Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 11
FRÉTTIR
85.000 tonn af
þorski flutt
milli fiskiskipa
ALLS voru 85.000 tonn af þorski
flutt á milli fiskiskipa á síðasta ári,
en leyfilegur heildarafli til kvóta var
186.000 tonn. Flutningur aflaheim-
ilda er með fernum hætti. Flutningur
milli skipa innan sömu útgerðar,
flutningur milli skipa frá sömu ver-
stöð, flutningur milli skipa, þar sem
um jöfn skipti er að ræða og loks
flutningur veiðiheimilda milli skipa,
sem ekki eru gerð út frá sömu ver-
stöð. Flutningur samkvæmt síðasta
hættinum var um 40.500 tonn.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi
í gær við fyrispurn Guðjóns Guð-
mundssonar alþingismanns.
Allur grálúðukvótinn
fluttur milli skipa
Rúmlega 20.000 tonn af þorsk-
kvóta voru flutt milli skipa í sömu
útgerð, 18.000 tonn milli skipa innan
sömu verstöðvar og tæplega 6.500
tonn fóru á milli í jöfnum skiptum.
Þá voru um 105.000 tonn af síld
flutt á milli skipa, en það er langleið-
ina í allan leyfilegan afla á síld á
síðasta fiskveiðiári. Þar nemur flutn-
ingur milli skipa, sem ekki eru gerð
út frá sömu verstöð, um 42.200
tonnum. Athygli vekur einnig að nær
allur skarkolakvótinn var samkvæmt
þessu fluttur á milli skipa, eða um
10.500 tonn og allur grálúðukvótinn,
15.000 tonn. Loks voru 337.500
tonn af loðnu flutt milli skipa.
Þess skal getið að tölur þessar
segja ekki alla söguna, því algengt
er að kvóti sé vistaður á öðrum skip-
um en hann er skráður á. Sem dæmi
um það má nefna að geymi skip 100
tonn fyrir annað um tíma og þau
síðan flutt til baka, reiknast sem svo
að 200 tonn hafi verið flutt milli
skipa. Þá geta skipakaup einnig
skekkt þessa mynd.
Sveiflur milli
útgerðarstaða
Sé litið á það hve mikið af afla-
heimildum í þorski hafa verið flutt-
ar milli einstakra staða, kemur í
ljós að það er mjög misjafnt hvort
staðirnir hafa aukið hlut sinn eða
ekki. Akureyri bætir við sig 950
tonnum af þorski, Garðurinn bætir
við sig 2.000, Grindvík 3.000, Hafn-
arfjörður 2.500, HornaQörður
2.200, Keflavík 4.800, Vogar 1.000
og Þorlákshöfn bætir við sig 1.000
tonnum. Dalvík tapar 2.000 tonn-
um, Djúpivogur 900, Húsavik
1.900, ísafjörður 2.600, Raufarhöfn
1.600, Siglufjörður 2.600 og Skaga-
strönd 1.200.
Skýringar á þessum sveiflum eru
af ýmsum toga. í einhveijum tilfell-
um koma þær til vegna sameiningar
fyrirtækja og flutnings innan þeirra.
í öðrum tilfellum vegna skipasölu
og í enn öðrum tilfellum má vera
að verið sé að skila kvóta vegna
„geymslu".
Þingsályktun veg-na
lokunar Goethe-
stofnunarinnar
Þingmenn úr
öllum flokk-
um taka hönd-
um saman
HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalags, mælti í
gær fyrir tillögu til þingsályktunar
á Alþingi þar sem ríkisstjórninni
er falið að leita eftir því við þýsk
stjórnvöld að Goethe-stofnunin
verði starfrækt áfram í Reykjavík.
Þingmenn úr öllum flokkum sem
sæti eiga á Alþingi eru meðflutn-
ingsmenn að tillögunni.
„Með þessari tillögu er lýst ein-
dregnum vilja þingsins til að menn-
ingarsamskipti íslands og Þýska-
lands verði styrkt í stað þess að
dregið verði úr þeim,“ sagði Hjör-
leifur. Ágúst Einarsson, þingflokki
jafnaðarmanna, og Sigríður Anna
Þórðardóttir Sjálfstæðisflokki tóku
einnig til máls og lýstu eindregnum
stuðningi sínum við tillöguna.
Lögðu þau áherslu á að tillagan
fengi hraða afgreiðslu á Alþingi.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 13.30 í dag. Fyrst eru tekn-
ar fyrir eftirfarandi fyrir-
spurnir til ráðherra:
1. Til umhverfisráðherra:
Förgun mómoldar og hús-
dýraáburðar.
