Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 51 i. I I » ) ) ) ) ) V í ) í í . I I V l L ar voru í skúffum og á hillum í vinnustofu vísindamannsins. í móanum hnýttum við kransa úr fífl- um, sóleyjum og geldingahnöppum og grófum upp birkiplöntur og víði sem höfðu sáð sér frá görðunum í kring, Birkibæ og Steinahlíð. Þetta var yndislegur tími æsku og þroska. Leiksvæðið var ónumið náttúruríki og foreldrar okkar gáfu okkur frjálsræði og tíma til leiks og náms. Við lærðum og skynjuðum fegurð íslensks gi’óðurs og fuglaiífs og þá fundust skeljar og kuðungar í fjörunni við Elliðaárvoginn, því stundum var farið í leiðangra niður að ánum eða í gönguferð á hita- veitustokkunum. I vondum veðrum var leikið sér á heimilunum sitt á hvað. Heimilið í Birkibæ var fyrir okkur systur heimur annaiTa þjóða og menningar, danskir og grænlenskir munir og búningar, skinnavörur og perlusaumaðir þjóðbúningar Eskimóa auk fróðleiks og fagurra muna víða að úr stórum og ókönnuðum heimi. Góðu dönsku eplaskífurnar hennar Syu gleymast ekki, en Stella og Jens Björn fengu kleinur og pönnukökur á okkar heimili. Við nutum þess að kynnast danskri og franskri matargerðarlist og að skynja erlenda menningarstrauma og lífshætti. Málverkin á veggjun- um af fögrum gróðri og ólíkum byggingarstíl Danmerkur, verk danska prestsins og listmálarans, fóður Syu, voru fyrsti vísir að því að skynja list og víkka sjóndeildar- hring okkar. Þetta var heimili menntunar og menningar hins stóra heims. Hjónin í Birkibæ voru að mörgu leyti ólík, enda alin upp við gjörólík- ar aðstæður, en þau báru gæfu til að leyfa hvort öðru að njóta sín sem best í starfí og áhugamálum. Sya hafði heillast af þessum unga ís- lenska manni, sem bai’ist hafði áfram til náms af dugnaði og vilja- styrk. Guðmundur var fróður maður og ákaflega skemmtilegur og heillandi í frásögn og framkomu. Hann hafði brennandi áhuga á starfi sínu og var sannkallaður eldhugi. í frístundum samdi hann landafræðibækur og ferðaðist um landið til að safna jurt- um og fræðast meira um landið. Hann bætti nýjum gróðri og fleiri fagurreitum í garðinn. Hvergi á Islandi fundust fallegri jarðarber og stærri en hjá henni Syu og ótrúlega voru þau góð með sykri og rjóma. Sya var harðdugleg kona, vel menntuð og á undan sínum tíma og vann við hlið manns síns heima og heiman. Eftir að hagur heimilisins bættist og betri tímar tóku við, voru vinnupeningar Syu oft lagðir í ferðasjóð. Hún ferðaðist víða um heim fram á níræðisaldur. Við syst- ur nutum gestrisni og endurfunda í Danmörku hjá Syu eftir að hún fluttist frá íslandi. Eins kom hún til Bandaríkjanna fyrir tveim árum og dvaldi hjá Björgu með Stellu og Pálma eftir heimsókn til dóttur og tengdasonar þeirra í Alabama, þar sem Lisbet stundar nám í uppeldis- og félagsráðgjöf. Sya var léleg til heilsunnar síðasta árið, en andlega þrekinu og óbilandi kjarki hélt hún og gat búið á heimili sínu eins og hún hafði óskað sér til síðasta dags. Að leiðarlokum er okkur ofai’lega í huga þakklæti fyrir hálfrar aldar einlæga vináttu og órofa tryggð. Það er ómetanlegt að kynnast strax í frumbemsku svo góðu og heil- steyptu fólki sem þau hjón Sya og Guðmundur vora. Börnin þeirra hafa svo sannarlega tileinkað sér þeirra góðu dyggðir. Einn síðasti stólpinn frá bernsku- árum okkar systra er horfinn yfir móðuna miklu. Við þökkum sam- fylgd og góðar endurminningar og biðjum henni blessunar í nýjum heimi. Björg S. Dranitzke, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. ALFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR + Álflieiður Ást- marsdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. mars 1985. Hún lést á heimili sínu, Hraunteigi 19 í Reykjavík, 5. nóvem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 12. nóvember. Við höfum ekki áttað okkur enn á því að þú sért dáin, því fyrir okk- ur hefur þú alltaf verið til. Við vissum að það kæmi að þessu en við misstum samt aldrei vonina að þér gæti batnað. Nú vitum við að þú varst orðin svo veik að betra var að þú fengir að deyja heldur en að þjást og fínna meira til. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og varst vin- ur í raun. Alltaf til staðar ef ein- hverjum gekk illa. Okkur þykir verst að nú gátum við ekki hjálpað þér, því okkur þótti mjög vænt um þig. Við söknum þínum verulega mikið. Okk- ur þótti leitt að þú náðir ekki að koma í skólann og hitta okkur oftar í haust. Við vissum að þig langaði oft- ar í skólann og vonuðum á hverjum degi að þú kæmir. Við munum eftir því þegar einhverjum mistókst við eitthvað, þá komst þú og klappaðir á öxlina og sagðir að það kæmi bai-a næst. Þannig vai-st þú. Við munum alltaf hugsa til þín þegar við göngum fram hjá húsinu þínu og þegar við hittum bróður þinn sem þér þótti svo vænt um. Við sáum að þú varst óvenjulega góð stóra systir. Við minnumst þín líka þegar við erum að leika okkur í fótbolta. Þú varst dug- leg í fótbolta og við misstum góðan varnarmann. Alfheiður okkar, þú varst svo góð manneskja og vinur okkar allra. Þú verður áfram hluti af okkar hóp. Nú ert þú engillinn í hópnum. Við vonum að guð styrki mömmu þína og pabba og Björn bróður þinn í þeirra sorg. Við mun- um alltaf sakna þín mikið og minnast þín hvern dag. Þín