Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogafundur La Francophonie hefst í Víetnam á morgun Lagt að Chirac að taka upp mannréttindamál Reuters TRAN Duc Luong, forseti Víetnams (t.v.), kynnir Jacques Chirac Frakklandsforseta fyrir ráðherrum í stjórn landsins við komu hans til Hanoi í gær. Óvíst hvers vegna bátur Bastesens sökk Ósló. Morgunblaðið. EKKI er enn vitað hvers vegna hvalveiðibátur norska þing- mannsins og hvalveiðimannsins Steinars Bastesen sökk. Báti Bastesens var sökkt í höfninni í Br0nn0ysund á þriðjudagskvöld og í gærkvöldi hafði hann enn ekki náðst upp. Hvalavemdun- arsinninn Paul Watson lýsti því yfir í gær að að „hvalavinir" hefðu verið að verki og sjálfur er Bastesen sannfærður um að skemmdarverk hafi verið unnin á bátnum. Bastesen hafði verið að vinna í bát sínum, „Maurildi" nokkrum klukkustundum áður en hann sökk og var hann í góðu lagi enda nýskoðaður. „Eitthvað óvenjulegt hlýtur að hafa gerst því báturinn sökk á afar skömmum tíma,“ sagði Bastesen í samtali við Aften- posten. „Maurildi“ er skráður hvalveiðibátur en sl. tvö ár hef- ur Bastesen einungis stundað fiskveiðar á honum. Vitni segjast hafa séð til dul- arfullra mannaferða í höfninni skömmu áður en „Maurildi" sökk en eðlilegar skýringar hafa fengist á skipaferðum um höfn- ina sem sumar hverjar þóttu dularfullar. Sagði Peter Angelsen sjávar- útvegsráðherra í gær að þar sem svo virtist sem náttúru- vemdarsinnar hefðu sökkt bátn- um, væri þörf á aukinni lög- gæslu í Noregi. Kvað ráðherr- ann það afar mikilvægt að kom- ist yrði að því hverjir hefðu ver- ið að verki og að þeim yrði refs- að. Breski Verkamannaflokkurinn gagnrýndur Lög um fjármögmm flokka endurskoðuð Hauoi. Reuters. FRÖNSK samtök, sem láta mann- réttindi í Víetnam til sín taka, hvöttu í gær Jacques Chirac Frakklandsforseta til að taka upp mannréttindamál þar í landi og öðrum ríkjum Samtaka frönsku- mælandi ríkja, La Francophonie, á leiðtogafundi samtakanna, sem hefst í víetnömsku höfuðborginni, Hanoi, á morgun. Tekið var á móti Chirac með mikilli viðhöfn er hann kom til Hanoi í gær í opinbera heimsókn en hann ráðgerði að nota tvo daga fyrir leiðtogafundinn til þess að ferðast um landið og ræða við ráða- menn og kaupsýslumenn, auk þess að undirrita fjölda samninga um viðskipti og þróunaraðstoð. Víet- namar eiga meiri samskipti við Frakkland en nokkurt annað Evr- ópuríki, bæði hvað varðar fjárfest- ingar, verslun og þróunaraðstoð. Áður en hann hélt frá París af- hentu forsvarsmenn Mannrétt- indanefndar Víetnams Chirac skjal sem tugir listamanna undirrituðu. Þar voru hann og leiðtogar ann- arra ríkja La Francophonie hvattir til þess að leiða ekki mannréttinda- mál hjá sér á leiðtogafundinum. Gerð var grein fyrir afdrifum fjölda nafngreindra samviskufanga í Víetnam; fólki sem situr inni fyrir stjómmálaskoðanir og vegna trú- arbragða sinna. Embættismenn og stjómarerind- rekar sögðu að Chirac myndi taka mál samviskufanga upp í viðræðum við víetnamska ráðamenn, einkum og sér í lagi þeirra sem mannrétt- indasamtökin tilgreina. Vart væri við því að búast að hann myndi ræða mannréttindamál við opinber tækifæri. Chirac tók mál samvisku- fanganna upp í viðræðum sínum við Tran Duc Luong forseta í gær og búist var við að hann ræddi þau einnig við Phan Van Khai forsætis- ráðherra og Do Muoi aðalritara ví- etnamska kommúnistaflokksins. Þá hugðist franski utanríkisráð- herrann, Hubert Vedrine, afhenda Helsinki. Morgunblaðið. SPÁDÓMAR um endalok hins formlega norræna samstarfs hafa verið viðloðandi þing Norðurlanda- ráðs undanfarin ár, en þeir spá- dómar hafa ekki ræst. Nú er til- vistarkreppa ráðsins gengin yfir að mati Geirs H. Haardes, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Með endur- skipulagningu ráðsins eru þingin orðin spegilmynd pólitískrar um- ræðu í löndunum fimm og þing- mönnum gefst tækifæri til að bera saman bækur sínar og við ráðherra landanna sem fjölmenna á þingið. Allt þetta gefur þinginu aukið vægi og myndar grunn að pólitísku sam- starfi landanna þar sem öryggis- og