Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íV : * •jkBS; » titfjlBÍ Fl " f III í/í Iffi I j ! | | BARMENNINGIN blómstrar. Á efri hæð Sólon Islandus í Bankastræti var áður sýning- arsalur en nú hefur myndlistin vikið fyrir veitingasölu. GALLERÍ Nýhöfn var starfrækt í þessu húsi við Hafnarstræti um árabil, þar er nú leiktækjasalur. Myndlistarstarfsemi í ógöngum? Afstöðuleysi að gera út af við myndlistina Undanfarið hefur átt sér stað umræða umg 7 bága stöðu myndlistar á Islandi. Gallerí- starfsemi og sýningarsalir virðast eiga erfítt uppdráttar hérlendis ólíkt því sem gerist erlendis þar sem einkarekin gallerí setja mark sitt á þróun alþjóðlegrar myndhstar. Hulda Stefánsdóttir leitaði álits nokkurra aðila sem allir hafa tengst myndlistarstarf- semi borgarinnar til lengri eða skemmri tíma. Fyrsta viðtalið fer hér á eftir. Morgunblaðið/Jim Smart GALLERÍ Ingólfstræti 8, sem Edda Jónsdóttir rekur, er eina galleríið hérlendis sem rekið er með svipuðu sniði og tíðkast eriendis þar sem sljórnandi gallerísins velur og býður listamönnum að sýna, gerist um- boðsmaður þeirra og tekur í staðinn prósentur af sölu verkanna. „Mig langaði til að kanna hvort mér tækist að reka gallerí með vönduðum sýningum en ekki bara vinsælum sölusýningum," segir Edda. GALLERÍSTARFSEMI eins og tíðkast erlendis er lítt þekkt hér á landi og spurning hvort gallerírekst- ur sem byggir á sölu verka til safna og einkaaðila og samböndum við önnur gallerí út í heimi eigi nokkurn tímann eftir að bera sig í svo litlu þjóðfélagi. Því hefur verið haldið fram að án sjálfstætt starfandi gall- ería geti myndlistin aldrei þróast á eðlilegan hátt og menn velta því fyrir sér hvemig Reykjavík muni standa undir titlinum Menningarborg árið 2000 þegar galleri og sýningarsalir leggja jafnharðan upp laupana og til þeirra hefur verið stofnað. Lista- menn óttast að innan fárra ára verði opinberar listastofnanir orðnar ein- ráða í myndlistalífínu og listamenn háðir sölu verka sinna til listasafna ríkis og borgar. Áhugaleysi almennings á nýlist er vissulega umhugsunarefni. Lista- menn hafa verið gagnrýndir íyrir að sýna ekki næga samstöðu og reyna ekki sjálfir að vekja áhuga fólks á samtímamyndlist, - eða fyrir að vinna ekki að þeirri gerð myndlistar sem fólki fellur í geð. Gagnrýni lista- manna beinist að yfirvöldum. Sam- tímamyndlist sé lítt ef nokkuð kynnt í skólum og með því sé fordómum og hræðslu gagnvart nýlistum viðhald- ið. Algert stefnuleysi ríki í garð menningar og sárlega skorti heild- stæða stefnu varðandi kaup á lista- verkum og styrki ríkis og borgar til menningarstaifsemi. Leitað hefur verið til fólks, sem reynslu hefur af rekstri sýningarsala með ólíkum hætti. Hér á eftir fer við- tal við Eddu Jónsdóttur, myndlistar- konu og gallerírekanda, Á morgun verður rætt við Hannes Sigurðsson listfræðing. Hannes fór með sýning- arstjóm á Mokka en sýningum stað- arinns hefur verið hætt. Þá rak hann sýningarsalinn Sjónarhól á Hverfis- götu, sem nú hefur verið seldur und- ir starfsemi auglýsingastofu og sem menningarfulltrúi í menningarmið- stöðinni Gerðubergi átti hann frum- kvæði að og stýrði sjónþingum, þar sem ítarlega var fjallað um listferil einstakra myndlistamanna, í sam- vinnu Sjónarhóls og Gerðubergs. Sjónþingin lögðust af sl. vor og Hannes starfar ekki lengur sem menningarfulltrúi í Gerðubergi. í næstu viku verða birt viðtöl við þá Pétur Arason verslunareiganda og Ingólf Amarsson myndlistarmann sem ráku til 5 ára sýningarsalinn Gallerí Önnur hæð á heimili Péturs en létu af starfseminni sl. sumar, sölugalleríið DaDa var opnað að Kirkjuhvoli í haust og rætt