Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Karl Signrbj örnsson við lok kirkjuþings Styðja þarf trúaruppeldi SÉRA Karl Sigurbjömsson, verð- andi biskup, segir að þörf sé nýrrar köllunarvissu, starfsgleði og vakn- ingar presta og leikmanna í þágu kirkjunnar. Hann vill örva og styðja heimilin í trúaruppeldi. Þetta kom fram í ræðu Karls á tíunda og síð- asta degi kirkjuþings. „Framtíð kirkjunnar ræðst á heimilunum þar sem börnin læra að þekkja Guð, elska hann og biðja,“ sagði Karl. „Jafnframt því verður kirkjan að efla helgihald og trúarlíf safnaðanna og auka þátttöku í söng og virkri trúaijátningu. Styrkja þarf starf kirkjunnar meðal hinna ungu og efla þátttöku ungs fólks í lífi og vitnisburði kirkjunnar." Karl sagði að auka þyrfti líknar- þjónustu innan kirkjunnar og taka upp nýja starfshætti í ljósi breyttra tíma. „Þjóðkirkjan vill vera vakandi gagnvart hræringum mannlífsins og hún þarf að vera virkur aðili að samtali samtímans um lífsskoð- anir, trú og sið.“ Karl sagði einnig frá því í ræðu sinni að hann hefði ákveðið að gera séra Þorvald Karl Helgason, yfir- mann fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar, að biskupsritara. Hasarfréttamennska og fréttasköpun Ólafur Skúlason biskup gerði meðal annars umfjöllun fjölmiðla um kirkjuþing að umtalsefni. Hann sagði að áður fyrr hefði þurft að hafa mikið fyrir því að vekja áhuga þeirra á þinginu. Nú hefði áhuginn aukist, einkum vegna harðra orða- skipta og yfirlýsinga kirkjuþings- manna, en ekki vegna þess að málefnin væru í sjálfu sér orðin áhugaverðari. Hann sagði að sumir þingmanna hefðu verið duglegir við að koma slíkum yfirlýsingum að sjónvarps- myndavélum og upptökutækjum blaðamanna. „Væri slíkt í sjálfu sér ekki endilega neikvætt, ef þetta hefði ekki meira borið svip af has- arfréttamennsku og fréttasköpun en einlægri löngun til þess að efla kirkjuna sem við eigum að hafa ofar í huga en nokkuð annað á kirkjuþingi. Og því bæti ég við og það strax, að það hefur líka verið svo, með aðeins örfáum undantekn- ingum.“ Ólafur bætti þó við að ekki ætti að vera lognmolla á kirkjuþingum, því henni fylgdi kæruleysi, heldur ætti að takast á. Ólafur lagði áherslu á mikilvægi næstu kosninga til kirkjuþings vegna aukins valds þess. Þá þyrfti meðal annars að huga að kynja- samsetningu þingsins, bæði vegna ímyndar kirkjunnar og vegna þess að konur gætu og vildu leggja kirkjunni iið í æðri valdastöðum. Skipunartími biskupa verði ótímabundinn Samþykkt var á kirkjuþinginu í gær að mælast til þess að Alþingi breytti lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar þannig að skipunartími biskups og vígslu- biskupa yrði ótímabundinn, eins og verið hefur, í stað þess að vera til fimm ára eins og segir i nýju lögun- um. Þó voru skiptar skoðanir á þinginu um hvort reyna ætti að breyta þessari grein laganna. Einnig var samþykkt á þinginu að kanna möguleika á því að prest- ar yrðu starfsmenn þjóðkirkju í stað þess að vera embættismenn ríkis. Frestað var að taka endanlega afstöðu til ýmissa mála, til dæmis stöðu samkynhneigðra innan kirkj- unnar og til jafnréttisáætlunar sem lögð var fram til kynningar á þessu þingi og gerir ráð fyrir að hlutfall kvenna innan ráða og nefnda á vegum kirkjunnar verði ekki undir 40%. Morgunblaðið/Halldór SÉRA Karl Sigurbjörnsson, verðandi biskup, sagði í ræðu sinni að kirkjan yrði að vera virkur aðili að samtali samtímans um lífs- skoðanir, trú og sið. Ólafur Skúlason biskup er lengst til vinstri á myndinni og við hlið hans Gunnlaugur Finnsson, einn af fulltrú- um leikmanna á þinginu. KIRKJUÞINGIÐ samþykkti að reyna að fá skipunartíma biskupa og vigslubiskupa breytt þannig að hann yrði ótimabundinn. Ekki voru þó allir kirkjuþingsmenn sammála um það. Tollvörður og þrír vit- orðsmenn ákærðir GEFIN hefur verið út ákæra á hend- ur tollverði í Reykjavík og þremur vitorðsmönnum fyrir stuld á 52 þús- und sterlingspundum. Um var að ræða peningasendingu í umslagi frá erlendum banka til banka hérlendis en peningasendingin hvarf í nóvem- ber í fyrra. Upp komst um málið í febrúar síðastliðinn þegar reynt var að skipta pundunum í íslenska pen- inga. Málið var þingfest hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en að sögn Sigríð- ar Friðjónsdóttur, lögfræðings hjá embætti ríkislögreglustjóra, er toll- verðinum gefið að sök að hafa stolið umslaginu á pósthúsinu við Ármúla í Reykjavík þegar hann var þar við störf. Hann mun hafa vitað að um peningabréf var að ræða en ekki hversu mikla fjármuni en upphæðin svarar til um sex milljóna íslenskra króna. í fyrstunni játaði maðurinn verknaðinn en breytti síðan fram- burði sínum tvisvar. Nefndi hann fyrst að kona sín hefði fundið umtals- vert fjármagn á salerni veitingahúss og síðar að hann hefði fundið féð í gjótu í Hafnarfjarðarhrauni