Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDÁGUR 13. NÓVÉMBER 1997 57
FRETTIR
Lögreglan leitar
stolinna bíla
Ökutækin eru þessi: G-10085 Honda CM250 árg. 1983 svart bifhjól stolið 3/10 ’97
KG-030 Jeep Cherokee árg. 1990 hvítur 23/10 ’97
E-538 Chervoiet Monsa árg. 1986 hvítur 30/10 ’97
G-228 Daihatsu Charade árg. 1982 rauður 2/11 ’97
JI-357 Suzuki Fox árg. 1985 blár upphækkaður 2/11 ’97
YJ-947 Hero Gizmo árg. 1995 rautt, létt bifhjól 9/11 ’97
R-52458 SAAB 900 árg. 1992 blár 9/11 ’97
Y-14159 SAAB 99 árg. 1983 hvítur 10/11 ’97
JÓLAKORT Barnaheilla árið 1997.
Jólakort Barnaheilla
„EINS og undanfarin ár gefa
Barnaheill út jólakort til styrktar
starfi samtakanna, en sala á jóla-
kortum er orðin ein helsta tekju-
öflunarleið samtakanna. Með því
að kaupa jólakort Barnaheilla er
verið að styrkja starf í þágu
barna á Islandi, en markmið
Barnaheilla er að vera málsvari
allra barna og hafa frumkvæði
að málum er varða réttindi
þeirra og velferð. Starf samtak-
anna hefur aukist mjög að um-
fangi undanfarin ár, en sem
dæmi um verkefni Barnaheilla
má nefna kaup á íbúð fyrir að-
standendur veikra barna af
landsbyggðinni sem þurfa að
dvelja langdvölum á sjúkrahúsi
í Reykjavík, og forvarnarstarf
gegn kynferðislegu ofbeldi á
börnum sem hleypt var af stokk-
unum í haust.
Jólakortin verða send öllum
félögum og styrktaraðilum sam-
takanna en fyrirtæki og aðrir
velunnarar geta nálgast þau á
skrifstofu Barnaheilla að Sóltúni
24 í Reykjavík," segir í fréttatil-
kynningu Barnaheilla.
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
nokkurra ökutækja sem stolið hefur
verið síðustu daga og vikur. Óskar
hún þess að þeir sem verða varir
Tæknisýning
í Perlunni
SÝNINGIN Tækni-Lífsstíll ’97
verður haldin í Perlunni dagana
14. til 16. nóvember næstkom-
andi. Markmið sýningarinnar er
að gefa fólki kost á að kynnast
fjölbreyttum notkunarmöguleikum
heimilistölvunnar, upplýsingamiðl-
un og margs konar þjónustu á al-
netinu. Sýningunni er einkum ætl-
að að höfða til heimila og fjöl-
skyldna.
Að sýningunni standa 12 fyrir-
tæki og í fréttatilkynningu segir
að þar megi meðal annars sjá tölv-
ur og tölvubúnað til heimilisnota,
fræðast um samskipti á alnetinu,
kynnast samnetinu, skoða nýjung-
ar á sviði stafrænna myndavéla
og myndvinnslu, sjá fræðsluefni á
tölvutæki formi og kynnast mis-
munandi tölvufræðslu sem í boði
er fyrir ólíka aldurshópa. Þá gefst
gestum sýningarinnar kostur á að
fara inn á alnetið, ferðast um það
og fræðast um þá þjónustu sem
hægt er að nálgast þar.
Fyrirtæki sem taka þátt í sýn-
ingunni eru: Tæknival hf., Islandia
Internet, Póstur og sími hf., Hans
Petersen hf., Toyota, Landsbanki
Islands, Búnaðarbanki Islands, Is-
landsbanki hf., Rafiðnaðarskólinn,
Viðskipta- og tölvuskólinn, Fram-
tíðarbörn og Námsgagnastofnun.
Sýningin hefst klukkan 14,
föstudaginn 14. nóvember ogverð-
ur opin til klukkan 20. Á laugar-
daginn 15. nóvember og sunnudag-
inn 16. nóvember verður sýningin
opin frá klukkan kl. 10-18.
