Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listasafn Árnesinga Erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem RÓSA Blöndal heldur erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 2. nóvember, í tengslum við sýn- inguna „Perlur úr Eystrihrepp", sem nú stendur yfír í safninu. Þótt þungamiðja sýningarinnar séu litsterk málverk Jóhanns Bri- em eru þar munir úr eigu Valdi- mars og afkomenda hans, óbirt handrit og fjöldi bóka, sem Jóhann hefur myndskreytt, auk gamalla mynda frá Stóra-Núpi eftir Ásgrím Jónsson og svartlist Katrínar Bri- em. Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti um sýninguna kl. 15.30 og útskýra hana, en eftir það flytur Rósa erindi sitt. Sýningnm lýkur Gallerí „Nema hvað“ í GALLERÍINU sýna íslenskir myndlistarmenn verk frá unglings- árum sínum. Um helgina er síðasta sýningarhelgi. Gallerí „Nema hvað“ er að Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýningin er opin frá kl. 14-18. 20m2 Vesturgötu lOa Síðasta sýningarhelgi er í sýn- ingarrýminu á sýningu Péturs Arn- ar Friðrikssonar. Ljóðakvöld í Tjarnarbíói LJÓÐAKVÖLD verður í Tjarnar- bíói í kvöld, föstudag. Dagskráin hefst kl. 20.30 þar sem fram koma Didda, Einar Sigurður, Berglind Ágústsdóttir, Kristín, Bergsveinn og Björgvin ívar. Einnig koma fram Stína bongó og Þórdís Klass- en og beija húðir af snilld og Örlyg- ur Örlygsson mun spila á þeremín. Viktor Viktors- son sýnir í Haukshúsum DÆGRADVÖL, Lista- og menn- ingarfélag Bessastaðahrepps, hef- ur sýningarstarf vetrarins á mynd- listarsýningu Viktors Viktorsson- ar. Að vanda er sýningin aðeins opin einn dag, laugardaginn 1. nóv. kl. 14-17. Viktor er sjálfmenntaður lista- maður búsettur í Bessastaða- hreppi. Hann hefur áður sýnt verk sín opinberlega en sýningin í Haukshúsum er viðamesta sýning hans til þessa. Árni Elfar sýnir í Galleríi Jörð INNRÖMMUNIN Gallerí Jörð ehf. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, er eins árs um þessar mundir. Þar er, auk innrömmunar, boðið upp á sýn- ingar og hafa listamennirnir Sigur- björn 0. Kristinsson, Gunnar Hjaltason, Halldór Árni Sveinsson, Jón E. Gunnarsson og Yngvi Guð- mundsson sýnt þar myndlist sína. Á morgun, laugardag, kl. 14 opnar Árni Elfar sýningu á málverkum og teikningum. Árni Elfar, f. 1928, er sjálf- menntaður tónlistar- og myndlistar- maður og hefur haldið sýningar hér heima og erlendis. Einnig hefur hann gert myndskreytingar í bæk- ur, blöð og tímarit. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Myndverkasýning barna Selfossi - Það var margt um mannin við opnun mynd- verkasýningar sem börn frá ieikskólunum á Selfossi standa fyrir í Safnahúsinu á Selfossi. Sýningin opnaði 24.okt og stendur til 2.nóv. Myndverkasýningin er liður í hátíðarhöldum er tengjast 50 ára afmæli bæjarins. Fjölmargir gestir hafa sótt sýninguna og hafa verk barn- anna vakið mikla lukku. Sér- stakur kór, skipaður börnum frá leikskólunum söng við opnunina, undir stjórn Krist- ínar Ólafsdóttur, leikskóla- kennara. Börnin hafa mikla þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt og það sést mjög vel á þessari sýningu hversu frjóir og frumlegir listamenn þau eru. Grm og gaman með Myers KVIKMYNPIR Háskólabíó „AUSTIN POWERS: INT- ERNATIONAL MAN OF MYSTERY" ★ ★ Leikstjóri: M. Jay Roach. Handrit: Mike Myers. Kvikmyndataka: Peter Deming. Aðalhlutverk: Mike Myers, Elizabeth Hurley, Michael York, Mimi Rogers, og Robert Wagner. 