Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 4x !
AÐSEIMDAR GREINAR
Til vamar vemdar-
samtökum
JÓNAS Haraldsson
starfsmaður og sjálf-
skipaður talsmaður (?)
LÍU sendi Áma Finns-
syni, einum talsmanna
Náttúruverndarsam-
taka íslands, tóninn í
Mbl. 7. nóvember. í
greininni fullyrðir Jón-
as að Árni sé úlfur í
„sauðargæru innan um
nytsama sakleysingja"
- þ.e. að hann sé enn
á mála Greenpeace Int-
emational og reki enn
leynt og ljóst áróður
fyrir þau samtök - og
beinir því til Náttúru-
verndarsamtaka ís-
lands að „hugleiða það í alvöru
hvort þau ættu ekki að losa sig við
þennan sjálfskipaða talsmann sinn
áður enn hann veldur þeim meiri
skaða með misnotkun á nafni Nátt-
úruvemdarsamtaka íslands“.
Ámi getur vafalaust svarað fyrir
sig sjálfur. Mig langar þó að leggja
orð í belg bæði fyrir þær sakir að
grein Jónasar bendir til óvanalegrar
mannfyrirlitningar og lítilsvirðingar
á frjálsum félagasamtökum (nyt-
samir sakleysingjar!) sem og hitt
að ég hef lengi ætlað mér að senda
kveðju og hvatningarorð til Nátt-
úruverndarsamtakanna. Tek jafn-
framt fram að mér er ekki á nokk-
urn hátt uppsigað við Jónas Har-
aldsson.
Ef beitt er þeirri samsærishugsun
er fram kemur í greininni má leiða
að því getum að Jónas tali ekki frá
eigin bijósti heldur fyrir hönd LIU
og að grein hans beinist ekki einung-
is að Árna Finnssyni, einum af
kjörnum stjómannönnum Náttúm-
vemdarsamtaka íslands, heldur beri
að skilja hana sem dulbúna hótun
LÍÚ gagnvart þessum ungu samtök-
um sem þegar hafa vakið verðskuld-
aða athygli fyrir skelegga og mál-
efnalega framgöngu. Skilaboðin
gætu verið eitthvað á þessa leið: Þið
megið okkar vegna skrifa um há-
lendi og háspennulínur, en ekki voga
ykkur að fara að skipta ykkur af
alþjóðlegum umhverfísmálum, hvað
þá málum er varða nýtingu auðlinda
hafsins.
Ég er sammála því að eitt af
mikilvægustu málefnum Náttúra-
verndarsamtakanna nú um stundir
er að vekja athygli almennings og
fjölmiðla á og tryggja eðlilega um-
fjöllun um innlend umhverfismál,
svo sem um mikilvægi ósnortinna
víðerna, nauðsyn þess að taka tillit
til ólíkra sjónarmiða þegar hálendið
er skipulagt og raflínur lagðar,
hvetja til gagnrýninnar umræðu um
orku- og stóriðjustefnu stjórnvalda,
landnýtingarstefnu, ofbeit og upp-
blástur - af nógu er að taka.
Snorri
Baldursson
Frá stofnun hafa
samtökin verið óþreyt-
andi í því hlutverki sínu
að vera „málsvari um-
hverfis- og náttúra-
verndarsjónarmiða“ og
„veita stjómvöldum og
framkvæmdaaðilum
gagnrýnið aðhald“.