varnarmál eru ekki lengur bannorð. Hin norðlæga vídd Á þinginu hefur töluvert verið rætt um hina norðlægu vídd í Evr- ópusambandinu, ekki aðeins sem slagorð, heldur sem hugmynd, er gæti skilað jafn áþreifanlegum ár: angri og fjármagni til norðursins. I samtali við Morgunblaðið segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra að hugmyndin að baki þessu heiti sé kannski ekki sérlega skýr, en markmiðið sé að reyna að fá ESB frekar en áður inn í samstarfið í þessum heimshluta, eins og Norð- urlöndin hefðu þegar áorkað hvað varðaði samstarf við Rússland, Bandaríkin og Kanada. Á þessu hefðu bæði íslendingar og Finnar sérstaklega mikinn áhuga. Þar með hnikaðist áhugi ESB vonandi norður á bóginn til mótvægis við hið öfluga svæðasam- víetnömskum starfsbróður sínum, Nguyen Manh Cam, lista með nöfnum 40 andófsmanna sem frönskum yfirvöldum er sérstak- lega umhugað um. Munu þar m.a. vera nöfn þeirra sem frönsku Ví- etnamsamtökin tilgreina. Chirac mun á morgun setja leið- togafund samtaka frönskumælandi ríkja en hann stendur yfir til sunnudags. Fundurinn markar tímamót í sögu samtakanna, sem fyrst og fremst hafa verið sam- starfsvettvangur á sviði menning- armála til þessa, og ætlunin að gera La Francophonie að málsmet- andi samtökum á sviði alþjóða- stjórnmála. Ráðinn verður fram- kvæmdastjóri í fyrsta sinn og hef- ur náðst nokkuð góð samstaða meðal ríkjanna 49 um Boutros Boutros-Ghali, sem lét af starfi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um síðustu áramót. Boutros-Ghali nýtur áhrifa Franska er að vísu ekki móður- mál Boutros-Ghali en hann er flug- starf, sem Miðjarðarhafslöndin héldu uppi í ESB og vonandi rynni þá eitthvað af því fé, sem ætlað væri til svæðasamstarfs norður á bóginn. Stofnun Barentshafsráðsins er hluti af því svæðasamstarfi, sem Norðurlandaráð hefur sérstakan áhuga á. Halldór segir að meira hafi komið út úr því samstarfi, en hann hafi gert ráð fyrir, meðal annars vegna þess hve samstarfið þar við Rússa sé mikilvægt. Bæði stækkun NATO og ESB þrýsti á um aukið samstarf, bæði á áðurnefndu svæði og við Eystrasalt. Engin bannorð lengur Á þinginu varpaði Geir H. Haarde fram þeirri hugmynd að komið yrði á formlegri utanríkisráð- herranefnd. í samtali við Morgun- blaðið sagði Geir að ráðherramir hittust reyndar oft, en með nefnd yrði hægt að koma á stofn skrif- stofu sem gæti unnið í einstökum málum sem uppi væru. Formleg nefnd gæti einkum komið sér vel fyrir Islendinga og Norðmenn, sem væru utan ESB þegar ráðherramir hittust fyrir ESB-fundi. mæltur á frönsku, hefur verið bú- settur í París lengi og kemur frá þróunarríki en þrír fjórðu aðOdar- ríkja La Francophonie era þróun- arríki, einkum mið- og vestur- afrísk. Hann er fyrrverandi vara- forsætisráðherra Egyptalands og var í fimm ár framkvæmdastjóri SÞ. Þykir hann njóta pólitískra áhrifa sem samtöldn þurfi á að halda til þess að geta styrkt stöðu og eflt pólitíska ímynd sína á heimsvísu. Um tíma leit út fyrir að keppni um framkvæmdastjórastólinn stæði milli Boutros-Ghali og Emile Derlines Zinsou, fyrrverandi for- seta Beníns, en hann hefur dregið framboð sitt til baka. Frakkar með Chirac í broddi fylkingar hafa beitt sér fyrir kjöri Boutros-Ghali en Chirac var einn helsti baráttumað- ur þess í fyrra að hann yrði fram- kvæmdastjóri SÞ annað kjörtíma- bil en varð þá að láta í minni pok- ann er Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn endurráðningu hans. Á þinginu kom til orðaskipta Geirs og Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Alþýðubandalagsins, því flokkahópur Steingríms hafði lagt til að endurskoðuð yrði afstaða landanna til beitingar viðskipta- banns á alþjóðlegum vettvangi. