Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ FRETTIR Davíð Oddsson um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda Öll ríki taki á sig skuldbindingar Þótt taka þurfí sérstakt tillit til þróunarríkjanna er ákveðin verða bind- andi mörk fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, verður að tryggja að öll ríki taki á sig skuld- bindingar í þessu efni. Þetta kom fram í ræðu sem Davíð Oddsson flutti í Ósló í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra flutti ræðu á fundi Norsku Atlantshafsnefndar- innar, systursamtaka Samtaka um vestræna samvinnu, í húsakynnum Nóbelstofnunarinnar í Ósló í gær. Davíð gerði þar m.a. að umtalsefni samningaviðræður um aðgerðir til að draga úr gróðurhúsaáhrifunum. Hann sagði að ef spádómar sumra um áhrif uppsöfnunar gróðurhúsa- lofttegunda í andrúmsloftinu reynd- ust réttir, væri hætta á ferðum. Hins vegar væri erfitt að festa hendur á málinu. Fyrri heimsendakenningar um offjölgun mannkyns, auðlinda- kreppu og endimörk vaxtar hefðu ekki reynzt réttar. Hlýnun loftslags vegna gróðurhúsaáhrifa væri óviss, vegna þess að líkönin sem notuð væru til að spá fyrir um vöxt hennar og afleiðingar væru einkar flókin og hefðu sum ekki getað útekýrt lofts- lagsbreytingar fyrri tíma. Ef hlýnun loftslags yrði eins mikil og spáð hefði verið myndi hún væntanlega taka marga áratugi. A þeim tíma mætti búast við að tækniframfarir stuðluðu að því að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda. „Þótt vissulega eigi að taka sér- stakt tillit til þróunarlandanna varð- andi takmörkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda, verður að gæta þess að tryggja að öll ríki taki á sig skuld- bindingar, um leið og kringumstæð- um og möguleikum hvers og eins verður gaumur gefinn,“ sagði Davíð. Hann bætti við að samningur sá, sem vonazt er til að náist í japönsku borg- inni Kyoto í næsta mánuði, mætti ekki verða til þess að skekkja alþjóð- lega samkeppnisstöðu ríkja. Hann benti á að Evrópusambandið stefndi að því að skipta losunarkvóta á milli Scan-Foto/Rolf Jarle 0degaard DAVIÐ Oddsson mátar norska peysu, sem Chris Prebensen, framkvæmdastjóri norsku Atlantshafsnefndar- innar, færði honum að gjöf að lokinni ræðu forsætisráðherrans í Nóbelstofnuninni. aðildarríkja sinna þannig að sum þyrftu að draga úr losun en önnur mættu jafnvel auka hana. Hins vegar væri ESB andvígt því að önnur ríki gætu skipzt á útblásturskvóta. Þá sagði forsætisráðherra að ástæða væri til að ætla að erfitt yrði að koma á trúverðugu eftirliti með því að ríki stæðu við skuldbindingar sínar um losun gróðiirhúsalofttegunda. Erfitt að draga úr losun á Islandi „Þar sem nokkur hætta á hlýnun loftslags er fyrir hendi er ísland reiðubúið að leggja sitt af mörkum og taka þátt í raunsærri og sann- gjamri málamiðlun á heimsvísu. Markmið okkar er að takmarka út- blástur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda þannig að hann verði ekki meiri í lok aldarinn- ar en árið 1990,“ sagði Davíð. Hann benti á að Island ætti í erfið- leikum með að draga úr losun, meðal annars vegna þess að á árunum 1970 til 1990 hefði mikið átak verið gert í að draga úr olíukyndingu húsnæðis. Nýrrar tækni væri þörf til að geta