Þau hafa vakið athygli
almennings, stjórn-
málamanna og fjölm-
iðlafólks á ýmsum inn-
lendum málefnum og
framkvæmdum sem
orka mikils tvímælis,
sbr. Búrfellslína 3A, en
hafa fengið að ganga
fram óáreittar um
langt skeið vegna þess kaldastríð-
sanda og allt að því skoðanakúgun-
ar, sem ríkt hefur í þjóðfélaginu
gagnvart náttúruverndarsjónarmið-
um, náttúraverndarfólki og ekki
síst alþjóðlegum umhverfisverndar-
samtökum. Þetta ríkjandi viðhorf
hefur því miður náð tilgangi sínum
og þaggað niður í mörgu skynsömu
fólki sem veit betur en nennir ekki
Það skyldi því aldrei
vera, segir Snorri
Baldursson að íslend-
ingar og þar með LÍÚ
ættu oftar en ekki sam-
leið með slíkum
samtökum?
að fá yfir sig úr grútardöllum í fjöl-
miðlum, eða tekur ekki áhættuna
að fá á sig stimpil „öfgamannsins"
og vera neitað um vinnu af þeim
sökum. Eins hefur þetta viðhorf að
því er virðist valdið því að fáir
fréttamenn hafa lagt sig eftir að
kynna sér umhverfismál og stefn-
umið umhverfisverndarsamtaka til
nokkurrar hlítar eða lagt í að halda
náttúruverndarsjónarmiðum á lofti
til samræmis við önnur sjónarmið.
Þvert á móti era þess dæmi að
fréttamenn hafi tekið mjög ein-
dregna afstöðu gegn slíkum sjón-
armiðum.
Þetta er slæmt, veralega slæmt.
Ekki vegna þess að náttúraverndar-
fólk og umhverfisvervemdarsamtök
séu heilagar kýr sem alltaf hafi rétt
fyrir sér, heldur vegna þess að það
era ævinlega tvær eða fleiri hliðar
á öllum málum sem þarf að skoða
svo farsæl lausn fáist. Einhæfur
söngur hagsmunaaðila, fjölmiðla, að
ekki sé talað um stjórnmálamanna
sem fólk tekur mark á og virðir,
hefur valdið því að þjóðin er afar
illa upplýst um umhverfismál, hefur
PAOLA
SVART/HNOTA
PAOLA
HNOTÁ
Áklæði eftir vali
Stgr.verð 37.810 kr.
á þeim illan bifur og granar tals-
menn slíkra sjónarmiða um græsku.
Bábiljur af ýmsu tagi hafa verið
ráðandi í umræðunni, sbr. að hvalir
séu að éta okkur út á gaddinn, að
byggðaröskun sé einungis umhverf-
isvemdarsamtökum að kenna, að
Greenpeace (alias Árni Finnson)
hafi samþykkt hvalveiðibann við ís-
land á sínum tíma og hleypt þeim
málum öllum í þann hnút sem þau
era í. Rödd Náttúraverndarsamtak-
anna er því sem hressandi vindblær
í andrúmslofti hjáfræði og þröng-
sýni.
Það er ekki rétt sem Jónas Har-
aldsson gefur í skyn að Árni Finn-
son fari út fyrir ramma Náttúru-
verndarsamtakanna með því að
ræða alþjóðleg umhverfismál og
samskipti íslendinga við alþjóðleg
umhverfisverndarsamtök. Þvert á
móti era það markmið samtakanna
að: „efla samstarf við systursamtök
erlendis", „færa alþjóðlega umræðu
nær almenningi", „stuðla að því að
stjórnvöld virði alþjóðlegar skuld-
bindingar í umhverfismálum", svo
dæmi séu tekin úr stefnuyfirlýsingu
þeirra.
Flestir telja að umhverfismál
verði mál málanna í alþjóðlegri
umræðu næstu ár og áratugi. Nátt-
úruverndarsamtökin hafa náð að
setja fingurinn á púls þeirrar um-
ræðu. Ekki síst þess vegna bind ég
miklar vonir við starfsemi þeirra.
