Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 19
Tyrkneskir heittrúarmenn sakaðir um undirróður
Erbakan ver Vel-
ferðarflokkinn
Ankara. Reuters.
Norðmenn
vonsviknir
NORSKA utanríkisráðuneyt-
ið hefur orðið fyrir vonbrigð-
um með afstöðu Bandaríkja-
manna, sem hafa ekkert gert
til að koma í veg fyrir að Paul
Watson og samtök hans, Sea
Shepherd, stundi skemmdar-
verk í Noregi, að sögn tals-
manns ráðuneytisins,
Ingvard Havnen, í dagblað-
inu Nordlys.
„Við höfum áður haft sam-
band við Bandaríkjamenn en
þeir vilja augljóslega ekki
grípa til viðeigandi aðgerða
gegn Sea Shepherd,“ sagði
Havnen. Samtökin hafa ítrek-
að hótað að sökkva norskum
hvalveiðibátum.
Fyrsta
greiðslan
RIVA Sifere heldur hér á
ávísun upp á 400 Banda-
ríkjadollara, andvirði 28.000
íslenskra króna.
Sifere er fyrsta fórnar-
lamb helfararinnar til að
hljóta skaðabætur úr ný-
stofnuðum svissneskum sjóði
til styrktar þurfandi fórnar-
lömbum helfararinnar.
Réttarhöld
í Berlín
TVEIR Palestínumenn, tveir
Þjóðverjar og einn Lýbíu-
maður eru nú fyrir rétti í
Þýskalandi, ákærðir fyrir
sprengjutilræði í nætur-
klúbbi í Vestur-Berlín árið
1986. Tilræðið varð tveimur
bandarískum hermönnum og
tyrkneskri konu að bana auk
þess sem 230 manns særðust,
margir alvarlega.
Saksóknarar halda því
fram að mennirnir hafí unnið
samkvæmt fyrirmælum frá
Lýbíustjórn. Þetta er annað
dómsmálið sem tekið er fyrir
í Þýskalandi á þessu ári þar
sem fengist er við hryðjuverk
sem tengjast erlendum
stjórnvöldum. I apríl komst
réttur þar að þeirri niður-
stöðu að íransstjórn hefði
staðið að baki morðum á Kúr-
dum í Berlín árið 1992.
Snúa ekki
aftur heim
LITLAR horfur eru á því að
flóttamenn frá Bosníu snúi
heim á næstu árum, að
minnsta kosti þeir sem hafast
við í Danmörku.
Frá því stríðinu lauk hafa
einungis 850 af 18.000 bosn-
ískum flóttamönnum þar í
landi gert tilraun til að snúa
heim. Tveir þriðju þeirra
dvöldust þar ekki lengi held-
ur sneru til baka til Dan-
merkur vegna húsnæðis- eða
atvinnuleysis í heimalandinu,
að sögn danska blaðsins
Aktuelt.
LEIÐTOGI tyrkneskra heittrúar-
manna og fyrrum forsætisráð-
herra, Necmettin Erbakan, kom
fyrir stjórnarskrárdómstól lands-
ins í gær og
varði Velferðar-
flokk sinn gegn
ákæru um að
hafa ætla að
koma á
múslímskum
lögum i landinu,
byggðum á
Kóraninum.
Dómsmála-
ráðhexra, Vural
Savas, hefur
ásakað Erbakan og flokksmenn
hans um að ógna undirstöðum lýð-
ræðis í Tyrklandi, sem er opinber-
lega veraldlegt ríki, og krefst Sa-
vas þess að Velferðarflokkurinn
verði lagður niður. Hefur hann lát-
TUTTUGU og átta börn drukkn-
uðu og 58 slösuðust er skólabif-
reið ók út af brú og féll niður í
fljót skammt frá Nýju Delhi í
gær.