dregið úr útblæstri frá bílum og skipum. „Hvað það varðar að skipta byrðunum á milli ríkja og að skekkja samkeppnisstöðu þeirra vegna tak- markana á útblæstri verður að hafa í huga að fiskveiðar njóta ekki ríkis- á netinu styrkja og niðurgreiðslna á íslandi, líkt og í flestum öðrum ríkjum," sagði forsætisráðhen-a. Hann ítrekaði að íslendingar hefðu undanskilið nýjan orkuffekan iðnað er markmiðið um að losun gróður- húsalofttegunda yrði sú sama árið 2000 og árið 1990. Skuldbindingar um takmörkun útblásturs mættu ekki verða til þess að hindra að ný stóriðja yrði byggð, sem nýtti hreina orku- gjafa. Slíkt gengi gegn meginmark- miðum væntanlegs samkomulags. Davíð fjallaði í ræðu sinni, sem hann flutti á ensku, um Atlantshafs- bandalagið og vestrænt varnarsam- starf og tók meðal annars fram að það myndi veikja tengslin yfir Atl- antshafið, yrði Vestur-Evrópusam- bandið sameinað Evrópusamband- inu. „Tillögur um að sameina VES Evrópusambandinu urðu að engu á ríkjaráðstefnunni og virtust vera dæmi um hvernig skammtímasjónar- mið í einstökum ESB-ríkjum geta haft skaðleg áhrif til lengri tíma litið. Við þurfum af þeirri ástæðu að halda vöku okkar,“ sagði hann. Davíð ræddi um aðlögun íslands og Noregs að Schengen-samkomu- laginu og sagði það nú hlutverk Evr- ópusambandsins að tryggja viðun- andi lausn, sem hefði í för með sér að þátttaka Islands í ákvarðanatöku og dómsmálasamstarfi vegna Schengen stæðist íslenzku stjórnarskrána. Friðkaup við ESB í sildarsamningum Forsætisráðherra nefndi einnig deilu íslands, Noregs og Rússlands um veiðar í Smugunni og sagði að þar hefðu íslendingar því miður mætt „skammsýni og vissri þvermóðsku". „Þessi deila hefði verið leyst fyrii- löngu hefðu Noregur og Rússland sýnt vilja til að gera samning strax í upphafi, eða hefðu þau sýnt okkur brot þeirrar lipurðar, sem þau sýndu ESB í viðræðum um veiðar á norsk- íslenzku síldinni fyrir tæpu ári. Þá kom í ljós að í fiskveiðimálum virðist ESB hafa þétt tak á þessum löndum, sem það hefur ekki á Islandi, og sem gerði sambandinu kleift að knýja fram mun meiri kvóta en það átti skil- ið. Að lokum fann ísland sig knúið til að fylgja hinum strandríkjunum í friðkaupum þeirra við ESB og sam- þykkti niðurstöðuna," sagði Davíð. Boðað verkfall vélsljóra á stórum fiskiskipum Atkvæða- greiðsla endurtekin í tveimur félögum AKVEÐIÐ hefur verið að endur- taka atkvæðagreiðslur um verkfall í tveimur af fjórum vélstjórafélög- um í landinu, en verkfall hefur ver- ið boðað á skipum með stærri afl- vélar en 1.500 kílóvött frá áramót- um, sem þýðir að stór hluti frysti- skipa- og loðnuflotans stöðvast. Enginn samningafundur hefur vei-- ið haldinn í kjaradeilunni frá því í > sumar. Atkvæðagreiðslur í Vélstjórafé- lagi Isafjarðar og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja verða endurtekn- ar, en ekki í Vélstjórafélagi íslands og Vélstjórafélagi Suðurnesja, að sögn Helga Laxdal, formanns Vél- stjórafélags Islands. í kjölfar verkfallsboðunarinnar , komu fram efasemdir hjá Lands-f sambandi íslenskra útvegsmanna * um að verkfallsboðunin væri lögleg vegna þess að talið var sameigin- lega hjá öllum félögunum. Óljósar reglur Helgi sagði að reglumar væru 'i mjög óljósar í þessum