Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bruno Kress
fæddist í Selz í
Elsass 11. febrúar
1907. Hann lést á
heimili sínu í
Greifswald í Þýska-
landi 15. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Karl Kress, járn-
brautarstarfsmaður,
og Emma Kress, f.
Friedrichs. Var Bru-
no næstyngstur sex
systkina sem öll eru
látin. Hann ólst upp í
borginni Metz þar til
Elsass var sameinað Frakklandi
eftir fyrri heimsstyijöld og Þjóð-
verjum vísað úr landi. Fluttist
fjölskyldan þá til Berlínar og átti
þar heima síðan. Bruno lagði
stund á þýska og norræna mál-
fræði við Háskólann í Berlín og
árið 1932 fór hann til íslands í
stúdentaskiptum. Hann bjó á
heimili Sigurðar Thoroddsen,
landsverkfræðings og yfirkenn-
ara við Menntaskólann í Reykja-
vík, og Maríu konu hans, f. Claes-
sen. Sumarið 1935 varði hann
doktorsritgerð sína um íslenska
hljóðfræði í Berlín en kom aftur
til fslands og kvæntist árið 1936
Bruno Kress, prófessor í
Greifswald, andaðist á heimili sínu
þar í bæ 15. október sl. Hann var
fæddur í Metz í Elsass, sem taldist
þá til Þýskalands, en ólst upp í
Berlín frá 12 ára aldri. Þar lagði
hann stund á háskólanám í norræn-
um fræðum og hljóðfræði 1926-
1932, en hélt þá til íslands til að
rannsaka íslenskan framburð.
Hljóðfræði var þá ung vísindagrein,
og fáir höfðu á þessum tíma stund-
að rannsóknir á íslenskum fram-
burði. Bruno Kress kom fast á hæla
þeirra sem teljast mega helstu
brautryðjendur hér á því sviði,
Jóns Ofeigssonar og Stefáns Ein-
arssonar. Upp úr þessum rann-
sóknum samdi Bruno Kress dokt-
orsritgerð sína, Die Laute des
modernen Islándischen, sem kom
út í Berlín 1937 og hefir jafnan ver-
ið talin eitt af helstu ritunum um ís-
lenska hljóðfræði.
Þessa unga fræðimanns beið nú
allsérstakur æviferill eins og
margra landa hans af sömu kyn-
slóð. Bruno Kress ílentist hér nokk-
uð að loknu doktorsprófi og kvænt-
ist 1936 íslenskri konu, Kristínu
Thoroddsen kennara. Þau eignuð-
ust tvær dætur. Önnur þeirra dó
óskírð, hin er Helga Kress prófess-
or. Þau Kristín skildu eftír fárra
ára sambúð. Á þessum árum var
Bruno um skeið kennari í Mennta-
skólanum í Reykjavík og safnaði þá
miklu efni til íslenskrar málfræði,
en það fór forgörðum.
Skömmu eftir að heimsstyijöldin
skall á voru menn af þýskum upp-
runa á Islandi teknir höndum og
fluttir til Bretlands. Bruno Kress
var einn af þeim og sat í haldi á
eynni Mön nær öll stríðsárin, eða
'frá 1940 og fram á mitt ár 1944.
Þann tíma notaði hann til að semja
drög að íslenskri málfræði hjálpar-
gagnalaust og endurbætti síðan og
gaf út undir heitinu Laut- und For-
menlehre des Islandischen 1963.
Þetta varð þó rækilegasta hljóð- og
beygingarfræði íslensks nútíma-
máls sem samin hafði verið á
þýsku. Fyrir þetta rit fékk Bruno
Kress hina æðri doktorsgráðu og
hæfnisdóm til að taka við prófess-
orsembætti í Þýskalandi.
Fyrst eftir stríðið gegndi hann
einkum skólastjórastörfum í heima-
landi sínu (1945-1956), en þegar
hann var orðinn háskólakennari jók
hann enn allmiklu við verk sitt, og
upp úr því samdi hann þriðja höfuð-
rit sitt, Islándisehe Grammatik,
sem kom út 1982. Það er líklega
efnismesta yfirlitsrit sem til er um
málfræði íslensks nútímamáls. Auk
þessara heildarverka liggja eftir
Kristínu Önnu Thor-
oddsen, f. 4. des. 1904,
d. 15. júní 1988, hús-
mæðrakennara, og
stofnuðu þau heimili í
Reykjavík. Þau eign-
uðust tvær dætur,
aðra andvana fædda,
17. sept. 1937, og
Helgu, f. 21. sept.