Fræðsluerindi í
Vídalínskirkju
SR. HANS Markús Hafsteinsson
sóknarprestur í Vídalínskirkju flyt-
ur fræðsluerindi um samskipti for-
eldra og barna er nefnist „Ungl-
ingsárin" iaugardaginn 15. nóvem-
ber kl. 15.
I fyrirlestrinum verður m.a. rætt
um afleiðingar þess þegar sam-
skipti rofna á þessum viðkvæmu
árum og hvað má gera til þess að
koma í veg fyrir það með styrkingu
fjölskyldunnar. Mikilvægi góðra
tengsla á milli skóla og heimila
verður undirstrikað. Einnig verður
komið inn á þá vá sem fíkniefnin
valda á þessum tímamótum hjá
unga fólkinu.
Fundur um fisk-
veiðisljórnun
HEIMDALLUR, félag ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, heldur
fund um fiskveiðistjórnun með
þingmönnunum Pétri Blöndal og
Einari Oddi Kristjánssyni í dag,
fimmtudag.
Tilefni fundarins er tillaga Péturs
Blöndal um almenna eignaraðild á
fiskveiðiheimildum. Fundurinn
hefst kl. 17.15 á efri hæð kaffihúss-
ins Sólons íslandus á horni Banka-
strætis og Ingólfsstrætis.
við þessi ökutæki eða vita hvar þau
eru geri henni viðvart á næstu lög-
reglustöð.
Steinar Waage
Skóverslun
40 ára
Á ÞESSU ári eru liðin 40 ár frá
því að Steinar Waage Skóverslun
hóf rekstur. „í upphafi var um
að ræða lítið verkstæði með ort-
hopediskar skó- og innleggjasmíð-
ar sem aðalrekstur. En fljótlega
hóf Steinar Waage innflutning á
skóm sem hentuðu vel fyrir börn
sem áttu við fótamein að stríða.
Reksturinn vatt upp á sig og núna
rekur fyrirtækið þrjár skóverslan-
ir. Tvær með nafni Steinar Waage
skóverslun og eina undir nafninu
Toppskórinn við Ingólfstorg, einn-
ig rekur fyrirtækið Tískuverslun-
ina Cöru í Kringlunni. Hver versl-
un hefur sína sérstöðu. í Skóversl-
un Steinars Waage í Domus
Medica er meiri áhersla lögð á
börnin og eldri borgarana. I Skó-
verslun Steinars Waage í Kringl-
unni er sama úrvalið og í Domus
en þar er aftur á móti meira úr-
val af tískuskóm fyrir unglinga
og hátískuskóm frá heimsþekkt-
um merkjum. Toppskórinn við
Ingólfstorg er með gott úrval af
skóm á góðu verði. Cara tísku-
verslun í Kringlunni er með vand-
aða vöru frá þekktum þýskum
merkjum, og geta jafnt ungar sem
eldri konur fundið eitthvað við
sitt hæfi þar.
í tilefni af því að fyrirtækið
fagnar þessum tímamótum, mun-
um við gefa viðskiptavinum okkar
óvænta gjöf þessa vikuna,“ segir
í fréttatilkynningu frá versluninni.
Fyrirlestur
um íslenskar
lækningajurtir
SIGMUNDUR Guðbjarnason pró-
fessor heldur fyrirlestur á vegum
Líffræðistofnunar Háskólans sem
nefnist „Leit að líffræðilega virkum
efnum í lækningajurtum" föstudag-
inn 14. nóvember.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
húsakynnum Líffræðistofnunar,
Grensásvegi 12 { stofu G-6 kl.
12.20. Öllum er heimill aðgangur.
Útgáfutón-
leikar Bubba
Morthens
KOMIN er á markaðinn nýjasta
tónlistarafurð Bubba Morthens,
Trúir þú á engla. í tilefni af útkomu
hennar heldur Bubbi útgáfutónleika
í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17.
nóvember og heijast þeir kl. 21.00.
Honum til halds og trausts verða
Eyþór Gunnarsson á hljómborð,
Gunnlaugur Briem á trommur, Jak-
ob Smári Magnússon á bassa, Guð-
mundur Pétursson á gítar og Eð-
varð Lárusson á gítar.
