Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensk málfræði erfið Þær stöllur Matja Gunnarsdótt- ir, Jeanette Egeberg og Guro Moberg frá Noregi tala allar ágæta íslensku enda á öðru ári í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Þær tvær síðarnefndu komu upp- haflega hingað fyrir nokkrum árum sem au-pair-stúlkur en komu aftur í haust á vegum NORDPLUS-áætlunarinnar. Þær stunda báðar háskólanám í nor- rænum málum og bókmenntum í Noregi og ætla að vera hér fram að jólum. Matja bjó einnig á Is- landi fyrir nokkrum árum með móður sinni og kom aftur í haust á eigin vegum til að læra ís- lensku. Hún ætlar að vera hér á landi í a.m.k. eitt ár. Inntar að því hvort þeim finnist erfitt að læra íslensku segja þær að svo sé. Sérstaklega finnst þeim málfræðin flókin en segja reyndar ekki svo erfitt að læra orðin sjálf, því mörg þeirra séu lík norskum orðum. Annars eru þærmjög ánægðar með dvölina á íslandi þó þeim finnist erfitt að kynnast Islendingum, sérstaklega íslensk- um stúlkum. Þær segjast því aðal- lega umgangast aðra erlenda stúdenta. Það sé hins vegar ekki nógu gott því þá fái þær ekki tækifæri til að tala íslensku. Monique van Troost frá Hol- landi er við enskunám á vegum ERASMUS-áætlunarinnar. Hún býr í grennd við Amsterdam og hefur verið hér í sex mánuði. Kom hingað sem au-pair-stúlka en hætti í því starfi og byijaði í Háskólanum. Innt að því af hveiju hún hafi ákveðið að fara til ís- lands segir hún að fyrsta au-pair- auglýsingin sem hún hafi rekist á í hollensku blaði hafi einfaldlega verið íslensk. Monique segist ekki hafa vitað neitt um Island nema að héðan kæmi söngkonan Björk og að hér væri mikið af snjó. Hún segist ánægð hér og ætlar að vera a.m.k. fram á næsta vor. Alþjóðadagar stúdenta við HI MATJA, Jeanette og Guro frá Noregi. Aldrei fleiri erlendir nemar KOLBRÚN Ásgeirsdóttir, enskunemi við HÍ, tók hluta af náminu í Hollandi. Við hlið hennar er Monique von Troost, ERASMUS- nemi frá Hollandi. sota-háskólann, en Háskóli íslands gerði samning við þann skóla árið 1982 um stúdentaskipti. Einum íslenskum námsmanni er veittur styrkur til náms við Minnesota- háskólann á hveiju ári og á móti kemur einn námsmaður þaðan. John kom hingað til lands í haust og stundar nú nám í málvís- indum í heimspekideild HÍ. Hann segist hafa sérstakan áhuga á forníslensku og hefur verið að læra hana undanfarin tvö ár í Bandaríkjunum. Hann hefur lokið BA-námi í málvisindum og vinnur nú að því að klára meistaragráð- una. „Eg er auk þess að vinna að tölvuforriti sem á að auðvelda enskumælandi fólki að lesa Is- lendingasögurnar,“ segir hann en vinnan felst m.a. í því að þýða forn íslensk orð yfir á ensku. UM 250 erlendir stúdentar frá um 40 þjóðlöndum stunda nú nám við Háskóla íslands. Að sögn Bryn- hildar Brynjólfsdóttur, deildar- stjóra nemendaskrár, hafa þeir aldrei verið fleiri. í fyrra voru þeir rétt rúmlega tvö hundruð. Þessir nemendur koma víða að, flestir frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bandaríkjunum, en einnig eru dæmi um nemendur frá t.d. Perú, Georgíu og Ástraliu. Að sögn Brynhildar stunda er- lendu nemendurnir nám í flestum deildum, en um 80 þeirra eru í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Um 135 erlendu stúdentanna eru í Háskólanum á eigin vegum eða vegna styrkja frá menntamála- ráðuneytinu en 115 þeirra eru á vegum stúdentaskiptaáætlana Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins. Að sögn Karítasar Kvaran, staðgengils framkvæmdasljóra Alþjóðaskrifstofunnar, fjölgar er- lendum stúdentum á vegum skrif- stofunnar á ári hverju. Sú fjölgun byggist einkum á því að Háskól- inn hefur boðið upp á æ fleiri námskeið sem kennd eru á ensku. Sem dæmi nefnir hún að laga- deildin býður nú þriðja veturinn í röð upp á eins misseris nám- skeið á ensku t.d. í Evrópulögum og að þau námskeið sæki nemend- ur alls staðar að úr Evrópu. Hefur mikinn áhuga á forníslensku Alþjóðadagar stúdenta við Há- skólann eru haldnir þessa vikuna, en að þeim standa Alþjóðaskrif- Morgunblaðið/Ásdís PATRICK ogJohnfrá Bandaríkjunum. stofa Háskólastigsins, Stúdenta- ráð HÍ, Landsskrifstofa Leon- ardo, sem er starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins (ESB) og Landskrifstofa Sókratesar, sem er samstarfsáætlun ESB í menntamálum. Markmið þessara daga er að kynna íslenskum nem- endum þá möguleika sem þeir hafa á því að taka hluta af námi sínu erlendis. I gær sáu erlendir stúdentar frá 18 löndum um kynn- ingu á sínum heimalöndum. Hægt var að grennslast fyrir um það nám sem væri í boði í þessum löndum en einnig kynntu