 4, 105 Rvik 8 Olíufélagið hf., bón- og bílaþvottastöð Gagnvegi 2, 112 Rvík 5 Sérleyfisbílar Helga Péturssonar hf., bifr.- og vélav. Skógarhlíð 10, 101 Rvík 8 Stúdíó Magnús, Ijósmyndastofa Engjateigi 17, 105 Rvík 10 Vélin ehf., bifreiða- og vélaverkstæði Funahöfða 17, 112 Rvík 8 Tannlæknastofa Árbæjar ehf. Rofabæ 23, 110 Rvik 8 Tannlæknastofan Faxafeni Faxafeni 5, 108 Rvík 10 Tannlæknastofa Guðjóns Axelssonar Austurveri, 105 Rvík 10 Tannlæknastofa Gunnars Leifssonar Hraunbergi 4, 111 Rvík 8 Tannlæknastofan Vegmúla 2 ehf. Vegmúla 2, 108 Rvík 10 Tannlæknastofa Vilhjálms Hraunbergi 4, 111 Rvík 8 Skólatannlækningar Reykjavíkur: Álftamýrarskóla, Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Breiðagerðisskóla, Breiðholtsskóla, Fellaskóla, Foldaskóla, Fossvogsskóla, Hagaskóla, Hamraskóla, Heilsuverndarstöð, Hlíðaskóla, Hóla- brekkuskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Rimaskóla, Selásskóla, Seljaskóla, Vesturbæjarskóla, Vogaskóla, Ölduselsskóla. 10 Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðiiar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Evrópuþingið krefst afsagnar belgísks dómara Brussel. The Daily Telegraph. DÓMSMÁLANEFND Evrópu- þingsins hefur krafist þess að belg- ískur dómari við Evrópudómstólinn segi af sér fyrir að hafa heimilað að belgískum barnaníðingi og meintum morðingja, Marc Dutro- ux, yrði sleppt úr fangelsi fyrir fimm árum. Dómarinn, Melchior Wathelet, var dómsmálaráðherra Belgíu á þessum tíma og þingnefndin segir i nýrri skýrslu um kynferðislega misnotkun á bömum að ákvörðun hans hafi haft „hræðilegar afleið- ingar sem hann ber siðferðislega og pólitíska ábyrgð á“. í skýrslunni er skorað á Wathe- let að „taka tillit til þeirra sérstöku krafna, sem gerðar eru til dómara [Evrópudómstólsins], og segja af sér“. Ráðgert er að Evrópuþingið greiði atkvæði um tillögu nefndar- innar í næstu viku. Evrópuþingið hefur ekki formlegt vald til að kreQast afsagnar dómara við Evr- ópudómstólinn en verði tillagan samþykkt með miklum meirihluta er talið að dómaranum verði ekki stætt á því að gegna embættinu áfram. Tilnefndur aftur nýlega Wathelet undirritaði skjöl sem heimiluðu að Dutroux yrði látinn laus eftir að hafa aðeins afplánað þriðjung 13 ára fangelsisdóms fyrir misnotkun á börnum. Hann var síðan handtekinn í ágúst á síðasta ári og ákærður fyrir kyn- ferðislega misnotkun og morð á fjórum stúlkum á aldrinum 8-19 ára. Tvær ungar stúlkur til viðbót- ar fundust á lífi í kjallara eins af húsum hans. Belgíska stjórnin hefur ítrekað hafnað kröfum um að Wathelet verði vikið frá og tilnefndi hann nýlega aftur sem dómara í sex ár til viðbótar. Hvert aðildarríkj- anna 15 tilnefnir einn dómara í dómstólinn en ráðherraráð Evr- ópusambandsins skipar dómar- ana. Hertar reglur um ríkisborgara- rétt í Danmörku? