Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 31.10.1997, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listasafn Árnesinga Erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem RÓSA Blöndal heldur erindi um sálmaskáldið Valdimar Briem í Listasafni Árnesinga sunnudaginn 2. nóvember, í tengslum við sýn- inguna „Perlur úr Eystrihrepp", sem nú stendur yfír í safninu. Þótt þungamiðja sýningarinnar séu litsterk málverk Jóhanns Bri- em eru þar munir úr eigu Valdi- mars og afkomenda hans, óbirt handrit og fjöldi bóka, sem Jóhann hefur myndskreytt, auk gamalla mynda frá Stóra-Núpi eftir Ásgrím Jónsson og svartlist Katrínar Bri- em. Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti um sýninguna kl. 15.30 og útskýra hana, en eftir það flytur Rósa erindi sitt. Sýningnm lýkur Gallerí „Nema hvað“ í GALLERÍINU sýna íslenskir myndlistarmenn verk frá unglings- árum sínum. Um helgina er síðasta sýningarhelgi. Gallerí „Nema hvað“ er að Þingholtsstræti 6, kjallara. Sýningin er opin frá kl. 14-18. 20m2 Vesturgötu lOa Síðasta sýningarhelgi er í sýn- ingarrýminu á sýningu Péturs Arn- ar Friðrikssonar. Ljóðakvöld í Tjarnarbíói LJÓÐAKVÖLD verður í Tjarnar- bíói í kvöld, föstudag. Dagskráin hefst kl. 20.30 þar sem fram koma Didda, Einar Sigurður, Berglind Ágústsdóttir, Kristín, Bergsveinn og Björgvin ívar. Einnig koma fram Stína bongó og Þórdís Klass- en og beija húðir af snilld og Örlyg- ur Örlygsson mun spila á þeremín. Viktor Viktors- son sýnir í Haukshúsum DÆGRADVÖL, Lista- og menn- ingarfélag Bessastaðahrepps, hef- ur sýningarstarf vetrarins á mynd- listarsýningu Viktors Viktorsson- ar. Að vanda er sýningin aðeins opin einn dag, laugardaginn 1. nóv. kl. 14-17. Viktor er sjálfmenntaður lista- maður búsettur í Bessastaða- hreppi. Hann hefur áður sýnt verk sín opinberlega en sýningin í Haukshúsum er viðamesta sýning hans til þessa. Árni Elfar sýnir í Galleríi Jörð INNRÖMMUNIN Gallerí Jörð ehf. Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, er eins árs um þessar mundir. Þar er, auk innrömmunar, boðið upp á sýn- ingar og hafa listamennirnir Sigur- björn 0. Kristinsson, Gunnar Hjaltason, Halldór Árni Sveinsson, Jón E. Gunnarsson og Yngvi Guð- mundsson sýnt þar myndlist sína. Á morgun, laugardag, kl. 14 opnar Árni Elfar sýningu á málverkum og teikningum. Árni Elfar, f. 1928, er sjálf- menntaður tónlistar- og myndlistar- maður og hefur haldið sýningar hér heima og erlendis. Einnig hefur hann gert myndskreytingar í bæk- ur, blöð og tímarit. Morgunblaðið/Sig. Fannar. Myndverkasýning barna Selfossi - Það var margt um mannin við opnun mynd- verkasýningar sem börn frá ieikskólunum á Selfossi standa fyrir í Safnahúsinu á Selfossi. Sýningin opnaði 24.okt og stendur til 2.nóv. Myndverkasýningin er liður í hátíðarhöldum er tengjast 50 ára afmæli bæjarins. Fjölmargir gestir hafa sótt sýninguna og hafa verk barn- anna vakið mikla lukku. Sér- stakur kór, skipaður börnum frá leikskólunum söng við opnunina, undir stjórn Krist- ínar Ólafsdóttur, leikskóla- kennara. Börnin hafa mikla þörf til þess að tjá sig á myndrænan hátt og það sést mjög vel á þessari sýningu hversu frjóir og frumlegir listamenn þau eru. Grm og gaman með Myers KVIKMYNPIR Háskólabíó „AUSTIN POWERS: INT- ERNATIONAL MAN OF MYSTERY" ★ ★ Leikstjóri: M. Jay Roach. Handrit: Mike Myers. Kvikmyndataka: Peter Deming. Aðalhlutverk: Mike Myers, Elizabeth Hurley, Michael York, Mimi Rogers, og Robert Wagner. 