Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.11.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1997 29 Morgunblaðið/Kristinn EYVINDUR Pétur Eiríksson veitir verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnarssonar bókaútgefanda. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Eyvindur Pétur hlutskarpastur EYVINDUR Pétur Eiríksson rit- höfundur og íslenskufræðingur hlýtur Bókmenntaverðlaun Hal- ldórs Laxness 1997 fyrir skáld- söguna Landið handan fjarskans. Voru verðlaunin afhent við há- tíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær en verðlaunaféð nemur 500.000 ki’ónum sem er hæsta peninga- upphæð sem veitt er í samkeppni um óbirt handrit hér á landi. Kom verðlaunaverkið út hjá Vöku- Helgafelli í gær en bókaforlagið stendur að verðlaununum í samráði við fjölskyldu skáldsins. Eyvindur kvaðst í þakkarræðu sinni vera glaður og stoltur yfir þessum heiðri enda séu Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax- ness ein mesta hvatningin í ís- lensku bókmenntalífi. „Mér á ekki eftir að hlotnast meiri heiður um dagana.“ I umsögn dómnefndar segir að skáldsagan Landið handan fjarsk- ans sé einkar margslungið bók- menntaverk. „Vefur sögunnar er þéttofinn; lýsingar eru máttugar, söguefnið átakamikið og persónur búa yfir sérkennilegum frumkrafti. Sögusvið bókarinnar er óvenjulegt í íslenskri sagnagerð en ljóst er að höfundur hefur lagt mikla vinnu og andagift í að kanna og skapa um- hverfi sögunnar svo að lýsingar all- ar verða sannferðugar og hugstæðar." Formaður dómnefndar, Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri og bókmenntafræðingur, sagði hana hafa fengið að kynnast margbreyti- leika íslenskra bókmennta nú um stundir en þrjátíu handrit bárust í samkeppnina. í dómnefnd sátu auk Péturs Más, Astráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Islands, og Val- gerður Benediktsdóttir bókmenntafræðingur. Eyvindur Pétur Eiríksson er 62 ára gamall. Hann hefur áður gefið út tvær skáldsögur, þrjár ljóðabækur, bók með finnskum ljóðaþýðingum, þrjár barna- og unglingabækur, auk þess að skrifa leikverk íyrir leikhús og útvarp. Þá hefur Eyvindur þýtt fjölda skáld- verka. Megintilgangur Bókmennta- verðlauna Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun ís- lenskrar frásagnarlistar. Verðlaun- in eru nú veitt í annað sinn. Morgunblaðið/Ásdís FINNSKU skáldin ásamt íslenskum starfssystkinum og þýðendum verka þeirra. Eyvindur P. Eiríksson, Markku Paasonen, Tapio Koivuk- ari, Maria Sántti, Martin Enckell, Tuomas Nevanlinna, Riika Takala, Silja Hiidenheimo, Anna S. Björnsdóttir, Toini Kontio, Peter Mickwitz og Hjörtur Pálsson. Finnsk skáld í Gerðarsafni HÓPUR finnskra skálda kemur fram með Ritlistarhópi Kópavogs í Gerðarsafni í dag kl. 17-18. Meðal þeirra eru nokkur þekktustu skáld Finna af yngri kynslóð. Skáldin lásu úr verkum sínum í Norræna húsinu í gær og einnig hafa þau lesið 1 Gunnarsluísi, húsi Rithöfundasambandsins i Reykja- vík. Þeir sem lesa nú eru Tapio Koivukari, Tomi Kontio, Martin Enckell, Peter Mickwitz og Mark- ku Paasonen. Auk þeirra munu þau Valgerður Benediktsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson, Gísli Ásgeirsson og Matthías Kristian- sen fiytja ljóð finnsku skáldanna í íslenskri þýðingu Hjartar Pálsson- ar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 0 BAK við ystu sjónarrönd er eftir Jacquelyn Mitchard. Martröð hverrar móður verður að veruleika hjá Beth Cappadora. Hún missir sjónar á þriggja ára syni sínum í augnablik og hann hverfur. Og það sem verra er - engin leið virðist að finna hann. Þessi atburður hefur djúpstæð áhrif á fjölskyldu drengsins og ekkert þeirra verður Nýjar bækur samt aftur. Bak við ystu sjónarrönd er fyrsta skáldsaga Jacquelyn Mitchard. Hún komst óvænt í efsta sæti metsölulista í Bandaríkjunum í fyrra og hefur útgáfurétturinn á henni verið seldur til fjölda landa. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Björn Jónsson þýddi bókina sem er 464 bls. Bókin er brotin um hjá Vöku-Helgafelli en prentuð í Portúgal. Leiðbeinandi verð bókarinnar er 3.490 en hún er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, 2.480 kr., og hækkar verðið aftur hinn 1. desember. HITACHI CP2856 Kr. 69.900 stgr. 28" Black Line D myndlampi 40w Nicam Stereo magnari Textavarp meb íslenskum stöfum Valmyndakerfi meö öllum aögeröum á skjá • Sjálfvirk stöövaleitun • Svefnrofi 15-120 mfnútur • Tvö Scart-tengi og AV inngangur framan á tækinu • Fullkomin fjarstýring CP2976 Kr. 109.900 stgr. 29" Super Black Line myndlampi (svartur og flatur) Digital Comb filter, aögreinir línur og liti betur 140W Nicam heimabíómagnari (DolbySurround Pro Logic) meö 5 hátölurum sem tryggir fullkomiö heimabíóhljóökerfi Einföld fjarstýring sem gengur viö öll myndbandstæki Valmyndakerfi meö öllum aögeröum á skjá Textavarp meö íslenskum stöfum □□ Tvö Scart-tengi Fjölkerfa móttaka DOLBY SURROUIMD Sjónvarpsmiðstöðin Umbobsmenn um land allt: VESTURLAND: HljómsvaAkranesi. Kauplélag Bmglirðinga. Boigamesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarlírði. VISTFIRÐIR: Hatbúð Jónasar Þórs. Patreksfirði. Póllinn. Isatirði. NDRDURIAND: tf Sieingrímsliarðar. Hólmavik. KFVHúnvetninga. Hvammstanga. II Húnvelninga, Blonduúsi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA, ðatt. Bókval. Akureyri. Ijósgiafinn.Akureyri. Oryggi. Húsavík. tf Þingeyinga. Húsavík. Urð, Raularhnln.AUSTURLANO: If Héraðsbúa, Egilsstöðum. VersluninVík, Neskaugssiað. Kauplún. Vopnalrrði. If Vopnfirðinga. Vopnalirði. If Héraðsbúa, Seyðistirði. Turnbræður, Seyðisfirði.KF Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Nöln Hornatirði. SUDURLAND: Rafmagnsverkstæði KA, Hvolsvelli. Moslell. Hellu. Heimstækni. Sellossi. Ú. Sellossi. Rás. Þorlákshóln. Brimnes. Vestmannaeyjum. REYIJANFS: Rafborg. Grindavik. Rallagnavinnusi. Sig. Ingvarssonar. Garði Ralmæiti. Hafnarlirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.