Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 29
Morgunblaðið/Kristinn
EYVINDUR Pétur Eiríksson veitir verðlaununum viðtöku úr hendi
Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda.
Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Eyvindur Pétur
hlutskarpastur
EYVINDUR Pétur Eiríksson rit-
höfundur og íslenskufræðingur
hlýtur Bókmenntaverðlaun Hal-
ldórs Laxness 1997 fyrir skáld-
söguna Landið handan fjarskans.
Voru verðlaunin afhent við há-
tíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í
gær en verðlaunaféð nemur 500.000
ki’ónum sem er hæsta peninga-
upphæð sem veitt er í samkeppni
um óbirt handrit hér á landi. Kom
verðlaunaverkið út hjá Vöku-
Helgafelli í gær en bókaforlagið
stendur að verðlaununum í samráði
við fjölskyldu skáldsins.
Eyvindur kvaðst í þakkarræðu
sinni vera glaður og stoltur yfir
þessum heiðri enda séu
Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax-
ness ein mesta hvatningin í ís-
lensku bókmenntalífi. „Mér á ekki
eftir að hlotnast meiri heiður um
dagana.“
I umsögn dómnefndar segir að
skáldsagan Landið handan fjarsk-
ans sé einkar margslungið bók-
menntaverk. „Vefur sögunnar er
þéttofinn; lýsingar eru máttugar,
söguefnið átakamikið og persónur
búa yfir sérkennilegum frumkrafti.
Sögusvið bókarinnar er óvenjulegt í
íslenskri sagnagerð en ljóst er að
höfundur hefur lagt mikla vinnu og
andagift í að kanna og skapa um-
hverfi sögunnar svo að lýsingar all-
ar verða sannferðugar og
hugstæðar."
Formaður dómnefndar, Pétur
Már Ólafsson, útgáfustjóri og
bókmenntafræðingur, sagði hana
hafa fengið að kynnast margbreyti-
leika íslenskra bókmennta nú um
stundir en þrjátíu handrit bárust í
samkeppnina. í dómnefnd sátu auk
Péturs Más, Astráður Eysteinsson,
prófessor í almennri bókmennta-
fræði við Háskóla Islands, og Val-
gerður Benediktsdóttir
bókmenntafræðingur.
Eyvindur Pétur Eiríksson er 62
ára gamall. Hann hefur áður gefið
út tvær skáldsögur, þrjár
ljóðabækur, bók með finnskum
ljóðaþýðingum, þrjár barna- og
unglingabækur, auk þess að skrifa
leikverk íyrir leikhús og útvarp. Þá
hefur Eyvindur þýtt fjölda skáld-
verka.
Megintilgangur Bókmennta-
verðlauna Halldórs Laxness er að
efla íslenskan sagnaskáldskap og
stuðla þannig að endurnýjun ís-
lenskrar frásagnarlistar. Verðlaun-
in eru nú veitt í annað sinn.
Morgunblaðið/Ásdís
FINNSKU skáldin ásamt íslenskum starfssystkinum og þýðendum
verka þeirra. Eyvindur P. Eiríksson, Markku Paasonen, Tapio Koivuk-
ari, Maria Sántti, Martin Enckell, Tuomas Nevanlinna, Riika Takala,
Silja Hiidenheimo, Anna S. Björnsdóttir, Toini Kontio, Peter Mickwitz
og Hjörtur Pálsson.
Finnsk skáld
í Gerðarsafni
HÓPUR finnskra skálda kemur
fram með Ritlistarhópi Kópavogs í
Gerðarsafni í dag kl. 17-18. Meðal
þeirra eru nokkur þekktustu skáld
Finna af yngri kynslóð. Skáldin
lásu úr verkum sínum í Norræna
húsinu í gær og einnig hafa þau
lesið 1 Gunnarsluísi, húsi
Rithöfundasambandsins i Reykja-
vík.
