Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 29 LISTIR Astir, örlög og afbrýði Bjarni Jóns- son sýnir í Listasetrinu Kirkjuhvoli BJARNI Jónsson opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag. Þar sýnir Bjarni aðallega mál- verk, sem eru heimildarmyndir um sjósókn fyrri tíma og aðrar þjóðlegar myndir. Bjarni er fæddur árið 1934. „Hann hefur teiknað og málað síð- an hann man eftir sér. Á unga aldri var hann mikið á vinnustof- um okkar þekktustu málara, Ás- geirs Bjarnþórssonar, Ásgríms Jónssonar og Kjarvals," segir í fréttatilkynningu. í skóla félags frístundamálara var hann einn vetur hjá Gunnari S. Magnússyni og skoska málaranum Whistl. 10 ára gamall átti hann verk á sýn- ingu frístundamálara. Fram til 16 ára aldurs málaði hann í hlut- bundnum stíl, en hóf svo nám í Handíðaskólanum hjá Valtý Pét- urssyni, Hjörleifi Sigurðssyni og Ásmundi Sveinssyni. Næstu 10-15 ár málaði hann nær ein- göngu óhlutbundnar myndir í mis- munandi stíltegundum, þó mest geometriskar myndir og gerir að- eins enn. Frá 16 ára aldrei hefur hann teiknað í bækur og tímarit, þ.á m. Skátabókina, Orðabók Menningarsjóðs og hið mikla rit- verk um íslenska sjávarhætti. Hann hefur teiknað hundruð jóla- korta, gert merki og umbúðir fyr- ir mörg félög og fyrirtæki og einn- ig teiknað skopmyndir bæði í Spegilinn, sem og fyrir ýmis fé- lagasamtök ásamt leiktjöldum fyr- ir kvikmyndina Gilitrutt. Bjarni hefur haldið margar einkasýningar víða um land og tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis, t.d. í París og í Bandaríkjunum. Sýningunni í Listasetrinu lýkur 16. nóvember og er opið virka daga frá kl. 15-18 en frá 15-19 um helgar. TONIIST Iláskólabíó TÓNVAKATÓNLEIKAR Verk eftir Wagner, Jón Þórarinsson og Mozart. Einsöngvari: Keith Reed. Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Andrews Masseys. Háskólabíói fimmtudaginn 30. október kl. 20. VERÐLAUNAHAFI TónVaka- keppni Ríkisútvarpsins í ár, banda- rísk-íslenzki barítonsöngvarinn Keith Reed sem nú er búsettur á Egilsstöðum, var í brennidepli á sin- fóníutónleikunum í Háskólabíói í gær. Eins og menn muna söng hann Iago í Otello-uppfærslu íslenzku óperunnar af mikilli slægð í byijun áratugarins, en síðar mun hann hafa sungið íjögur ár í óperuhúsi Det- moldborgar suður í Þýzkalandi. Við- fangsefni hans með sinfóníuhljóm- sveitinni þetta kvöld vom á drama- tísk-lýrískum nótum; fýrst aría úr Hollendingnum fljúgandi eftir Rich- ard Wagner og þar næst Of Love and Death eftir Jón Þórarinsson, að milligengnu hljómsveitarverki, Sig- mundarsælu (Siegfried Idyll) eftir Wagner. Eftir hlé söng hann aríu Fígarós, „Aprite un po’quegl’occhi," úr 4. þætti Brúðkaups Fígarós eftir W.A. Mozart, að undangengnum hljómsveitarforleik að sömu óperu, og loks var klykkt út með Sinfóníu Mozarts í D-dúr K504, öðru nafni „Prag“-sinfóníunni frá 1787. Sinfóníuhljómsveitin hóf tónleik- ana með Forleik Wagners að Hol- lendingnum; ásamt Fingalshelli Mendelssohns meðal eftirminnileg- ustu „sjávarstykkja" úr tónbók- menntum 19. aldar, en sem kunnugt er byggist óperan á sögu Heinrieh Heines upp úr gamalli flökkusögn um sæfarann sem hlaut þau álög að mæla höfin sjö án hvíldar fram I á efsta dag fyrir guðlast. Líkt og Fingalshellir Mendelssohns spratt forleikur Wagners úr persónulegri reynslu, þegar hann lenti í brælu við Noregsstrendur á siglingu til Lundúna undan skuldheimtumönn- um sínum í Rígu sumarið 1839, enda mátti með sanni segja að hrikti í hveiju stagi þessa magnaða verks undan holskeflum hljómsveitarinnar, enda þótt fámönnuð strengjasveitin hefði, eins og oft áður, varla við glæstum fítonsblæstri pjáturdeildar. Aría Hollendingsins fljúgandi úr