Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Davíð Pétursson FRÁ aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi sem nýlega var haldinn að Heimum á Hvalljarðarströnd. Horft til framtíðar á Vesturlandi Grund, Skorradal - Fulltrúar í sveitarstjómum á Vesturlandi horfa til framtíðar og því var kosin framtíðamefnd á aðalfundi sambands sveitarfélaga á svæð- inu nýlega. Formaður nefndar- innar er Björg Ágdstsdóttir, sveitarstjdri í Grundarfírði. Nefndarformaðurinn talaði af röggsemi fyrir tiilögum nefndar- innar á aðalfundinum og voru þær allar samþykktar. Nefhdin hvetur sveitarstjdmar- menn til að beita sér fyrir og stuðla að jákvæðri og uppbyggi- legri kynningu á kjördæminu. Nauðsynlegt sé að draga upp þá mynd af Igördæminu að þar sé líf- vænlegt, og gott að starfa og búa. í stjdrn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir næsta ár vom eftirtaldir kjörnir: Aðalmenn: Pétur Ottesen, Sigríður Grda Kristjánsddttir, Guðmundur Guð- marsson, Ríkharð Bryujolfsson, Ásbjörn Ottarsson, Björg Ágústs- ddttir og Guðrún Konný Pálma- ddttir. Varamenn: Sveinn Kristinsson, Ingvar Ingvarsson, Sigrún Sím- onarddttir, Sigurður Valgeirs- son, Ólafur Rögnvaldsson, Mar- grét Thorlacius og Sigurður R. Friðjónsson. Kirkjugarður- inn stækkaður næsta sumar Flateyri -1 sumar sem leið var unn- ið við að laga til í kirkjugarðinum, en hann varð illa úti í snjóflóðinu fyrir tveimur árum. Fjarlægðir hafa verið brotnir legsteinar og grafír skráðar. Til stendur að hlaða grjót- hleðsluvegg á næsta ári, og stækka garðinn um leið. Það var Pétur Jónsson arkitekt sem hannaði nýja garðinn. Fyrir- hugað er að hefja vinnu við minn- ingarreitinn næsta vor og þegar fréttaritara bar að garði voru starfsmenn Klæðningar að keyra efni úr fjallinu í fyrirhugaða stað- setningu reitsins. Garðalundur á Akranesi Einstakt brautryðjendastarf í þágu komandi kynslóða Akranes- Bæjarstjóm Akraness hefur látið setja upp minnisvarða um Guðmund Jónsson garðaráðs- mann, sem var frumkvöðull að gerð skógræktarsvæðisins á Akra- nesi. Minnisvarðinn er staðsettur í Garðalundi og með þessu vill bæj- arstjómin minnast Guðmundur fyrir einstakt brautryðjendastarf í þágu komandi kynslóða. Minnis- varðinn var afhjúpaður 5. nóvem- ber að viðstöddum fjölda fólks. Gísli Gíslason bæjarstjóri bauð gesti velkomna og fór nokkmm orðum um störf Guðmundar. Hann var fæddur 1906, garðyrkjufræð- ingur að mennt, og hafði áður en hann kom til Akraness kennt við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. Guðmundur hóf störf hjá Akranesbæ 1946 sem ráðsmaður garðalandsins eins og það var kall- að. Starfssvið hans var mjög fjöl- breytt því auk þess að sjá um garðalandið sá hann um ýmis tæknimál og verkstjórn í mörgum helstu framkvæmdum bæjarins um margra ára skeið. Hann starf- aði hjá Akranesbæ allt til starfs- loka sinna 1979 eða í 33 ár. Útivistarperla Akurnesinga Guðmundur fékk snemma áhuga á skógrækt og hann hafði forystu um gróðursetningar í Garðalundi Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson SYSTKININ Guðmundur Bjarki og Gréta Jdhannesbörn afhjúpa minn- isvarðann, en þau eru barnabörn Guðmundar