Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 53
)
)
)
)
I
I
í
I
I
I
>
I
I
3
I
I
I
I
j
I
I
3
I
I
I
rL
lengi minnzt sem málfræðings og
háskólakennara, mun framlag hans
til kynningai- á íslenzkum bók-
menntum og þá einkum þýðingar
hans á íslenzkum fagurbókmennt-
um á þýzku ekki síður halda nafni
hans á lofti um ókomin ár.
Bruno Kress hóf þýðingarstarf
sitt á sjötta áratugnum, skömmu
eftir að hann hlaut fasta stöðu við
háskólann í Greifswald. Fyrsti text-
inn, sem hann þýddi, var smásagan
„Vordraumur" eftir Gest Pálsson,
og var hún eina íslenzka sagan, sem
prentuð var í stóru safni ástarsagna
frá Norðurlöndum. En Bruno
Kress var ekki lengi að rétta hlut
Islands í þeim efnum; hann fékk
Kristin E. Andrésson í lið með sér
til að velja og gefa út umfangsmikið
safn af íslenzkum smásögum, en
þýðingarnar gerði hann sjálfur. Ár-
ið 1963 kom safnið út á prenti, smá-
sögur eftir 26 íslenzka höfunda,
sem flestir höfðu áður ekki fengið
neitt þýtt eftir sig á þýzku.
Um þær mundir var hætt að
þýða bækur Halldórs Laxness á
þýzku. Var ástæðan sú, að höfund-
urinn sætti sig ekki lengur við, að
bækurnar væru þýddar eftir
sænskum eða dönskum útgáfum í
stað þess að þýða þær úr frummál-
inu, en þetta hafði verið látið við-
gangast fram að þessu. En nú kom
Bruno Kress til skjalanna, þýddi
beint úr íslenzku, - og það vel!
Þýðing hans á Sjálfstæðu fólki kom
út árið 1968 og vakti verðskuldaða
athygli. Síðan fylgdu Paradísar-
heimt, Kristnihald undir Jökli,
Gerpla og Guðsgjafaþula í kjölfarið.
Allar þessar þýðingar Brunos
Kress fengu frábærar viðtökur
enda gerðar af stakri vandvirkni og
nákvæmni. Hæst rís þó Gerpluþýð-
ing Brunos Kress, en þar tekst
honum að koma fornsagnastfl bók-
arinnar til skila á þýzku með snilld-
arlegum hætti. I því efni nýtur þýð-
andinn víðtækrar málsögukunnáttu
sinnar og bókmenntaþekkingar auk
öruggs valds á málinu, sem þýtt er
úr.
Bruno Kress hélt áfram að þýða
úr íslenzku fram á efri ár. Hann
þýddi m.a. skáldsöguna Seiður og
hélog eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson,
og kom bókin út árið sem þýðand-
inn varð áttræður.
Samstarf okkar Brunos Kress
hófst um þær mundir, m.ö.o. fyrir
réttum áratug, en þá var verið að
hleypa af stokkunum nýrri röð
þýzkra þýðinga á ritum Halldórs
Laxness, sem mér var falið að rit-
stýra. Þótti sjálfsagt að taka hinar
ágætu þýðingar Brunos Ki-ess til
endurútgáfu í röðinni. Öll þessi ár
hafa samskipti okkar verið hin
ánægjulegustu.
Að leiðarlokum votta ég fjöl-
skyldu Brunos Kress bæði á Islandi
og hér í Þýzkalandi dýpstu samúð
mína.
Hubert Seelow, Erlangen.
Crfisdrvkkjur
GAft-mn
Sími 555-4477
pTIIIIIIXIfl
hP
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Sími^562 0200 ,,
LIIIITTHIIXj
SIGURÐURINGI
JÓNSSON
+ Sigurður Ingi
Jónsson var
fæddur í Reykjavík
19. júní 1917. Hann
lést á Landspítalan-
um 30. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigríður
Tómasdóttir og Jón
Snorri Jónsson.
Systkini hans voru:
Magnús, Bjöm, Þor-
leifur, Bergur, Ás-
geir, Þórir, Láms,
Kristín og Kristjana.
Fósturforeldrar hans
vom Guðbjörg Árna-
dóttir og Vilhjálmur Ólafsson.
Sigurður kvæntist Ingibjörgu
Ólafsdóttur og eignuðust þau
átta börn. Þau em: Ólafía Krist-
ín, Vilborg, Kjartan Leifur, Ólaf-
ur Kristinn, Hlöðver, Valdimar,
Sigríður og Jón Snorri. Síðari
eiginkona Sigurðar var Heiður
Aðalsteinsdóttir.
Útför Sigurðar Inga fór fram
frá Digraneskirkju hinn 6. nóv-
ember.
Þegar ég heyrði að Sigurður afí
minn væri látinn, rifjuðust upp fyrir
mér skemmtilegar sögur og vísur
sem hann hafði sagt mér í gegnum
tíðina og einnig mikill söngáhugi
hans. Það lá reyndar beint við að
slíkt kæmi fyrst upp í hugann á
þeirri stundu, því frásagnargáfan,
hagmælskan og söngurinn voru að-
alsmerki þessa skaplétta manns.
