Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 11 FRÉTTIR Halldór Blöndal samgönguráðherra á Alþingi í gær Heildarkostnaður ljósleiðara 4 milljarðar HEILDARKOSTNAÐUR við lagningu ljósleiðara um landið, að frátöldum innanbæjarkerfum, en meðtöldum öllum búnaði sem hon- um tengist, er um 4 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag. Þetta kom fram í svari Halldórs Blöndal samgönguráðherra við fyr- irspurn Jóns Kristjánssonar, þing- manns Framsóknarflokks, á Al- þingi í gær. Vísaði Halldór í svari sínu til bréfs frá forstjóra Pósts og síma hf., Guðmundi Björnssyni. Sagði Halldór að sá munur sem væri á upphaflegum áætlunum sem fram komu í svari samgönguráðherra á Alþingi 6. nóvember 1992, um að stofnkostnaður næmi 2,5 milljörð- um króna og núverandi upplýsing- um væri m.a. byggður á því að upp- haflega var um að ræða áætlun fyr- ir kerfí sem var mun minna að um- fangi og flutningsgetu, en það sem síðan hefði verið byggt upp auk verðlagsbreytinga. Um það hve stór hluti áður- nefnds kostnaðar hefði verið greiddur af Póst- og símamála- stofnuninni og hve stóran hluta aðrir hefðu greitt, sagði Halldór eftirfarandi: „Stofnframlag frá mannvirkjasjóði NATO í formi fyr- irframgreiddrar leigu flýtti fyrir lagningu ljósleiðarans um landið. Samningurinn fól í sér fyrirfram- greidda leigu fyrir 20 ár á ákveðnu rými í ljósleiðarakerfi, en að auki greiðir NATO fyrir viðhald og rekstur á hverju ári. Samningsupp- hæðin sem nam um 22 milljónum bandaríkjadala var greidd jafnóð- um og unnið var að lagningu þess hluta ljósleiðarans sem NATO hef- ur afnot af. Hlutfallslegur árlegur rekstur og viðhald sem fellur á NATO er um ein milljón banda- ríkjadala eða um 70 milljónir ís- lenskra króna.“ Inntur eftir því hvernig tryggð verði samkeppni aðila í útvarps- og sjónvarpsrekstri þegar Póstur og sími hf. hæfi rekstur á þessu sviði, sagði Halldór að Póstur og sími hf. hefði ekki á prjónunum að fara út í dagskrárgerð hvorki fyrir sjónvarp né hljóðvarp. Einungis flutningsaðili fyrir dagskrár „Póstur og sími er einungis flutn- ingsaðili fyrir dagskrár og sér um innheimtu þegar það á við. Að- gangur að ljósleiðarakerfi fyrir- tækisins verður opinn öðrum aðil- um á sama verði og gilda þar sömu sjónarmið og reglur og um aðra fjarskiptaþjónustu. Ég vil bæta við þetta að ég hygg að nægilega skýr- ar reglur séu fyrir hendi í lögum og samningum og samkvæmt þeim gerðum Evrópusambandsins til þess að tryggja samkeppnishæfni á þessu sviði og hef ekki séð þörf fyr- ir nýrri lagasetningu þess vegna. Hér er einungis um endurvarp að ræða og samkvæmt því hljótum við hér að fara eftir sömu hlutum og gilda á hinu Evrópska efnahags- svæði. I undirbúningi er reglugerð um þessa hluti sem Póst- og fjar- skiptastofnun er að vinna að,“ sagði Halldór. Þá sagði Halldór, um fyrirhug- aðan kostnað við beinar útsending- ar sjónvarpsefnis um ljósleiðara frá landsbyggðinni, að dreifing um landið allt kostaði alltaf það sama ef um sömu vegalengd væri að ræða. Gjaldskrá fyrir myndflutn- ing tæki á hinn bóginn mið af vega- lengd. „Öll eru þessi mál í endur- skoðun og athugun með hliðsjón af því að landið er orðið eitt gjald- svæði,“ sagði Halldór hins vegar. Á Póstur og sími að fara út í sjónvarpsrekstur? Jón Kristjánsson sagði að svör ráðherra vektu spurningar um það hvort Póstur og sími hf. eigi að fara út í stórfelldan sjónvarpsrekstur. „Það er ljóst að hlutafélagið ræður framboðinu og verðinu. Dagskrár- gerð er ekki nema hluti af málinu og félagið leggur í verulega fjár- festingu í þessum efnum,“ sagði hann. „Einnig má spyrja hvort það sé rétt að ráðast í þessar fjárfest- ingar nú, því ég hef undir höndum gögn sem sýna að það er mikið framundan í þessum efnum og stórkostleg þróun og tæknibreyt- ingar framundan varðandi þessi mál, m.a. sendingar um gervihnetti sem eru handan við hornið," sagði hann. Jón tók ennfremur undir þau orð ráðherra að skoða verði gjaldskrá vegna ljósleiðarans, ekki síst vegna þeirrar ákvörðunar að gera landið að einu símagjaldsvæði. Sundstaðir Reglur um öryggi sam- þykktar ALLS 25 sveitarfélög og þar á með- al nær öll fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa formlega samþykkt þær reglur sem menntamálaráðu- neytið og Samband íslenskra sveit- arfélaga gáfu út í júní 1994 um ör- yggi á sundstöðum og við kennslu- laugar. Eftirlitsmenn Vinnueftirlits ríkis- ins og heilbrigðisfulltrúar telja enn- fremur að á langflestum sundstöð- um sé unnið eftir fyrrgi-eindum reglum og stuðst við þær leiðbein- ingar og öryggiskröfur sem þar eru settar fram. