Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 23 ERLENT Egyptar dæmdir EGYPSKUR herdómstóll dæmdi í gær tvo bræður til dauða fyrir morð á níu þýsk- um ferðamönnum og egypsk- um bílstjóra í árás á rútu í Kaíró 18. september. Bræð- urnir fögnuðu ákaft þegar dómurinn var kveðinn upp, féllust í faðma og hrópuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mest- ur). Þeir játuðu á sig tilræðið og sögðust aðhyllast íslamska hugmyndafræði, en eru ekki í hreyfingum múslima sem hafa háð blóðuga baráttu fyr- ir stofnun íslamsks ríkis í Egyptalandi. Sex Alsír- búar vegnir SKÝRT var frá því í gær að íslamskir uppreisnarmenn hefðu vegið sex manns í fyrir- sátri í vesturhluta Alsírs á þriðjudag. Uppreisnin í land- inu kostaði hundruð manna lífið í september og október og 65.000 manns hafa fallið frá árinu 1992 þegar alsírsk yfirvöld aflýstu þingkosning- um til að koma í veg fyrir valdatöku íslamskra heittrú- armanna. Hallar undan fæti hjá Herbalife Meint samstarf við mafíuna í Rússlandi UM 77% af hagnaði bandaríska fyrirtækisins Herbalife, sem fram- leiðir samnefnt megrunarlyf, kem- ur af sölu utan Bandaríkjanna, og helstu markaðir fyrirtækisins nú eru í Rússlandi og Asíu, að því er fram kemur í tímaritinu Forbes nýverið. Fyrrum dreifingaraðili fyrirtækisins hefur höfðað mál á hendur því, og heldur því m.a. fram að aðaleigandi þess, Mark Hughes, hafi reynt að vinna markað í Rúss- landi með samstarfi við mafíuna þar í landi. Verðið sjöfalt Lögsóknin er rekin fyrir hæsta- rétti Arizonaríkis og höfðandinn, Daniel Fallow, segir að Herbalife neiti að greiða dreifingaraðilum sínum án þess að fyrir slíku séu raunhæfar forsendur og verðið á vörum fyrirtækisins sé allt að sjö- falt framleiðsluverð. Fleiri hafa látið í sér heyra og kvartað undan óprúttnum viðskiptaháttum Herbalife, og segir fréttaskýrandi Forbes að nú hafi syrt verulega í álinn fyrir Hughes. Slæmt umtal og hertar reglu- gerðir komu illa við Herbalife í lok níunda áratugarins, en Hughes greip þá til þess ráðs að flytja starfsemi fyrirtækisins til útlanda þar sem reglur eru ekki eins strangar, að því er segir í Forbes. Minnkandi sala Á síðasta ári jókst hagnaður Herbalife í 45 milljónir Bandaríkja- dala, en alls nam sala á vörum frá fyrirtækinu 632 milljónum. Sam- kvæmt skráningu fyrirtækisins eftir hlutabréfavísitölunni Nasdaq í New York er markaðsverð þess 790 milljónir, þar af er 58% hlutur Hughes 454 milljóna virði. Sala í bæði Frakklandi og Þýskalandi, sem í fyrstu var gífur- leg, hefur hrapað og einnig verðið á hlutabréfum í fyrirtækinu. Lög- maður fyrirtækisins sagði upp störfum í byrjun árs, og þótt hann sé bundinn trúnaði hafa borist sög- ur um að hann hafi sagt við Hug- hes: „Ég get ekki verndað þig leng- ur.“ Forbes bendir á, að þótt halli undan fæti hjá Hughes berst hann ennþá á, glæsihús hans í Beverly- hæðum í Los Angeles er metið á 20 milljónir dala og auk þess á hann lystisnekkju í félagi við þriðju eiginkonu sína. Reuters Skírður í ánni Jórdan PRESTUR egypsku koptakirkjunnar skírir hér pílagrím með vatni úr ánni Jórdan. Hundruð trúaðra koma árlega saman við ána, sem rennur við Iandamæri ísraels og Jórdaníu. Staðurinn þar sem talið er að Jesús hafi verið skírður af Jóhannesi skír- ara er umkringdur jarðsprengjum og einungis opinn almenn- ingi í nokkra daga á ári. e Ifeisla fyrir lítið MtÐAN BIRGÐIR ENDAST OFROSIÐ Lambakjöt úr haustsiatrun 1/2 skrokkar niðursagaðir í poka AÐEINS m pr.kg Verslamr Noatuns eru opnartil kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN' 17 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KOP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.