Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBBR 1997 MORGUNBLAÐIÐ CARRIE í stjörnustríði. Carrie Fish- er fagnar aldrinum ►STJÖRNUSTRIÐSPRINSESSAN Carrie Pisher fagnaði aldrinum núna í vikunni með móður sinni, Debbie Reynolds. Móðirin viður- kennir að hafa ekki mætt í afmæli til Carrie í 14 ár en langaði núna til að sýna henni stuðning því hún reiknaði með að dóttir sín væri endanlega búin að ná sér eftir margra ára þunglyndi sem er í ættinni. Carrie Fisher lét „sjálfsmynd" sína taka á móti afmælisgestunum, þ.e.a.s. dúkkulísuna Lilju prinsessu, í sjúkrabíl með næringu í æð. Carrie var nýlega á spítala. George Lucas, höfundur Stjörnustríðsmyndanna, var meðal gesta í afmælinu og einnig John Travolta, Sean Connery og Meg Ryan. Jafnvel faðir hennar, Eddie Fisher, kom, reyndar beint úr af- mæli yngri dóttur sinnar, Joely Fisher. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíd sýnir dönsku myndina Pusher sem er frumraun kvikmyndagerðarmannsins Nicolas Winding Refn. Myndin hefur hlotið gífurlegar vinsældir í heimalandi hans og hefur hún m.a. slegið Næturverðinum við. Undirheimalíf í Köben Frumsýning ÁRIÐ 1995 þurfti hinn 25 ára gamli Nicolas Winding Refn að taka mikilvæga ákvörðun í lífi sínu. Honum stóð til boða að hefja nám við leikstjóradeild Danska kvikmyndaskólans eða ráðast í að gera kvikmyndina Pusher sem nýstofnað fyrirtæki sem kallast Balboa var með í undirbúningi. Andstætt ráðlegg- ingum bæði fjölskyldu og vina þá kaus Nicolas að gera myndina. Þegar hún var frumsýnd fór hún beint í efsta sætið á listanum yfir mest sóttu myndirnar í Dan- mörku og skaut hún þar aftur fyrir sig myndum á borð við Mission Impossible. Aðsóknin var meiri en þegar Næturvörður- inn var frumsýndur, en hún er ein aðsóknarmesta danska kvik- mynd seinni ára. Það fór því svo að Nicolas Winding Refn þurfti alls ekki að sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að taka gerð myndarinnar fram yfír námið við kvikmyndaskólann. í Pusher er sagt frá eiturlyfja- sala í Kaupmannahöfn sem heitir Frank og er hann leikinn af Kim Bodnia, en hann lék einnig í Næt- urverðinum. Frank er slyngur í starfi sínu og rúntar hann gjarn- an um í glæsikerru sinni ásamt félaganum Tony. Þeir næla sér í viðskiptavini fyrir sjálfa sig og einn eiturlyfjabarónanna í hverf- inu, Króatann Milo. Milo líkar vel við Frank og lánar honum stund- um peninga, en ástæðan er fyrst og fremst sú að Frank er góður dreifingaraðili. Frank er lokaður og það er kannski aðeins Tony sem eitthvað getur nálgast hans innri mann. Frank á góða vin- konu að nafni Vic sem er fatafella og vændiskona af fínni sortinni, en hana dreymir um það eitt að komast í burtu frá því lífi sem hún lifir. Það eina sem skiptir Frank hins vegar máli er að græða sem mesta peninga fyrir dópsöluna og koma sér svo þægi- lega fyrir á glæsilegum veitinga- stað þar sem hann drekkur armagnac á meðan Tony lætur móðan mása um konur og kynlíf. En sælustundimar vara ekki að eilífu. Dag nokkum þegar Milo biður Frank að borga sér skuld þá gerir Frank það sama sem hann hefur alltaf gert. Hann fær lánuð eiturlyf hjá Milo og ætlar sér að græða það vel á sölunni að hann geti borgað Milo og átt einhvem KIM Bodnia leikur Frank, Laura Drasbæk leikur fatafelluna Vic. Kim verður gestur á kvikmyndahátíðinni í Reykjavik. afgang. En í þetta sinn fer eitt- hvað úrskeiðis. Frank er tekinn fastur og tapar hann eiturlyfjun- um. Skyndilega er skuldin við Milo því orðinn stjamfræðilega há, og Milo er búinn að missa þol- inmæðina hvað Frank varðar. Hann sendir því einn af útsendur- um sínum, Radovan, til að jafna sakimar við Frank. Hann hefur hins vegar æðisgengna leit að reiðufé sem getur forðað honum frá 9 mm kúlunni sem honum er ætluð. Þeir Nicolas Winding Refn og Kim Bodnia verða gestir kvik- myndahátíðar. Morgunblaðið/Kristinn LEIKARARNIR sem þegar hafa verið valdir tii að fara með hlutverk í söngleiknum Bugsy Malone. Söngleikurinn Bugsy Malone Yantar dökkan, stóran og þéttan dreng SÖNGLEIKURINN Bugsy Ma- lone er í fullum undirbúningi íyrir framsýninguna sem verður í janúar næstkomandi. Valið hefur verið í öll hlutverk nema eitt og auglýsa Loft- kastalamenn nú eftir heppilegum leikara í það hlutverk. „Okkur vant- ar dökkleitan, háan og þéttan dreng á velli á aldrinum 10 til 16 ára. Þetta er hlutverk boxarans í söngleiknum en þegar við héldum prufurnar þá fundum við ekki réttu týpuna. Þeir voru allir of litlir sem komu til greina og því miður hentaði enginn þeirra. Leikarinn þarf að vera stór og þéttur en samt barnslegur því hann kemur og vinnur alla í box- inu,“ sagði Hörður Þorsteinsson hjá Loftkastalanum. Þeir sem vita af einhverjum sem gæti komið til greina eru beðnir um að hafa sam- band við Loftkastalann. Platan með lögunum úr söng- leiknum er komin langt á leið og æf- ingar hafa gengið mjög vel að sögn Harðar. „Krakkarnir hafa staðið sig alveg frábærlega og eru mjög hæfi- leikaríkir." Teg. 1 Bh. kr. 1.435 Teg. 4 Bh. kr. 2.495 Ath! erum flutt að Laugavegi 40a. Laugavegur 40a s mi 551 3577. \ivrbuxiir t'yl&ju írítt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.