87 mín. Bandarísk. Capella Interaation- al/ Moving Pictures/ Juno Pix/ New Line Cinema. 1997. „AUSTIN Powers“ er skemmti- leg áhorfunar. Litasamsetningarn- ar, búningarnir, og tónlistin skapa upphafna grínútgáfa af tískunni í London á sjöunda áratugnum sem gleður auga og eyru. Grínið beinist ekki eingöngu að tísku og tíðar- anda heldur snýst það einnig um fáránleika James Bond-myndanna. Aðalsöguhetja „Austin Powers“ er leyniþjónustusnillingurinn og ljósmyndarinn Austin Powers Nýjar bækur • SÁLUMESSA syndara - Ævi og eftirþankar Esra S. Péturs- sonar geðlæknis og sálkönnuð- ar er eftir Ingólf Margeirsson. Sálumessa syndara spannar lit- ríkt lífshlaup Esra S. Péturssonar og er skrifuð með aðferðum sál- könnunar. Geðlæknirinn leggst sjálfur á bekkinn og opnar leynd- armál sín frá langri og viðburða- ríkri ævi. Á einum stað í bókinni segir Esra: „Hvað um gamla syndara eins og mig? Er mér ekki hollast að þegja og skammast mín? Ég, sem hef drukkið áfenga drykki ótæpi- lega, lagst með konum og sært mína nánustu? Hvaða heimtingu á ég á sálumessu í formi ævisögu? Var ekki Kristur á móti syndum eins og þeim sem ég hef drýgt?“ (Mike Myers) sem barn síns tíma trúir á fijálsar ástir, tilraunir með eiturlyf, og frið á jörðu. Hann var frystur fyrir 30 árum síðan til þess að geta mætt erkióvini sínum dr. Evil (Mike Myers líka) ef ske kynni að hann sneri aftur til jarðar. Áuð- vitað kemur sá illi maður aftur og stefnir á heimsyfirráð að vanda svo að Austin er afþýddur til þess að bjarga heiminum. Myers mjólkar tímaskekkju- brandarann ágætlega. Austin skellir sér í flauelsjakkafötin og blúnduskyrtuna og heldur að gamli sjarminn virki enn þá. Hann dans- ar um syngjandi lög Burts Bac- harachs og reynir eftir megni að heilla kvenfólk upp í rúm með sér, á sama tíma og hann sinnir leyni- þjónustustarfínu. í hlutverki dr. Evil gerir Myers einnig góða hluti. Dr. Evil á erfitt með að fóta sig í breyttri heims- mynd eins og Austin. Hans illu áætlanir passa ekki lengur og hann hefur gleymt að reikna með hækk- andi verðlagi. Kumpánar hans og INGÓLFUR Margeirsson og Esra S. Pétursson. Ingólfur Margeirsson er kunn- ur fyrir ritun ævisagna, en ein þeirra, ævisaga Guðmundu Elías- dóttur (1981) var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- starfsaðferðir eru stolnar beint frá Bond-myndunum og er spilað all- sæmilega með þann þátt. Þó verð- ur að segjast að það er ansi vanda- samt að gera grín að Bond-mynd- unum þar sem þær byggjast sumar að stórum hluta á því að gera grín að eigin delluskap. Hvort er t.d. fyndnara nafn á kynþokkafullri óvinadömu, Alotta Fagina (Fab- iana Udenio) eða Pussy Galore (Honor Blackman í „Goldfinger" frá árinu 1964)? Þar sem myndin fellur er í ofur- áherslu á piss og kúk-bröndurum. Einnig er gegnumgangandi brand- ari um slæmar tennur Austins ekk- ert sérlega fyndinn til lengdar heldur eingöngu hvimleiður. Það er samt ýmislegt sem hægt er að brosa að í gamanmynd Myers og með dyggri aðstoð Élizabeth Hur- ley, í hlutverki nútímakonunar og leyniþjónustuvalkyijunar Vanessu Kengsington, tekst honum að