þegar hann var að viðra fíkniefnaleitar- hundinn. Hefði hundurinn fundið umslagið vegna fíkniefnaþefs af því. Málið uppgötvaðist þegar kona mannsins, sem er fyrrum banka- gjaldkeri, hugðist skipta hluta fjár- munanna. Fékk hún til Iiðs við sig bankagjaldkera til að kanna hvort númer týndu seðlanna væru skráð hjá bönkum. Var stefnumót þeirra ákveðið en í millitíðinni sá banka- gjaldkerinn sig um hönd og lét lög- reglu vita sem hitti konuna að máli þegar skipta átti peningunum. Ákæran er gefin út á hendur toll- verðinum fyrir þjófnað, svo og konu hans og vinafólki þeirra fyrir að hafa hylmt yfír verknaðinn og eign- að sér hluta illa fengins fjár. Fólkið er allt á fertugsaldri. Málflutningur er ráðgerður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Ungir fatlaðir írar í heimsókn hér á landi HÉR á landi eru staddir nítján fatlaðir írar ásamt jafnmörgum aðstoðarmönnum og eru þeir á vegum ísienskra samtaka sem bera heitið Fóik með fullu viti. Samtökin hafa starfað í fimm ár og er markmið þeirra að fá ungt fatlað fólk út í lífið, til dæmis með því að fara saman í sumar- bústaðaferðir, halda grillveislur og fara í leikhús. Samtökin tóku á móti Irunum um síðustu helgi og er það í fyrsta sinn sem þau taka á móti erlendum gestum. Hópurinn hefur tekið þátt í ýmsum uppákomum frá því hann kom hingað til lands. Þau hafa til dæmis farið í skoðunarferðir um Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, heimsótt Starfsþjálfun fatlaðra og skoðað íþróttahús Iþróttafélags fatlaðra í Reykja- vík. I gær fóru þau í Árbæjarlaug- ina í sund, þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Heimsóknin er styrkt af verk- efni menntamálaráðuneytisins sem ber heitið Ungt fólk í Evr- ópu, en markmið þess er að styrkja evrópska samvitund. Ung- mennin munu m.a. skoða verslun- armiðstöð Kringlunnar á í dag, en þau munu halda heim á leið á morgun. Mikið ber í milli í þroskaþjálfadeilunni Tekist á um samanburð við leikskólakennara SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu þroskaþjálfa og samninganefndar ríkisins (SNR) í gær var árangurs- laus og er enn breitt bil á milli deilu- aðila. Næsti fundur er boðaður á laugardag og að sögn Guðmundar Halldórs Guðmundssonar, varaform- anns SNR, verður tíminn notaður til að athuga hvort fínna megi nýja fleti í viðræðunum sem geti leitt til samkomulags áður en verkfall á að hefjast næstkomandi mánudag. Sömu kostnaðarhækkanir og í samningi leikskólakennara Þroskaþjálfar segja að SNR hafni því að veita þeim sambærilegar hækkanir og ieikskólakennarar og grunnskólakennarar hafa nýverið samið um. Guðmundur sagði að þroskaþjáifar bæru sig fyrst og fremst saman við leikskólakennara en SNR fellst ekki á að störf þess- ara starfsstétta séu í reynd að öilu leyti sambærileg. Hann segir að í tilboði ríkisins til þroskaþjálfa felist sömu kostnaðarhækkanir og í kjara- samningi ríkisins við leikskólakenn- ara en á styttri samningstíma eða til 31. október. „Við bjóðum þeim að stíga núna skref þannig að þeir nái að brúa ein- hvem hluta af þessu bili sem hefur verið á milli þeirra og leikskólakenn- ara,“ sagði Guðmundur. „Við teljum of langt gengið að verða við kröfum þeirra um fulla jöfnun við leikskóla- kennara núna við þessa samnings- gerð," sagði hann ennfremur. „Ágreiningurinn er það skýr að þetta er spuming um hvort við getum leyst þetta með því að fá einhveijar fijóar hugmyndir um útfærslur,“ sagði Guðmundur að lokum. Þroskaþjálfar segja upp Níu af 18 þroskaþjálfum sem starfa á Endurhæfíngardeiid Land- spítala hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Engin rösk- un verður á starfsemi deildarinnar komi til verksfalls þroskaþjálfa. Ástæðan er sú að störf þeirra eru talin það mikilvæg að þau megi ekki falla niður. Flestir þroskaþjálfanna eru í stjórnunarstöðum, en þeir sinna 95 þroskaheftum einstaklingum sem eru á endurhæfingardeildinni. Þeim er öllum gert að vinna komi til verk- falis eftir helgina. í yfirlýsingu frá þroskaþjálfum á deildinni er lýst óánægju með hversu mjög samn- ingaviðræður við þroskaþjálfa hafi dregist á langinn. Bent er á að þroskaþjálfar hafi verið að flýja stéttina og núna séu ekki nema um helmingur útskrifaðra þroskaþjálfa við störf í sínu fagi. „Við viljum benda á að störf okk- ar hér á Landspítalanum í Kópavogi eru talin svo mikilvæg að við höfum verið svipt verkfallsrétti með undan- þágum og eigum því fárra kosta völ í baráttu fyrir bættum kjörum. Ef ekki kemur til veruleg leiðrétting iauna okkar mun því þessi stétt líða undir lok innan fárra ára. Það er því ekki að ástæðulausu að stór hluti okkar hefur ákveðið uppsagnir, því að við fáum hærri laun í flestum störfum öðrum sem við förum í,“ segir í yfirlýsingu frá þroskaþjálfun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.