2. Til umhverfisráðherra:
Losun koldíoxiðs í andrúms-
loft.
3. Til landbúnaðarráðherra:
Landbrot af völdum Þjórsár.
4. Til viðskiptaráðherra:
Biðlauna- og lífeyrisréttindi
starfsmanna ríkisbankanna.
5. Til dómsmálaráðherra:
Umferðaröryggismál.
6. Til dómsmálaráðherra:
Framkvæmd áfengislaga.
7. Til dómsmálaráðherra:
Lokun vínveitingastaða.
8. Til samgönguráðherra:
Hvíldar- og þjónustustaðir fyr-
ir ökumenn flutningabifreiða.
9. Til samgönguráðherra:
Reiðvegir fyrir hestafólk.
10. Til samgönguráðherra:
Starfsstöð Vegagerðarinnar í
Rangárvallasýslu.
11. Til fjármálaráðherra:
Þungaskattur.
Síðan verða sjö mál á dag-
skrá.
Samkomulag sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis
Sveitarfélögum veitt
ráðgjöf um aðgengi
Aðgengi fyrir alla
Ráðgjafarþjónusta um
aðgengi fatlaðra er rek-
in á grundvelli sam-
komulags Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og
félagsmálaráðuneytis-
ins um verkefni á sviði
ferlimála fatlaðra. Sam-
komulagið nær til árs-
loka árið 1998.
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir að Guðrún S. Hilmis-
dóttir, verkfræðingur hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, hafi yfirum-
sjón með vinnu í tengslum við sam-
komulagið. Auk þess hafi Ólafur
Jensson, fyrrverandi formaður
íþróttasambands fatlaðra, verið ráð-
inn tímabundið til verksins.
„Við höfum gefið sveitarfélögun-
um ítarlegar upplýsingar um samn-
inginn og hvatt til að leitað sé eftir
aðstoð og/eða úttektum ef þörf er
á. Samningurinn gerir ráð fyrir að
gerðar séu úttektir á stofnunum og
umhverfi í tengslum við kröfur um
aðgengi fatlaðra. Ekki
er sérstaklega tekið
fram við hvaða bygg-
ingar er átt. Hins vegar
er ekki óeðlilegt að líta
svo á að fyrst og fremst
sé litið til opinberra
bygginga og stórra
þjónustufyrirtækja.
Nokkur viðbrögð hafa
verið við erindinu og
er fyrst og fremst ósk-
að eftir ráðleggingum,“
segir Vilhjálmur.
ítarleg handbók
um áramót
Hann nefnir að ósk-
að hafí verið eftir því
við sveitarfélögin að þau veittu upp-
lýsingar um ferlinefndir og stofn-
uðu nefndir þar sem þær væru ekki
til staðar. „Kynningarmál eru stór
liður í starfinu," nefnir hann. „Sam-
band íslenskra sveitarfélaga stend-
ur fyrir kynningum og svo verður
haldin stór ráðstefna í samvinnu við
félagsmálaráðuneytið og umhverf-
ismálaráðuneytið um aðgengismál
fatlaðra 26. nóvember nk. Þar verð-
ur farið ítarlega ofan í saumana á
stöðu þessara mála. Fundað hefur
verið með hagsmunaaðilum fatlaðra
og ferlinefnd félagsmálaráðuneytis
og Reykjavíkurborgar. Ekki má
heldur gleyma því að við höfum
beitt okkur fyrir því að hægt verði
að ljúka útgáfu á handbókinni „Að-
gengi fyrir alla.“ Bókin kemur að
góðu gagni fyrir alla sem hafa með
hönnun og byggingu á mannvirkj-
um að gera, ekki síst
sveitarfélögin," segir
Vilhjálmur.
Jón Ólafur Ólafsson
og Sigurður Harðarson
arkitektar hafa veitt rit-
nefnd bókarinnar for-
ystu. Auk ritnefndar
hefur verið leitað til
fjölmargra fagaðila.
Stefnt er að því að
handbókin kom út í
byrjun næsta árs.
Stendur nærri
sveitarfélögunum
Með breytingu á lög-
um um málefni fatl-
aðra, sem tóku gildi um
síðustu áramót, er stefnt að því að
málefni fatlaðra flytjist frá ríki til
sveitarfélaga 1. janúar árið 1999.