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari menntamálaráðherra, Bjöms Bjarnasonar, við fyrirspurn Össur- ar Skarphéðinssonar, þingflokki jafnaðamanna, um öryggismál sundstaða. ----------------- Um 430 milljón- ir til búhátta- breytinga ÍRAMLEIÐNISJÓÐUR land- inaðarins hefur varið rúmlega 10 milljónum króna til búhátta- reytinga á starfstíma sínum, eða á árinu 1985 til 1996. Þetta kem- r fram í svari landbúnaðarráð- 3rra við fyrirspurn Gísla S. Ein- arssonar, þingmanns jafnaðar- manna. Hæst var fjárhæðin samtals á ; irinu 1987 eða tæplega 70 milljónir cróna, en lægst á árinu 1990 eða im 23,2 milljónir króna. Þá kemur 'ram í svarinu að á níunda tug nanna hafi hlotið styrk úr Fram- ' eiðnisjóði til breytinga á búháttum ir einhverju formi búskapar í írossabúskap á sama tímabili. Piifll Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Staða eldri borgara hérlend- is, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 2. Launaþróun hjá ríkinu, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 3. Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun. Ein umræða. 4. Sveitarstjórnarlög. Ein um- ræða. 5. Staðsetning nýrra ríkisfyrir- i ækja. Fyrri umræða. Nicorette innsogslyj. Þegar líkaminn saknar nikótíns og hendurnar sakna vanans. Ef þú reykir þekkir þú Iíklega vandamál er geta komið upp þegar þú hættir að reykja; líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá og hendurnar sakna vanans sem skapast við það að halda á sígarettu. A stundum sem þessum gæti nýja Nicorette® innsogslyfið hjálpað þér. Rör sem inniheldur nikótin er settí i munnstykkiö. Smellt saman og sogiö. Nicorette® innsogslyfið inniheldur nikótín til að draga úr löngun í sígarettu en um leið fá hendurnar verkefni. Enn ffemur kemur enginn reykur og þú ert laus við tjöru og kolsýring. Rétt handbragð skreíi nær. Ef þú ákveður að hætta að reykja prófaðu þá nýja Nicorette® innsogslyfið. NICORETTE Njóttu lífsins - reyklaus Nicorette® innsogslyf. Hvert rör inniheldur: Nikotín 10 mg. Lyfiö kemur í staö nikótíns viö reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auöveldar fólki aö hætta aö reykja. Nicorette® innsogslyf er því hjálpartæki þegar reykingum er hætt. Innandaður skammtur af nikótíni fellur aö mestu út í munnholi og loöir viö munnslímhúö. Þaö nikótínmagn sem fæst úr einu sogi af Nicorette® innsogslyfi er minna en úr einu sogi af sígarettu. Til aö fá sem mest magn af nikótíni úr innsogslyfinu skal nota þaö í 20 mínútur. Nicorette® innsogslyf má nota í lengri tíma þaö er háö þeirri tækni sem beitt er hverju sinni viö notkun. Algengur skammtur er 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag. Það er mikilvægt aö meðferðartími sé nægilega langur. Mælt er meö aö meðferö standi yfir i a.m.k. 3 mánuöi. Aö þeim tíma liönum á aö minnka nikótínskammtinn smám saman á 6-8 vikum. Venjulega skal Ijúka meöferöinni eftir 6 mánuöi. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuðverkur, brjóstsviöi, ógleöi, hiksti, uppköst, óþægindi í hálsi, nefstífla og blöðrur í munni geta einnig komið fram. Viö samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og viö reykingar, veriö aukin hætta á blóðtappa. Nikótín getur valdiö bráöum eitrunum hjá börnum og er efnið því alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráöi viö lækni. Gæta skal varúöar hjá þeim sem hafa hjarta- og æöasjúkdóma. Þungaöar konur og konur meö barn á brjósti ættu ekki að nota lyfið nema í samráöi viö lækni. Lesiö vandlega leiöbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins.Markaösleyfishafi: Pharmacia&Upjohn, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.