Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skattlagðar upplýsingar Skrefagjöld (sími) - Meðalsímtal netnotanda 30 mínútur á dagtaxta og 30 mínútur á næturtaxta, kr. með VSK svar- Dag- Nætur- skref taxti taxti Samtals Hækkun Taxti okt. ’97 3,32 i,n 0,55 meðalsímtal meðalsímtals Taxti nóv.’97 3,32 1,99 0,98 netnotanda netnotanda M.v. okt. ’97 3,32 33,30 16,50 53,12 M.v. nóv. 1997 3,32 59,61 29,54 92,46 74% Tafla 1 Skrefagjöld P&S af netnotendum 1997 og 1998 MiHjónir með VSK 1997 m.v. gjaldskrá okt. ’97 381.985.920 1997 m.v. gjaldskrá nóv. ’97 648.252.576 1998 m.v. spá INTÍS um notkun 934.449.192 Tafla 2 FYRIR ári gaf ríkis- stjóm íslands út skýrslu um framtíðar- sýn sína um upplýs- ingasamfélagið sem nefndist „Framtíðar- sýn ríkisstjórnar ís- lands um upplýsinga- samfélagið". Þar vom fyrirheitin mörg og fögur, en nú blasa efndirnar við. 140% hækkun á innanbæj- arsímtölum á einu ári er framkvæmdin á lof- orðunum fögra. Þar sem einstakl- ingar fara flestir inn á Netið með því að hringja innanbæjarsímtal til upp- hringiþjónustu er þessi hækkun í raun 140% upplýsingaskattur á íslenska Netbúa. Þar sem „einka- fyrirtækið" Póstur og sími er í 100% „einkaeign“ ríkisins og undir stjóm samgönguráðherra þá hlýtur það að eiga að gera sitt til að fram- fylgja þessari stefnu, eða hvað? Yfirlýst stefna er samkvæmt framangreindu plaggi: .....ásetn- ing-ríkisstjórnarinnar [er] að ný * upplýsinga- og fjarskiptatækni verði sem best nýtt til að tryggja vaxandi hagsæld í landinu svo unnt verði að halda uppi velferðar- kerfi og menningarstigi eins og best gerist [erlendis]" en í fram- kvæmd er reyndin önnur. Eða hvernig ber að skilja 140% hækkun á þeim einstaka þætti Netsins sem fæstir komast hjá að greiða? Ég sé ekki fyrir mér hvernig menn ætla að skapa „hagsæld“ með því að rúmlega tvöfalda kostnað ís- -^iendinga við að taka þátt í upplýs- ingabyltingunni. A öðrum stað segir í sama plaggi: ....hlutverk stjórnvalda [er] að vísa upplýsingatækninni veg og greiða framgang hennar á sem flestum sviðum, til hagsbóta fyrir landsmenn." Þarna em stjómvöld að skil- greina hlutverk sitt (og þar með Pósts og síma) sem aðila sem eigi að greiða fram- gang þessara mála. En að greiða fram- gang næst ekki með því að hækka gjöld og skattleggja upplýs- ingar Eins segir: „Fá- menni og fjarlægðir teljast þannig vart lengur markverðar hindranir. Því ætti upplýsingatæknin [lesist Netið] að draga úr áhrifum dreifðrar búsetu og landfræðilegrar einangmnar ís- lands.“ Með einokun ríkisins í sím- tölum og einhliða fyrirvaralausum gjaldskrárhækkunum (skattlagn- Takið afstöðu og látið ekki ganga yfir ykkur á skítugum skónum. Bragi Halldórsson hvetur alla til að mót- mæla hækkun á gjald- skrá Pósts og síma. ingum) eru þetta marklaus orð, blá- kaldur raunveraleikinn sýnir okkur það. Fastlínusamband (sem inn- hringiþjónustur og önnur Netfyrir- tæki tengjast Netinu með) er verð- lagt af P&S eftir fjarlægð, í kíló- metrum viðkomandi fyrirtækis frá símstöð, eða öðrum föstum punkti sem það tengist. Því er „dreifð búseta“ skattlögð ef um Netfyrir- tæki er að ræða og starfsumhverfi Netfyrirtækja og samkeppnis- möguleikar þeirra ráðast því mest af fjarlægð annars vegar og ein- hliða ákvörðunum P&S um gjald- skrárhækkanir hins vegar. Því kemur þessi svokallaði ,jofnuður“, að gera ísland að einu gjaldsvæði, þannig út í reynd að allir netverjar borga það sama. Þeir borga allir meira eftir breytingu en fyrir! Og til þess að upplýsa fólk um hvaða upphæðir er að ræða vil ég vitna í nokkra útreikninga sem era hér birtir með góðfúslegu leyfi INTÍS: Þegar hækkanir á gjaldskrá P&S 1. nóv. 1997 eru kynntar miðar P&S við 3ja mínútna meðal- símtal. Talað er um u.