var við eigendur þess Kristínu Pedersen og Hans Kristján Árnason og myndlist- armanninn Helga Hjaltalín Eyjólfs- son sem hefur starfrækt sýningar- salinn Gallerí 20 fm frá því í mars sl. Edda Jónsdóttir hefur rekið Gall- erí Ingólfsstræti 8 frá 2. nóvember 1995. Rekstur gallerísins er með líku sniði og tíðkast í galleríum erlendis þar sem stjórnandi gallerísins velur og býður listamönnum að sýna. Gall- eríið heldur utan um framkvæmdina og greiðir allan kostnað við sýning- una. Prósentur af sölu eiga helst að bera uppi rekstur gallerísins, stjórn- andi þess gerist umboðsmaður lista- manna sem í galleríinu sýna og held- ur áfram að kynna viðkomandi og koma þeim á framfæri við listaverka- kaupendur, safnstjóra og aðra gall- erírekendur. Edda segist ekki hafa farið út í það að gera samninga við listamenn sem eru á hennar vegum en það verði hún að gera verði fram- hald á rekstri gallerísins. „Lista- menn eru að átta sig á því hvað það er mikilvægt fyrir þá að verðið á verkum þeirra sé stöðugt,“ segir Edda. „Það lágu svipaðar hvatir að baki því að ég hóf rekstur gallerís og þess að ég kaus að starfa að myndlist, - einfaldlega áhugi á myndlist í víðum skilningi. Mig langaði til að kanna hvort mér tækist að reka gallerí með vönduðum sýningum en ekki bara vinsælum sölusýningu. Mér fannst alveg nóg til að byrja með að ein og ein mynd seldist en því miður er það ekki nóg til að standa undir kostnaði við rekstur gallerís. Enda tína þau tölunni, gallerí sem reynt hafa að fara inn á þetta svið,“ segir Edda. Hún segir flókið mál að átta sig á hvað búi að baki því hvernig komið er fyrir myndlist hér á landi. Hún nefnir afstöðuleysi fjölmiðla sem geri öllu jafnhátt eða lágt undir höfði, hampi kannski ófaglegri list mest af öllu, og henni finnst ótrúlegt að sjónvarpið skuli ekki hafa áttað sig á hlutverki sínu sem miðill sjón- lista, þó þakka beri nýja þætti um listamenn sem vonandi verði fram- hald á. Raunin sé þó sú að ríkisút- varpið eitt taki af alvöru á málefnum myndlistar í daglegri umræðu í Víð- sjá. Edda segir að yfirvöld borgarinn- ar verði að taka ákvörðun um hvort og þá hvaða gallerí skuli styrkja. „Gallerírekstur er tilraunaverkefni rétt eins og önnur nýsköpun í at- vinnulífmu. Það þarf að verja fé til slíkrar menningarstarfsemi eins til annarra greina atvinnulífsins og það verður að treysta listamönnum til að gera tilraunir á sviði lista,“ segii- Edda. „Mér er nær að halda að það sé þetta afstöðuleysi sem er að gera út af við okkur.“ Fagmennskan erfíð í litlu þjóðfélagi „Mér hefur verið vel tekið af myndlistarfólki sem sækist mjög eft- ir að fá að sýna hjá mér. Ólíkt því sem listamenn eiga að venjast í sýn- ingarsölum þar sem þeir leigja sér aðstöðu, þá er ábyrgðin og umsjónin algjörlega mín. Þetta þýðir líka að orðstír gallerísins stendur og fellur með þeim listamönnum sem ég vel til að sýna. Ég þarf því að starfa á mjög faglegum forsendum. Fagmennskan er erfíð í litlu kunningjaþjóðfélagi og ég hlýt auðvitað að skapa mér óvild einhverra," segir Edda. Velvild einstaka fyrirtækja reynd- ist fljótt fjarri því að duga fyrir af- komu gallerísins. „Ég hef leitað eftir stuðningi hjá menningarmálanefnd borgarinnar og þaðan fékk galleríið styrk upp á 200.000 krónur, sem dugar fyrir rúmlega tveimur inn- lendum sýningum. Ég er þakklát fyrir að hafa þó komist á blað og tel að þetta sýni að smáskilningur er að vakna á nauðsyn gallerístarfsemi í borginni þó uppbyggingin eigi ef- laust eftir að taka langan tíma. Menntamálaráðuneytið hefur einnig sýnt viðleitni, - en betur má ef duga skal og ekki er ennþá hægt að byggja gallerírekstur eingöngu á sölu verka.