skapa ljómandi afþreyingu. Anna Sveinbjarnardóttir ráðs af íslands hálfu. Ingólfur telur það einstakt tækifæri fyrir ævisagnahöfund að vinna með Esra: „Ég hef ávallt lagt meginá- herslu á sálræna þætti einstakl- ingsins þegar ég hef skrifað ævi- sögur,“ segir hann, „einfaldlega vegna þess að ég tel það ótækt að fást við ritun ævisagna nema að gera sér grein fyrir mótunar- þáttum viðkomandi og á hvern hátt sálarlífið skapar atburðarrás ævinnar." Sálumessa syndara er 304 bls. með mörgum Ijósmyndum. Útgef- andi er Bókaútgáfan Hrísey. Prentuð hjá Steindórsprent Guten- berg ehf. Bundin inn íFélagsbók- bandi - Bókfeil hf. Umbrot og dreifing: Mál ogmynd hf. Bókin verður einnig fáanleg fljótlega á hljóðbók. Hljóðbókaútgáfan ann- ast útgáfuna og höfundur les. Djasstón- leikar í Garðabæ DJASSKVINTETT Tónlistar- skóla Garðabæjar heldur tón- leika í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 2. nóvember kl. 16. Kvintettinn skipa Edward J. Frederiksen básúna, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Sveinn Eyþórsson gítar; Birgir Braga- son bassi og Árni Áskelsson trommur. Leikin verður vinsæl og létt djasstónlist við allra hæfi. Kirkjuhvoli verður breytt í kaffihús þar sem tónleikagestir geta notið veitinga af hlaðborði meðan á tónleikunum stendur. Þessir tónleikar eru nr. 2 í röð tónleika sem kennarar Tónlist- arskóla Garðabæjar standa fyr- ir á þessu skólaári. Þeim er ætlað að vekja athygli á starfi skólans og með þeim vilja kenn- arar skólans jafnframt safna fé til kaupa á búnaði í nýtt húsnæði sem byggt verður sér- staklega fyrir skólann við Kirkjulund og ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Eftir tónleikana gefst kostur á að sjá teikningar af skól- anum. Sýningar í galleríkeðj- unni Sýni- rými BIRGIR Andrésson opnar á morgun, laugardag, sýningu í Gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. Myndlistarafrek Birgis eru mörgum kunn, segir í kynn- ingu, og rak hann lengi vel gallerí og hefur verið fulltrúi Islendinga á Feneyjatvíæringn- um. Jóhann L. Torfason opnar næstu sýningu í farandgallerí- inu Barmi og mun Viktoría Jóhannsdóttir bera galleríið í Austurbæjarskóla en þar er hún nemandi í fyrsta bekk, og er verk hans sérstaklega gert til þess að ganga með í skóla. I símsvaragalleríinu Hlust flytur Arnfínnur Róbert Ein- arsson verk úr farteski sínu, þar er á ferðinni innrás frá öðrum hnetti og heldur foring- inn fyrstu ræðu sína. Fólk er eindregið hvatt til þess að hringja í síma 551 4348 frá og með 1. nóvember og heyra ræðuna flutta í gegnum um- deilt símkerfið. Um næstu helgi, 8. nóvem- ber, opnar Jón Bergmann Kjartansson sýningu í 20m2 kl. 16. Galleríið er opið frá kl. 15-18 frá miðvikudegi til sunnudags. Síðasta miðnætur- sýning á Veðmálinu SÍÐASTA miðnætursýning á gamanleikritinu Veðmálinu verður í kvöld, föstudag, kl. 23.30 í Loftkastalanum. Þá hefjast að nýju sýningar kl. 20 og verður fyrsta sýningin sunnudagskvöldið 9. nóvember. Leikarar eru Baltasar Kor- mákur, Margrét Vilhjálmsdótt- ir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarsbn. Leikritið fjallar um fjögur ung- menni sem búa saman á stúd- entagerði. í leikritinu fer sam- an farsakennt grín og mögnuð spenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.