Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lífeyrissjóð sjómanna vantar 13% upp á skuldbindingar Frumvarpið kallar á aðgerðir hjá sjóðnum LÍFEYRISSJÓÐUR sjómanna kemur til með að þurfa að grípa til ráðstafana á næsta ári til að jafna mun á eignum sjóðsins og skuldbindingum ef ný lög um starf- semi lífeyrissjóða verða samþykkt. 13% vantar upp á að lífeyrissjóður- inn eigi fyrir framtíðarskuldbind- ingum sínum. En í drögum að frumvarpi til laga um starfsemi líf- eyrissjóða segir að munurinn megi ekki vera meiri en 10% og ekki meiri en 5% samfleytt í 5 ár. Ekki liggur fyrir hvað það eru margir sjóðir sem uppfylla ekki þessi skilgreindu mörk. Tveir stórir sjóðir þurfa líklega að grípa til ráð- stafana verði frumvarpið að lögum, þ.e. Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður bænda. Lífeyrissjóð- ur bænda hefur ekki uppfyllt mörk- in fram undir þetta, en staða hans hefur þó batnað verulega á síðustu árum. Sérstök lög gilda um sjóðinn og ríkissjóður greiðir í hann sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við bændur. Talið er ljóst að ef laga þurfi fjárhagsstöðu sjóðsins verði það ekki gert nema stjórnvöld komi nærri málinu. Skerðing réttinda fyrir Hæstarétti Um 13% vantar upp á að Líf- eyrissjóður sjómanna eigi fyrir framtíðarskuldbindingum sínum. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins, sagði að staða sjóðs- ins hefði verið að batna á undan- förnum árum og það vantaði ekki mikið upp á að hann uppfyllti ákvæði frumvarpsins. Hann sagði að væntanlega yrði stjórn hans að gera einhverjar ráðstafanir á næsta ári. Of snemmt væri að segja til um hverjar þær yrðu. Fyrir nokkrum árum skerti Líf- eyrissjóður sjómanna elli- og ör- orkulífeyri sjóðfélaga, en lífeyririnn var meiri en hjá flestum öðrum almennum lífeyrissjóðum og er það raunar að hluta til enn. Einn sjóðfé- lagi taldi að brotinn hefði verið réttur á sér með breytingunni og fór með málið fyrir dóm. Héraðs- dómur taldi að lífeyrissjóðurinn hefði brotið jafnræðisreglu með breytingunni. Málið er núna fyrir Hæstarétti og er dóms að vænta í upphafi næsta árs. Árni sagði að þetta mál eitt og sér skipti ekki verulegu máli hvað varðar fjárhag sjóðsins, en ef hann tapaði því gæti það haft áhrif á stöðu lífeyris- sjóðanna til að skerða lífeyrisrétt- indi. Framkvæmdir Reykjavíkurborgar Dregið úr uppbyg^ngu leikskóla Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Bygginga- deildin hafi yfirumsjón með Iðnó STJÓRN Innkaupastofnunar hefur samþykkt með þremur atkvæðum Reykjavíkurlista að byggingadeild borgarverkfræðings verði samræm- ingaraðili verktöku framkvæmdanna við Iðnó og hafí yfirumsjón með verk- inu. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins, þau Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Inga Jóna Þórðardótt- ir, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. í tillögu forstöðumanns bygg- ingadeildar kemur fram að samningi við Gamlhús ehf. um framhald verksins verði breytt en samningar sem gerðir hafa verið við rafvirkja, pípulagningarmann og smærri aðila verða óbreyttir. Byggingadeildin mun semja beint við málara og aðra verktaka sem ráðnir verða að ein- staka verkþáttum og munu þeir samningar verða kynntir í stjóm Innkaupastofnunar. Áætlaður heildarkostnaður við endurbyggingu Iðnós er um 92 millj- ónir og þar af eru 50 milljónir vegna ársins 1997. Nú hefur verið varið 24 milljónum og em áætlaðar eftir- stöðvar um 68 milljónir. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir að draga þurfi úr framkvæmdum á vegum borgar- innar í kjölfar kjarasamninga við grunnskólakennara. Ljóst sé að dregið verður úr uppbyggingu leik- skóla auk þess sem kannað verður hvort hægja megi á áætlun um einsetningu skólanna. Samdráttur á stærstu Iiðum Borgarstjóri sagði að enn hefði ekki verið farið yfír hvar mætti draga saman en það yrði fyrst og fremst á stærri liðum eins og upp- byggingu skóla og leikskóla. „Það er ljóst að eitthvað mun draga úr uppbyggingu leikskóla vegna þess að hún hefur verið svo mikil og ekki lengur þörf fyrir jafn hraða uppbyggingu og verið hefur,“ sagði hún. í framkvæmdaáætlun borgar- innar er gert ráð fyrir að einsetn- ingu skóla verði lokið fyrir árið 2001 eða tveimur árum fyrr en lög gera ráð fyrir og sagði borgarstjóri að kannað yrði hvort hægt væri að fara hægar í sakirnar en árlega er gert ráð fyrir 800 milljónum úr borgarsjóði til þeirra framkvæmda. „Hingað til hefur verið byggt þann- ig að framkvæmdir hefjast undir áramót og lýkur að hausti en nú verður kannað hvort hægt er að lengja framkvæmdatímann," sagði Ingibjörg. „Síðan má skoða aðrar framkvæmdir