bekkjarsystkin, Arndís, Berglind, Katrín Þóra, Breki Mar og Steingrímur. Það var vorið 1996 að við stöllur ákváðum að reyna fyrfr okkur sem knattspyrnuþjálfarar. Við gleymum seint fyrstu æfingunni okkar á Þróttaravellinum. Hvorki flefri né færri en 40 kátar og skemmtilegar stelpur voru mættar og var Álf- heiður í þeim hóp. í fyrstu fór lítið fyrir Álfheiði en brátt kom þó í ljós að þarna var á ferðinni ákveðin, metnaðargjörn og hlý stúlka. Hún var með gríðarlega mikið keppnis- skap, eins og góðum Þróttara sæmir, hvort sem var í fótbolta eða í lífinu sjálfu. En enginn vinnur sitt daiiðastríð. Skarðið sem Álfheiður skilur nú eftir sig í Þróttarahópnum verður seint íyllt en minningin um góða stúlku mun lifa í hjört- um okkar að eilífu. I ástríkum faðmi fjölskyldu sinnar kvaddi Álfheiður þenn- an heim. Megi^ góður guð styrkja Ástmar, Guðrúnu Björgu, Björn og aðra ástvini í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Hjördís S. Símonardóttir, Soffía Ámundadóttir. Það er mikið áfall er barn deyr. Álfheiður var nemandi okkar í Laugarnesskóla. Hún hóf skólagöngu haustið 1991, þá sex ára gömul. Hún var ekki há í loftinu en vegna veikinda bjó hún yfir meiri lífsreynslu en jafnaldrar hennar. Álflieiður sýndi það strax að hún var efnilegur nemandi, rólynd og vann verk sín af mikilli nákvæmni. Hún hafði ríka réttlætiskennd sem kom fram í umgengni við önnur börn og kennara. Oft reyndist hún okkur hjálpai’hella þegar ágreiningur kom upp. Síðastliðinn vetur þegar Stóra norræna lestrarkeppnin var í grunnskólum landsins vakti bókaval Álfheiðar eftirtekt okkar. Má þar nefna íslandsklukku Halldórs Lax- ness sem hún las sér til ánægju, aðeins 11 ára gömul. Einnig lætur hún eftir sig athyglisverð ljóð og sögur, samanber þessa litlu sögu um sólina sem hún samdi sex ára gömul: „Einu sinni var sól sem gat ekki hætt að brosa. Þegar sólin kom upp varð fólkið svo glatt, meira að segja kisan og hundurinn brostu. Skýin stríddu henni aldrei með því að fara fyrir hana.“ I haust bar Álfheiður þess merki að hún gekk ekki heil til skógar. Dugnaður hennar og kjarkur var aðdáunarverður. Við kveðjum Álfheiði með versi Hallgríms Péturssonar: Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir raér. Við sendum foreldrum Álfheiðar og Birni bróður hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kennarar og starfsfólk Laugarnesskóla. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON fyrrv. yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkur, Otrateigi 34, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 9. nóvem- ber. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag Sjúkrahúss Suður- nesja eða Hjartavernd. Valgerður Halldórsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Ingibjörn Hafsteinsson, Halldór Kristjánsson, Jenný Ágústsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Anna Daníelsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Vera Björk Einarsdóttir, Guðrún Þura Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför móður okkar og tengdamóður, KRISTÍNAR DANIVALSDÓTTUR, Faxabraut 13, (Hlévangi), Keflavík, sem lést sunnudaginn 9. nóvember, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00. Hilmar Pétursson, Jóhann Pétursson, Kristján Pétursson, Páll Pétursson, Unnur Pétursdóttir, Ásdfs Jónsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Ríkey Lúðvíksdóttir, Halla Njarðvík, Snorri Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðurbróður minn, MAGNÚS BJARNASON skipasmiður, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Svöluhrauni 6, sem andaðist fimmtudaginn 6. nóvember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir. Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengda- föður, HALLDÓRS M. SIGURGEIRSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Norðurbraut 13, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 8. nóvember sl., fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. nóvem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. f miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyiúr hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekld unnt að lofa ákveðnum birtingardegi + KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skiphyl, Leifsgötu 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Akrakirkju á morgun, föstudaginn 14. nóvember, kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Akrakirkju njóta þess. Elísabet Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Margrét Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Jónfríður Halldórsdóttir, Tómas Guðnason, Margrét Halldórsdóttir, Magnús Jónsson. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON frá Siglufirði, Æsufelli 6, Reykjavtk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 14. nóvember kl. 13.30. Valdis Ármannsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson, Halldóra Pétursdóttir, Sigurður Jónsson, Björgvin S. Jónsson, Steinunn K. Jónsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Salbjörg E. Jónsdóttir, Elísabet Þorvaldsdóttir, Halldóra R. Pétursdóttir, Freyr B. Sigurðsson, Hallgrímur Jónsson, Sigurður J. Vilmundsson, barnabörn og barnabamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.