Vilhjálmur segir að málaflokkurinn
standi nær sveitarfélögunum en rík-
inu. „Málaflokkurinn er í raun mjög
tengdur félagsþjónustu sveitarfé-
laganna. Sveitarfélögin ættu að
hafa góða yfirsýn og geta unnið að
skilvirkni að málaflokknum. Meira
fjármagn hefur verið veitt til upp-
byggingar í þágu málefna fatlaðra
á undanförnum árum en áður.
Sveitarfélögin koma því til með að
taka við ágætlega útfærðu þjón-
ustuneti víða um landið," segir hann
og tekur fram að þörfin sé ennþá
mikil og Ijóst að veita þurfi verulega
mikið fé til þessa málaflokks til að
koma á sómasamlegu ástandi, ekki
síst í Reykjavík og víðar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Samstarf Rauða kross Islands, FRÆ og SAA
Vímuvarnaskólinn í alla
grunnskóla á landinu
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur milli Fræðslumiðstöðvar
í fíknivörnum, (FRÆ), SÁÁ og
Rauða kross íslands um starf-
rækslu Vímuvarnaskóla. Markmið
skólans er að efla og styrkja for-
varnastarf grunnskóla um allt land
með því að fræða og upplýsa kenn-
ara og annað starfsfólk skólanna
um ávana- og fíkniefnamál og að
vera skólunum til ráðgjafar við gerð
vímuvarnaáætlana og framkvæmd
forvarnaverkefna.
Á skólaárinu 1995-1996 stóðu
ofangreindir aðilar og Reykjavíkur-
borg að stofnun Vímuvarnaskólans,
sem fór á milli grunnskóla i Reykja-
vík og stóð þar fyrir starfsdegi með
fræðslu um vímuefnamál og vímu-
varnir fyrir starfsfólk.
Sigríður Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands,
sagði það yfirlýsta stefnu Rauða
krossins, að vinna með þeim sem
minnst mega sín og því væri eðli-
legt framhald eftir tveggja ára
undirbúning að Vímuvarnaskólan-
um að halda því verkefni áfram.
Theódór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri SÁÁ, fagnaði því að
fleiri aðilar kæmu að því verkefni
að efla forvarnir í landinu og Sæ-
mundur Hafsteinsson fram-
kvæmdastjóri FRÆ, sagði löngu
tímabært að sameina þá krafta sem
ynnu að forvörnum.
Guðríður Sigurðardóttir, ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu, en ráðuneytið styrkir skólann,
sagði að samstarfið hefði tekist vel
til þessa og benti jafnframt á að
mikil samstaða væri um varnir gegn
vímu úti í þjóðfélaginu. „Þessi
samningur er því heillavænlegt
skref,“ sagði hún.
Morgunblaðið/Þorkell
FRIÐÞJÓFUR Karlsson úr stjórn FRÆ, Guðríður Sigurðardóttir,
Sæmundur Hafsteinsson úr sljórn FRÆ, Sigríður Amadóttir og
Theódór Halldórsson undirrita samning um rekstur Vímuvamaskóla.
VETRARFlíRÐ1K - VWII VIH VALIÐ!
KARIBAHAFIO - 0KKAR SERSVIÐ
Skemmtisiglingar vikulega á nýjustu glæsiskipum heimsins,
CARNIVAL - IMAGINÁTION, DESTINY O.FL.
Fljótandi hallir færa þig rnilli blómskreyttra eyja undir hitabeltissól
þar sem golan gælir við þig og ekkert mun skorta.
DOMINIKANA - hvfldardvöl á fegurstu eyjunni með drifhvítar
pálmastrendur, hálft fæði eða allt innifalið, matur, drykkir, skemmtanir.
RIO MERENGE - nýjasta trompið, 5 stjömu glæsistaður,
eða CAPELLA BEACH RESORT, afar vinsælt.
Brottför vikulega. Bestu kjör. Flug 2 fyrir 1. Gistisamningar á hálfvirði.
Sérverð í nóv. til des. Pantit) núna!
THAILAND - ný ímynd, það besta á bestu stöðum á besta verði,
allt árið fyrir einstaklinga, félög, klúbba, vinnuhópa o.s.frv.
Hópferð með fararstjóra 15. jan. ‘98. Frábært verð!
FERÐASKRIFSTOFAN
SÉRFARGJÖLD til Asíu, Ástralíu,
Afríku, Suður-Ameríku.
Munið að betri ferðirnar eru
oft ódýrari og ánægjulegri. Austlirstræti 17 4 hæð 101 Reykjavi%
Reynslan mælir með feröum Heimsklúbbsins. simi 56 20 400 fax 552 6564
HEIMSKLUBBUR
lGOLr