þ.b. 40% hækkun frá fyrra innanbæjarsím- tali. Meðalsímtal netnotenda hjá innhringiþjónustu er um 30 mínút- ur og meðaltengitími um 60 mín- útur á dag. Áhrif hækkaðs mín- útugjalds koma því af fullum þunga á þessa notkun. Miðað við 30 mínútna símtal á dagtaxta og 30 mínútur á næturtaxta lítur dæmið svona út fyrir meðalnetnot- andann: Sjá töflu 1. Það er athyglisvert að skoða áætluð heildarskrefagjöld P&S af netnotendum m.v. notkun 1997 og spá INTÍS fyrir 1998 og áætlaðar heildartekjur grunnþjónustu síma- félaga af netnotendum. Sjá töflu 2. Þetta eru tölurnar, þarna sjáið þið „upplýsingaskattinn“ í krónum og aurum og getur hver Netvetji reiknað fyrir sig hvað þetta táknar fyrir hann sjálfan. Framkvæmd í raun í þessari títtnefndu „Framtíðar- sýn ríkisstjórnar íslands um upp- lýsingasamfélagið" er kafli sem heitir „Framkvæmd“. Þar gefur að líta yfirlýsingar eins og: „Skil- greind era eftirfarandi forgangs- verkefni, sem er mikilvægasti þátt- ur í að stefna stjórnvalda í málefn- um upplýsingasamfélagsins nái fram að ganga: ... Kostnaður al- mennings og fyrirtækja af gagna- flutningi verði í lágmarki.“ Svo mörg voru þau fögru orð, 140% hækkun á þessu eina ári síðan Bragi Halldórsson þessi orð voru rituð er síðan raun- veruleikinn þegar orðskrúðinu sleppir. Ríkisvaldið getur ekki skotið sér á bak við að Póstur og sími sé orðið hlutafélag, því það er að fullu í eigu ríkisvaldsins sjálfs og skilar stóram fjárapphæðum í ríkissjóð. Þetta er því að fullu og öllu’ á ábyrgð sitjandi ríkisstjórnar og samgönguráðherra, Halldórs Blön- dal. Ég vil því benda þeim á að þeir einir geta, sem „stjórnar- menn“ í þessu fyrirtæki sem þeir eiga og reka, breytt þessari aðgerð og tekið til baka þessar hækkanir. Hér er komið tækifærið til að sýna að þið voruð ekki bara að bulla í þessari skýrslu heldur meintuð það sem þið sögðuð. Eða eru orð ykkar einskis virði? En Netverjar mega heldur ekki sitja aðgerðarlausir. Netverjar era að nálgast það að verða helmingur þjóðarinnar og verða þjóðin öll eft- ir ekki svo langan tíma ef svo held- ur fram sem horfir. Og ætlar þjóð- in að leyfa þessum mönnum að gera að engu möguleika fólks og fyrirtækja á þessu landi til þess að nýta sér þá atorku og þann kraft sem frumkvöðlar Netvæðing- arinnar á íslandi hafa fært henni? Á að halda áfram að gera eins og gert var við Pétur Þorsteinsson skólastjóra sem þakklætisvott fyrir að byggja upp Menntanetið, setja hann á hausinn, hirða af honum hræið, gefa Pósti og síma það og veita síðan manninum fálkaorðuna fyrir Netmál? Stendur kannski til að veita Halldóri Blöndal fálkaorð- una fyrir að eyðileggja framtíðar- möguleika Netsins á Islandi? „Vjer mótmælum allir“ Takið afstöðu og látið ekki ganga yfir ykkur á skítugum skón- um. Hvað getið þið gert? Á slóð- inni „http://this.is/net" era Net- verjar að safna liði og þar er upp- lýsingum haldið til haga um þetta mál og hvað hægt er að gera. Höfundur er vefhönnuður og Netverji. Sjómannaskólahús? TILLÖGUR menntamálaráð- herra um flutning á starfsemi Sjó- mannaskólans, þ.e.a.s. Vélskóla Islands og Stýrimannaskólans í Reykjavík, hafa vægast sagt fallið ^ í grýttan jarðveg meðal sjómanna í landinu. Sumir tala um það að aldrei áður hafi einum manni tek- ist að særa og móðga heila stétt svo gróflega með einni tillögu. Þegar menn heyrðu fyrst um þessa tillögu þá var þeim brugðið og voru vægast sagt hissa en þegar menn fóru að ná áttum aftur þá braust út mikil reiði meðal þeirra. Á virkilega að taka húsið sem hefur svo lengi og vel þjónað sjó- mannastéttinni þrátt fyrir sín lélegu hús- gögn, leka veggi og þök í burtu frá sjó- mönnum? Þetta hljóm- ar kannski væmið en þannig er mönnum innanbijósts og þeir ætla ekki að gefa hús- ið sitt svo auðveldlega eftir. Húsið sitt? Já húsið okkar, í horn- steini skólans er ritað á skinn að húsið sé eign sjómanna eða eins og Sveinn Björns- son ríkisstjóri sagði í ræðu sinni á sjó- mannadaginn 6. júní 1944 við vígslu hússins: „Dagur sjómanna hefir verið valinn til þessarar hátíðlegu athafnar. Það á