Þeir sem lesa nú eru Tapio
Koivukari, Tomi Kontio, Martin
Enckell, Peter Mickwitz og Mark-
ku Paasonen. Auk þeirra munu
þau Valgerður Benediktsdóttir,
Eyvindur P. Eiríksson, Gísli
Ásgeirsson og Matthías Kristian-
sen fiytja ljóð finnsku skáldanna í
íslenskri þýðingu Hjartar Pálsson-
ar.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
0 BAK við ystu sjónarrönd er
eftir Jacquelyn Mitchard. Martröð
hverrar móður verður að veruleika
hjá Beth Cappadora. Hún missir
sjónar á þriggja ára syni sínum í
augnablik og hann hverfur. Og það
sem verra er - engin leið virðist að
finna hann. Þessi atburður hefur
djúpstæð áhrif á fjölskyldu
drengsins og ekkert þeirra verður
Nýjar bækur
samt aftur. Bak við ystu
sjónarrönd er fyrsta skáldsaga
Jacquelyn Mitchard. Hún komst
óvænt í efsta sæti metsölulista í
Bandaríkjunum í fyrra og hefur
útgáfurétturinn á henni verið
seldur til fjölda landa.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Björn Jónsson þýddi bókina sem er
464 bls. Bókin er brotin um hjá
Vöku-Helgafelli en prentuð í
Portúgal. Leiðbeinandi verð
bókarinnar er 3.490 en hún er á
sérstöku tilboðsverði í nóvember,
2.480 kr., og hækkar verðið aftur
hinn 1. desember.
HITACHI
CP2856
Kr. 69.900 stgr.
28" Black Line D myndlampi
40w Nicam Stereo magnari
Textavarp meb íslenskum stöfum
Valmyndakerfi meö öllum
aögeröum á skjá
• Sjálfvirk stöövaleitun
• Svefnrofi 15-120 mfnútur
• Tvö Scart-tengi og AV inngangur
framan á tækinu
• Fullkomin fjarstýring
CP2976
Kr. 109.900 stgr.
29" Super Black Line myndlampi (svartur og flatur)
Digital Comb filter, aögreinir línur og liti betur
140W Nicam heimabíómagnari (DolbySurround Pro Logic)
meö 5 hátölurum sem tryggir fullkomiö heimabíóhljóökerfi
Einföld fjarstýring sem gengur viö öll myndbandstæki
Valmyndakerfi meö öllum aögeröum á skjá
Textavarp meö íslenskum stöfum
□□
Tvö Scart-tengi
Fjölkerfa móttaka
DOLBY SURROUIMD
Sjónvarpsmiðstöðin
Umbobsmenn um land allt:
VESTURLAND: HljómsvaAkranesi. Kauplélag Bmglirðinga. Boigamesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarlírði. VISTFIRÐIR: Hatbúð Jónasar Þórs. Patreksfirði. Póllinn. Isatirði. NDRDURIAND: tf Sieingrímsliarðar. Hólmavik.
KFVHúnvetninga. Hvammstanga. II Húnvelninga, Blonduúsi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA, ðatt. Bókval. Akureyri. Ijósgiafinn.Akureyri. Oryggi. Húsavík. tf Þingeyinga. Húsavík. Urð, Raularhnln.AUSTURLANO: If Héraðsbúa, Egilsstöðum.
VersluninVík, Neskaugssiað. Kauplún. Vopnalrrði. If Vopnfirðinga. Vopnalirði. If Héraðsbúa, Seyðistirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Nöln Hornatirði. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæði KA,
Hvolsvelli. Moslell. Hellu. Heimstækni. Sellossi. Ú. Sellossi. Rás. Þorlákshóln. Brimnes. Vestmannaeyjum. REYIJANFS: Rafborg. Grindavik. Rallagnavinnusi. Sig. Ingvarssonar. Garði Ralmæiti. Hafnarlirði.