Jónssonar. töluraddir. Smátt og smátt fór að sjást að því sem til var sáð var ekki kastað á glæ, heldur reis þarna upp mjög skemmtilegt skógrækt- arsvæði sem í dag er útivistarperla Akumesinga. Guðmundur kom víða við á sinni starfsævi og m.a. sinnti hann ýms- um félagsstörfum. Hann var fyrsti formaður Starfsmannafélags Akranesbæjar og eins var hann forsvari fyrir Skógræktarfélagi Akraness. Við afhjúpum minnis- varðans flutti Stefán Teitsson for- maður félagsins ávarp og fór lof- samlegum orðum um starf Guð- mundar og þá bjargföstu sannfær- ingu hans að hægt væri að stunda skógrækt á Akranesi sem og víðar. Þessi bjartsýini hefði fylgt Guð- mundi allt til æviloka, en hann lést 1988. Listamaðurinn Páll Guðmunds- son frá Húsafelli tók að sér að gera minnisvarðan sem er grjót þar sem meitluð hefur verið mynd af Guðmundi. Það voru barnabörn Guðmundar þau Guðmundur Bjarki og Gréta sem afhjúpuðu minnisvarðan. Bæjarstjórn Akra- ness bauð viðstöddum síðan til kaffidrykkju. auk þess sem hann skipulagði allt svæðið. Fáa grunaði við upphaf starfsins að þar væri unninn grunnurinn að þeim unaðsreit sem Garðalundur er í dag, enda var það trú fólks á Akranesi að þar væri ekki hægt að rækta upp tré. Bjart- sýni á áræði Guðmundar fengu þó að njóta sín, þrátt fyrir úr- Morgunblaðið/Egill Egilsson Minnisvarði um frum- kvöðul í skógrækt efnír til tónleika til styrktar bágstöddum innanlands fyrir jólín í Kristskirkju, Landakotí, sunnudagínn 16. návmberld.17. Aðstoöin fer fram f samsfarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. IUANDI Á efnisskrá verða verk eftir: Atla Heimi Sveinsson, J.S. Bach, Charles Gounod, Johan Halvorsen, G.F. Hándel, Ailan Hovhaness, Tartini Jacop, Frans Schubert, Þorkel Sigurbjörnsson. Fiytjendur: Einar Jóhannesson - klarinett, Cunnar Kvaran - celló, Aögangseyrir kr. 1.200. Aðgöngumiðar verða seldir í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Eymundsson í Kringlunni og við innganginn. Hamrahlíðarkórinn - stjómandí Þorgerður Ingólfsdóttir, Nora Kornbluch - celló, Ragnhildur Pétursdóttir-fióla, Signý Sæmundsdóttir - sópran, Steingrímur Þórhallsson - orgel Zbigniew Dubik - fióla. Morgunblaðið/Sig. Fannar. NÝBYGGING Búnaðarbankans í niiðbæ Selfoss. Vantar sérhæðir í Reykjavík Höfum tvo trausta kaupendur að 110—160 fm sérhæðum. Ýmsir staðir í Reykjavík koma til greina. Verðhugmynd 9—12 millj. Valhöll fasteignasala, Mörkinni 3, Reykjavík, sími 588 4477. Nýr Bún- aðarbanki rís á Sel- fossi Selfossi - Það hefur verið mikið um framkvæmdir í miðbæ Selfoss á þessu ári og útlit er fyrir frekari framkvæmdir á næsta ári. Nú á síðustu mánuðum hefur smám saman verið tekið í notkun nýtt þjónustu- og verslunarhúsnæði beint á móti verslun KA á Austur- vegi. Nú er að rísa við hlið þessa húss ný bygging Búnaðarbankans á Sel- fossi. Fyrirhugað er að taka bygg- inguna í notkun á næsta ári. Það eru JÁ Verktakar sem sjá um framkvæmd verksins og miðar því vel, enda hefur tíðin verið góð nú í haust.________ Blað allra landsmanna! PfirpwPtoMfc - kjarni máhins! I I > > I > > i > > > > > i > > > I > > i I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.