vel við. Því hér má líta ávöxt af starfi íslenskra sjómanna. Og byggingunni er ætlað að eiga mik- Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60 sími 551 2854 ilvægan þátt í að halda merki íslensku sjómannastéttarinnar hátt á lofti. Það era fremur öðr- um íslenskir sjómenn sem hafa aflað þess fjár, sem gerir ríkinu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu. Og enginn ágreiningur mun vera um það, að íslenska sjómanna- stéttin hefir unnið til hennar á einn eða ann- an hátt. Með tápi sín- um og dugnaði í sí- felldri glímu sinni við Ægi, hefir hún sýnt og sannað að hún er verðug slíkrar menntastofnunar. Ég geri ráð fyrir því , að það eigi eftir að hlýja mörgum sjómanni um hjartaræt- urnar - og okkur hinum líka - er stefnt er heilu í höfn í höfuðborg ÞAK-0G VEGGKLÆONINGAR ÍSVAL-ÖORGA EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FÁX 587 8751 Jón Frímann Eiríksson íslands, að sjá háborg íslensku sjó- mannastéttarinnar gnæfa við himin hér á þessum stað.“ (Heimild Sjó- mannabl. Víkingur 6.-7. tölublað júní-júlí 1944.) Nú er það ætlun menntamála- ráðherra að færa okkur upp á Sumir tala um það að aldrei áður hafi einum manni tekist, segir Jón Frímann Eiríksson, að særa og móðga heila stétt svo gróflega með einni tillögu. Höfðabakka og breyta Sjómanna- skólahúsinu í miðstöð háskóla á uppeldisbrautum. Og voru þessar tillögur kynntar á fundi af mennta- málaráðherra og hans liði fyrir skólameisturum Vélskólans og Stýrimannaskólans, nemendafélög- um beggja skólanna, formanni Vélstjórafélagsins, formanni Far- manna- og Fiskimannasambands íslands, skólanefndum beggja skól- anna ásamt tveimur þingmönnum, þeim Guðmundi Hallvarðssyni og Kristjáni Pálssyni sem höfðu sjálfir sérstaklega óskað eftir að fá að sitja fundinn. Og það kom sterklega fram á fundinum að menn eru ánægðir með núverandi húsnæði og það sem þeir vilja er að lagðir verði meiri peningar í rekstur og viðhald Sjómannaskólans frekar en að eyða fleiri hundruðum milljóna króna í flutning skólanna en menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylgir flutningi skól- anna. Til dæmis má nefna að þeg- ar Vélskólinn færði aðstöðu sína til vélsmíði, logsuðu og rennismíði úr kjallara skólans út í verknáms- hús, sem er á sömu lóð og Sjó- mannaskólinn, þá kostaði það eitt að færa rennibekk 20-30 milljónir króna! í kjölfar þessarar aðstöðu- breytingar kom Samskiptamiðstöð heyrnarlausra í vesturálmu Sjó- mannaskólans sem Stýrimanna- skólinn hafði til afnota undir kennslu í verklegri sjómennsku, og þurfti að færa þessa aðstöðu í kjall- arann. Við það missti Stýrimanna- skólinn mikið pláss. Mörgum sveið það að sjá nýja stofnun koma inn í húsnæðið og sjá að ekkert var til sparað við innréttingar á hús- næðinu meðan Stýrimannaskólinn og Vélskólinn hafa búið við fjár- svelti. Kostnaðurinn við það að breyta Sjómannaskólahúsnæðinu fyrir þá starfsemi sem mennta- málaráðherra ætlar skólanum hljóðar upp á 600-700 milljónir en kostnaðartölur vegna lagfæringa á Sjómannaskólahúsnæðinu í núver- andi mynd hljóðar upp á 200-300 milljónir. Mergur málsins er sá að menn eru ánægðir í Sjómannaskólahús- næðinu og eru sáttir við kennslu- stofur og kennslufyrirkomulag. Til dæmis er turninn sem gnæfir yfir holtinu kjörinn til ratsjárkennslu og þar höfum við einnig mjög gott útsýni yfir framtíðarstarfsvettvang okkar, þ.e.a.s. sjóinn. Til dæmis má nefna að sjómannaskólar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi standa allir við sjóinn. Og ég tel að ef Sjómannaskólabyggingin er reisuleg þá hugsi ferðalangar með sér að hér sé það sjávarútvegurinn sem hafi byggt upp þessa borg. En að lokum vil ég skora á sjó- menn um allt land að standa vörð um minnismerki sitt og standa saman í því að halda merki sjó- mennskunnar á lofti. Höfundur er nemnndi 1. stigs Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.