Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 6

Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr biskup vígður í Hallgrímskirkju á sunnudaginn Ný stjórn Landmælinga býður starfs- fólki stofnunarinnar ferðastyrk Frágangi lóðar að ljúka LOKIÐ verður við að ganga frá lóð Hallgrímskirkju fyrir bisk- upsvígslu í kirkjunni á sunnu- dag. Framkvæmdirnar, sem eru á vegum Reykjavíkurborgar, ríkisins og kirkjunnar, eru þó ekki vegna vígslunnar, heldur hefur verið unnið að þeim und- anfarna mánuði. Verktakar eiga að skila verkinu af sér á næstu dögum. „Einhverjar milljónir“ Hjalti Zóphóníasson, skrif- stofustjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, segir að ráðu- neytið skipuleggi hanastélsboð í Listasafni íslands fyrir 600 manns á vígsludaginn, en um kvöldið verði 50-60 manns boðið til kvöldverðar í Þingholti á Hótel Holti. Hjalti segir þetta minna um- fang við biskupsvígslu en vant sé og muni þar mestu um hve fáum sé boðið til kvöldverðar. „Kostnaður ráðuneytisins verð- ur einhveijar milljónir. Það var ekki hugsað fyrir þessum fjárútlátum við gerð fjárlaga á síðasta ári og það verður að koma í þ'ós síðar hvernig það mál verður leyst. Auk kostnaðar við veisluhöld þarf að kosta för presta til borgarinnar og uppi- hald erlendra gesta,“ sagði Hjalti Zóphóníasson. Meirihluti kúabænda á landinu hafnar innflutningi á nýju kúakyni Einstakir bændur ætla sjálf- ir að flytja inn erfðaefni YFIR 62% kúabænda, sem tóku þátt í skoðana- könnun um afstöðu til innflutnings á erfðaefni til kynbóta á íslenska kúastofninum, lýstu sig andvíga innflutningi. 34% voru fylgjandi inn- flutningnum. Bændur, sem styðja innflutning, ætla sér að sækja um leyfi til að flytja inn erfðaefni þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Skoðanakönnunin var gerð á 16 fundum þar sem tilraunainnflutningur var kynntur. 2.635 bændur voru á kjörskrá og greiddu 786 at- kvæði eða um 30%. 27,4% voru fylgjandi því að tilraunin yrði gerð og 6,5% lögðust ekki gegn henni. 2,3% skiluðu auðu. 17,7% lýstu yfir andstöðu við tilraunina og 44,9% lýstu yfir andstöðu við allar hugmyndir um innflutning. Samkvæmt tilrauninni átti að flytja inn fósturvísa úr erlendu kúakyni og var aðallega rætt um norskt kúakyn. Geyma átti gripina í einangrunarstöðinni í Hrísey. Nota átti þá til kynbóta á 50-60 kúabúum þar sem hægt væri að gera afkvæmisrannsóknir. Fyrstu niður- staðna úr tilrauninni var að vænta árið 2004. Guðbjörn Ámason, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sagði að þessar niðurstöður væru það afgerandi að ljóst væri að LK eða Bændasamtökin myndu ekki standa að tilraunainnflutningi á nýju kúakyni. Hann sagði að þessi mikla andstaða við allar hug- myndir um innflutning hlyti að vekja upp spurn- ingar um framhald á tilraun með innflutning á Aberdeen Angus og Limousin gripum, sem fluttir voru til Hríseyjar fyrir þremur árum. Ekki hefði komið fram andstaða við þá tilraun og dýralæknar hefðu ekki haft upp viðvaranir við þeim innflutningi eins og gerst hefði núna. Bændur sækja um innflutningsleyfi Rútur Pálsson, bóndi á Skíðbakka í A-Land- eyjum, sagði að það væri alveg ljóst að ein- hveijir bændur myndu óska eftir því við stjórn- völd, að þeir fengju að flytja inn erfðaefni til kynbóta á nautgripum sínum. Hann sagðist ótrúlegt annað en stjórnvöld myndu leyfa slík- an innflutning. Þau hefðu þegar leyft innflutn- ing á þremur holdanautakynjum og einnig hefðu þau heimilað innflutning á erfðaefni til kynbóta á loðdýrum. Innflutningur á norsku kúakyni byggði á sömu forsendum um sjúk- dómavarnir og höfð hefðu verið til hliðsjónar þegar innflutningur á holdanautakynjunum var heimilaður. Rútur sagðist eiga von á að undirbúningur að því að leggja fram leyfisbeiðni myndi hefj- ast fljótlega. Hann sagði koma til greina að bændur, sem stæðu að umsókninni, sæktu um fjárstuðning til Framleiðnisjóðs. Það væri ótrú- legt annað en sjóður sem ætti að stuðla að aukinni framleiðni í landbúnaði styddi þennan innflutning. Segja tilboðið