Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 33 ___________LISTIR_________ Nýtt og glæsilegt pípu- orgel í Hvanneyrarkirkju Morgunblaðið/Davíð Pétursson HAUKUR Guðlaugsson söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar leikur hér á nýja orgelið í Hvanneyrarkirkju. Biskup íslands, herra Olafur Skúlason, helgaði hið nýja orgel og predikaði Hvanneyri. Morgxinblaðið. NÝTT og glæsilegt pípuorgel var vígt í Hvanneyrarkirkju sunnudag- inn 9. nóvember og var hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni af því tilefni. Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, lék á hið nýja orgel í 30 mínútur áður en guðsþjón- usta hófst og einnig aðstoðaði hann með orgelleik við athöfnina ásamt öðrum organistum prófastsdæmis- ins, þeim Bjarna Guðráðssyni, org- anista Reykholtskirkju, Jóni Þ. Björnssyni, organista Borgarnes- kirkju, Gyðu Bergþórsdóttur, organ- ista Fitjakirkju, og Steinunni Árna- dóttur, organista Hvanneyrarkirkju. Kór Hanneyrarkirkju ásamt félög- um úr kór Reykholtskirkju söng, einsöngvari og forsöngvari var Dagný Sigurðardóttir. Formaður sóknarnefndar, Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum, þakkaði stuðning NORRÆN bókasafnsvika stendur nú yfir og í tilefni af því var efnt til stefnumóts borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og barna í aðalsafni Borgarbókasafns. Þar ræddu börn- in m.a. hvernig þau vilja hafa bóka- safnið sitt. Leikskólabörn frá Laufásborg buðu gestum upp á kórsöng ís- lenskra og danskra sönglaga við íslenska texta. Borgarstjóri svar- aði fyrir sig með upplestri á gömlu íslensku ævintýri og afhenti að því loknu viðurkenningar fyrir rétt svör í bókmenntagetraun barna sem safnið stóð nýverið fyrir. Fyrirhugað er að aðalsafn borgarbókasafnsins flytjist í Safnahús Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 sem verður end- anlega tekið i notkun árið 2000. Margar skriflegar óskir bárust safninu með getraunaseðlum og þar var m.a. spurt hvort ekki yrði örugglega matsala á safninu. Ann- ar vildi ijölbreyttara úrval bóka og margir fundu að plássleysinu. Útlán á tónlist fannst þeim að ættu heima á safninu og svo ætti að vera myndadeild með myndlist- arsýningum barna. Og nú bauðst við orgelkaupin sem voru ákveðin á safnaðarfundi 1996. Orgelið kostaði kr. 3.349.000 og vantar enn 600.000 kr. til að klára dæmið. Orgelsmiðurinn, Björgvin Tóm- asson, lýsti síðan hljóðfærinu, sem smíðað var og sniðið að stærð kirkj- unnar. Orgelið hefur tvö hljómborð og er s_ex radda. Hr. Ólafur Skúlason predikaði en sóknarpresturinn, sr. Sigríður Guð- börnum að ræða málin beint við borgarstjóra. „Sko, ég vil að við stækkum barnadeildina aðeins,“ heyrðist úr einu horni og ijöl- margar raddir tóku undir það sjónarmið. „Barnadeildin þarf að vera jafnstór og Þórhildarstofa á leikskólanum," segir annar og borgarstjóri lofaði að bætt yrði úr þeim þrengslum sem deildin býr nú við og sagði að barnadeild- in ætti eflaust eftir að verða stærri en Þórhildarstofa. En við hvaða aðstæður vilja þau lesa, eiga að vera borð og stólar í nýja safninu eða kjósa j>au kannski að sitja á gólfinu? „Eg vil bara sitja í sófa þegar ég er að lesa,“ segir ungur drengur og annar gengur lengra og segist helst vilja liggja í rúmi - og láta lesa fyrir sig. Hópurinn tekur heldur betur við sér við þessi orð og greinilegt að það er albest að kúra í rúmi og fá sögurn- ar lesnar fyrir sig. í dag kl. 15.30 kemur Furðu- leikhúsið í heimsókn á aðalsafn og flytur ævintýrið um Hlina kóngsson. Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrir börnin í Seljasafni kl. 14 og Möguleikhúsið sýnir Búkollu í Bústaðasafni kl. 15. mundsdóttir, og sr. Björn Jónsson, fyrrv. prófastur, þjónuðu fyrir alt- ari. Meðhjálpari og hringjari var Trausti Eyjólfsson. Meðal kirkjugesta voru sr. Geir Waage og hinn nývígði prófastur, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Að vel heppnaðri og hátíðlegri athöfn í kirkjunni lokinni bauð sóknarnefndin öllum kirkjugestum að þiggja veit- ingar í matsal Bændaskólans. * Operunni bjargað fyrir horn STJÓRNENDUR konunglegu bresku óperunnar hafa viður- kennt að hafa teflt á tæpasta vað til að knýja velunnara henn- ar til að taka upp veskin og koma henni til bjargar. Það varð hins vegar til þess að hreyfa við þeim og í síðustu viku tilkynnti óperustjórnin tveggja ára áætl- un til bjargar óperunni sem byggist á nokkur hundruð millj- óna króna framlögum. Aðeins sólarhring áður en tilkynnt var um aukaframlögin hafði Chadlington lávarður, for- maður óperustjórnarinnar, lýst því yfir við breska þingnefnd að vandi óperunnar væri nánast óyfirstíganlegur og hún á barmi gjaldþrots. Efnt var til skyndifunda, sem urðu til þess að velunnarar lögðu fram fé og lán til að bjarga rekstrinum næstu tvö árin. Konunglega óperan skuld- ar um fimm milljónir punda, rúmar 510 milljónir ísl. kr. og óttast stjórnendur hennar að skuldirnar verði orðnar um helmingi hærri í árslok 1999 en þá er ráðgert að óperan flytji aftur inn í nýuppgert húsnæðið í Covent Garden. Stjórnendur óperunnar við- urkenna að ástæða mikilla skulda hennar sé m.a. léleg áætlanagerð og of mikil eyðsia. Lögðu þeir ennfremur á það áherslu að þrátt fyrir auka- framlögin væri vandi óperunnar enn mikill. Covent Garden var lokað í júlí si. vegna endurbyggingar sem ráðgert er að kosti um 213 milljónir punda. Breska ríkis- stjórnin hefur raunar lagt til að konunglega óperan og breska þjóðaróperan verði undir sama þaki þegar húsnæðið verður tilbúið en ekki liggja fyt'ir neinar ákvarðanir í því sambandi. Stjórnendur bresku óperunn- ar eru afar lítt hrifnir af hug- myndinni sem þeir telja stefna listrænu sjálfstæði hennar og stuðningi „grasrótarinnar" við hana í voða. Hafa söngvarar og liljóðfæraleikarar við hana hafið mikla herferð til að koma í veg fyrir satnruna óperanna. Morgunblaðið/Ásdís EFTIR að hafa hlýtt á söng barna frá Laufásborg las borgar- stjóri ævintýri um Surtlu fyrir börnin og í umræðum á eftir kom fram að helst af öllu kysu þau að lesið væri fyrir þau uppi í rúmi. „Ég vil sitja í sófa þegar ég er að lesau Kynnum í dag nýju MODERN SKINCARE línuna frá Elizabeth Arden 15% kynniiigarafláttur HOLTSAPÓTEK Glæsibæ, s. 553 5213. Kœru viðskiptavinir! VEGNA starfsmannaferðar verður drjúgur hluti starfsmanna Smith & Norland staddur í Dublin á morgun, föstudag. Fyrirtækið verður samt opið en það verður fámennt í starfsmannaliðinu. Við biðjum ykkur að taka tillit til þess og sýna biðlund ef á það reynir. Bestu kveðjur, starfsfólk Smith & Norland. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Helgarferð tiljjðj* London 27. nóvember frá kr. 27.990 Nú seljum við síðustu sætin til London í haust, en síðasta ferðin okkar er þann 27. nóvember og við höfum fengið nokkur viðbótarherbergi á Regent Palace hótelinu, sem er frábærlega staðsett í hjarta London, á Piccadilly Circus. London er í dag eftirsóttasta höfuðborg heimsins og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 12.840 Flugsæti til London pr.manninn, m.v. 2 fyrir 1 frá mánudegi til fimmtudags, 24. nóvember. I tofr 1 Verð kr. 27.990 Regent Palce, 4 nætur, 27. nóv., 2 í herbergi með morgunverð. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 bC iÍJ /1 it#V ÍUjíIjJLí^ UV6 j V*" Í>ii óllÍG -íliiiii iííii Öi'iéfV ‘ÍUÍÍJÍÍ 1 IJjJltii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.