“ Edda segir ljóst að ef ekki komi til frekari viðleitni af hálfu borgarinnar detti rekstur gallerís hennar upp fyrir að lokinni Listahátíð 1998. Slíkt yrði mikill skaði því henni finnist eins og þessi mál séu núna fyrst að komast á eitthvert skrið. „Ég er komin í samband við þekktan list- fræðing og gallerírekanda í Þýska- landi, Dorothea van der Koelen, og er í hennar boði með verk eftir þrjá af listamönnum gallerísins; Kristján Guðmundsson, Rögnu Róbertsdótt- ur og Rúrí, á myndlistarmessu sem stendur yfir í Köln 9. til 16. nóvem- ber auk sýninga í Mounz í Þýska- landi og í Aschaffenburger Kunst- verein í lok nóvember og í byrjun janúar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir mig til að kynna galleríið og þessa íslensku listamenn fyiir er- lendum aðilum, og ég hefði aldrei getað staðið undir kostnaði við þessa kynningu ef ekki hefði komið til áhugi og velvild Dorotheu, því það kostar milljónir að leigja aðstöðu á jafnstórri myndlistarkaupstefnu. Það er heldur ekki hlaupið að því að komast þar inn, af 750 galleríum sem sækjast eftir aðstöðu þá komast að- eins rúmlega 200 alþjóðleg gallerí á messuna,“ segir Edda. „Á messunni verða helstu listaverkasafnarar og safnstjórar í Evrópu. Sambönd við sýningarstjóra og gallerírekendur úti í heimi hafa jákvæða víxlverkun fyrir íslenska myndlistarmenn því oftar en ekki skiptast galleríin á listamönnum." Opinberir styrkir í formi skattaívilnana „Það tekur tíma fyrir gallerí að koma sér upp samböndum og list- heimurinn byggir á persónulegum tengslum. Staðreyndin er sú að helst má sjá gróskuna í litlum heimi gall- eríanna, því það er dýrt að fá stór nöfn í myndlistarheiminum til að koma og sýna á söfnunum en lítil gallerí eiga oft kost á því að laða þekkta listamenn til landsins með mun minni tilkostnaði," segir Edda. Hún telur þróunina í átt til þess að hér verði tvær opinberar listastofn- anir einráðar um að gefa mynd af listalífinu í landinu vera mjög ugg- vænlega því það dragi mjög úr möguleikum myndlistarmanna við að koma verkum sínum á framfæri. „Ég held að gallerí með sýningarsali þyrftu að vera tvö til þrjú til að skapa spennu og umræðu og til að veita stofnununum möguleika á að nálgast verk á sýningum,“ segir Edda. „Þau gallerí yrðu hvert um sig vandað en með skýrum ólíkum áherslum." Hún segir eiTitt að finna kaupendur að nútímalist sem henni finnst sérkennilegt þar sem fólk veigri sér ekki við að kaupa verk fyr- ir háar upphæðir sem eru jafnvel ekki krónu virði, sbr. listaverk sem verið hafa í umferð og grunur leikur á að séu fólsuð. Nútímalistina sé þó alltént hægt að fá með eigendasögu. Edda tekur bankana sem dæmi um fjársterka aðila sem lengi hafa fjárfest í myndlist en nú sé svo kom- ið að þeir kaupi ekki lengur sam- tímalist á þeim forsendum að stofn- anir þeirra séu yfirfullar. „Hvers vegna ánafna þeir þá ekki gamla safninu sínu til Listasafns íslands og byrja svo að safna upp á nýtt? Lista- verkasöfn þarfnast reglulegrar end- urnýjunar, að öðrum kosti situr allt við það sama. Rausnarleg gjöf á safni eldri verka myndi leiða til þess að söfnin hefðu meira svigrúm til að kaupa íslenska samtimalist sem auð- vitað hleypti nýju lífi í sköpunina í landinu," bendir Edda á. „Hér þarf að koma til verulegra breytinga. Ég held til dæmis að breytt skattalög- gjöf þar sem kaup á myndlist yrðu gerð frádráttarbær frá skatti myndi gjörbreyta þessum litla listheimi á Islandi." Thr^'iiii-^iinrrtf- t f'iririr it' rr■r - -- r r t r - r i-" r--“ 't i'rTi iiH--Tif nraniirir ii"-1iiif'#nftrniiWl.Mfw.|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.