Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ vppf íoiH/Ynio ,r<? quoAnuTBö’í FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 45 MINNINGAR j og heimavinnandi í Garðshomi minnist ég fyrstu stundanna. Hún teymdi undir mér á hestbaki og sagði mér sögur úr lífinu. Allt frá þeim degi sagði hún frá af sama áhuga, virðingu og þeirri dásemdar rósemi, sem einkenndu hana. Hún náði á þennan hátt til bamsins, unglingsins og þar með til alls fólks í kringum sig. í mörg ár var hún okkur frænd- systkinum eins konar heimavist á Akureyri. Við bjuggum fyarri fram- haldsskólum og hún tók á móti okkur vetrarlangt. Yfir samtölum byggðum á jafnrétti í víðum skiln- ingi og sterkri trú á manneskjunni varð hún leiðbeinandinn í stað for- eldra. Mér hefur oftsinnis verið hugað til aðferða hennar í mínu eigin uppeldishlutverki. Hún hafði sérstæðan tónlistarsmekk, kunni að hlusta og hvetja aðra til tónlistar- iðkana. Hún var einstök hannyrða- kona, sérstaklega í fatasaumi, út- saumi og vefnaði og penni hennar var fallegur eins og málið. Með jafnréttistrú sinni klæddi hún lífíð í þá raunverulegu mynd, sem við berum með okkur til næstu kynslóðar og var á því sviði á und- an sinni samtíð. Ég er Doddu full þakklætis. Hún markaði með lífs- göngu sinni spor, sem seint verða fullþökkuð. Hinn sterki áhugi henn- ar á börnunum „sínum“, frænd- systkinum, uppeldi þeirra og fram- tíð var ómetanlegt veganesti. Ég óska á þessari stundu, að aðkoman hinum megin hafi verið eins og hún vænti hennar. Þar biðu margir og við vitum hún bíður okkar trygg sem endranær. Elsku Haukur frændi og fjöl- skylda þín, Helga, Día, mamma og Inga, blessuð sé minning Doddu okkar allra._ Ásta Arnþórsdóttir. Ég vil minnast með nokkrum orðum Þorgerðar Hauksdóttur kennara. Kynni mín af Þorgerði hófust haustið 1989 er ég hóf störf við Hvammshlíðarskóla, en þar var Þorgerður fyrir, einn af máttar- stólpunum í kennaraliðinu. Hún hafði þá starfað lengi að kennslu þroskaheftra eða allt frá árinu 1971, fyrst á vistheimilinu Sólborg, en þar var hafin kennsla fyrir vist- menn. Hannyrðakennsla var hennar aðalfag. Ég dáðist oft að því hvernig Þor- gerður var við nemendur sína. Hún var ákveðin og lét engan komast upp með neitt múður. En jafnframt var hún hlý í viðmóti og sýndi þeim óendanlega þolinmæði. Hún var mikill fylgismaður þess sem gat verið til bóta í kennslu, og annarri þjónustu við fatlaða. Þorgerður var lífsreynd kona og fór ekki varhluta af því að lífið getur verið erfitt á stundum og er ekki alltaf dans á rósum. Ég álít að fólk með slíka reynslu eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra. Nemendur okkar eru margir mjög fatlaðir og veikir. Það er þungur baggi að bera, bæði fyr- ir þau sjálf og ekki síður erfitt fyr- ir aðstandendur þeirra. Þorgerður þekkti þannig bagga. „Vér eigum ekki að vera hér að eilífu. Því er best að hver hjálpi öðrum meðan kostur er. Vér eigum að ganga sömu leið. Höldumst í hendur á þeirri leið (Elbert Hubb- ard).“ Hún vildi styðja samferðamenn- ina sína. Það fundum við vinnufé- lagarnir. Oft var leitað ráða hjá henni og enginn fór þangað bónleið- ur til búðar. Hún var dyggur stuðningsmaður aukinna kvenréttinda og jafnréttis yfirleitt. Sú hugsjón litaði daglegt líf hennar og framkomu alla. Orð eins samstarfsmanns og vinar hennar lýsa þessu vel: „Hún Þor- gerður upphóf fólkið í kringum sig.“ Guð blessi minningu Þorgerðar Hauksdóttur kennara. Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Jósefsson, aðstoðar- skólastjóri Fullorðins- fræðslu fatlaðra á Akureyri. TRAUSTI BJARNASON + Hannes Trausti Bjarnason fæddist á ísafirði hinn 4.9. 1935. Hann varð bráð- kvaddur 23. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Herdís Jó- hannesdóttir, 23.9. 