samnefndri óperu, „Die Frist ist um,“ fjallar um hin þungu örlög sem orðið hafa hlutskipti skipstjórans á gnoðinni bannfærðu. Keith Reed söng af harmrænum hetjuþunga með frábærum þýzkum framburði, þó að stuðningur virtist örlítið óstöð- ugur í miðhlutanum og einstaka botnnóta hljómaði aðeins of veikt. Sigmundarsælan (upphaflega nefnd Sinfonia, síðar Tribschen- Idyll) var samin á útlegðarárum Wagners í Sviss upp úr drögum að strengjakvartett tii ungrar eigin- konu hans, Cosimu, dóttur Liszts, í tilefni af fæðingu sonar þeirra Siegfrieds, og frumflutt jóladags- morgun 1870. Verkið er fyrir litla hljómsveit, og hljómaði leikur Sin- fóníuhljómsveitar íslands í smækk- aðri mynd mjög fallega, og ekki sízt var hornsólóið í seinni hluta hugljúft áheyrnar. Lagaflokkinn Of Love and Death samdi Jón Þórarinsson 1950 við ljóð eftir C.G. Rosetti, og var hann frumfluttur sama ár af Guðmundi Jónssyni og hinni nýstofnuðu Sin- fóníuhljómsveit íslands. Kaflarnir heita Three Seasons, When I am Dead og My Friend. Harma ber að Jón skuli ekki hafa gert fleiri verk fyrir söng og hljómsveit í þessum stíl, því verkið hefur enzt með af- brigðum vel. Ekki sakaði heldur skínandi góður flutningur, einkan- lega i síðasta ljóðinu, þar sem ein- Hringavitleysa BOKMENNTIR Ljóö UMHENDUR eftir Hallberg Hallmundsson, Brú, 1997 - 72 bls. TILVERAN getur verið marg- ræð og óræð. Ef til vill er hún ekkert nema ranghalar og kannski er hún bara hringavitleysa. Nýj- asta ljóðabók Hallbergs Hall- mundssonar, Umhendur, gefur eitthvað í þessa veru í skyn þótt vafasamt sé að fullyrða nokkuð um það. Kvæði hans eru mestan- part ádrepur, misalvarlegar, raun- ar margar hveijar uppfullar af kerskni og kaldhæðni, útúrsnún- ingum og meðvituðum orðhengils- hætti sumum til skemmtunar og öðrum til ama eins og gengur. Annars er ekki allt sem sýnist því að baki gamninu býr alvara, ýmiss konar áhyggjur. Þar kennir jafnt ótta við að Islendingar verði færðir tröllunum í Evrópubanda- laginu sem kvíða varðandi það hvað tekur við að lífi loknu - en mestanpart eru það raunar jarð- bundnar áhyggjur. Form ljóðanna er einfalt og til- tölulega fijálslegt. Öll hafa kvæð- in þrettán braglínur, fjórum sinn- um þijár og eina staka og nefnast umhendur. Þótt í kvæðunum sé ákveðin hrynjandi er endarím sjaldgæft og tilviljanakennt og ljóðstafir með köflum. Oft byggjast kvæðin á orðaleikjum og heim- spekilegum þverstæð- um. Kvæðið Um hringlaga líf og til- veru ijallar t.d. um þá kenningu að ekki sé til bein lína í heimin- um og allur sé hann hringmyndaður. Af því leiðir að mannlegt líf lýtur sama lögmáli, því eldri sem menn gerast þeim mun nær upphafinu komast þeir: Og þetta einkenni sköpun- arverksins hefur mér ævinlega fundist alveg sérstaklega elegant svona eins og snotur lausn á stærðfræðilegu vandamáli þótt sumir kalli það bara hringavitleysu. Hallber er fundvís á ýmsar mál- rósir og hugsanavillur sem menn láta frá sér fara í ræðu og riti og smíðar gjarnan kvæði utan um slíka orðsnilld. Þannig verður ný- yrðið ólýðræðisleysi sem ágætur þingmaður þóttist verða var við í verkalýðshreyfingunni honum að yrkisefni: Sé hér rétt með farið sýnir það svart á hvitu hvert ógæfuleysi hefur yfir hreyfinguna komið svo að ekki sé beinlínis talað um ósiðleysi. Og enn hefur mér ekki til eyma borist að þingmaðurinn hafi verið sakaður um að hafa mælt af óhlutdrægnis- leysi eða hann hafí farið með óstað- lausa stafi. Því vil ég segja alveg ófeimnis- laust jafnvel þótt það kosti mig óvildarleysi einhverra: Þvílíkt óréttlætisleysi má þjóð- in aldrei þola! Þótt Hallberg ráðist ekki af mikilli alvöru til atlögu við ráðgátur lífs og dauða má hafa nokkra ánægju af