1939, prófessor við
Háskóla Islands. Börn
hennar eru Már Jóns-
son, f. 19. jan. 1959,
sagnfræðingur, kvænt-
ur Margréti Jónsdótt-
ur, f. 6. mars 1966,
lektor í spænsku við Háskóla ís-
lands; og Kristín Anna, f. 7. júlí
1969, nemi í Þroskaþjálfaskólan-
um. Barnaböm Helgu eru fimm,
Ari, Bergþór og Snorri Mássynir;
og Gunnar Jón og Helga María
Kristinsbörn.
Á ámm sínum í Reykjavík vann
Bmno í Landssmiðjunni, var
þýskukennari við Menntaskólann
og kenndi í einkatímum. Tveimur
mánuðum eftir að Bretar hernámu
Island vorið 1940 var hann tekinn
fastur á heimili sínu og fluttur til
Bretlands ásamt öðmm þýskum
ríkisborgumm sem vora búsettir
hér á landi. Hann var í rúmlega
hann margar ritgerðir um íslenska
hljóðfræði, setningafræði og orð-
fræði, þar á meðal um erlend áhrif
á íslenskan orðaforða.
Bruno Kress réðst til háskólans í
Greifswald í Austur-Þýskalandi
(Emst-Moritz-Amdt-Universitát
Greifswald) 1956. Þar varð hann
einn af fyrstu forstöðumönnum
norrænustofnunar háskólans. Hon-
um voru falin margvísleg skipu-
lags- og endurbótastörf auk rann-
sókna og kennslu. Hann varð pró-
fessor í norrænum fræðum 1963 og
gegndi því embætti til 1972.
Af stjórnarfarsástæðum voru
sáralítil samskipti milli Greifswalds
og Islands um langa hríð, en allan
tímann helgaði Bruno Kress krafta
sína íslensku máli og bókmenntum.
Auk fræðistarfa vann hann stór-
virki sem túlkur og þýðandi. Hann
þýddi m.a. bækur eftir Halldór
Laxness, Ólaf Jóhann Sigurðsson,
Halldór Stefánsson og Tryggva
Emilsson og hlaut mikið lof fyrir
þýðingar sínar.
Síðast en ekki síst var Bruno
Kress áhrifamikill íslenskukennari.
Um það vitna nemendur hans á
glæsilegan hátt. Nokkrir þeirra
hafa komið hingað til Islands
altalandi á íslensku sem þeir lærðu
við fótskör meistara síns í Þýska-
landi. Þvflíkan árangur hefi ég ekki
vitað af íslenskukennslu í neinum
öðrum háskóla þar sem nemendur
hafa ekki átt kost á daglegri um-
gengni við íslenska menn. Eg hefi
með sjálfum mér kallað þetta „und-
rið í Greifswald". Nú er mikill hug-
ur í eftirmönnum Kress og nem-
endum hans að halda uppi merki
hans og gera veg íslensku og ís-
lenskra fræða sem mestan í háskól-
anum þar.
Eins og allt var í pottinn búið var
þess ekki að vænta að ég hefði mik-
il persónuleg kynni af Bruno Kress,
en ég á samt um hann góða minn-
ingu. Hann var mér bæði hlýr og
vinsamlegur og kunni vel að gera
að gamni sínu. Þegar við hittumst
fyrst iyrir um það bil aldarfjórð-
ungi, áttum við stund saman yfir
kaffibolla hér á Hótel Sögu. Þá
sagði hann mér í léttum tón frá því
hvemig bókin sem ég gat um áðan,
Laut- und Formenlehre des Islánd-
ischen, varð til og bætti svo við:
„Eg var að hugsa um að tileinka
hana Elísabetu Englandsdrottn-
ingu með þakklæti fyrir gestrisn-
ina. Eg hefði aldrei skrifað þessa
bók ef ég hefði ekki setið svo lengi í
fangelsi hennar hátignar."
Síðan sagði hann mér frá því að
hann var sendur til Þýskalands
þegar hann var leystur úr prísund-
fjögur ár í fangabúðum Breta,
lengst í Ramsey á eyjunni Mön. I
lok ágústmánaðar 1944 var hann
látinn laus í fangaskiptum og
sendur til Þýskalands þar sem
hann var síðustu mánuði stríðs-
ins. Hann átti ekki afturkvæmt til
fjölskyldu sinnar á Islandi og þau
Kristúi skildu árið 1950. Á ámn-
um 1945 til 1956 var Bruno kenn-
ari á ýmsum stöðum við Eystra-
salt og skólastjóri í bænum
Redewisch, en sfðan prófessor í
norrænum fræðum við Háskólann
í Greifswald þar til hann lét af
störfum fyrir aldurssakir. Hann
kvæntist öðm sinni Margarete, f.
