Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ h I I » %> J J » FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 47 ________________GREINARGERÐ Svar við grein Jón- asar Haraldssonar MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi greinar- gerð frá Náttúruverndarsamtökum Islands: Stjóm Náttúruvemdarsamtaka Islands sér sig knúna til að birta eftirfarandi greinargerð vegna skrifa Jónasar Haraldssonar, lög- fræðings LÍÚ, um samtökin í Morg- unblaðinu 7. nóv. sl. I greininni, sem heitir „Óábyrg vemdunarsamtök", veitist hann að samtökunum með rangfærslum og dylgjum um stjóm, starfshætti og meðlimi samtakanna. Einkum er honum í nöp við Áma Finnsson, einn stjómarmanna sam- takanna. Markmið og stefna Náttúruverndarsamtök íslands voru stofnuð 29. maí sl. Á stofnfundi voru markmið, stefna og lög sam- takanna samþykkt og fimm manna stjóm, auk tveggja varamanna, kjörin lýðræðislegri kosningu. Til- urð samtakanna má rekja aftur um tvö ár þegar hópur fólks kom saman nokkrum sinnum á opnum fundum til skrafs og ráðagerða um vemdun hálendisins, eitt helsta baráttumál N áttúraverndarsamtakanna. Við stofnun samtakanna í vor var gengið út frá víðfeðmari málefna- grandvelli fyrir starfsemina en há- lendismálum einvörðungu. Helgast það m.a. af því að hér á landi hefur skort öfluga, óháða málsvara á ýms- um mikilvægum sviðum umhverfis- verndar, t.d. er varðar andrúmsloft- ið og mengun sjávar. Að auki skar- ast málefni hálendisvemdar óhjá- kvæmilega við ýmsa aðra mikilvæga Stiórn Náttúruvernd- arsamtaka Islands segif að Jónas Haraldsson lögfræð- ingur fari með rang- færslur um samtökin í Morgunblaðsgrein 7. nóvember sl. umhverfísmálaflokka, t.d. jarðvegs- vernd, landgræðslu og verndun sér- stæðra íslenskra jarðfræðiíyrir- brigða og lífríkis. I stefnu- og verkefnaskrá sam- takanna stendur m.a.: „Náttúru- verndarsamtök Islands hafa að markmiði að vera málsvari um- hverfis- og náttúruvemdarsjónar- miða. Vemdun náttúra íslands til láðs, lagar og lofts er í senn alþjóð- legt og íslenskt málefni. Þessum markmiðum hyggst félagið m.a. ná með því að: - Veita stjórnvöldum og fram kvæmdaaðilum gagnrýnið aðhald. - Tryggja upplýsingastreymi til al- mennings. - Vinna að bættri lagasetningu í þágu umhverfis- og náttúravemd- ar. - Efla samstarf við systursamtök hérlendis og erlendis. - Færa alþjóðlega umræðu nær al- menningi. - Efla vitund almennings um um- hverfismál og náttúruvernd. - Fræða almenning um gildi nátt- úrannar. - Stuðla að því að stjómvöld virði alþjóðlegar skuldbindingar í um- hverfismálum. - Afla fjár til starfsemi sinnar.“ Samtökin hafa sett sér að vinna sérstaklega að eftirtöldum mála- flokkum: 1. Hálendi Islands - óbyggðir og víðemi; 2. Jarðvegsrof og landgræðsla; 3. Sérstæð íslensk náttúra og vistkerfi; 4. Lífríki sjáv- ar; 5. Andrúmsloftið; 6. Endurskoð- un laga; 7. AJþjóðlegt samstarf; 8. Endurnýting. Hverjum mála- flokki fylgir stutt greinargerð og upptalning nokkurra sértækra efn- isatriða sem era einkennandi fyrir viðkomandi málaflokk og brýnt að huga sérstaklega að. Frjáls félagasamtök Náttúravemdarsamtök Islands starfa á nákvæmlega sama hátt og mörg önnur frjáls félagasamtök. I lögum félagsins era m.a. ákvæði um heiti, lögheimili, starfssvæði, inn- göngu félaga, markmið, aðalfund, stjómarkjör, málefnarekstur og fundarboð. í 1. lagagrein stendur m.a.: „Samtökin starfa óháð opin- berum aðilum og hagsmunaaðilum hvers konar.