Það er nauðsynlegt að íslendingar
fái að kynnast alþjóðlegri umræðu
um umhverfismál frá mörgum sjón-
arhornum og geti tekið þátt í henni
á grundvelli víðtækrar þekkingar
og víðsýni, en máli sig ekki með
hræðsluáróðri út í horn sérhags-
muna og fáviskulegs þjóðarremb-
ings. íslendingar verða vissulega
að tryggja hagsmuni sína til lands
og sjávar og standa fast á rétti sín-
um til að nýta auðlindir á skynsam-
legan hátt. Grandvallarskilyrðið er
þó að þjóðarhagsmunir séu metnir
til langrar framtíðar og með marg-
vísleg sjónarmið í huga. Á aðal-
fundi LIU benti Kristján Ragnars-
son á að ,fyrir okkur íslendinga er
vernd hafsins gegn mengun öllu
öðra mikilvægari“. Mörg umhverf-
isverndarsamtök hafa barist ötul-
lega gegn sjávarmengun. Það skyldi
því aldrei vera að Islendingar og
þar með LÍÚ ættu oftar en ekki
samleið með slíkum samtökum?
Höfundur er líffræðingvr.
Ll STAKÖKKAR TOl jfe
^ Jr Q<3 DÁSAMUGUR MATUR !
& elskaðu
Hlboðsréttir:
Þessi er sælgæti:
HYÍTLAUKS-
PASTA
meö ristuöum humri
og hörpuskel
AÐEINS KR. 1290,-
Barbequegrilluð
GRÍSA-
LUND
meö kaldri grillsósu
og rauölauksmarmelaöi
AÐEIHS KR. 1390,-
HLAÐBORÐ
SÆLKERANS
Frjálst val:
Súpa, salatbarog heitur
matur, margar tegundir.
KR.790/
Grillaður
LAMBA-
VOÐVI
meö bakaöri kartöflu
og bemaisesósu
AÐEIHSKR. 1490,-
Húnerengri likþessi
LÚÐU-
PIPARSTEIK
með hvítlauks-
og Pemod-rjóma
AÐÐHS KR. 1390,-
(TniýfaUá i ofumjreindum réttiun er rfómulikjuá
sneftfmsúfMy 'jjölbreyttur salatlmrinn otj hinn
ómóMœáiletji ixhor á eflir.
Glóðuð
KJÚKLINGA
BRINGA
meö engifer
og hunangi
AÐHNSKR.139q-
Ttlboð öll kvöld POTTURINN
og um helgar. OG
ÚÁOPHNI
Bamamatseðill
fyrir smáfólkið!
C^.
BRflUTfiRHOLTI 22
SÍMI 551-1690
Frábærir stólar frá Rossetto
rnpjlhúsgögn I
I 1 1 Jr Ármúla 44
Sfmi 553 2035
--m
mnnegi
GROHE
■---
RwblUIIIUQ
% E3
HaadlaagarUeki, bað- eia
startatcki •§ startasett
C'
Verð:
Tæki nr. 1, 6 og 4 kr. 14.921 -tilboð 003 0001
Tæki nr. 1, 2 og 4 kr. 17.596 -tilboð 003 0002
Tæki nr. 1, 3 og 4 kr. 19.721 -tilboð 003 0003
Tæki nr. 5, 6 og 4 kr. 15.945 -tilboð 033 0005
Tæki nr. 5, 2 og 4 kr. 19.174 -tilboð 033 0005
Tæki nr. 5, 3 og 4 kr. 22.421 -tilboð 033 0006
%
<3
Metro-Normann
og eftirtaldir útsölustaðir -sama verð allsstaðar.
OPIÐ TIL KL 21 ALLA DAGA
Hallarmúla 4 ♦ Sími 553 3331 ♦ Fax 5812664
Metro Málningarþjónustan,
Akranesi
Metro Vörunes, Borgarnesi
Virkið, Rifi
Verslunin Hamrar, Grundarfirði
KEA, Lónsbakka
K.Þ., Húsavík
Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum
Stálbúðin, Seyðisfirði
Byggt og flutt, Neskaupstað
Nýjung, Eskifirði
Kf. Fáskrúðsfjarðar
KASK, Djúpavogi
KASK byggingavörudeild, Höfn