87 mín. Bandarísk. Capella Interaation- al/ Moving Pictures/ Juno Pix/ New Line Cinema. 1997. „AUSTIN Powers“ er skemmti- leg áhorfunar. Litasamsetningarn- ar, búningarnir, og tónlistin skapa upphafna grínútgáfa af tískunni í London á sjöunda áratugnum sem gleður auga og eyru. Grínið beinist ekki eingöngu að tísku og tíðar- anda heldur snýst það einnig um fáránleika James Bond-myndanna. Aðalsöguhetja „Austin Powers“ er leyniþjónustusnillingurinn og ljósmyndarinn Austin Powers Nýjar bækur • SÁLUMESSA syndara - Ævi og eftirþankar Esra S. Péturs- sonar geðlæknis og sálkönnuð- ar er eftir Ingólf Margeirsson. Sálumessa syndara spannar lit- ríkt lífshlaup Esra S. Péturssonar og er skrifuð með aðferðum sál- könnunar. Geðlæknirinn leggst sjálfur á bekkinn og opnar leynd- armál sín frá langri og viðburða- ríkri ævi. Á einum stað í bókinni segir Esra: „Hvað um gamla syndara eins og mig? Er mér ekki hollast að þegja og skammast mín? Ég, sem hef drukkið áfenga drykki ótæpi- lega, lagst með konum og sært mína nánustu? Hvaða heimtingu á ég á sálumessu í formi ævisögu? Var ekki Kristur á móti syndum eins og þeim sem ég hef drýgt?“ (Mike Myers) sem barn síns tíma trúir á fijálsar ástir, tilraunir með eiturlyf, og frið á jörðu. Hann var frystur fyrir 30 árum síðan til þess að geta mætt erkióvini sínum dr. Evil (Mike Myers líka) ef ske kynni að hann sneri aftur til jarðar. Áuð- vitað kemur sá illi maður aftur og stefnir á heimsyfirráð að vanda svo að Austin er afþýddur til þess að bjarga heiminum. Myers mjólkar tímaskekkju- brandarann ágætlega. Austin skellir sér í flauelsjakkafötin og blúnduskyrtuna og heldur að gamli sjarminn virki enn þá. Hann dans- ar um syngjandi lög Burts Bac- harachs og reynir eftir megni að heilla kvenfólk upp í rúm með sér, á sama tíma og hann sinnir leyni- þjónustustarfínu. í hlutverki dr. Evil gerir Myers einnig góða hluti. Dr. Evil á erfitt með að fóta sig í breyttri heims- mynd eins og Austin. Hans illu áætlanir passa ekki lengur og hann hefur gleymt að reikna með hækk- andi verðlagi. Kumpánar hans og INGÓLFUR Margeirsson og Esra S. Pétursson. Ingólfur Margeirsson er kunn- ur fyrir ritun ævisagna, en ein þeirra, ævisaga Guðmundu Elías- dóttur (1981) var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- starfsaðferðir eru stolnar beint frá Bond-myndunum og er spilað all- sæmilega með þann þátt. Þó verð- ur að segjast að það er ansi vanda- samt að gera grín að Bond-mynd- unum þar sem þær byggjast sumar að stórum hluta á því að gera grín að eigin delluskap. Hvort er t.d. fyndnara nafn á kynþokkafullri óvinadömu, Alotta Fagina (Fab- iana Udenio) eða Pussy Galore (Honor Blackman í „Goldfinger" frá árinu 1964)? Þar sem myndin fellur er í ofur- áherslu á piss og kúk-bröndurum. Einnig er gegnumgangandi brand- ari um slæmar tennur Austins ekk- ert sérlega fyndinn til lengdar heldur eingöngu hvimleiður. Það er samt ýmislegt sem hægt er að brosa að í gamanmynd Myers og með dyggri aðstoð Élizabeth Hur- ley, í hlutverki nútímakonunar og leyniþjónustuvalkyijunar Vanessu Kengsington, tekst