Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
259. TBL. 85. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
• • *
SÞ fordæmir samhljóða andstöðu Iraka við vopnaeftirlit
Bann sett við ferðum
íraskra embættismanna
„ .. Reuters
IROSK börn mótmæla við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Bagdad og láta í ljós stuðning
við Saddam Hussein Iraksforseta í deilunni um vopnaeftirlit samtakanna í landinu.
Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuters.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í gærkvöldi ályktun
þar sem Irakar eru fordæmdir fyrir
að meina Bandaríkjamönnum að
taka þátt í vopnaeftirliti alþjóðasam-
takanna í Irak. Öryggisráðið setti
ennfremur bann við ferðum íraskra
embættismanna, sem hafa hindrað
eftirlitið, til annarra landa.
„Irakar hafna ályktun öryggis-
ráðsins og leggja áherslu á að þeir
hræðist hana ekki og ætli að halda
áfram tilraunum sínum tii að verja
lögmæt réttindi sín,“ hafði íraska
fréttastofan INA eftir Tareq Aziz,
aðstoðarforsætisráðherra Iraks, eft-
ir að ályktunin var samþykkt sam-
hljóða í öryggisráðinu. Aziz var
staddur í höfuðstöðvum Sameinuðu
þjóðanna en ákvað að ávarpa ekki
öryggisráðið, enda vai' Ijóst að hann
gæti ekki talið fulltrúum aðildarríkj-
anna hughvarf.
Ályktunin er svar öryggisráðsins
við þeirri ákvörðun Iraksstjórnar 29.
október að banna Bandaríkjamönn-
um að taka þátt í leit eftirlitsmanna
Sameinuðu þjóðanna að gjöreyðing-
arvopnum í Irak samkvæmt vopna-
hlésskilmálum sem írakar sam-
þykktu eftir stríðið fyrir botni
Persaflóa 1991. Irakar hafa einnig
krafist þess að flugi bandarískra
njósnavéla á vegum Sameinuðu þjóð-
anna yfir Irak verði hætt og hótað að
skjóta þær niður.
Sex bandarískir eftirlitsmenn eru
nú í Irak og þarlend stjórnvöld
höfðu hótað að vísa þeim úr landi ef
öryggisráðið samþykkti ályktunina.
Árásir ekki heimilaðar
I ályktuninni segir að öryggisráðið
sé „staðráðið í að grípa til frekari að-
gerða sem kunni að vera nauðsynleg-
ar“. Stjómarerindi'ekar frá Rúss-
landi, Frakklandi og Egyptalandi og
fleiri ríkjum lögðu þó áherslu á að
ályktunin heimilaði ekki Bandaríkja-
mönnum að gera árásir á Irak í refs-
ingarskyni, slíkai' aðgerðir þyifti að
ræða frekar í öryggisráðinu. „Vald-
beiting eða hótanir um að hervaldi
verði beitt gætu gert allan árangurinn
af starfi okkar að engu,“ sagði Sergej
Lavrov, sendiherra Rússlands.
Bandai'íkjastjórn hafði beitt sér
fyrir því að Irakar yrðu varaðir við
þvi að afstaða þeiira gæti haft „al-
varlegar afleiðingar" en féll frá því
til að full samstaða gæti náðst um
ályktunina.
Öryggisráðið samþykkti einnig að
fella niður reglulega endurskoðun
refsiaðgerða, sem gripið var tO gegn
Irak árið 1991, þar til í fyrsta lagi í
apríl á næsta ári. Ráðið krafðist þess
að írakar létu af andstöðu sinni við
vopnaeftirlitið og féllust á skilyrðis-
lausa samvinnu við eftirlitsmennina,
sem eiga að sjá til þess að gjöreyð-
ingarvopnum Iraka verði eytt.
Irakar höfðu neitað að gefa eftir í
deilunni fyrr en öryggisráðið féllist á
kröfur þeirra um að vopnaeftirlitið
yrði hlutlaust og veitti skýr svör við
því hvenær refsiaðgerðum Samein-
uðu þjóðanna yrði aflétt.
Fyrsti vinnufundur forsætisráðherra íslands og Noregs
Vilja láta reyna
á samninga
, Scan-fotx)/Lars Aamondt
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra og hinn norski starfsbróðir hans,
Kjell Magne Bondevik, ræða við fjölmiðla í Ósló í gær.
VEL fór á með forsætisráðherrum
íslands og Noregs, Davíð Oddssyni
og Kjell Magne Bondevik, á fyrsta
vinnufundi þeirra sem haldinn var í
Ósló í gær. Rædd voru mál sem
löndin telja ástæðu til að samræma
afstöðu sína í og farið ofan í deilumál
þjóðanna. Sagði Davíð að fram hefði
komið vilji til að láta reyna á hvort
samningar næðust en þó væri ekki
hægt að segja að menn hefðu nokkuð
í höndunum.