1961, og Bjarni Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957. Barn Herdís- ar var Guðmundur Kristinn Falk Guð- mundsson, f. 19.9.1913, d. 25.8. 1965. Börn Herdísar og Bjarna: Pétur Magnús Björn, f. 26.8. 1915, d. 31.1. 1919, Guðrún Þorbjörg, f. 10.5. 1917, d. 16.1. 1988, Jóhanna María, f. 16.6. 1919, d. 22.2.1992, Pétur Krist- ján, f. 30.10.1920, Friðrik Tóm- as, f.5.10. 1922, d. 16.10. 1997, Jóhannes Bjarni, f. 18.10. 1923, Eyjófur Níels, f. 18.8. 1925, Kristín Magnea, f. 21.11. 1926, Guðrún Guðleifs, f. 18.5. 1929, Elísa Rakel, f. 18.5 1929, kjör- foreldrar hennar voru Jakob Elíasson og Halldóra Jónsdótt- ir, Lúisa, f. 11.1. 1931, Jón Aðal- björn, f. 27.8. 1932. Böm Hannesar Trausta af fyrra hjónabandi með Finnfríði Jóhanns- dóttur em Jóhann, f. 17.12. 1958, og Viðar, f. 5.1. 1963. Eftirlifandi kona Hannesar Trausta er Arngerður Sig- tryggsdóttir. Börn þeirra em: Herdís, 6.6. 1978, og Hrannar, f. 23.10. 1981. Kjördóttir Hannesar Trausta og dóttir Arngerðar er Dröfn, f. 4.9. 1970. Hannes Trausti lærði bifvéla- virkjun og starfaði við það þar til hann hóf störf hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins. Þegar Bif- reiðaeftiriit ríkisins var lagt niður, hóf Hannes Trausti störf hjá Olíuverslun íslands í Borg- arfirði og starfaði þar til ævi- loka. Hann varð bráðkvaddur á vinnustað. Útför Trausta fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að sitja hér og skrifa minningar- orð um kæran bróður, hann litla bróður minn,“ því ekki? Öll göngum við í gegnum það tilfinningarót, sem yfir okkur dynur, þegar einhver okkur kær er svo snögglega horf- inn. Tómleikinn, söknuðurinn og einmanaleikinn, engin símtöl þar sem skipst er á hlýjum orðum, eng- ar fleiri heimsóknir. Allt þetta hel- tekur hugann, en úr doðanum, sem svo snöggum umskiptum fylgir, hrannast upp minningar af yndis- legum samverustundum. Liðlega tveimur stundum áður en þinni lífsbók var lokið töluðum við saman í síma. Við ætluðum að fylgjast að í sömu flugvél heim, vestur á ísafjörð, og fylgja Didda bróður til grafar. í huga okkar var það léttir að Diddi hafði fengið langþráða hvíld. Hann var okkur öllum svo kær bróð- ir og sársaukalaust var það ekki fyrir okkur systkinin að vitja hans í löngu veikindastríði, að finna gleði hans en jafnframt vanmátt hans til að tjá sig. Þess vegna vorum við systkinin, að ég held, þakklát í huga fyrir að nú hefði hann fengið hvíldina sem hann þráði. Hann er nú kominn á fund sinna kærustu, sem á undan eru gengnir, en var til hins síðasta umvafinn miklum kærleika bama sinna, sem hann hafði svo ríkulega gefið af bikar kærleikans og sáð í hjörtu þeirra og uppskorið sem raun ber vitni. En að þetta símtal, kæri Trausti minn, yrði okkar síðasta í þessu lífí, þar sem við tjáðum okkur opinskátt um væntingar okkar að hitta öll hin systkinin, ættingja og vini, af því varð ekki, þú varst farinn, vinur minn. Það þýðir ekki að kalla, þú svarar ekki lengur. Minningarnar streyma að og allar um ungan dreng, yngstan í stómm systkina- hópi, viðkvæman og blíðan. Stund- um ekki nógu harðan af sér fyrir hornapúkana, eins og systkinahóp- urinn var jafnan nefndur. Það var kannski okkur að kenna, hinum eldri, við litum á þig sem okkar yngsta bróður og ekkert var sjálf- sagðara en að hópurinn passaði litla bróður. En guði sé lof að þú varst jafn sterkur og allir hinir. Þegar fullorð- insárin, með öllu sínu amstri og ábyrgð, komu varst þú í engu eftir- bátur okkar og meira að segja togn- aði svo úr þér að þú barst höfuð og herðar yfir flesta bræður okkar. Ábyrgur varst þú í gjörðum þínum, snyrtimenni og völundur í höndum og vildir sem mest og best láta af þér leiða. Það var þitt aðalsmerki. Oft og tíðum lagðir þú þig fram til að gera þitt besta, meira en í raun þú hafðir orku til, því undan- farin ár áttir þú við vanheilsu að stríða. Þú fórst í hjartaaðgerð fyrir