Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra mælti fyrir lífeyrissjóðafrumvarpinu í gær
Sátt um flest atríði en
málamiðlun um önnur
Fjármálaráðherra mælti
fyrir frumvarpi til laga
um skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda og starf-
semi lífeyrissjóða á Al-
þingi í gær. Hann sagði
m.a. að almenn sátt
hefði náðst um flest
mikilvægustu efnisat-
riði frumvarpsins.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrík
Sophusson, sagði á Alþingi í gær
að þrátt fyrir mikilvægi frumvarps-
ins og langan aðdraganda væri eðli-
legt að líta á afgreiðslu þess sem
áfanga fremur en endastöð. Fjöl-
mörg atriði frumvarpsins væru
vissulega þess eðlis að vænta mætti
að þau stæðu óhögguð um langa
framtíð enda hefði náðst um þau
víðtæk samstaða. Önnur atriði, þau
sem náðst hefði málamiðlun um,
væru á hinn bóginn umdeild og yrðu
því til umfjöliunar á næstu árum.
Ráðherra sagði m.a. í framsögu
sinni að mikilvæg forsenda þeirrar
samstöðu sem náðst hefði um frum-
varpið væri fyrirheit ríkisstjórnar-
innar um að hækka frádrátt vegna
lífeyrissjóðsiðgjalda og iðgjalda til
lífeyrissparnaður í 6% hjá einstakl-
ingum. „í kjölfar þessa frumvarps
verða lagðar til breytingar á lögum
um tekju- og eignarskatt. Ekki verða
gerðar breytingar á skattalegri með-
ferð lífeyrissjóðsiðgjalda atvinnurek-
enda, en svigrúm einstaklinga til
skattfrestunar aukið eins og áður
segir. Þannig er ætlunin að gefa
þeim kost á að hækka samnings-
bundnar greiðslur sem falla undir
skyldutryggingarhugtakið eða eftir
atvikum að verja viðbótariðgjaldi til
ftjáls lífeyrissparnaðar," sagði ráð-
herra. Er stefnt að nauðsynlegum
breytingum á skattalögum fyrir ára-
mót og að þær taki gildi 1. janúar
1999.
Sjóðirnir starfa samkvæmt
ströngum reglum
Ráðherra nefndi í framsögu sinni
nokkur þau atriði frumvarpsins sem
almenn sátt hefði náðst um og gerði
sérstaklega að umtalsefni atriðið um
sjóðsöfnunina og kröfuna um viðvar-
andi jafnvægi milli eigna og skuld-
bindinga. „Breytingar á iögum um
lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna fyrir tæpu ári skiptu tví-
mælalaust sköpum fyrir þá sátt sem
hefur náðst um þessa mikilvægu
forsendu íslenska lífeyri-
skerfisins. Það er grund-
vallaratriði og forsenda
sveigjanleika á vinnu-
markaði að sjóðsöfnun
eigi sér stað hjá öllum
lífeyrissjóðum," sagði
hann.
Þá gerði ráðherra í þessu sam-
bandi að umtalsefni það atriði sem
lýtur að fjárvörslu sjóðanna, en sam-
kvæmt frumvarpinu munu sjóðirnir
starfa samkvæmt ströngum reglum.
„Tilgangur reglnanna er tvíþættur,"
sagði ráðherra. „Annars vegar að
tryggja að sjóðirnir hámarki ávöxtun
eigna með tilliti til áhættu og hins
vegar að koma í veg fyrir að þeir
leiðist út í óskylda atvinnustarf-
semi.“
„Sumum kann að þykja að í þessu
efni sé langt gengið, en þá ber að
hafa í huga stærð sjóðanna og þá
staðreynd að flestir sjóðfélagar hafa
_ Morgunblaðið/Golli
FÁMENNT var í þingsal þegar 1. umræða fór fram um lífeyrissjóðafrumvarpið í gær. Hér má sjá
Svavar Gestsson. Fækkaði þingmönnum eftir því sem á daginn leið og í lok þingfundar, kl. rétt rúm-
lega 19, voru tveir orðnir eftir, Hjörleifur Guttormsson og Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra.
