Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 33 AÐSENDAR GREINAR AUKIN samvinna jafnaðarmanna hinna ýmsu flokka er það sem helst setur mark sitt á aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna sem verða næsta vor. Úr hverju byggðarlaginu á fætur öðru berast fregnir um sameiginlega fram- boðslista. I Reykjavík munu jafnaðarmenn þriggja hreyfinga vinna áfram með Framsóknarflokknum og dræm þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðis- manna dregur ekki úr líkum á því að Reykjavíkurlistinn haldi borginni. Um síðustu helgi lýstu svo for- ystumenn A-flokkanna í Reykjanesi yfir vilja sínum til náins samstarfs um framboð og fátt virðist geta komið í veg fyrir að í langflestum bæjum kjördæmisins verði sameig- inlegir listar. Þessi þróun er hluti af merkilegu ferli, sem getur tæp- ast endað með öðru en sameiginlegu framboði jafnaðarmanna úr ýmsum hreyfingum, þegar kemur að kosn- ingum til Alþingis vorið 1999. Fallnir múrar Sameiginlegt framboð til Alþing- is er að sönnu mikilvægur áfangi, en með því er vinnunni ekki lokið. Bylgjan sem braut niður Berlínar- múrinn fyrir átta árum molaði líka múrinn, sem áratugum saman skildi að jafnaðarmenn mismunandi hreyfinga vítt um lönd. Henni skol- aði líka til íslands, og afleiðingin er sú, að fyrir flestum sem starfa að stjórnmálum er skipting ís- lenskra jafnaðarmanna í aðgreinda hópa æpandi tímaskekkja. Unga fólkið, sem á ekki bara að erfa landið og miðin, heldur flokk- ana líka, skynjar fáránleika flokka- kerfisins flestum betur. Það svarar honum með því að starfa að stjórn- málum utan flokkanna. Flestir leiðtogar kyn- slóðarinnar, sem eftir venjulegum lögmálum tekur við forystuhlut- verki samfélagsins eft- ir tíu til fimmtán ár, standa utan stjórn- málaflokka, eða í besta falli ájaðri þeirra. í dag er þetta eitt af ein- kennum vinstri vængs- ins, og felur í sér alvar- lega áminningu til þeirra sem stjórna flokkunum. Hið mikla fylgi við sameiginlegt framboð jafnaðarmanna sem birtist Sameining vinstri flokkanna er, að mati Össurar Skarphéðins- sonar, mikilvægasta verkefnið á vettvangi stjómmálanna. í endurteknum skoðanakönnunum á að stórum hluta rætur að rekja til yngri kjósendanna. Þeir hafa ein- faldlega hafnað áratugagamalli og úreltri skiptingu jafnaðarmanna, og úr þeirra röðum er krafan um sam- einingu flokkanna háværust. Þessi krafa er raunar að bijóta sér leið gegnum flokksmúra þeirra hreyfinga sem fylgja markmiðum jafnaðarstefnunnar. Þess vegna er sameiginlegt framboð í næstu þing- kosningum ekki lokaáfangi ferða- lagsins. Hann felst í myndun nýrrar hreyfingar jafnaðarmanna, þar sem öll litbrigði regnbogans fá að skína saman, Kvennalistinn, A-flokkarnir og sá grúi óflokksbundinna manna sem út um allt þjóðfélagið kalla til skyldleika við jafnaðarstefnuna. Pólitísk gróska Málefnalegi ágreiningurinn, sem löngum skipti vötnum með jafnað- armönnum ólíkra flokka, er sem óðast að hverfa. Um það vitnar til dæmis samstarf þeirra á Alþingi. Betra dæmi um það sem koma skal er þó að finna í Grósku, sem með vissum hætti er vaxtarsproti úr Röskvukynslóðinni, sem stúdenta- pólitík fyrri hluta þessa áratugar fæddi af sér. í Grósku er að fínna fólk sem vissulega tilheyrir mismunandi hreyfíngum, en líklega enn fleira, sem lítur á sig sem munaðarlausa jafnaðarmenn. Sameiginlegt ein- kenni þess er fullkominn skortur á alvarlegum málefnalegum ágrein- ingi, einfaldlega vegna þess að hann er varla lengur að finna. Hvað greinir þau frá okkur, sem eldri erum, og störfum í mismun- andi kimum vinstri vængsins? Fyrst og fremst það, að þau hafa leyft sér þann munað að setjast niður, og fara lið fyrir lið yfír málefnin. Niðurstaðan, sem þau eru þessa dagana að kynna á fundum um landið, meðal annars á Akranesi, Borgarnesi og Stykkishólmi í dag, og Isafírði og Sauðárkróki á morg- un, er einfaldlega sú að djúpristur ágreiningur um málefni er ekki lengur til staðar. Starfíð innan Grósku er dæmi um praktíska aðferð til að komast að niðurstöðu. Nú eru framundan mikilvægir fundir í æðstu stofnun- um A-flokkanna og Kvennalistans, og að þeim loknum er mikilvægt að forysta þeirra fari að dæmi Grósku, setjist yfír málefnin og komist að niðurstöðu um hvernig eigi að haga framhaldinu. Samein- ing þessara flokka er mikilvægasta verkið sem nú bíður á vettvangi