stúdent- amir sælgæti, snakk, eldspýtur, tréklossa og öl frá heimalandinu. John Askelson frá Bandaríkj- unum var m.a. að kynna Minne- I I I I I I I t | I I ! I 600 stæði á Landspítalalóð, 1.000 bílum lagt þar daglega Morgunblaðið/Ásdís REYKLAUS svæði em auðkennd með spjöldum á borðunum. Reyklaus svæði á veitingastöðum „Fólk tekur þessu fegins hendi“ SAMBAND veitinga- og gistihúsa og Tóbaksvarnanefnd hafa tekið höndum saman um að stuðla að því að öll veitingahús bjóði gestum sín- um upp á þann möguleika að sitja á reyklausum svæðum frá og með laujgardeginum 1. nóvember. I könnun sem Samband veitinga- og gistihúsa gerði nýlega meðal fé- lagsmanna sinna kemur fram að 38 staðir af þeim 75 sem svöruðu bjóða nú þegar upp á reyklaus svæði. Þeir 37 sem ekki gera það hyggjast þó allir taka þátt í átakinu. Ema Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri sambandsins, bendir á að í lögum um tóbaksvarnir segi að á þeim veitingastöðum þar sem megin- áhersla sé lögð á kaffiveitingar og matsölu skuli ávallt vera reyklaus svæði, ekki síðri en þau svæði þar sem reykingar eru leyfðar, og tryggt að aðgangur að þeim liggi ekki um reykingasvæði. Barir og skemmti- staðir eru undanþegnir, en Erna minnir á að margir staðir séu reknir sem kaffi- og matsölustaðir á daginn og breytist síðan nánast í skemmti- staði og bari á kvöldin. Þar gefist gestum nú framvegis víðast hvar kostur á reyklausum svæðum alla virka daga og til kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum, en þá eru staðirnir yfirleitt orðnir yfirfullir af fólki og erfitt að skipta þeim upp. Sigurður Helgason, sem rekur veitingahúsið Sólon Islandus, þar sem í fyrsta sinn var boðið upp á reyklaus borð í fyrradag, segir gesti staðarins hafa tekið nýbreytninni vel. „Ég ákvað að hafa sex borð reyklaus til að byija með. í hádeginu reyndist það ekki nóg, svo það er ljóst að fólk tekur þessu fegins hendi,“ segir Sigurður, sem gerir ráð fyrir að fjölga reyklausum borðum. Reyklausu borðin verða auðkennd með litlum gulum spjöldum, þar sem á er letrað „Reyklaust svæði - Njóttu réttar þíns!“ Staðsetning bama- spítala orkar tvímælis STEFÁN Hermannsson borgarverk- fræðingur sagði á fundi með borgar- fulltrúum og þingmönnum Reykja- víkur, að bílastæða- og umferðar- vandamál á Landspítalalóð væru orðin það alvarleg að það væri íhug- unarefni hvort það ætti að byggja upp meiri starfsemi á lóðinni. Hans mat væri að það orkaði tvímælis að staðsetja nýjan bamaspítala norðan Hringbrautar. Stefán sagði að Reykjavíkurborg hefði nýlega gert könnun á fjölda bíla við Landspítalann. Á lóðinni væru um 600 bílastæði, en að jafn- aði væri daglega um 700 bílum lagt á lóðinni. 100 væri ólöglega lagt. Til viðbótar væri um 300 bílum lagt í götur í grennd við spítalann. Stefán sagði að það væri mikið til vinnandi ef hægt væri að finna leiðir til að fækka þeim sem fæm á bílum til vinnu á spítalann, en leiðir til þess væm vandfundnar. Það væri ekki nóg með að mikil vandamál væru með bílastæði við spítalann heldur önnuðu umferðar- mannvirkin varla allri þessari um- ferð. Stefán sagði að þennan vanda þyrftu menn að hafa í huga þegar rætt væri um ferkari uppbyggingu á Landspítalalóðinni. Sá kostur væri fyrir hendi að byggja frekar neðan við Hringbrautina þó margir ann- markar væru á því. Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður Borgarskipulags, benti á að fyrir lægi staðfest deiliskipulag fyrir svæði þar sem gert væri ráð fyrir barnaspítala við kvennadeild. Hann sagði að kostnaðaráætlanir sýndu að með því að tengja spítal- ann við aðrar byggingar Landspítal- ans yrði byggingarkostnaður um helmingi minni en ef byggt væri stakt hús fyrir barnaspítala. Styttist í flutning Hringbrautar Stefán sagði að þær viðræður sem borgin hefði átt við Vegagerðina hefðu skilað þeim árangri að flutn- ingur Hringbrautar væri komin ofar á dagskrá en áður. Lauslegt mat á kostnaði við flutninginn væri 400-500 milljónir. Hann sagði að það væri mat Reykjavíkurborgar að ríkið þyrfti að veija 1.200-1.300 milljónum á ári til vegaframkvæmda í borginni á næstu árum. Flutningur Hring- brautar og Sundabrúin væru ekki inni í þeirri tölu. Eftir tvær vikur verða þeir kostir sem liggja fyrir varðandi byggingu Sundabrúar kynntir þingmönnum Reykjavíkur á sérstökum fundi. Kostnaður við brúna er áætlaður 3-4 milljarðar. DACSKRA 01.11. a97 irdögv^ Tæknival Skeifunm kl. 1030-11.30: \aug Grunnkennsla á Internetið. Tækníval Hafnarnrði kl. 12.30-13.30: Grunnkennsla á Internetið. Tæknival Venó relkouun! \ I \ \ \ t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.