Peetske, f. 1916. Dætur þeirra
em Elke, f. 25. mars 1950, og
Anke, f. 9. nóv. 1951. Sonur Marg-
arete af fyrra hjónabandi er
Wolfhard Machmúller, f. 12. nóv-
ember 1939. Bmno Kress helgaði
íslandi starfskrafta sína. Hann
ritaði mikið um íslenskt mál og
þýddi fjölda íslenskra bók-
menntaverka á þýsku, m.a. eftir
Halldór Laxness, Ólaf Jóhann
Sigurðsson, Tryggva Emilsson og
Svövu Jakobsdóttur. Hann kom
nokkmm sinnum i heimsókn til
Islands á síðari ámm, var sæmd-
ur riddarakrossi hinnar islensku
fálkaorðu árið 1978 og heiðurs-
doktorsnafnbót við heimspeki-
deild Háskóla íslands árið 1986.
Bálför Branos var gerð í
Greifswald 21. október síðastlið-
inn og verður aska hans jarðsett
þar f dag.
inni og lenti í þeim hluta landsins,
sem síðar varð Austur-Þýskaland.
Ekki meira um það. En handritið
að bókinni, var af einhverjum
ástæðum látið fara til Islands.
Þannig varð höfundurinn viðskila
við verk sitt. Löngu síðar barst
honum sending frá Islandi og hafði
þá legið mánuðum saman í tollvöru-
skemmu í Hamborg. Þar var þá
handritið komið, og ekki einsamalt.
Einhver heima á Islandi, sem hugs-
aði hlýtt til höfundar, hafði af um-
hyggjusemi látið lítils háttar glaðn-
ing fylgja, svo sem einn eða tvo
kaffipakka og eitthvað af harðfiski.
Þetta var auðvitað kærkomin send-
ing, en viðtakandinn hafði sérstak-
lega gaman af því, að handritið var
orðið breytt síðan hann skildi við
það í Bretlandi; nú angaði það af
harðfiski upp frá þessu.
Baldur Jónsson.
Nafn þessa manns rakst ég fyrst
á þegar ég fletti gömlu Skólablaði
úr Menntaskólanum í Reykjavík
frá árinu 1940. Það var kennara-
brandari um málfar. Þýskukennar-
inn Bruno Kress átti að hafa skilið
tiltekið orðalag svo, að piltur og
stúlka töluðu ekki saman í einrúmi,
heldur í einu rúmi.
Tæpum áratug seinna benti mál-
fræðikennari í Háskólanum okkur á
litla bók um hljóðfræði eftir sama
mann, og eftir fáein ár í tilbót var
Helga dóttir hans komin í íslensku-
deildina. Um líkt leyti fréttist að
hann væri orðinn forstöðumaður
norrænnar deildar við háskólann í
Greifswald í Austur-Þýskalandi og
bjástraði við að koma þar á ís-
lenskukennslu.
Vorið 1961, þegar ég var tæplega
þrítugur og hafði nýlokið prófi í ís-
lenskum fræðum, komu þrír menn
að máli við mig um sama erindi:
hvort ég vildi prófa að gerast sendi-
kennari í íslensku hjá prófessor
Bmno Kress í Greifswald. Þetta
voru Alexander Jóhannesson fv.
háskólarektor, Bjöm Sigfússon há-
skólabókavörður og Einar Olgeirs-
son alþingismaður.
Þar sem þá var ekki komið
stjómmálasamband milli Austur-
Þýskalands og íslands, fór Brano
þá leið að skrifa fyrrum kennara
sínum, skólafélaga, og síðan þeim
manni sem öðrum fremur hafði
annast milligöngu við þetta ríki í
stað stjórnvalda, og spyrja: Vitið
þið um ungan íslenskufræðing sem
kynni að vilja spreyta sig á þessu
verkefni? Eftir talsverðar vanga-
veltur sló ég til um haustið og
kenndi við háskólann í Greifswald
fi-am undir jól næsta ár.
Bretar handtóku Brano eins og
flesta Þjóðverja vorið 1940. Sagt
var að Pálmi rektor hefði í fyrstu
vísað hermönnunum burt þegar
þeir komu upp í Menntaskóla að
sækja hann. Hann sat í fangabúð-
um Breta á eynni Man fram á mitt
árið 1944. Þá var hann ásamt ýms-
um öðram látinn laus í fangaskipt-
um. Eg undraðist að heyra hann
segja, að samkvæmt reglum Rauða
krossins um stríðsfanga hefði hann
ekki verið sendur á víglínuna, held-
ur látinn vinna við birgðaflutninga
að baki hennar. Að menn virði
þessháttar Ordnung í hernaðarsið-
ferði í miðjum blóðugum hildarleik
er íslendingi heldur framandi.