Skylduaðild
grunnurað
sátt milli
kynslóða
einungis með óbeinum hætti enn sem
komið er áhrif á stjórn sjóðanna,"
sagði hann meðal annars.
Atriði sem byggjast á
málamiðlun
Þá Qallaði ráðherra um atriði frum-
varpsins sem byggjast á málamiðl-
un, meðal annars ákvæðið um
ákvörðun aðildar að lífeyrissjóði og
skipan stjórna. „Þegar ákvæði 2.
greinar frumvarpsins sem kveður á
um aðild að lífeyrissjóði er tekið til
umræðu er mikilvægt að hafa núver-
andi ákvæði um lífeyrissjóðsaðild til
hliðsjónar og hvernig það kom til á
sínum tíma. Því má ekki gleyma að
lögboðin skylduaðild að tilteknum
lífeyrissjóði lagði grunn að nauðsyn-
legri sátt milli kynslóða þegar al-
menna lífeyrissjóðakerfið var innleitt
fyrir tæpum 30 árum. Án hennar
hefði óhjákvæmileg tilfærsla fjár-
muna milli kynslóða, þ.e. frá þeim
sem voru að byrja sinn starfsferil
til þeirra sem eldri voru, ekki verið
möguleg án víðtækra ríkisafskipta,"
sagði hann.
„Ákvæði frumvarpsins ganga út
frá því að skipan skyldutryggingar
lífeyrisréttinda sé málefni sem aðilar
vinnumarkaðarins eiga að semja um
í kjarasamningum. Þar á meðal sé
þeim frjálst að semja um aðild að
lífeyrissjóði fyrir sína félagsmenn.
Breytingin frá gildandi lögum tak-
markar á hinn bóginn umboð þeirra
--------- við þá sem eiga aðild að
kjarasamningnum eða
byggja starfskjör sín á
honum til dæmis með
skírskotun til hans í ráðn-
mgarsamningi.
Breytingin
treystir
þannig stöðu lífeyrissjóðanna sem
sjálfstæðra stofnana og félaga sem
staðið er að með ftjálsum samning-
um. Um leið dregur úr mikilvægi
þess að ákveða með lögum hvernig
skipa skuli stjórnir sjóðanna. Æski-
legt er að samningsaðilar og aðrir
aðstandendur sjóðanna leiði sjálfír
þessi mál til lykta og fái ráðrúm til
að bregðast við framkominni gagn-
rýni,“ sagði ráðherra ennfremur.
Lífeyrissjóðirnir
annist eftirlit
Þá sagði ráðherra í umfjöllun
sinni um þau atriði sem málamiðlun
hefði þurft um að lágmarkstrygg-
ALÞINGI
ingavernd lífeyrissjóða eins og hún
væri skilgreind í fjórðu grein frum-
varpsins væri Iykilhugtak með hlið-
sjón af meginmarkmiðum lífeyris-
kerfisins. Fjölmörg atriði sem séu
tengd þessari skilgreiningu hljóti
því eðli máls samkvæmt að verða
til umfjöllunar á næstu árum. Hann
fjallaði því næst um ákvæði 6.
greinar frumvarpsins um eftirlit
Ríkisskattstjóra með því að iðgjald
verði greitt vegna hvers manns sem
skyldutrygging lífeyrisréttinda nær
til. Sagði ráðherra að það ákvæði
krefðist vandasamari útfærslu.
Ástæðan væri ekki síst sá marg-
breytileiki sem gert væri ráð fyrir
í lífeyriskerfinu og að takmörk
væru fyrir því hvað réttlætanlegt
væri að ganga langt í öflun upplýs-
inga og innheimtuaðgerðum. „Á
það hefur verið bent að eftirlit og
innheimta af þeim toga sem frum-
varpið gerir ráð fyrir samrýmist illa
þeim verkefnum sem skattkerfinu
hefur verið ætlað að sinna fram að
þessu,“ sagði ráðherra. „Ég óska
því eftir að efnahags- og viðskipta-
nefnd skoði þennan þátt gaumgæfi-
lega. Æskilegt væri að búa þannig
um hnútana að lífeyrissjóðirnir
sjálfir gætu annast nauðsynlegt eft-
irlit með aðstoð skattayfirvalda og
hefðu beinan hag af því að taka við
og þar með innheimta lögbundið
lágmarksiðgjald."
