Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Flokkur alþýðunnar? ÞAÐ ER víðar en undir yfirborði jarðar sem gætt hefur nokkurs óróa undanfarin miss- eri. Slíkt má raunar merkja á skrifum sjálf- stæðismanna þessa dagana. En vart líður sá dagur að ekki birtist grein í Morgunblaðinu eða öðrum miðlum, frá einhveijum sjálfstæðis- manninum, og það oftar en ekki frá fleirum en einum í senn. En út á hvað ganga þessi skrif? Jú, flest í þá áttina að rægja störf núverandi meirihluta í borgar- sljóm Reykjavíkur. Til að sýna fram á það, að handan sé grasið miklu grænna þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn er annars vegar. En kemur fólk til með að trúa á þær skipulögðu áróðursherferðir sem nú eru sýnilega í gangi? Raun- ar vil ég leyfa mér að efast um það. Hvers vegna? Jú, Sjálfstæðis- flokkurinn er nefnilega þekktur fyr- ir flest annað en fara að vilja al- mennings í stómm málum. Þá ráða jafnan aðrir og mikilvægari hags- munir ferðinni. En þá emm við komin að kjama málsins. Sjálfri pólitíkinni. En út á hvað gengur hún? Jú, henni er ætlað að ryðja brautir þeirra er standa í stórræðum og hafa hagsmuna að gæta í hví- vetna. En þá er Sjálfstæðisflokkur- inn ávallt til þjónustu reiðubúinn. En við sem fáum það hlutskipti að fylla upp í göt ríkissjóðs og stöndum á brauðfótum undir því sem kallað er „góðæri" hljótum að spyija okkur að því hvort við eigum samleið með slíkum flokki. Þar sem vina- og ættmennasamfélagið ræð- ur ríkjum, og skal jafnan vera al- þýðunni yfírsterkara. Svarið hlýtur að vera nei. Og ég get tæplega leynt þeirri skoðun minni, að sama skít- lega eðlið sé til staðar þar sem pólitíkin er annars vegar, hvað svo sem flokkamir heita. En um þetta atriði em auðvitað ekki allir sam- mála. En þessa dagana hefur hver blaðagreinin rekið aðra, þar sem prófkjörsþátttakendur Sjálfstæðis- flokksins telja sér og öðrum trú um það að innan flokksins fái allir not- ið sín. Þá sagði einn prófkjörsþátt- takandinn borgarmál- in ekki eiga að snúast um steinsteypu og við- hald heldur heilsu og hamingju, sem vissu- lega er rétt. En hefur Sj álfstæðisflokkurinn einhvern tíma fómað steinsteypunni fyrir heilsu og hamingju? Reyndar hafa stjómartilburðir sjálf- stæðismanna oft og tíðum fremur ein- kennst af einræðisleg- um tilburðum, en farið hafí verið að vilja al- mennings, í þágu frelsis og mannúðar. Má í því sambandi nefna það mikla fjaðrafok sem bygging og staðsetn- ing ráðhússins olli á sínum tima. Þess má og minnast, er launþegar þyrptust í hundraða- ef ekki þús- undatali niður á Lækjartorg, og Enginn stjómmála- flokkur, segir Björn Erlingsson, getur pant- að áskrift að borgar- stjóm eða landsstjóm. mótmæltu stórhækkuðum launum alþingismanna, ráðheira og ann- arra embættismanna. Á sama tíma og launþegar börðust fyrir helstu nauðþurftum (og gera enn). En launþegar hafa margir hveijir verið berháttaðir til gjaldþrots á undan- fömum misserum, til að skapa það „góðæri" sem alltaf er verið stag- ast á. En er með öllu ósýnilegt. Og ef ég man rétt, þá áttu þessar launahækkanir þingmanna að vera undanþegnar skatti. Slík var (og er) nú siðblindan, gagnvart stöðu almennings í þessu landi. Sem auð- vitað átti að kyngja þessum óþverra eins og ekkert væri. í framhaldi af þessu má fara