Eg hafði heyrt misjafnlega látið
af Brano áður en ég fór. Sumir
sögðu að hann hefði verið bölvaður
nasisti fyrh- stríð, en væri nú orðinn
enn bölvaðri kommúnisti. Að minni
hyggju vora stjórnmál lítið annað
en nauðsynlegt aukaatriði fyrir
Brano. Mér er nær að halda að
hann hefði aldrei gengið í stjórn-
málaflokk, ef hann hefði ekki talið
sig tilneyddan vegna þeÚTar póli-
tísku þrúgunar sem hann þurfti við
að búa alla starfsævi sína. Ungur
maður sem ætlaði sér einhvern
frama á fjórða áratug, varð amk. að
þykjast vilja ganga í nasistaflokk-
inn, og nokkumveginn hið sama
átti við um sósíalíska Einingar-
flokkinn á sjötta áratug.
Málfræði og bókmenntir vora
hans yndi, og hann mun ekki frekar
en Galilei hafa talið eftir sér opin-
berar játningar, ef það mætti verða
til þess að hann gæti stundað hugð-
arefni sín í sæmilegum friði. Við
sem aldrei höfum kynnst beinum
terror á eigin skinni, ættum að fara
varlega í að setja upp heilagan
vandlætingarsvip og úthrópa slíka
menn sem tækifærissinna. Ekki er
víst að við hefðum staðið okkur hót-
inu betur. Aldrei viðurkenndi hann
að vísu pólitískar efasemdir sínar
beram orðum í mín eyra, en hann
átti til að gera tvíræðar og kald-
hæðnislegar athugasemdir, ekki
síst á íslensku og undir fjögur
augu.
Á minni tíð stóð hann í ströngu
við bæði undirmenn sína og yfir-
völd menntamála. I honum toguð-
ust á metnaður embættismannsins
og ástríða vísindamannsins. Hann
var fræðimaður af gamla skólanum
sem heimtaði reglu og vísindaleg
vinnubrögð. Hann vildi að deildin
sinnti málvísindum, en hinir litu svo
á, að þarna ætti einkum að þjálfa
topplið fyrir væntanlega utanríkis-
þjónustu á Norðurlöndum, þegar
Austur-Þýskaland hefði hlotið við-
urkenningu á alþjóðavettvangi.
Fæstum verðandi diplómötum
fannst mikið til um málvísindi, en
Bruno þótti þeir lélegir fræðimenn.
Hann varð þó á endanum að beygja
sig að mestu.
Það var á hinn bóginn þroskandi
fyrir mann nýskriðinn frá prófborði
að kenna íslensk fræði undir eftir-
liti Bruno Kress, og mörg notaleg
stund var heima hjá þeim Margréti.
Eg þykist hafa lært töluvert af hon-
um bæði í þýsku og jafnvel íslensku
og búið að því síðan. Hann gat verið
næmur á minnsta mállýskumun
þegar hann hitti Islendinga, og
hann hafði eigin skoðanir á bókum.
Honum fannst til dæmis Kristmann
Guðmundsson hafa verið vanmet-
inn sem sagnamaður, og hann hafði
mikið dálæti á skáldinu Jónasi Guð-
laugssyni sem ég hafði þá naumast
heyrt nefndan.
Island, þjóð og tunga vora hans
meginástríða. í fangavistinni sagð-
ist hann hafa átt það til að skrifa
málfræðiathuganir sínar á salernis-
pappír, ef skortur varð á öðra
bréfsefni. Hann átti einkum sínar
Ijúfu stundir þegar honum gafst
tóm til að sinna þessum hugðarefn-
um, hvort heldur við rannsóknir á
málfai'i eða þýðingu skáldverka og
fræðirita. Hann var um þetta leyti
byrjaður að velta fyrir sér nýrri
þýðingu á Sjálfstæðu fólki Halldórs
Laxness, og þar voru mörg álita-
málin. Ærin átti sín von: ekki dugði
að nota sögnina „werfen“ eins og
áður hafði verið þýtt.