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á DANSKA þingið að taka afstöðu til hvers og eins af þeim, sem ár- lega sækja um danskan ríkisborg- ararétt? Þessi tillaga Inge Dahl- Sorensen þingmanns Venstre er ein af mörgum, sem danskir stjórn- málamenn ræða þessa dagana. Hugmyndir Thorkild Simonsens nýskipaðs innanríkisráðherra ganga í átt að því að breyta for- sendum einstakra hópa, en ekki að takmarka aðgang útlendinga almennt. Tillaga Dahl-Sorensen hefur vakið skelfingu meðal margra út- lendinga, því tillagan beri með sér andóf gegn einstaklingum. Eins og er samþykkir þingið lista með nöfnum útlendinga, sem yfirvöld hafa samþykkt, en greiðir ekki atkvæði um hvern einstakan, eins og Dahl-Sorensen stingur nú upp á. Ljóst er að Jafnaðarmanna- flokkurinn og leiðtogar hans hafa fullan hug á að herða reglur til að stemma stigu við aðflutningi útlendinga, þar sem álitið er að flokkurinn missi marga kjósendur þessar vikurnar yst yfir á hægri- vænginn vegna þessara mála. Þar sem útlendingar geta fengið dvalarleyfi á ólíkum forsendum er ekki um að ræða að hægt sé að taka á aðsókn þeirra á aðeins einni forsendu. Thorkild Simonsen legg- ur áherslu á að hann hafi ekki áhuga á að herða reglurnar al- mennt, heldur að það verði gerðar breytingar, sem auðveldi sumum að fá dvalarleyfí en torveldi öðrum hið sama. Grundvöllurinn er flóttamanna- skilgreining Sameinuðu þjóðanna, sem öll aðildarlöndin hafa sam- þykkt. Samkvæmt þeim reglum geta þó flóttamann af stríðssvæð- um ekki fengið hæli, ef þeir eru ekki ofsóttir, svo Danir og fleiri lönd líta á fleiri en SÞ-flóttamenn sem raunverulega flóttamenn. Breytingin gæti verið að flótta- menn fengju dvalarleyfi í einhver ár, en yrðu svo að fara til baka, þegar aðstæður bötnuðu heima við. Eins og er fá flóttamenn í Danmörku sjálfkrafa varanlegt dvalarleyfi eftir þrjú ár og eftir þann tíma er ekki hægt að senda þá til baka. Simonsen leggur áherslu að hjálpa verði flóttamönnum, en ekki endilega í Danmörku, heldur alveg eins í heimalandi þeirra. Meðal annars er rætt um ýmis form heim- flutningsstyrkja, sem tíðkast nú þegar. Bæði í Þýskalandi og Sví- þjóð hafa þessar reglur verið hert- ar og danska stjórnin hefur hug á að taka mið af þeim. í Evrópusambandinu eru uppi tillögur um samræmingu, sem hefði í för með sér að varanlegt dvalarleyfi fengist eftir fimm ár. Stórir hópar flóttamanna, eins og streymdu til Evrópu í kjölfar átak- anna í fyrrverandi Júgóslavíu, fengju þó ekki varanlegt dvalar- leyfi, heldur aðeins bráðabirgða- dvalarleyfi í fimm ár, en ættu svo að snúa heim. Til þess að fá fæðingjarétt í Danmörku, það er sama rétt og innfæddir, þarf viðkomandi að hafa dvalist í landinu í sjö ár, Norðurlandabúar þó aðeins tvö ár. Viðkomandi þarf að hafa tök á dönsku, hafa hreina sakaskrá og ekki skulda hinu opinbera, til dæm- is skatt eða meðlag. Á síðastliðnu ári fengu 3.626 manns fæðingjarétt, en 2.168 var synjað. Auk þess að koma til lands- ins sem flóttamenn geta þeir, sem hafa fæðingjarétt eða ríkisborg- ararétt, fengið að taka til sín fjöl- skyldmeðlimi, svo sem maka, börn eða foreldra yfir sextugt, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, með- al annars um framfærslueyri. Einnig á þessu sviði er aðhaldið nú orðið meira og því erfiðara að fá ættmenni til sín en áður. Á síð- astliðnu ári fluttu 8.727 útlending- ar til Danmerkur á þessum for- sendum, en 1.891 var hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.