nokkrum orðum um mannaráðning- ar sjálfstæðisráðherra í hin ýmsu embætti og stöður. En um þau málefni mætti eflaust skrifa heila bók. Enda eru pólitísk hrossakaup íslenskra ráðamanna að verða sér kapítuli íslandssögunnar. Er Björn Erlingsson skemmst að minnast ráðningar í stöðu framkvæmdastjóra sjón- varpsins. Sem að því er virtist átti stöðuna vísa, fýrir það eitt að vera í góðu ,jarðsambandi“ við Sjálf- stæðisflokkinn. Þrátt fyrir að aðrir umsækjendur hefðu sýnilega betri menntun og reynslu í starfíð. En eins og fyrri daginn höfðu slík rök ekkert jafnvægisgildi á við vina- og ættmennasamfélag Sjálfstæðis- flokksins. Og pólitísk hrossakaup fóru fram, eins og einn umsækjand- inn orðaði það. Þarna var ef til vill sýnt fram á það með táknrænum hætti, hvers virði menntun er í þessu landi. Ég vil í framhaldi af þessu víkja nokkuð að væntanlegum borgar- stjómarkosningum. En eins og ég gat um í upphafí, þá gætir sýnilega nokkurs óróa meðal sjálfstæðis- manna, og ekki að ástæðulausu. En mikið er það nú ósannfærandi þegar sjálfstæðismenn reyna að sannfæra kjósendur um það hvað þeir ætli sér nú að vera góðir við sjúklingana, aldraða fólkið og ör- yrkjana. En það væri beinlínis grát- legt að halda því fram að til dæmis öryrkjar hefðu farið gæfulega út úr samskiptum sínum við núverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. En ef Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að bera hag bágstaddra fyrir bijósti, þá hefur nokkuð breyst til batnaðar. Flokkurinn þarf einfald- lega að sýna fram á það í borgar- stjóm sem og þjóðmálunum að hann starfí í anda frelsis og mannúðar, eins og þessi annars ágætu kosn- ingaslagorð ganga út á. í stað þess að dekra sýnt og heilagt við fjár- magnseigendur og þeirra fýlgifíska. En enginn stjómmáiaflokkur, hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né aðrir flokkar geta pantað áskrift að borgarstjórn eða landssjórn. Því flokkamir eiga að vera í þágu fólks- ins,_ en ekki fólkið í þágu flokkanna. Ég vil að lokum taka það fram, að ég er á engan hátt að gerast boðberi þeirra flokka er mynda núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur með þessum skrifum. Þrátt fýrir gagnrýni mína á stærsta stjómmálaflokk landsins. Engu að síður verð ég að segja, að ég ber nokkurt traust til núverandi borgar- stjóra umfram flesta aðra stjórn- málamenn landsins. En fram til þessa tel ég núverandi borgarstjóra hafa starfað af heilindum, svo sem lofað var. Þó um verkin megi auð- vitað deila. Ég tel því enga ástæðu til breytinga, meðan tákn frelsis og mannúðar berst fyrir lífí sínu undir ofurfargi auðvaldsins. Höfundur stundar sjálfstæða atvinnustorfsemi. „Vjer mót- mælum allir!“ ÚTIFUNDUR verður á Ingólfstorgi í dag kl. 15. Póstur og sími hef- ur tilkynnt að um næstu mánaðamót (1. nóv.) muni verðskrá innanbæjarsímtala hækka um 79%. Með þessari hækkun hefur kostnaður við að nota Netið hækkað um 140% á tæpu ári. Var einhver að tala um verðbólgu? Eru þetta hin fögru fyrirheit í skýrslu rík- isstjómarinnar um upplýsingasamfélag- ið? Er þetta leiðin sem ríkisstjórn- in hefur hugsað sér að ísland feti inn í framtíðina? Er þetta það sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra meinti þegar hann sagði í skýrsl- unni: „Það er von mín að sú stefna í málefnum upplýsingasamfélags- ins sem hér fer á eftir marki tíma- mót í þessari þróun.