„Rætt var um samninga um
Smuguveiðar og loðnu og lögðu
Norðmenn áherslu á náið samstarf
við Rússa. Þá finnst þeim það
styrkja stöðu sína að náttúrulegar
aðstæður séu óhagstæðar í Smug-
unni en við svöruðum því til að það
væri aukaatriði þar sem við horfðum
til lengri tíma.“
Aðspurður hvort Smugu- og
loðnusamningar væru tengd mál,
sagði Davíð ekki um bein tengsl að
ræða. I grein Aftenposten í dag um
fund Bondeviks og Davíðs er hins
vegar fullyrt að til gi-eina komi að
þjóðimar skiptist á kvótum, m.a. á
loðnu og síld fyi'ir þorsk í Smugunni.
Aðspurður hvort hann teldi gæta
meiri samningsviija hjá nýrri borg-
aralegri stjóm í Noregi en stjórn
jafnaðarmanna í fiskveiðideilum,
kvaðst Davið ekki geta sagt til um
það. Hins vegar væri ljóst að hún
myndi fyrst og fremst gæta norskra
hagsmuna ekkert síður en fyrri
stjórn.
Rætt um samstarf í Schengen-
og Kyoto-málum
Davíð og Bondevik ræddu afstöðu
landanna til Schengen-samkomu-
lagsins sem að sögn Davíðs er áþekk
og munu löndin fylgjast að í málinu.
„Þá fundum við að því að Norðmönn-
um skyldi ekki takast að koma á
fundi forystumanna EFTA-ríkjanna
og Evrópusambandsins í Strassborg.
Nú er unnið að undirbúningi slíks
fundar í byi'jun næsta árs.“
Ráðherrarnir ræddu alþjóðlegan
samning um loftslagsbreytingar í
Kyoto í næsta mánuði. Áhyggjuefni
Norðmanna og Islendinga eru svip-
uð vegna fundarins og varða þá
kröfu þjóðanna að lönd utan ESB
geti skipst á „útblásturskvótum" rétt
eins og lönd innan ESB.
Á fundinum með Bondevik kom
hins vegar fram að Norðmenn eru
nokkuð bjartsýnir eftir undirbún-
ingsfund sem haldinn vai' í Tókýó
um síðustu helgi. Teldu Norðmenn
að þar hefði gætt meiri skilnings og
sveigjanleika gagnvart sjónarmiðum
íslendinga og Norðmanna.
Á fundinum voru hins vegar ekki
teknar ákvarðanh- um hvort íslend-
ingar og Norðmenn myndu taka
höndum saman um sameiginlega
afstöðu á Kyoto-fundinum.
Ronnie
Biggs ekki
framseldur
Brasilíuborg. Reuters.
HÆSTIRÉTTUR Brasilíu hafn-
aði í gær beiðni brezkra stjórn-
valda um að framselja Ronnie
Biggs, sem hlaut frægð fyrir að
hafa skipulagt stærsta lestarrán í
sögu Bretlands 1963. Hann slapp
úr fangelsi í Lundúnum 1965 og
hefur búið í Rio
de Janeiro frá
1970.
Rétturinn
hafnaði fram-
salsbeiðninni á
þeirri forsendu,
að glæpir sem
framdir væru
fyrir meira en
20 árum teldust
fyrndir sam-
kvæmt brasilískum lögum.
Á sínum tíma var Biggs dæmd-
ur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa
ásamt vitorðsmönnum sínum
rænt peningasendingu úr póst-
flutningalest á leiðinni milli Glas-
gow og Lundúna. Að núvirði var
ránsfengurinn um 3,5 milljarðar
króna. Biggs var hnepptur í
fangelsi 1964 en slapp úr því 15
mánuðum síðar. í París fékk
hann lýtalækni til að breyta and-
liti sínu og fór fyrst í stað til
Ástralíu, áður en hann fluttist til
Brasilíu, þar sem hann hefur lif-
að góðu lífi undanfarin 27 ár.
Gagnkvæmur samningur um
framsal sakamanna gekk í gildi
milli Bretlands og Brasilíu í
ágúst sl., og höfðu brezk stjóm-
völd bundið vonir við að þar með
hefði loks opnazt leið til að fá
hinn kunna Iestarræningja fram-
seldan en þeim varð ekki að
þeirri ósk sinni.
Fulltrúi brezka innanríkis-
ráðuneytisins tók niðurstöðu
brasilísku dómaranna með still-
ingu. „Augljóslega erum við
vonsviknir," sagði hann, en bætti
við að árangur af framsalsbeiðn-
um væri aldrei tryggður.
Ronnie Biggs
Borga með
símanum
Helsinki. Reuters.
FINNAR geta nú borgað með
farsímanum er þeir hlusta á
tónlist í glymskratta og fá sér
gos úr sjálfsala.
Finnska símafýrirtækið Tele-
com Finland býður nú upp á
þessa þjónustu og mun að
minnsta kosti einn veitingastað-
ur í Helsinki hafa útbúið
glymskratta með tæki sem
skuldfærir á símareikning þess
sem velur lag. Svipuðum tækj-
um hefur verið komið fyrir á
tveim Coca-Cola sjálfsölum, að
því er Telecom Finland greinir
frá.
Farsímanotkun er meiri í
Finnlandi en annars staðar í
heiminum og nota rúmlega 40%
Finna farsíma. Þarlent fyrir-
tæki, Nokia, er einn helsti far-
símaframleiðandi heims.