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem Geir á sæti í, frestaði afgreiðslu þessarar tillögu. Geir sagði það skoðun sína að það væri varhugavert að taka þessa til- lögu upp nú, meðan deilan við írak stæði yfir. Einnig bæri að hafa í huga að öll löndin væra bundin lagaskyldu um að framfylgja við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Orðaskipti þeirra Geirs og Stein- gríms era angi af þeirri flokkavæð- ingu sem orðið hefur í Norðurlanda- ráði og sem hefur hleypt pólitísku lífi í umræðuna þar. í samræmi við það mættu varnarmálaráðherramir norrænu nú í fyrsta skipti á þingið. Geir sagði þetta tvímælalaust gagn- legt og í samræmi við breytta tíma. Nú lagði meirihlutinn í forsætis- nefnd þingsins fram ályktun um ör- yggis- og vamarmál, sem reyndar var ávöxtur margs konar málamiðl- Lundúnum. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að tímabært væri að taka fyrirkomulag fjár- mögnunar stjómmálaflokka til endurskoðunar og kvaðst hafa falið opinberri eftirlitsnefnd að leggja fram tillögur um lagabreytingar fyrir næsta sumar. Stjóm Blairs hefur sætt gagnrýni síðustu daga vegna frétta um að Bemie Ecclestone, brezki auðkýf- ingurinn sem stýrir rekstri Form- úlu 1-kappakstursins, hefði látið Verkamannaflokknum í té eina milljón punda fyrir þingkosningam- ar 1. maí. Talsmenn flokksins hafa tilkynnt að allri fjárhæðinni verði skilað í kjölfar deilu um ákvörðun ana að sögn Geirs, en þó vísast bara einn liður í vaxandi samstarfi á þessu sviði og markaði tímamót í starfsemi ráðsins. Með henni kæmi skýrt fram sú breytta afstaða til NÁTO, sem gætti í löndunum, sem ekki væra aðilar. Ymsir hafa velt fyrir sér hvort rétt væri að ræða svo mikið málefni ESB á þinginu, eins og raun bar vitni. Um það segir Geir að eðlilegt sé að ESB sé ofarlega á baugi á Norðurlandaráðsþingi, því það skipi drjúgan sess í umræðum í löndun- um. Þannig hafi til dæmis verið áhugavert að heyra hve norsku stjórnarþingmennirnii1, sem séu mótfallnir Schengen, ræði nú sátt- málann af meiri varkárai en áður, enda annað að taka á honum í stjórn, en vera á móti honum í stjórnarandstöðu. Sjávarútvegur og sjónvarpstækni í framhaldi af ESB-umræðunum segir Geir EMU nú vera næsta stóra málið í tengslum við ESB og forvitnilegt væri að ráðið héldi ráð- stefnu um það næsta vor, áður en stjómar Blairs um að veita Form- úlu 1 tímabundna undanþágu frá banni við tóbaksauglýsingum, en að koma slíku banni á hafði verið með- al kosningaloforða flokksins. Flokkurinn hefur staðfastlega vísað því á bug að fjárstuðningur Ecclestones hafi hið minnsta að gera með stefnubreytingu stjóm- arinnar í þessu máli. Rökstuðning- ur hennar fyrir ákvörðuninni er fyrst og fremst sá, að hefði verið skrúfað fyrir fjármögnun tóbaks- fyrirtækja á starfsemi Formúlu 1 of snögglega væri hætta á að keppnisliðin flyttu starfsemi sína frá Bretlandi, en þau veita tugþús- undum manna atvinnu. ákveðið verður hvaða lönd verða með. Sjávarútvegsmál bar einnig á góma á þinginu. Siv Friðleifsdóttir varpaði fram hugmynd um aukið samstarf íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga um sjálfbæra nýt- ingu hafsins í því skyni að geta staðið umhverfisverndarsamtökum á sporði. Þessar þjóðir færu ólíkar leiðir í verndun fiskistofnanna og þó það væri flókið mál að samræma framkvæmdina, þá væri Ijóslega öll rök með að það yrði gert. Bæði Ed- mund Joensen, lögmaður Færey- inga, og Jonathan Motzfeldt, for- maður grænlensku landstjórnar- innar, hefðu tekið hugmyndinni vel. Vinnuhópur á vegum Norður- landanefndar þingsins samdi álit um samvinnu á sviði fjölmiðlunar og átti Sigríður Anna Þórðardóttir þingmaður sæti í honum. í samtali við Morgunblaðið sagði Sigríður Anna að vonandi væri hægt að koma því svo fyrir að meira af nor- rænu sjónvarpsefni yrði dreift á Norðurlöndum, en tillögumar náðu einnig til samstarfs á sviði marg- miðlunar um gerð geisladiska með listaefni, unnu af ungu fólki, með leik- og kennsluefni, og eins að al- menningsbókasöfn á Norðurlöndum lánuðu geisladiska rétt eins og bæk- ur. Nefndin gerði einnig tillögur um norræn kvikmyndaverðlaun, sem afhent yrðu í beinni útsendingu til allra Norðurlandanna til að draga enn frekar athygli að kvikmynda- gerð - auðvitað norrænn Óskar, eins og einhverjum varð að orði. 49. þing Norðurlandaráðs í Helsinki Engin tilvistarkreppa í norrænu samstarfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.