“? Hvilík tíma- mót! Ríkisstjórnin getur ekki skýlt sér á bakvið það að Póstur og sími sé orðinn hlutafélag, íslenska ríkið er eini eignaraðili þess hluta- félags og þar með yfirstjórn þess í raun, auk þess sem Pósti og síma er gert að skila stórum fjárhæðum í ríkissjóð. Þessi gjörningur er því algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnar- innar og Alþingis og þeirra að taka hann til endurskoðunar og fá á honum álit fleiri aðila heldur en Pósts og síma. Það sem ekki er augljóst þeim sem minna þekkja til er að teng- ingar netbúa inná Netið eru sam- gönguæðar, rétt eins og vegirnir sem liggja um landið. Langflestir netbúar hafa enga aðra leið til að tengjast Netinu en í gegnum innhringisambönd og þurfa því að nota símalínur Pósts og síma. Þessi hækkun er því beinn upplýs- ingaskattur á þá netbúa og stórt skref til baka í Internetvæðingu íslands. Við getum ekki tekið þessu þegjandi og hljóðalaust. Nú er of langt gengið! En hvað getum við gert? I dag er tvennt sem hægt er að gera til að sýna Pósti og síma og sam- gönguráðherra að okkur sé ekki sama. Þeir sem kaupa inn- hringiaðgang af Pósti og síma (notenduris- holf.is) geta sagt upp aðgangi sínum þar og flutt sig yfir á eitt- hvert hinna fjöl- mörgu fyrirtækja sem veita slíka þjón- ustu. En það sem við getum og eigum öll að gera er að mæta á útifund á Ingólf- storgi í dag kl. 15 og sýnt þar í verki skoðun okkar á þessari hækkun einokunarfyrir- tækisins Pósts og síma. Hækkun sem dregur íslenska netbúa aftur í miðaldir og mun hafa geigvæn- Þessi hækkun Pósts og síma er beinn upp- lýsingaskattur á netbúa, segir Gunnar Grímsson, og stórt skref til baka í Internet- væðingu íslands. leg áhrif á þróun og þroska hins íslenska hluta Netsins. Hækkun sem gulltryggir að ísland á enga möguleika á að taka þátt í upplýs- ingasamfélagi þjóðanna á næstu öld og tryggir einnig að landflótti í upplýsingageiranum mun marg- faldast á komandi árum. Því meg- um við ekki við, nægur er flóttinn fyrir. Að lokum, ríkisstjórn og Al- þingi: Hvernig væri að standa við orð sín, sýna framsýni og afnema þessa hækkun, hækkun sem greinilega hefur gleymst að hugsa til enda? Höfundur er viðmótshönnuður og netbúi til margra ára. Gunnar Grímsson Reiðarslag fyrir netbúa Sigurður Þór Guðjónsson fyrirlitningu. „hagræða" mikið án þess að miðillinn sem slíkur missi beinlínis notagildi sitt. Hækk- un símareiknings um 70-80% hjá þeim sem nota netið að staðaldri þýðir blátt áfram að margt fólk getur ekki lengur notað það sem upp- lýsingatæki og sam- skiptamiðil að neinu gagni. Það hefur ekki efni á því. Og það hefur ekkert fremur efni á því þó Halldór Blöndal tali um „upphlaup" með HÆKKUN Pósts og síma á innanbæjarsím- tölum er reiðarslag fyrir þá sem nota al- netið að staðaldri. Þegar ég tengdist net- inu fyrir tveimur árum gat jafnvel láglauna- fólk notfært sér það á hvejrum degi án þess að það ógnaði fjárhag þess. Reyndar var ástandið svo útópíu- legt að ég sagði stund- um að það hlyti að vera tímaspursmál hvenær þrengt yrði að möguleikum venjulegs fólks á netinu. Og það stóð ekki á því. Hækkun á lengri innanbæjarsímtölum í desember setti talsvert strik í reikninginn. En