I lok framsögu sinnar sagði ráð-
herra að setning laga um skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda og starf-
semi lífeyrissjóða væri löngu orðin
tímabær. Sagði hann að það væru
sameiginlegir hagsmunir þjóðarinn-
ar allrar að efla lífeyriskerfí grund-
vallað á sjóðsöfnun, hvetja til frjáls
langtímasparnaðar og virkrar at-
vinnuþátttöku óháð aldri. Með sam-
þykkt frumvarpsins yrði stigið stórt
skref í þessa átt, stuðlað að sátt
milli kynslóða og lagður grunnur að
farsælu þjóðlífi á 21. öldinni.
Fjárhagslegir
hagsmunir
Ágúst Einarsson, þingflokki jafn-
aðarmanna, fagnaði því m.a. í ræðu
sinni að samstaða hefði náðst um
málefni frumvarpsins og þakkaði
það málflutningi stjórnarandstöð-
unnar og verkalýðshreyfingarinnar
síðastliðið vor. Ríkisstjórnin hefði
hins vegar gefið eftir. Sagði hann
jafnframt að málið snerist um pen-
inga og því ekki skrítið að verið
væri að gera atlögu að því fé sem
þar lægi að baki. „Það eru þrjú
hundruð milljarðar núna í lífeyris-
sjóðunum en eftir fjörutíu ár verða
sjöhundruð og fimmtíu milljarðar í
lífeyrissjóðunum," sagði hann. „Það
er ekkert skrítið að fjáraflafyrirtæki
og fjármálafyrirtæki Sjálfstæðis-
flokksins hafa látið eins og griðung-
ar að komast í þennan sparnað
landsmanna,“ sagði hann. „Hér er
hins vegar komin sátt í útfærslu
málsins sem felst í því að lífeyrissjóð-
irnir, samtryggingarsjóðirnir, hafa
heimild til að stofna viðbótar lífeyris-
sjóðsdeildir hjá sér og taka þá við
viðbótarsparnaði og það er gott og
b!essað.“
Ágúst sagði að þar sem sátt hefði
náðst um málið, yrði ekki farið út í
þá styrjöld sem stjórnarandstaðan
hefði boðað. Sagðist hann vænta
þess að þingflokkur jafn-
aðarmanna myndi greiða
fyrir að málið fengi hraða
afgreiðslu á Alþingi.
Svavar Gestsson, þing-
maður Alþýðubandalags
og óháðra, sagði að frum- “”
varpið eins og það lægi fyrir væri
jákvæð heimild um tiltekið valdapóli-
tískt jafnvægi í landinu. „Það er
ekki þannig að stjórnarflokkarnir,
þó þeir hafi þennan sterka meiri-
hluta á Alþingi, fari fram með það
sem þeim sýnist. Það er bersýnilegt
að það er um að ræða valdajafn-
vægi úti í þjóðfélaginu sem aðilar
eins og til dæmis Vinnuveitendasam-
bandið og Aiþýðusambandið vilja
virða,“ sagði hann.
Svavar tók undir orð Friðriks um
að þetta mál markaði tímamót og
sagði mikilvægt að frumvarpið yrði
lögfest.
Árni M. Mathiesen, þingmaður
Stjórnarand-
staðan hætt
við boðaða
styrjöld
Sjálfstæðisflokks, gerði 2. grein
frumvarpsins að umtalsefni. Fannst
honum sárt að sú grein skyldi ekki
kveða á um fullt valfrelsi í lífeyris-
sjóðsmálum. „Það fer hins vegar
ekki á milli mála að hér er um opn-
un að ræða frá því sem lagt var til
í frumvarpinu á síðasta þingi," sagði
hann. Árni sagðist því styðja frum-
varpið með þeim fyrirvara að hann
treysti sér ekki til að styðja aðra
grein þess. Að öðru leyti myndi hann
styðja frumvarpið því hann teldi það
til bóta á því kerfi sem við búum
nú við.