nokkmm árum, sem ekki skilaði væntingum og árangri. í huga mínum, kæri bróðir, em engar skuggaminningar, okkar samband var ætíð kært, elsku vinur. Oft og tíðum minntumst við sam- búðarára okkar í Reykjavik og hlóg- um þá dátt. Þegar við fákunnandi í matargerð hringdum í Gunnu syst- ur, norður á Akureyri, til að fræð- ast um hvernig ætti að búa til kjöt- súpu, eða þegar við tókumst á við það stórvirki að verka og sjóða svið. Alltaf var stóra systir okkur innan handar í leiðsögninni og þá er við ætluðum að búa til heimabakað hveitibrauð, eins og hún mamma gerði, en gleymdum lyftiduftinu og úr varð sannkallað „sleggjubrauð“, það var ekki endurtekið. Eða þá þegar þú leiddir mig inn í leyndar- dóminn sem var inni í vélarhlífinni í bílnum mínum, fórst með mig þar inn á hið undursamlega verkfæri sem vél í bifreið samanstendur af, kenndir mér að lagfæra sitthvað sem aflaga fór, skipta um kerti, kertaþræði, losa um bensínstíflur og svo margt margt fleira. Að sjálf- sögðu varnaðarorðin í lokin: „Not- aðu gúmmíhanska svo þú skemmir ekki á þér hendurnar þínar,“ sem ég svo gleymdi alltaf og lauk verk- inu skítug upp fyrir olnboga en stolt og hreykin af kunnáttu minni svo þegar bíllinn fór í gang og gekk eins og vera bar. Þetta var tímabil sem ekki bara við heldur flestir unglingar þurftu að takast á við, þegar horfíð var á braut úr hlýju og umhyggju föðurhúsa. Fyrir okkur bæði hélt lífíð áfram, stundum logn og stundum ágjafir. Þegar Gerður kom inn í líf þitt þá urðu þáttaskil. Þið voruð miklir vin- ir, þroskuðust saman og eignuðust tvö yndisleg börn, Herdísi og Hrannar. Veit ég elsku bróðir að þar fóru tveir saman, þú og hún. Það var jafnræði milli ykkar hjóna, skilningur og kærleikur, yfír því gleðst ég í sorg minni og missi kæri bróðir. Gerður mín, ég er með þér í huganum, kæra mágkona, missir þinn er mikill og barna þinna, Her- dísar, Hrannars og Drafnar, sem Trausti gekk í föðurstað 5 ára, en milli þeirra var ætíð mikil hlýja. Það er mikil raun fyrir Hrannar að missa föður sinn á sextán ára afmælisdeginum sínum, en minn- ingin um góðan föður og vin mun lifa í huga hans, þótt nú hvíli skuggi sorgarinnar yfir. Jóhanni og Viðari, drengjunum hans tveimur frá fyrra hjónabandi, votta ég einlæga samúð mína, miss- ir þeirra er mikill enda bar Trausti alltaf hag þeirra fyrir bijósti og hélt ætíð nánu sambandi við þá. Gerður mín, megi algóður guð gefa þér og börnunum styrk í gegn- um þessa lífsreynslu. Við Rafn og dætur okkar, Auður og Herdís, þökkum hlýja samfylgd yngsta bróður míns, sem lagði svo mikið að mörkum til þess að efla fjöl- skyldutengsl okkar allra. Farðu í guðsfriði, elsku bróðir. Þín systir, Lúisa (Lúlla). Fallinn er frá elskulegur föður- bróðir okkar, Trausti Bjarnason frá ísafirði. Það er alltaf sárt að kveðja og sjá á bak ástvinum sínum og var fréttin um ótímabært andlát hans allri fjölskyldunni reiðarslag. Trausti varð bráðkvaddur við vinnu sína 23. okt. sl. og dóu þeir bræður Trausti og faðir okkar Friðrik með viku millibili. Þá voru öll systkinin að föðursystur okkar Dúdú undan- skilinni á leið heim á ísafjörð til að vera við jarðarför föður okkar, en segir máltækið ekki eitthvað á þá leið, mennirnir gera áætlanir en Guð ræður fór? Það er höggvið stórt skarð í þennan samrýnda systkina- hóp frá ísafirði, þar sem haldist hefur í hendur yndisleg og aðdáun- arverð samheldni þeirra á milli, ásamt miklum kærleik og ræktar- semi og hafa þau alltaf umvafið hvort annað og tengdafólkið ástúð og okkur öll systkinabörnin. Það hefur verið yndislegt að upplifa svona falleg fjölskyldubönd og vera hluti af þeim. Trausti frændi var yngstur í þessum stóra systkinahópi og voru hann og Jón Aðalbjörn næstyngsti bróðirinn alltaf örverpin og ég held að systkinin hafí átt hann og þá alla tíð. Trausti ólst upp á ísafirði