með úthugsaðri „hagræð- ingu“, til dæmis að nota sem mest kvöldin og heigarnar, var fólki með meðaltekjur og jafnvel lág laun enn kleift að nota netið þó kostnaðurinn færi reyndar að ystu mörkum. En það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að Alnetið er sérstakt Forstjóri Pósts og síma segir að þar á bæ sé enginn greinar- munur gerður á því að nota netið og tala í símann. í sjálfu sér er það mjög órökrétt. Öflun upplýs- inga á veraldarvefnum er allt annars eðlis en venjuleg símtöl frá manni til manns. Það tekur Það þolir blátt áfram enga bið, segir Sigurð- ur Þór Guðjónsson, að netverjar stofni með sér öflug hagsmunasamtök til að gæta réttar síns. tíma að leita að upplýsingum, kynna sér þær og jafnvel afrita þær. Þetta skilur hvert manns- barn sem til þekkir. Sama máli gegnir um ráðstefnur á netinu. Spjallrásirnar líkjast kannski mest hefðbundnum símtölum. Þess vegna er það bráðnauðsyn- legt að skilja að notkun netsins og venjuleg símtöl, selja netið sem sjálfstæða þjónustu fyrir gjald er ekki mun standa í vegi fyrir eðli- legri notkun þess af notendum og hamiar ekki almennum vexti þess og þróun. Og þetta mun gerast í náinni framtíð. Hækkunin nú gengur hins vegar af alnets- draumnum dauðum fyrir fjölda fólks hér á landi. Alnetið verður munaður fyrir hina ríku. Það er svo sem auðvitað. Blekkingar Forstjóri Póstsog síma lýsir því að stofnunin geti ekki vinsað úr þá sem nota netið á símanum. Og hér komum við einmitt að mikilli blekkingu. Það er rétt að stofnunin veit ekki hvaða ein- staklingar nota netið og fá því svimandi háa símareikninga. En þegar þeir ákváðu upphæð hækk- unarinnar vissu þeir afar vel að netbúarnir eru margar þúsundir úti í samfélaginu. Og stofnunin vissi einnig að símareikningar þeirra myndu ijúka upp úr öllu valdi, iklu meira en allra annarra, einlínis vegna tímafreks eðlis netsins sem upplýsinga- og sam- skiptamiðils. Ög til þess er ein- mitt leikurinn gerður. Það er aug- ljóslega ætlunin að fastanotendur alnetsins axli langþyngstu byrð- arnar við breytinguna í eitt gjald- svæði. Og þó sjálf breytingin hafi verið ákveðin á Aiþingi er hin fáránlega upphæð innanbæjar- símtala það ekki. Hún er einok- unarákvörðun Pósts og síma til að tryggja samkeppnisstöðu sína í framtíðinni eins og margir hafa bent á. Það er auðvitað réttlætis- mál að jafna símareikninga lands- manna. En það er hvorki réttlátt né sanngjarnt að leggja ofurbyrð- ar á hóp fólks, sem er reyndar margar þúsundir, til að jafna gjöld ennþá stærri hóps fólks. Þess kon- ar jöfnun er auglós rangindi. Þá er níðst á minnihluta. Póstur og sími ætlar sér að græða á netveij- um sem búist er við að fjölgi mik- ið á næstu árum. Og kannski tekst það. Það alvarlegasta við hækkun- ina er það að hún kemur alveg óhjákvæmilega í veg fyrir að aðrir en fremur efnað fólk geti nýtt sér alnetið af einhverju viti. En Póstur og sími á að þjóna öllum símnot- endum. Líka þeim sem ekki hafa miklar tekjur. Líka þeim sem minnstar tekjur hafa. Það þolir blátt áfram enga bið að netveijar stofni með sér öflug hagsmunasamtök til að gæta rétt- ar síns til að nýta alnetið á þann hátt að það komi notendum að raunhæfu gagni. Þetta gengur bara ekki svona lengur. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.