honum að skapa ljómandi afþreyingu. Anna Sveinbjarnardóttir ráðs af íslands hálfu. Ingólfur telur það einstakt tækifæri fyrir ævisagnahöfund að vinna með Esra: „Ég hef ávallt lagt meginá- herslu á sálræna þætti einstakl- ingsins þegar ég hef skrifað ævi- sögur,“ segir hann, „einfaldlega vegna þess að ég tel það ótækt að fást við ritun ævisagna nema að gera sér grein fyrir mótunar- þáttum viðkomandi og á hvern hátt sálarlífið skapar atburðarrás ævinnar." Sálumessa syndara er 304 bls. með mörgum Ijósmyndum. Útgef- andi er Bókaútgáfan Hrísey. Prentuð hjá Steindórsprent Guten- berg ehf. Bundin inn íFélagsbók- bandi - Bókfeil hf. Umbrot og dreifing: Mál ogmynd hf. Bókin verður einnig fáanleg fljótlega á hljóðbók. Hljóðbókaútgáfan ann- ast útgáfuna og höfundur les. Djasstón- leikar í Garðabæ DJASSKVINTETT Tónlistar- skóla Garðabæjar heldur tón- leika í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 2. nóvember kl. 16. Kvintettinn skipa Edward J. Frederiksen básúna, Reynir Sigurðsson víbrafónn, Sveinn Eyþórsson gítar; Birgir Braga- son bassi og Árni Áskelsson trommur. Leikin verður vinsæl og létt djasstónlist við allra hæfi. Kirkjuhvoli verður breytt í kaffihús þar sem tónleikagestir geta notið veitinga af hlaðborði meðan á tónleikunum stendur. Þessir tónleikar eru nr. 2 í röð tónleika sem kennarar Tónlist- arskóla Garðabæjar standa fyr- ir á þessu skólaári. Þeim er ætlað að vekja athygli á starfi skólans og með þeim vilja kenn- arar skólans jafnframt safna fé til kaupa á búnaði í nýtt húsnæði sem byggt verður sér- staklega fyrir skólann við Kirkjulund og ráðgert er að taka í notkun á næsta ári. Eftir tónleikana gefst kostur á að sjá teikningar af skól- anum. Sýningar í galleríkeðj- unni Sýni- rými BIRGIR Andrésson opnar á morgun, laugardag, sýningu í Gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg. Myndlistarafrek Birgis eru mörgum kunn, segir í kynn- ingu, og rak hann lengi vel gallerí og hefur verið fulltrúi Islendinga á Feneyjatvíæringn- um. Jóhann L. Torfason opnar næstu sýningu í farandgallerí- inu Barmi og mun Viktoría Jóhannsdóttir bera galleríið í Austurbæjarskóla en þar er hún nemandi í fyrsta bekk, og er verk hans sérstaklega gert til þess að ganga með í skóla. I símsvaragalleríinu Hlust flytur Arnfínnur Róbert Ein- arsson verk úr farteski sínu, þar er á ferðinni innrás frá öðrum hnetti og heldur foring- inn fyrstu ræðu sína. Fólk er eindregið hvatt til þess að hringja í síma 551 4348 frá og með 1. nóvember og heyra ræðuna flutta í gegnum um- deilt símkerfið. Um næstu helgi, 8. nóvem- ber, opnar Jón Bergmann Kjartansson sýningu í 20m2 kl. 16. Galleríið er opið frá kl. 15-18 frá miðvikudegi til sunnudags. Síðasta miðnætur- sýning á Veðmálinu SÍÐASTA miðnætursýning á gamanleikritinu Veðmálinu verður í kvöld, föstudag, kl. 23.30 í Loftkastalanum. Þá hefjast að nýju sýningar kl. 20 og verður fyrsta sýningin sunnudagskvöldið 9. nóvember. Leikarar eru Baltasar Kor- mákur, Margrét Vilhjálmsdótt- ir, Benedikt Erlingsson og Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarsbn. Leikritið fjallar um fjögur ung- menni sem búa saman á stúd- entagerði. í leikritinu fer sam- an farsakennt grín og mögnuð spenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.