BRUNO
KRESS
Þrátt fyrir hið eindregna vinar-
þel var hann engan veginn blindur
á suma eiginleika Islendinga þegai'
þeir reyndu að ganga á lagið. Um
jólin fór ég í heimsókn til samland-
anna mörgu suður í Leipzig. „Það
held ég verði nú meira svallið“,
sagði Brano. Þar vildu menn auð-
vitað halda mér langt fram yfir
nýár, og Hjörleifur Gutt. sendi
Brano skeyti og bað um framleng-
ingu á orlofinu vegna „knýjandi fé-
lagslegra vandamála“ í nýlendunni.
Skeyti kom um hæl: „Eg framlengi
leyfið ekki. Prof. Dr. Kress Direkt-
or.“ Ekki voram við alltaf sammála
um persónur. Eitt sinn skákaði ég
því að vinur hans Einar Olgeirsson
hefði góða skoðun á tilteknum
manni. „Já, þið erað allir góðir hjá
honum Einari! En lengi skal mann-
inn reyna!“
Hann var í rauninni auðsærður,
ekki síst ef honum fannst Islend-
ingar ganga fram hjá sér. Ég kom í
það mund sem Háskóli íslands hélt
upp á 50 ára afmæli sitt. Brano
þótti dapurlegt að háskólinn skyldi
ekki hefja sig upp yfir stjórnmálin
og bjóða honum að taka þátt í há-
tíðinni eins og til dæmis dönskum
skólafélaga hans frá Islandi, Chr.
Westergaard-Nielsen. Honum var
sá heiður því kærkomnastur þegar
háskólinn gerði hann loks að heið-
ursdoktor á 75 ára afmæli sínu
1986.
Honum féll það án efa þungt þeg-
ar við fjölskyldan gáfumst upp á
vistinni eftir aðeins rúmt ár. Þrem
áratugum seinna gat ég rakið það í
skjalasafni háskólans hversu hann
hafði mátt berjast fyrir því að fá að
ráða íslending, og síðan hversu
hann þurfti að útskýra, að maður-
inn skyldi ekki vilja vera lengur.
Enn verra var samt að ég skyldi
skömmu síðar gerast sendikennari
hjá höfuðóvininum, Freie Uni-
versifat í V-Berlín. Fyrram nem-
endur okkar sögðu mér löngu
seinna að ég hefði þá í Norrænu
stofnuninni verið kallaður „svikari
við málstað verkalýðsins" og pró-
fessor Kress tekið undir það. Ekki
var honum láandi. Hvað annað gat
hann svosem gert?
Hann rifjaði ósjaldan upp gam-
anmál frá Islandsdvölinni. Einu
sinni gisti hann hjá silfurhærðum
bónda sem byrjaði á að spyrja,
hvort hann kynni Málið með stór-
um staf. Eftir kvöldmatinn dró
bóndi fram ættfræðibækur sínar
þar sem hann hafði rakið ætt sína
til Óðins konungs í Uppsölum: „Ná-
granni minn hefur að vísu rakið
sína ætt allar götur til Adams og
Evu. En það tel ég óvísindalegt,“
sagði bóndi. Þýskir námsmenn á
fjórða áratugnum reyndu oft að
drýgja naumar tekjur sínar á ís-
landi með því að kenna þýsku í
einkatímum. Konur sóttu ekki síður
í slíka kennslu. Kunningi hans
kenndi eitt sinn stúlku af þvílíkum
ákafa að legubekkurinn brotnaði
undan þeim. „Og hvað gerðirðu
þá?“ - „Ég hélt áfram að kenna
þýsku.“
Þrír áratugir liðu áður en ég kom
aftur til Greifswald. Þá var Brano
orðinn 84 ára, næstum blindur og
harla þungfær. En umhyggjan fyrir
íslensku máli var söm við sig. Ég
hringdi strax fyrsta kvöldið til að
vita hvort og hvenær ég mætti
koma í heimsókn. Þegar hann kom í
símann fékk ég þessa dæmigerðu
íronísku heilsun: „Komdu sæll,
Árni minn, talar þú ennþá ís-
lensku?"
Ámi Bjömsson.
í dag verða bornar til moldar í
Greifswald í Þýzkalandi jarðneskar
leifar Brunos Kress, fyrrverandi
prófessors í norrænum fræðum við
háskólann þar. Með Bruno Kress
er genginn einn helzti oddviti ís-
lenzkrar menningar í Þýzkalandi á
þessari öld. Ungur hóf hann rann-
sóknir á íslenzkri tungu, og liggja
eftir hann merkar bækur og rit-
gerðir um það efni, - grundvallar-
rit, sem menn munu seint hætta að
sækja fróðleik til, bæði hér í Þýzka-
landi og annars staðar.
En þó að Brunos Kress verði