borgarinnar sem eru fyrst og fremst í menningar- og íþróttamálum." Sagði borgarstjóri að fram- kvæmdum á iþróttasviðinu væri að mestu lokið nema við sundlaugina í Grafarvogi en þeim á að ljúka á næsta ári. Sagði hún að engar áætlanir væru um að breyta þeirri áætlun. fppP uiuuutrem •'* v ’ W * 1* Morgunblaðið/Kristinn SÓLON R. Sigurðsson bankastjóri Búnaðarbankans og hr. Ólafur Skúlason biskup við undirritun endurfjármögnunarsamnings vegna byggingar Grafarvogskirkju. Bygging Grafarvogskirkju Stefnt að vígslu kirkjunnar árið 2000 FULLTRÚAR Búnaðarbankans, Reykjavíkurborgar og Grafarvogs- kirkju hafa undirritað endurfjár- mögnunarsamning á eldri lánum vegna byggingar kirkjunnar. Bisk- up íslands og dómprófastur voru vottar að undirrituninni. Að sögn Bjarna Grímssonar, formanns sóknarnefndar Grafar- vogskirkju, er ekki verið að taka nýtt lán heldur framlengja þau lán sem fyrir eru. Samningurinn hljóðar upp á 150 milljónir og tek- ur Reykjavíkurborg einfalda ábyrgð á lánunum. „Þetta gerir okkur kleift að klára aðalkirkju- skipið á næstu árum, í staðinn fyrir að vera aðeins að borga af- borganir og vexti og ráða varla við það. Nú sjáum við fram á að dæmið gangi upp til enda,“ segir hann. Stefnt er að vígslu kirkjunnar árið 2000, þegar haldið verður upp á þúsund ára afmæli kristni á Is- landi. „Niðurdrepandi“ ósamræmi í góðum laxaseiðabúskap og slökum endurheimtum Forsendur fyr- ir metveiði hrynja í hafinu SEIÐ ABÚ SKAPUR í íslenskum laxveiðiám er yfirleitt mjög góður og sterkur árgangur gönguseiða fór úr ánum á eðlilegum tíma síðasta sumar. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta líti mjög vel út og ef það þyrfti aðeins að skoða ástandið í ánum þá mætti vel segja að það væru allar forsendur fyrir metveiði næsta sumar,“ segir Tumi Tómasson fiskifræðingur hjá Norð- urlandsdeild Veiðimálastofnunar á Hólum í Hjaltadal og byggir m.a. á rannsóknum sínum á seiðabúskap vatnasvæðis Miðfjarðarár. Tumi sagði enn fremur að spá- dómar hefðu þó reynst vera hæpnir í gegn um árin. „Þetta hefur verið verulega niðurdrepandi. Mikið ræktunarstarf og rannsóknir hafa farið fram í Miðfirði. Það er nóg af seiðum í ánum og ekkert lát á seiðaframleiðslu þrátt fyrir að sum hinna síðustu sumra hafi óvenjulega lítið af laxi gengið á svæðið. Það sýnir okkur hvað laxastofninn í Miðfirði er öflugur og hve litla hrygningu þarf til að viðhalda hon- um. En þrátt fyrir allt kemur það fyrir hvað eftir annað að heimtur úr hafí eru litlar og væntingarnar sem byggjast á seiðaframleiðslunni bresta. Eg hef fylgst með seiða- framleiðslunni í Núpsá í Miðfírði um árabil og merkt mikið af göngu- seiðum. í byijun voru að koma 6% heimtur úr hafí, en seinni árin að- eins 2%. Gönguseiðum hefur verið sleppt á svæðið, 10.000 í fyrra, og heimtur voru aðeins 0,1% sem er það lakasta til þessa. Svona afföll í hafínu gera gæfumuninn og valda því að það veiðast aðeins rúmir 700 laxar en ekki um eða yfir 2.000. I fyrra veiddust 380 laxar í ánni sem höfðu verið eitt ár í sjó. 45% þeirra voru úr ýmiss konar sleppingum." Verkefni beinast að sjónum Sigurður Már Einarsson físki- fræðingur á Vesturlandsdeild Veiði- málastofnunar tók í sama streng og Tumi varðandi seiðaástand í ám á Vesturlandi. „Almennt séð eru þau mál í ágætum farvegi,“ sagði Sigurður í samtali við blaðið. „Við þekkjum orðið allvel landrænu þættina og það sem hefur áhrif á sveiflur í ánum. En minna er vitað um hvað gerist í hafinu. Gott dæmi er síðasta sumar er við sáum nokk- uð sem við höfum aldrei séð fyrr. Vænan smálax, en lítið af honum. Það er því ekki hægt að kenna slæmu viðurværi í hafínu um slakar heimtur. Mér sýnist að verkefni næstu ára verði að beinast meira að sjónum. Það þarf að stórauka rannsóknir á laxi í sjó. Menn hafa verið að vinna með og þróa svokölluð mælimerki á sjóbirtingi og sjóbleikju síðustu árin. Þau eru fest á fískana og mæla seltumagn, dýpi, hitastig og fleira í sírita. Innan örfárra ára er von til þess að hægt verði að setja slík merki á gönguseiðin og þá för- um við að sjá skemmtilega hluti," sagði Sigurður Már. Kjörseðlar sendir kennurum eftir helgi KJÖRSEÐLAR vegna at- kvæðagreiðslu um samninga kennara verða sendir í pósti út um allt land í byijun næstu viku. Að sögn Valgeirs Gests- sonar, skrifstofustjóra hjá Kennarasambandi Íslands, eru um 3.700 manns á kjörskrá og eru það kennarar, leiðbein- endur, skólastjórar og aðstoð- arskólastjórar. Atkvæði talin um miðjan mánuð Síðasti kjördagur verður 7. nóvember en atkvæði verða talin um miðjan mánuðinn. Verði samningurinn felldur hefst verkfall kennara að nýju 17. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.