Forsala aðgöngumiða hefst á
fimmtudaginn í öllum verslunum
Skífunnar. Miðaverð er kr. 1.500.
Málþing um
geðlæknisfræði
GEÐLÆKNAFÉLAG íslands held-
ur málþing á Hótel Loftleiðum dag-
ana 14. og 15. nóvember til heiðurs
Tómasi Helgasyni prófessor, en
hann verður gerður að heiðursfé-
laga Geðlæknafélagsins í tengslum
við þingið vegna forystu og braut-
ryðjandastarfa á sviði geðlækninga
á íslandi. Þingið er ætlað læknum,
sálfræðingum og öðrum heilbrigðis-
stéttum.
Fjallað verður um faraldsfræði-
legar rannsóknir i geðlæknisfræði
og forgangsröðun í heilbrigðisþjón-
ustu.
Fjórir erlendir fyrirlesarar eru
hér í boði félagsins: Dr. James C.
Anthony, prófessor frá John Hopk-
ins háskólanum í Baltimore, ræðir
um fyrsta stigs forvarnir gegn
vímuefnamisnotkun, vettvangur
foreldra og heimilislækna; dr. David
Goldberg frá Institute of Psychi-
atry, London, ræðir um þróun rann-
sókna í faraldsfræði geðsjúkdóma;
dr. Heinz Háfner frá Þýskalandi
ræðir um geðklofa sem lífstíðar-
sjúkdóm og dr. Povl Munk-Jörgen-
sen ræðir um vægari geðraskanir
og þýðingu þeirra í geðlæknisfræði.
Nokkrir innlendir fræðimenn
kynna nýlegar rannsóknir gerðar
hérlendis; Hallgrímur Magnússon
fjallar um mismun á tíðni og ein-
kennum þunglyndis í Evrópulönd-
um; Högni Oskarsson um vetrar-
þunglyndi á íslandi; Kristinn Tóm-
asson um geðraskanir hjá fíkniefna-
neytendum; Jón G. Stefánsson um
greiningaraðferðir í faraldsfræði og
Þórólfur Þórlindsson um reykingar
íslenskra ungmenna.
Fyrirlestur um
eðlisfræði
EÐLISFRÆÐIFÉLAG íslands
stendur að fyrirlestraröð þar sem
ungir eðlisfræðingar kynna við-
fangsefni sín. Fyrirlestrarnir eru
öllum opnir.
Fimmtudaginn 13. nóvember
heldur dr. Páll Ólafsson erindi sem
nefnist „Líkan fyrir eiginleika ál-
melma“ í Lögbergi, stofu 101, kl.
16.15.
Fyrirlesturinn fjallar um líkan
fyrir eiginleika álmelma, til notk-
unar við hönnun nýrra efna.
Ástandi álmelma er lýst með
varmafræðilegum lögmálum. Sýnt
er fram á að styrkur álmelma er
að mestu leyti háður magni herð-
andi agna í samræmi við fræðileg-
ar kenningar. Líkani er því lýst til
að reikna út styrk ALMgSi-
álmelma sem fall af efnasamsetn-
ingu. Með því að endurbæta fyrri
líkön fyrir hitameðhöndlunarferla
er líkanið notað til að reikna styrk
álmelma sem fall af efnasamsetn-
ingu og hitastigi og tíma við hita-
meðhöndlun. Samband seiglu við
styrk og efnasamsetningu er rætt.
Fyrirlestrar um
kristið siðferði
í ÁRBÆJARKIRKJU verða fluttir
fyrirlestrar um spurningar er varða
kristið siðferði. Fyrsti fyrirlesturinn
í þessari röð verður fluttur í dag,
fimmtudag kl. 20.30. Dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson héraðsprestur flyt-
ur fyrirlesturinn en að honum lokn-
um gefst tækifæri til umræðna yfir
kaffibolla um efnið.
