Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 7
FRÉTTIR
Ragnheiður Runólfsdóttir úr sundinu í sjávarútveginn
Fiskifæla á Skaga
„UMSVIF útgerðarfyrirtækis
foreldra minna hafa aukist og
ég ætla að liðsinna þeim við
reksturinn. Ég er að vísu lífeðl-
isfræðingur að mennt, en alin
upp við útgerðina og var í ýms-
um snúningum á sumrin. Ég
fékk þó aldrei að fara á sjó,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,
því pabbi kærði sig ekkert um
konur um borð, hann var sann-
færður um að þær væru hinar
verstu fiskifælur," segir Ragn-
heiður Runólfsdóttir, sund-
þjálfari í Keflavík og lands-
þekkt keppniskona á árum áð-
ur, m.a. önnur tveggja kvenna
sem náð hefur þeim árangri að
vera kjörin íþróttamaður árs-
ins.
Ragnheiður hefur sagt þjálf-
arastöðu sinni í Keflavík lausri.
Frá 1. janúar starfar hún hjá
útgerðarfélaginu Runólfi Hall-
freðssyni á Akranesi. Fyrirtæk-
ið, sem heitir eftir föður Ragn-
heiðar, rekur fjölveiðiskipið
Bjarna Ólafsson. „Nú leggjum
við áherslu á frystingu um borð
og þurfum að markaðssetja
þessar frystivörur,“ segir
Ragnheiður, sem er strax kom-
in í stellingar framkvæmda-
stjóra útgerðar, en tekur þó
fram að fjölskyldan sé lítið gef-
in fyrir titla af því tagi, svo
óvíst sé að hún fái nokkurn
slíkan. „Fjölskyldan er á kafí í
þessu. Pabbi er hættur á sjó, en
þrír bræður mínir eru skip-
stjórar og tveir þeirra eru á
Bjarna. Þá er bróðursonur
minn líka að klára skipstjór-
ann. Mamma sá alltaf um rekst-
urinn í landi, á meðan pabbi
var á sjó og ég reikna með að
ganga inn í hennar störf við
bókhald, útreikning launa og
slíkt.“
Get áreiðanlega
ekki hætt í sundinu
Ragnheiður á ekki von á að
hún fari að þjálfa sundfólk aft-
ur. „Að minnsta kosti ekki fyrst
í stað,“ segir hún. „Ég ætla að
gefa mér tíma til að ná tökum á
starfinu. Ég get áreiðanlega
ekki hætt alveg í sundinu, ég er
í fræðslunefnd Sundsambands-
ins og hef áhuga á meira starfí
innan íþróttahreyfíngarinnar.“
Unnusti og
ungur sundkappi
Ragnheiður segir að hún eigi
eftir að fínna húsnæði fyrir Ijöl-
skylduna á Akranesi, en þar sé
töluverður skortur á íbúðarhús-
næði. Unnusti Ragnheiðar,
Hannes Viktor Birgisson, flytur
með henni upp á Skaga en held-
ur áfram málningarvinnu í
Reykjavík, a.m.k. næstu mán-
uði. Þriggja ára sonur þeirra,
Birgir Viktor, „endar líklega á
sjónum" að sögn móðurinnar.
Það kemur vart á óvart að sá
stutti var farinn að þeytast um
sundlaugar á skriðsundi rúm-
lega tveggja ára og núna er
hann að læra baksund og
bringusund. Hann hefur reynd-
an þjálfara.
Morgunblaðið/Kristj án
RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir
Þegar stóra fjölskyldan ætlar að ferðast
saman er nauðsynlegt að hafa til taks
vandaða bifreið sem uppfyllir allar óskir
fjölskyldunnar. Space Wagon er
fjórhjóladrifinn sjö manna fjölskyldubíll,
bægilegur og rúmgóður. Öryggið er öllu
ofar og í bílnum eru öryggispúðar ásamt
voldugum öryggisbitum í hurðum sem
vernda farþega, komi til umferðaróhappa.
MITSUBISHI SPACE WAGON kostar frá kr.
2130000
A
MITSUBISHI
-i mUdttm mettmi!
BILL
HEKLA
FYRIRST