ekki svara vert að flytja með stofnuninni til Akra- ness eða keyra þangað til vinnu, að því er Ingvar segir. Ingvar sagði að stjórnin hefði sett fram tilboð á fundinum um flutningsstyrk. Það fæli í sér að starfsmenn ættu kost á ókeypis fari með almenningsvögnum um Hvalfjarðargöng til Akraness í tvö ár og 40 mínútna ferðatími yrði greiddur. Hann sagði þetta tilboð ekki svara vert. Starfsmenn tilnefni tengilið Stjórnin óskaði jafnframt eftir því að starfsmenn tilnefndu full- trúa sem yrði tengiliður við stjórn varðandi flutning Landmælinga til Akraness. Ingvar sagði að starfs- menn myndu svara þessari ósk formlega, en kvaðst gera ráð fyrir að henni yrði hafnað. Unnið er að því að innrétta hús- næðið á Akranesi sem Landmæl- ingar ríkisins eiga að flytja í eftir rúmt ár. Gert er ráð fyrir að öll starfsemin verði flutt þangað nema kortasalan, en fyrirhugað er að einkavæða hana. NÝ stjórn Landmælinga ríkisins hélt fund með starfsfólki stofnun- arinnar í gær um fyrirhugaðan flutning hennar til Akraness, en þar á hún að taka til starfa 1. jan- úar 1999. Á fundinum setti stjóm- in fram tilboð um ferðastyrk, en Ingvar Magnússon, trúnaðarmað- ur náttúrufræðinga sem starfa hjá Landmælingum, segir tilboðið ekki svaja vert. Á fundinum kom fram að meginverkefni nýrrar stjórnar er að flytja stofnunina til Ákraness. Stjórnin hefur tekið að sér verk- efni nefnda, sem fyrri stjórn skip- aði til að vinna að tillögum um starfsmannamál og húsnæðismál. Starfsmenn Landmælinga höfn- uðu boði um þátttöku í nefndun- um. Enginn starfsmaður ætlar að flytja með stofnuninni Ingvar sagði að fátt nýtt hefði komið fram á fundinum. Stjórnin hefði staðfest að ekki stæði til að endurskoða ákvörðun um að flytja stofnunina. Enginn starfsmaður hefur enn tilkynnt að hann ætli Morgunblaðið/Golli Laugavegur milli Vita- og Barónsstígs endurbættur BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um að ráðist verði í endur- bætur á Laugavegi frá Vitastíg að Barónsstíg á næsta ári. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir geti hafist í mars og að þeim verði lokið í júlí. Jafn- framt er embætti borgarverk- fræðings í samvinnu við Borgar- skipulag falið að fara yfir hönnun götunnar með tilliti til þess að einfalda útfærsluna og gera ráð fyrir bílastæðum með 30° vinkli í götunni. I Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Fæst á isiensku, ensku, þýsku, frónsku og sænsku. 3.986 kr. fcMftU ' v»vlvV R(< 4> FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Stálsmiðjan kvartar við Samkeppnisstofnun yfir Slippstöðinni Telur leigukjör skerða samkeppnisstöðu STÁLSMIÐJAN hf. í Reykjavík hefur óskað eftir því við Sam- keppnisstofnun að kannað verði hvort leigukjör sem Slippstöðin á Akureyri fær á rekstri flotkvíar í eigu Akureyrarhafnar skerði sam- keppnisstöðu Stálsmiðjunnar. Að sögn Ágústs Einarssonar, forstjóra Stálsmiðjunnar, leigir Stálsmiðjan dráttarbrautina hér í Reykjavík af Reykjavíkurhöfn og greiðir fyrir það fulla leigu miðað við markaðsverð peninga á hverj- um tíma og er þar um verulegar upphæðir að ræða. Telja leign fyrir flotkví of lága „Því er ekki farið á sama hátt á Akureyri að okkur skilst, og þar af leiðandi höfum við farið fram á það við Samkeppnisstofnun að málið verði kannað. Það er alveg ljóst að sé það rétt að þeirra leigu- kjör séu mun hagstæðari en okk- ar þá skerðir það auðvitað okkar samkeppnisaðstöðu. Við vitum að þarna er mjög lág leiga miðað við þau verðmæti eigna sem þeir hafa til umráða," sagði Ágúst. Hann sagði erfitt að merkja það beinlínis hvaða áhrif þetta hefði haft á rekstur Stálsmiðjunnar. „Ef við erum að borga hér fulla leigu en þeir ekki nema brot af því sem við erum að borga miðað við verðmæti þeirra eigna sem þeir hafa til umráða hlýtur það að segja sig sjálft að okkar sam- keppnisaðstaða er verri. Við verð- um þá skiljanlega að taka hærri slippleigu og annað þess háttar. Okkur þótti því rétt að láta reyna á þetta,“ sagði Ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.