í kjölfar þessa fyrirlestrar verður
fyrirlestur um hjónabandið 20. nóv-
ember. 27. nóvember verður fyrir-
lestur sem Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ flytur og
nefnist hann Ábyrgð gagnvart ná-
unganum. Síðasti fyrirlesturinn í
þessari röð verður síðan 4. desem-
ber og nefnist Grundvöllur kristins
siðferðis og er hann í umsjá dr.
Siguijóns Árna Eyjólfssonar.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir
og aðgangseyrir enginn.
■ KEPPNI í drengja- og
telpnaflokki (fædd 1982 og síð-
ar) á Skákþingi Islands verður
dagana 15. og 16. nóvember.
Tefldar verða níu umferðir eftir
Monrad-kerfi og er umhugsunar-
tími 30 mín. á skák fyrir keppanda.
Umferðartafla er þannig: Laug-
ardag kl. 13-18, 1., 2., 3., 4. og
5. umferð. Sunnudag kl. 13-17,
6., 7., 8. og 9. umferð.
Teflt verður í Faxafeni 12,
Reykjavík. Þátttökugjald er kr.
800. Innritun fer fram á skák-
stað laugardaginn 15. nóv. kl.
12.30-12.55.
■ STARFSMENN Ingvars
Helgasonar, Bílheima, Bílahúss-
ins og heildverslunarinnar
Bjarkeyjar leggja af stað í árshá-
tíðarleiðangur á fimmtudagskvöld-
ið. Fyrirtækin öll að Sævarhöfða
2 verða því lokuð á föstudag og
hefðbundnar bílasýningar um helg-
ina falla niður. Neyðarþjónusta
fyrir varahluti verður veitt
þessa daga. Starfsemin hefst aft-
ur á mánudag.
Námskeið um
umönnun
fjölfatlaðra
STYRKTARFÉLAG vangefinna
stendur fyrir námskeiði þriðjudag-
inn 18. nóvember nk. frá kl. 9 til 16
í Lykilhótel Cabin, Borgartúni 32.
Námskeiðið beinist að því hvernig
hægt er að þjálfa og virkja fjölfatl-
aða. Sýnt er hvernig vinna má með
mismunandi færnisvið og hvernig
nýta má mismunandi hjálpartæki
til að ná fram einstaklingsbundnum
lífsgæðum. Dæmi um aðferðir verða
sýnd á myndböndum og hjálpar-
gögn og bæklingar verða til sýnis
á staðnum.
Fyrirlesarar eru nokkrir sérfræð-
ingar, Svein Lillestolen sérkennari,
Espen Ursin sérkennari og Knut
Slátta sálfræðingur.
Námskeiðsgjald er kr. 2.500 fyr-
ir starfsfólk, en 1.500 fyrir foreldra
og aðstandendur fjölfatlaðra. Þátt-
taka tilkynnist til skrifstofu Styrkt-
arfélags vangefinna.
LEIÐRÉTT
„Ekki“ ofaukið
ÞAU mistök urðu í frétt í Verinu í
gær, miðvikudag, um samþykktir
Vélstjóraþings, að orðinu ekki var
ofaukið á einum stað. Fyrir vikið'
var samþykktinni snúið við. í frétt-
inni sagði að þingið tæki ekki und-
ir orð menntamálaráðherra um að
hluti vélstjóranáms skuli færður á
háskólastig. Hið rétta er að þingið
tók undir þau orð menntamálaráð-
herra að hluti náms vélstjóra yrði
fluttur á háskólastig. Beðizt er vel-
virðingar á mistökum þessum um
leið og þau eru leiðrétt.
Rangt nafn
í FRÉTT um haustskýrslu Seðla- ■'
banka íslands var rangt farið með
nafn aðalhagfræðings bankans.
Hann heitir Már Guðmundsson.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Zoom gerði myndina
BIRT var tölvumynd í Morgunblað-
inu í gær af væntanlegri nýbygg-
ingu Kringlunnar og í texta sagði
ranglega að teiknistofa Halldórs
Guðmundssonar arkítekts hefði
gert myndina. Myndin var hins veg-
ar gerð af fyrirtækinu Zoom ehf.
samkvæmt teikningum Halldórs
Guðmundssonar.