og lærði ungur bifvélavirkjun og vann hann við iðn sína í nokkur ár og varð síðan bifreiðaeftirlitsmaður, fyrst á ísafirði og síðar í Borgar- nesi en þangað fluttu þau hjón fyr- ir tæpum 20 árum með Herdísi dóttur sína litla og eldri dótturina Dröfn. Eftir að Trausti frændi fór í hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum hætti hann að vinna í Bifreiðaeftir- litinu enda var þar stundum erfitt, skoðunarsvæðið víðfemt og heilsan ekki nógu góð. Síðustu árin starf- aði Trausti á bensínstöð Olís í Borg- arnesi. Trausti var mjög mikill fjöl- skyldumaður og átti hann yndislega eiginkonu og var hún Gerður besti vinurinn, stoðin hans og félaginn. Sonurinn Hrannar fæddist í Borgar- nesi og varð hann 16 ára 2 dögum eftir fráfall föður síns en hann og Herdís búa í foreldrahúsum en Dröfn býr með fjölskyldu sinni f Borgarnesi, en synimir af fyrra hjónabandi, Jóhann býr í Reykjavík en Viðar erlendis. Trausti var mjög duglegur að rækta fjölskylduböndin og vildi allt- af að allir reyndu að mæta á ættar- ' - mótin okkar hvar sem þau voru haldin. Það var alveg frábært hvað þau hjón voru dugleg að skreppa vestur og heimsækja föður minn og okkur systkinin og höfðu þau alltaf nægan tíma til þess að hlúa að sínum og veit ég að systkini hans kunnu að meta í gegnum tíð- ina hvað Trausti og Gerður voru dugleg að rækta fjölskylduböndin. Nú í september sl. fóru Gerður og Trausti með Herdísi og Hrannar í heimsókn til Dúdúar systur hans og barna til Indiana í Bandaríkjun- _ um og áttu þau systkinin og fjöl- skyldur þeirra yndislegar samveru- stundir og vitum við að minningarn- ar um þá ferð eiga eftir að ylja þeim lengi um hjartarætur. Alltaf komum við fjölskyldan við í Höfðaholti 6 á leið til Reykjavíkur og aftur á heimleiðinni. Það beið okkar alltaf opinn faðmur og veislu- borð. Trausti og Gerður byggðu sér yndislegt heimili í Borgarnesi og gestrisnin, myndarskapurinn, alúð- in og snyrtimennskan var í fyrir- rúmi, utanhúss sem innan. Það var unun að sjá hvað Trausti var natinn við að dytta að öllu og í sumar hringdi hann einu sinni sem oftar og var að spyija mig um viðarvörn . , til þess að bera á húsið að utan en hann hafði ætlað að gera það næsta sumar en fannst að hann þyrfti að gera það nú svo það færi ekki að láta á sjá. Ég veit að ég á eftir að sakna vikulegra símtala hans og við fjölskyldan eigum eftir að sakna ástkærs frænda sem bar alltaf svo fallega umhyggju fyrir okkur, bróð- ur sínum og fjölskyldu hans og er skarð fyrir skildi og söknuður og sorg vegna fráfalls þeirra bræðra, megi guð geyma þá bræður. Elsku Gerður, Dröfn, Herdís,v Hrannar, Jói, Viðar og barnabörn, við sendum ykkur okkar einlægustu samúðarkveðjur og megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Bjarndís og fjölskylda, ísafirði. Elsku Trausti afi minn. Þó að ég vissi að þú værir búinn að vera mikið veikur, átti ég samt ekki von á því að missa þig svona fljótt. En mér fannst þú svo hress og skemmtilegur þegar ég kom til þín og Gerðu í sumar. Ég vil þakka þér og Gerðu kærlega fyrir dagana sem ^ ég var hjá ykkur. En núna vildi ég óska þess að við hefðum hist oftar. En nú ert þú farinn þína hinstu ferð og ég veit að þér líður vel. Ég bið góðan Guð að styrkja og blessa fjölskyldu þína. Þórunn Helga Jóhannsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, Vallholti 33, Selfossi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 23. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 1. nóvember nk. kl. 13.30. Erling Gunnlaugsson, Gunnar Erlingsson, Gróa J. Skúladóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Hörður Erlingsson og barnabörn. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar HALLDÓRS BJÖRNSSONAR. Gúmmívinnustofan, Réttarhálsi 2 og Skipholti 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.