Árni R. Árnason og Pétur H.
Blöndal, þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, gerðu einnig fyrirvara við
2. grein frumvarpsins um skylduað-
ild. Pétur sagðist þrátt fyrir það
styðja frumvarpið en myndi koma
með breytingartillögu við 2. grein
þess.
Tryggir sjóðfélögum
ekki valfrelsi
Töluverðar deilur urðu við umræð-
urnar á milli Svavars Gestssonar og
Péturs Blöndal. Svavar lagði áherslu
á að um væri að ræða samning sem
gerður hefði verið á milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og atvinnurekenda.
Með málflutningi sínum væri Pétur
að fara fram á að verkalýðshreyfing-
in yrði svipt samningsfrelsi sínu.
Pétur svaraði og sagði frumvarpið
ekki tryggja sjóðfélögum nauðsyn-
legt valfrelsi í stað þeirrar forsjár-
hyggju sem ríkt hefði í lífeyrissjóða-
kerfinu. Sagði hann að fólk sem
væri skyldað til að greiða í lífeyris-
sjóði ætti að hafa eitthvað um það
að segja hvernig farið er með fjár-
muni þess._
Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista
lýsti stuðningi sínum við frumvarpið
og sagðist fagna því að náðst hefði
samkomulag um málið.
Breytingar á frumvarpinu rof
á sátt aðila vinnumarkaðar?
Valgerður Sverrisdóttir Fram-
sóknarflokki sagðist einnig styðja
frumvarpið í öllum aðalatriðum. „Eg
vil þó ekki á þessari stundu skrifa
undir það að ekki geti komið til að
gerðar verði einhveijar breytingar á
frumvarpinu í háttvirtri efnahags-
og viðskiptanefnd. Ég get ómögu-
lega tekið undir þau orð sem hér
hafa fallið og hlýt að mótmæla þeim,
að háttvirt Alþingi, sem fer með lög-
gjafarvaldið, hafi ekki það vald
áfram,“ sagði Valgerður. Beindi hún
orðum sínum að Svavari Gestssyni
og sagði fráleitt að Alþingi gæti
ekki gert breytingar á frumvarpinu
þótt það væri afrakstur samkomu-
lags aðila vinnumarkaðarins. Val-
gerður sagðist þó ekki hafa í hyggju
að knýja fram neinar breytingar á
frumvarpinu.
„Hér liggur fyrir samningur sem
aðilar úti í þjóðfélaginu hafa gerst
aðilar að og ríkisstjórnarflokkarnir,"
sagði Svavar í andsvari við ræðu
Valgerðar. „Menn breyta þeim
samningi ekki nema að það verði
gerður samningur um breytingarn-
ar. Ef menn ætla að breyta honum
án þess, væri verið að ijúfa sátt-
ina,“ sagði hann.
„Stjórnarflokkarnir styðja
af mikilli einurð“
Einar Oddur Kristjánsson Sjálf-
stæðisflokki sagði frumvarpið fagn-
aðarefni. „Ég tel að með því frum-
varpi sem nú liggur fyrir
hafi tekist mjög mikilvæg
sátt. Það sem er veikast
í okkar efnahagslífi er
sparnaðurinn og allt sem
bætt er þar við er af hinu
góða,“ sagði Einar Odd-
ur. „Það er alveg víst að stjórnar-
flokkarnir styðja þetta frumvarp af
mikilli einurð. Þó einn og einn mað-
ur kunni að hafa einhver sérsjónarm-
ið, breytir það engu þar um að þetta
frumvarp verður stutt,“ sagði Einar
Oddur.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði við lok umræðunnar að
ekki kæmi á óvart þó vissir þing-
menn hefðu fyrirvara við einstakar
greinar frumvarpsins. „En ég er
þess fullviss að það ríkir mikil ein-
drægni hjá öllum stjórnmálaflokkum
um að þetta frumvarp verði að lögum
sem allra fyrst,“ sagði fjármálaráð-
herra.