Þegar litið er yfir lífshlaup afa
míns, þá hófst það í stórum hópi
systkina, þar sem hann var yngstur.
A fyrsta aldursári fór hann í fóstur
að Múla í Vestmannaeyjum þar sem
hann ólst upp hjá fósturforeldrum
sínum. Þegar afí var á fermingar-
aldri lést fóstra hans og hann flutti
aftur til kynforeldra sinna.
Sigurður afí minn lét lífið ekki
bíða eftir sér og aðeins 17 ára gam-
all var hann búinn að fínna sér
konuefni. Ári síðar áttu þau Ingi-
björg amma mín sitt
fyrsta bam, en þau
slitu síðan samvistir ár-
ið 1951. Löngu síðar
kvæntist afí á ný, Heiði
Aðalsteinsdóttur. Heið-
ur eftirlifandi eigin-
kona afa veitti honum
hamingju, sem hann
naut til æviloka, eins
og innilegt samband
þeirra bar með sér.
Sigurður nam prent-
iðn og starfaði sína ævi
að mestu við það fag,
en var tímabundið við
vertíðarvinnu og einnig
við smíði skartgripa þar sem hag-
leikni hans naut sín vel. Þó brauð-
stritið tæki sinn tíma þá vannst æv-
inlega tími til að koma fólki í gott
skap og alltaf var rúm fyrir hans
hjartans áhugamál, sönginn. Hann
hafði mikia og fallega söngrödd og
aðeins átján ára að aldri var hann
'orðinn félagi í Karlakór Reykjavík-
ur, varð síðar heiðursfélagi í þeim
kór og söng seinast með eldri félög-
um kórsins. Á opinberum vettvangi
söng Sigurður einnig í kvartettinum
KIBS, á árunum fyru- seinni heims-
styrjöldina. Kvartettinn dró nafn
sitt af upphafsstöfunum í nöfnum
þeirra félaga og undirleikari þeirra
var Carl Billich.
Minningin um afa verður fyrst og
síðast sú að þar fór afburða
skemmtilegur maður, en slíkt vega-
nesti er ekki hverjum manni gefið.
Eftirlifandi konu hans, Heiði Aðal-
steinsdóttur, sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
M situr einn 8g syrgir liðna tíð,
er sólin bjartast þér á himnum skein,
þú syrgir ungdómsárin björt og blíð,
er burtu liðu og hurfu bakvið stein.
Ennþá líða árin allt of stríð,
óðum bognar lífs þíns sterka gi-ein.
Fyrr en varir fellur nóttin á,
þú fólnar, deyrð og lokar þreyttri brá.
(Sigurður Ingi Jónsson.)
Jóhannes Sturlaugsson.
Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN SKÚLADÓTTIR,
Fossi á Siðu,
verður jarðsungin frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 15. nóvem-
ber kl. 14.00.
Jón Kristófersson, Sigfríð Kristinsdóttir,
Bjarni Kristófersson, Helga Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir, afi og bróðir,
HARALD G. HALLDÓRSSON
fyrrverandi tæknifulltrúi
hjá Pósti og síma,
Stangarholti 24,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
14. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín M. Þórðardóttir.
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
■
■
L iHomtonmM
3 * I C(Cií *< ÁJ 4á J i *Kt Mí Qj Tr £E lL S5
*• ———-— ------
+
Ástkær eiginmaður minn og sonur,
SIGURÐUR JÓN HALLDÓRSSON
frá Halldórsstöðum,
Smáragrund 9,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laug-
ardaginn 15. nóvember kl. 14.00.
Jarðsett verður í Glaumbæ.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega
bent á Minningarsjóð Guðrúnar Sigurðardóttur frá Halldórsstöðum eða
krabbameinsfélögin.
Kristín Jóhannsdóttir,
Halldór Gíslason,
og fjölskylda hins iátna.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMANN ADOLF GUÐMUNDSSON
vélstjóri,
Sandprýði,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn
15. nóvember kl. 14.00.
Guðfinnur Guðmannsson, Eyrún Sæmundsdóttir,
Fjóla Guðmannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
OLGU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hlíðarendavegi 1a,
Eskifirði.
Kristján V. Kristjánsson,
Sigríður K. Sigurgeirsdóttir,
Páll E. Kristjánsson, Guðný K. Böðvarsdóttir,
Þórunn G. Kristjánsdóttir, Gunnar Jónsson,
Kristján Kristjánsson, Ingibjörg R. ívarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR
húsasmíðameistara,
Hringbraut 104,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar og bráðamóttöku Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir,
Sigurður Sævar Matthíasson,
Hafdís Matthíasdóttir, Sigbjörn Ingimundarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Kærar þakkir færum við þeim, sem heiðruðu
minningu okkar hjartkæra eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS EIRlKSSONAR
fyrrv. skattstjóra,
Akranesi,
og sýndu okkur samúð og hlýju við andlát
hans og útför.
Bergþóra Guðjónsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Símon Ólason,
Sigrfður Jónsdóttir, Björn Lárusson,
Halldóra Jónsdóttir, Valentínus Ólason,
Guðjón Jónsson, Sigurlaug Vilhelmsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Sigrún Ragna Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.