stjórnmálanna, og ákvörðun um fyrsta skrefið, sameiginlegan fram- boðslista í næstu Alþingiskosning- um, þarf að liggja fyrir sem fyrst. Höfundur er þingmaður jafnaðarmanna. Við eigum að sameina flokkana Össur Skarphéðinsson Raforkuverðlækk- un er kjarabót FYRIRHUGUÐ lækkun raforkuverðs á orkusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur um næstu áramót er raun- veruleg kjarabót fyrir íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélag- anna, auk þess, sem fyrirtæki og þjónustu- aðilar á svæðinu munu njóta góðs af lækkun- inni. Með 2-3% lækk- un gjaldskrár Raf- magnsveitu Reykjavík- ur hefur raunlækkun raforkuverðs á þessu kjörtímabili því orðið 5% og margt bendir til þess, að með enn frekari hagræð- ingu innan orkufyrirtækjanna í Reykjavík megi lækka gjaldskrána enn meira. Með frekari hagræð- ingu innan orkufyrir- tækja borgarinnar, seg- ir Alfreð Þorsteinsson, má lækka gjaldskrána enn meira. Sameining orkufyrirtækja Markmið orkufyrirtækjanna í Reykjavík er að bjóða notendum sínum ódýra og góða þjónustu, en framframt að greiða eiganda sín- um, Reykjavíkurborg, hæfílegan arð af þeirri miklu fjárfestingn, sem liggur í fyrirtækjunum. Þessum markmiðum er auðvelt að ná með skynsamlegum rekstri og frekari samvinnu Rafmagnsveitu og Hitaveitu og þá e.t.v. undir einum hatti, sem nú er verið að skoða. Lægstu orkugjöldin í Reykjavík Sem fyrr segir er það stefna Rafmagnsveitu og Hita- veitu að bjóða notendum sínum lág orkugjöld. Raunlækkun á orku- gjöldum hefur orðið á þessu kjör- tímabili bæði hjá Rafmagnsveitu og Hitaveitu. Hjá Rafmagnsveitu hefur lækkunin orðið 2% miðað við framfærsluvísitölu og 1,7% hjá hita- veitunni. Ef hins vegar er miðað við byggingavísitölu er lækkunin mun meiri. Eftir lækkun Rafmagnsveitunn- ar á gjaldskrá sinni um áramótin verður hún sú þriðja lægsta í kaup- stöðum landsins, en þegar hins veg- ar er litið á gjaldskrá Hitaveitunnar í samanburði við þá tvo kaupstaði, sem eru með lægra raforkuverð, kemur í ljós, að enginn skákar Reykjavíkurborg með lægri saman- lögð orkugjöld í stærri kaupstöðum landsins. Alfreð Þorsteinsson Áhrif Nesjavallavirkjunar Framundan eru spennandi verk- efni hjá orkufyrirtækjum Reykja- víkur. Framkvæmdir við raforku- verið á Nesjavöllum standa nú sem hæst, en það er stærsta verklega framkvæmdin á vegum Reykjavík- urborgar á þessu kjörtímabili. Sú framkvæmd mun skila Reykvíking- um miklum arði, auk þess sem hún stuðlar að auknum atvinnutækifær- um í tengslum við stóriðju. Með hugsanlegri sameiningu Rafmagnsveitunnar, Hitaveitu og jafnvel Vatnsveitunnar skapast ný sóknarfæri á sviði þróunar- og markaðsmála í þágu atvinnulífsins í Reykjavík í samvinnu við erlenda aðila. Það má því segja, að núverandi borgaryfírvöld hafi á kjörtímabilinu beitt sér fyrir mikilli uppbyggingu og framþróun í þessum mikilvæga málaflokki sem orkumálin óneitan- lega eru. Höfundur er formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar. Mikiá úrvcil af fðllegum rúmfatnaáí SkóLavöröustiR 21 Sími 551 4050 Reykjavik. Rörðuríandamot i hargreidslu og harskurði ílandsmeistaramót í förðun snyrtifræðinga i Laugardalshöll laugardag og sunnudag úsið spnar ki. 13,00 faugardag og kl. 8.30 á sunnudag. Fjöldi fyrirtækja sýna vöru sína og þjónustu. lanúllíÖa keppninni verða sýningar, báða dagana, með fólkinu l,| I sem skapar heimstískuna í hárinu. Ernstak tækifæri til að fylgjast með fagfólkinu að störfum. : Frábær skemmtiatriði báða dagana og boðið veróur upp á afldlitsmálun fyrir börn og frta förðun tyrir konur. D A G S K R Á kt Laugardagur 1. nóv? 13.OD Húsíð opnað isi 13.15-14.15 Dagförðun nems í kf 13.15 —14.45 Brúður framtiðar *!. 13.30-14.00 Lftakeppni m ||S ki. 14.00-16.00 Andiitsmáiun terr ki. 14.00-16.00 Frí förÖLi n fyrír toi M-' t )d. 14.30-15.15 jofin Jsnk-ns ■ ■ |£ ki. 15.15 - 16.45 Kvöldlörðun nema t. ki. 15.30 Trúöar í neimsókn IkJ. 15.30 -16.00 Uppgreíösís ásíð . 16.30-17.15 tcjáfs aöferö Irevcf Miiciiet! m Verðtaar.aaffierj;ng fyrir iitakeppm uppgreiðsia o fÓfðíifl Aðgangur ókeypis L0KKAR 1 I 1 I WELLA IpEISD TTiyTc yrfiíónuzya/^ V 4. Hanamel 67 ^ LA BACUETTE Schwarzk^f Jómfrúin —— rvontttoHAk 2 SEBASTIAN L'ORÉAL TECHNIQUE PROFESSIONNELLE gkx Sl REDKE Light Concept Naiis Graham Webb Bio depiless
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.