“ í 2. gr. stendur m.a.: „Félagar geta orðið allir lögráða einstaklingar sem aðhyllast mark- mið samtakanna og vilja starfa í samræmi við lög þeirra." í 5. gr. stendur: „Stjóm samtakanna skal kjörin ár hvert á aðalfundi og hún skal skipuð 5 mönnum. Stjórn skipti með sér verkum. Auk þess skulu kjörnir tveir stjórnarmenn til vara og eiga þeir rétt til setu á stjómar- fundum.“ í 6. gr. stendur: „Æðsta vald er í höndum lögmæts aðalfund- ar. Stjóm annast málefni samtak- anna milli aðalfunda og gerir grein fyrir málum á félagsfundum." í dag eru um 200 einstaklingar í samtökunum og hefur meðlimum fjölgað hægt og bítandi frá stofnun samtakanna. Stjórnin hefur beitt sér fyrir ýmsum málefnum á starfstímanum, einkum þó í málum er varða línulagnir, miðhálendið, stóriðju og loftslagsbreytingar. Enginn formaður var kjörinn fyrir samtökin né neinn sérskipaður talsmaður, heldur skiptir stjórnin með sér verkum í samræmi við lög samtakanna. Verkaskipting ræðst að nokkru af menntun, þekkingu og reynslu viðkomandi stjórnar- meðlims. Rangfærslur og dylgjur Jónasar í ljósi framangreindra stað- reynda um stjórn og starfshætti samtakanna dæmast skrif Jónasar um að samtökin séu ekki „opin öll- um almenningi", að þau séu „stofn- uð með hlutdeild Greenpeaee-sam- takanna“ og að Árni Finnsson, fyrr- verandi starfsmaður Greenpeace, sé „sjálfskipaður talsmaður" samtak- anna haldlaus málatilbúningur og hans eigin hugarfóstur. Stjóm sam- takanna hefur unnið samhent að þeim fjölbreyttu málefnum sem sett hafa verið á oddinn og kynnt í fjöl- miðlum og víðar. Staðhæfingar Jónasar um að samtökin láti „nota sig til að koma að áróðri alþjóðlegra náttúraverndarsamtaka" og að samtökin „feli sig í sauðargæra inn- an um nytsama sakleysingja á fölskum forsendum“, ásamt fleiri ámóta gífuryrðum, lýsa ekki aðeins mannfyrirlitningu og hroka í garð stjórnarmanna, heldur einnig í garð félagsmanna allra. Jónasi er greinilega uppsigað við starfsemi alþjóðlegra umhverfis- verndarsamtaka á borð við Alþjóða- náttúraverndarsjóðinn (WWF) Greenpeace International. Stjórn*c Náttúravemdarsamtaka íslands telur hins vegar að hvor tveggja þessi samtök hafi unnið mikið og gott starf á sviði umhverfismála, bæði erlendis og hérlendis. Til dæmis átti WWF ríkan þátt í stofn- un fyrsta þjóðgarðsins á íslandi, í Skaftafelli, og samtökin hafa einnig stutt íslendinga við stofnun vemd- arsvæðisins í Breiðafirði. Ekld verður heldur séð að mikið skilji á milli stefnu LÍÚ og fyrrnefndra samtaka á sviði sjávarlífríkisvemd- unar, einkum er lýtur að mengun völdum þrávirkra lífrænna efna og geislavirks kjarnorkuúrgangs. Þetta má m.a. ráða af erindi Krist- jáns Ragnarssonar formanns LÍÚ á síðasta aðalfundi samtakanna. Sem starfsmaður LÍÚ hlýtur Jónas að átta sig á mikilvægi alþjóðlegs sam- starfs í þessu samhengi. Grein hans ber þess hins vegar engin merki. Skrif Jónasar Haraldssonar um Náttúraverndarsamtök íslands eiga lítið skylt við málefnalega um- ræðu. Skoðanir hans eiga að sjálf- sögðu fullan rétt á sér enda búum við í lýðræðisríki þar sem skoðana- frelsi er stjómarskrárbundið. Sam- tökin frábiðja sér hins vegar áróð- urs- og reiðiskrif af því tagi seffc'i. Jónas birtir, enda sæma þau ekki siðlegum skoðanaskiptum. F.h. stjóraar Náttúruveradarsamtaka íslands: Brynja Valsdóttir kennari, Hulda Steingrimsdóttir líffræðingur, Árni Finnsson náttúraveradarsinni, Hilmar J. Malmquist líffræðingur, Jóhann Þórsson líffræðingur. Varamenn: Glóey Finnsdóttir landvörður og-^_. Jóhann S. Bogason kennari. „Meö bellibrögðum tókst okkur aö fanga nokkra þeirra...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.