efnum og til ] þess að taka af allan vafa hefði ver- ið ákveðið að endurtaka atkvæða-? greiðslurnar í tveimur félaganna. j Það væri enginn vafi um að at- kvæðagreiðslan í Véístjórafélági íslands væri rétt, en „til þess að taka af alla efa og lenda ekki í því undir áramótin að þurfa að fara í Félagsdóm sem myndi tefja allar viðræður og gera þær miklu ómarkvissari ætlum við að eyða þessum hugsanlega vafa með því að endurtaka atkvæðagreiðsluna í Vestmannaeyjum og ísafirði,“ sagði Helgi. Hann sagði að ekki þyrfti að endurtaka atkvæðagreiðsluna í Vélstjórafélagi Suðurnesja, þar sem þar væri ekkert af skipum sem verkfall myndi ná til. Það væri nógur tími til stefnu að fram- kvæma atkvæðagreiðsluna og boða verkfallið á nýjan leik „því við er- um ákveðnir að fara í þennan slag,“ sagði Helgi ennfremur. | http;//www.mm.is Allar bækur sem fáanlegar eru í verslunum Máls og menningar, yfir 40.000 titlar. Ml$Lm Mál og menning Hverfí þar sem ökuhraði var minkaður í 30 km/klst. • • Okuhraði hefur minnkað en ekki nóg Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500 ÖKUHRAÐI í hverfum þar sem leyfilegur hámarkshraði hefur verið minnkaður í 30 km/klst. hefur alls staðar minnkað í kjölfar aðgerðanna, en þó hafði verið búist við betri ár- angri. Borgarverkfræðingur lagði fram til kynningar í borgarráði á þriðjudag fyrstu niðurstöður hraða- mælinga á svokölluðum 30 km svæð- um í Hlíðum og á Lækjum. Fram kemur að í upphafi hafi ver- ið spurt hvaða árangur næðist til hraðaminnkunar með svokölluðum hliðum eingöngu og hvaða árangri hinar ýmsu aðgerðir innan hverf- anna myndu skila. Betri árangur þar sem hiiðum er fylgt eftir með öldum Fyrstu niðurstöður sýna að hraðinn hafi alls staðar minnkað, en mismikið þó. Þannig hafi meðalhraði í Eskihlíð og á Laugalæk, þar sem eingöngu voru sett hlið, aðeins minnkað um 3-4 km/klst., sem geti ekki talist nægjan- legt. Mældur meðalhraði í Eskihlíð fyrir breytingu var t.d. 50 km/klst. en eftir breytingu 46 km/klst. Hins vegar hafi árangurinn reynst betri þar sem hliðunum var fylgt eftir með öldum, en þannig hafi meðalhraði á Laugar- nesvegi og Hrísateig minnkað um nærri 10 km/klst. Svo dæmi sé nefnt minnkaði meðalhraðinn á Laugames- vegi úr 49 km/klst. fyrir breytingu í 41 km/klst. eftir breytingu. Ibúar hverfanna ekki barnanna bestir I kynningu á niðurstöðunum segir að í heildina hafi verið búist við betri árangri og að mestum vonbrigðum valdi íbúamir sjálfir. Athuganir á því hvert bílar sem óku hratt komu eða fóru og einnig reynsla íbúanna sjálfra bendi til þess að íbúar hverfanna séu ekki barnanna bestir. Því vakni spumingar um það hversu langt eigi að ganga til móts við óskir íbúa til að hemja hraðakstur þeirra sjálfra. Þá segir að næsta skref verði að vinna betur úr mælingunum og kynna þær fyrir forsvarsmönnum íbúa, sem tóku þátt í samstarfi við undirbúning og kynningu á aðgerðun- um á sínum tíma og velta upp þeirri spurningu hvort íbúar sjálfir hafi lagt sitt lóð á vogarskálamar. Einnig verði tekið við ábendingum frá þeim, sem muni auk niðurstaðna hraðamæl- inganna verða gmnnur að tillögum til frekari aðgerða í umræddum hverf- um. ÉMmmmmmmammiu**1'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.