yrkingum hans. Ég skal játa að mér finnst hann í stöku kvæðum skjóta púðurskotum þeg- ar orðhengilshátturinn einn virðist halda þeim saman en hann bætir það ósjaldan upp í öðrum kvæðum með hvössu háði, ólíkindalegum rökleikjum og galgopalegum hálf- kæringi. Skafti Þ. Halldórsson Blað allra landsmanna! -kjarni málsius! Hallberg Hallmundsson Morgunblaðið/Kristinn KEITH Reed á æfingu. söngvarinn fór á kostum í litríkri og plastískri túlkun við fágað með- spil frá sveitinni. Eftir bobblandi lipran flutning sinfóníuhljómsveitarinnar á For- leiknum að Brúðkaupi Fígarós frá 1786, söng Keith Reed accompagn- ato og aríu Fígarós um hvernig kvenkynið hefur oss karla að ginn- ingarfíflum; hagsýn umbreyting Da Pontes á upphaflegu efni Beaumarc- hais á sama stað í leikritinu, sem var reiðilestur um aðal og yfírvald er í þá daga hefði verið álíka eldfímt og að syngja nú um mann- réttindi á Torgi hins him- neska friðar. Arían hefur verið kölluð mögnuð skap- gerðarstúdía um afbrýði og biturð. Var túlkun Keiths á svipuðum nótum, og átti sennilega betur við hann en hinar gamansamari buffo- aríur Fígarós í óperunni. Lokaatriði kvöldsins, hin þríþætta sinfónía Moz- arts frá 1787, kennd við Prag, þar sem hann frum- flutti óperu sína Don Gio- vanni um sama leyti, ber í fyrsta þætti nokkurn svip af hraða hluta óperufor- leiksins, og er í sömu tón- tegund, auk þess sem for- dæmi Papa Haydns sést bæði á hægum inngangi fyrsta þáttar og strengja- rithætti lokaþáttar. Sinfó- níuhljómsveitin lék þessa sópandi þokkafullu tón- smíð af mikilli snilld. Alle- gróið var mjög vel mótað með afmörkuðum áherzl- um og náði góðu svifi á fúgató-kaflanum. Andante-þáttur- inn brosti bljúgt sem ballerína gegnum kristalstár eins og vera bar, og þó að Fínalinn væri í það hraðasta, einkum fyrir „off-bít“- andspilskaflann milli efri og neðri strengja, var sinfóníuhljómsveitin orðin nógu heit til að halda léttu flugi allt til enda undir dugandi stjórn Andrews Masseys, sem greinilega hefur þéttingsgóð tök á meistara Mozart. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar bækur • SUMARIÐ bakvið brekkuna er eftir Jón Kalman Stefánsson. Ný skáldsaga Jóns Kalmans fjallar um sambýli nokkurra stórbrotinna einstaklinga í dal vestur á landi. Á síðasta ári sendi Jón Kalman frá sér sagnasafnið Skurðir í rigningu. Bókin hlaut einróma lof gagnrýn- enda. „Jón Kalman heldur áfram á svipaðri braut, skrifar af mikilli íþrótt og býr til sögu sem er í senn skemmtileg aflestrar og samin af sönnu listfengi,“ segir í kynningu. Jón Kalman Stefánsson er fæddur árið 1963. Hann hefur áður sent frá sér bækurnar: Með byssuleyfí á eilífðinni (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989), Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) og Skurðir í rign- ingu (1996). Útgefandi er Bjartur. Bókin er prentuð og bundin íprentsmiðj- unni Gutenberg. Hún er 180 síður að stærð. Kápugerð önnuðust Snæbjörn Arngrímsson ogEinar Falur Ingólfsson. Verð bókarinnar er 2.880 kr. SuperBalanced 3? CLIN8QUE 100% ilmefnalaust Eykur raka, dregur úr fitu frábær jafnvægisstillir fyrir blandaða húð. Clinique bregst við blandaðri húð með snjöllum nýjum farða við allra hæfi. Kemur í veg fyrir fitugljáa, eykur raka eftir þörfum og tryggir eðlilegt jafnvægi húðarinnar. Léttur og olíulaus. Silkimjúkan farðann er auðvelt að bera á, jafnt þunnt sem þekjandi. Fæst í mörgum litbrigðum svo litur húðarinnar njóti sín sem best. SuperBalanced Makeup 30 ml. kr. 1968. <5>ara Bankastræti 8. S. 551 3140 Ráðgjafi frá Clinique verður í versluninni Söru, Bankastræti, í dag, föstudag, og á morgun á löngum laugardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.