Bifreiðin var á leið til Ludlow
kastala þar sem börnin gengu í
skóla. Bflstjórinn slapp ómeidd-
KINVERJAR ýjuðu að því í gær
að andófsmaðurinn Wang Dan
kynni að verða látinn laus af
heilsufarsástæðum, svo hann geti
leitað lækninga í Bandaríkjunum.
A sunnudag var andófsmaðurinn
Wei Jiangsheng látinn laus af
sömu ástæðu og liggur hann nú á
sjúkrahúsi í Detroit í Bandaríkjun-
um.
Á blaðamannafundi í gær svar-
aði Shen Guofang, talsmaður utan-
ríkisráðuneytisins kínverska, ekki
beint er hann var spurður hvort
kínversk stjórnvöld myndu láta
Wang lausan. „Eg tel þessa stöðu
hafa oft komið upp áður. Ég held
að hún muni halda áfram í framtíð-
inni,“ sagði Shen.
Wang er 28 ára og var leiðtogi
friðsamlegra mótmæla náms-
ið í veðri vaka að réttlætanlegt
væri að leiðtogar flokksins yrðu
líflátnir. Erbakan tjáði dómstóln-
um að tilraunir yfirvalda til að fá
flokk sinn bannaðan væru brot á
alþjóðlegum mannréttindum.
Áuk þess að geta bannað Vel-
ferðarflokkinn gæti dómstóllinn
einnig meinað Erbakan sjálfum af-
skipti af stjórnmálum í fímm ár og
lagt drög að lögsókn gegn honum
fyrir meintan hatursáróður. Að
sögn heimildamanna innan Vel-
ferðarflokksins hélt Erbakan
tveggja tíma ræðu fyrir dómstóln-
um og minnti dómarana á skuld-
bindingar Tyrklands við réttinda-
sáttmála á borð við Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og Parísar-
skrána.
Stjórnmálaskýrendur segja að
verði Velferðarflokkurinn gerður
útlægur muni heittrúarmenn fara í
28 skólabörn
drukknuðu
ur. Að sögn vitna missti hann
stjórn á rútunni í sandi í veg-
kantinum og féll rútan um tíu
manna sem voru brotin á bak aftur
með grimmilegum hætti á torgi
hins himneska friðar árið 1989.
Wang var dæmdur til ellefu ára
fangavistar á síðasta ári fyrir að
grafa undan stjórnvöldum. Þá
hafði hann setið inni í fjögur ár
fyrir þátt sinn í mótmælaaðgerð-
unum.
Bandarísk yfirvöld hafa að und-
anförnu lagt hart að kínverskum
yfirvöldum að láta andófsmenn
lausa. Hins vegar neitaði Shen því
felur og mynda leynihreyfíngu og
áhrif öfgasinna aukast í Velferðar-
flokknum. Vestrænir mannrétt-
indahópar hafa einnig sagt að
þeim lítist ekki á þá skerðingu á
tjáningarfrelsi og stjómmálaaf-
skiptum sem fólgin væri í banni á
starfsemi flokksins.
Ekki er óalgengt að starfsemi
stjórnmálaflokka sé bönnuð í
Tyrklandi, en á undanförnum ár-
um hafa einungis flokkar Kúrda og
öfgasinnaðra vinstrimanna verið
bannaðir. Erbakan lét af embætti
forsætisráðherra í júní og stjórn
hans fór frá eftir stormasamt ár
við völd vegna þrýstings frá hern-
um og veraldlegum hagsmunaöfl-
um sem gáfu honum að sök að vilja
grafa undan veraldlegu stjórnkerfi
í landinu, sem Kemal Ataturk kom
á undir lok Ottómanveldisins á
þriðja áratugnum.
metra niður af brúnni. 112 börn
voru í rútunni er slysið varð.
Fólki sem býr á bökkum fljóts-
ins tókst að bjarga nokkrum
börnum en björgunaraðgerðum
seinkaði þar sem loka þurfti gátt-
arstíflum áður en fólk lagði út í
vatnið.
að lausn Weis tengdist beint ný-
legri heimsókn Jiangs Zemins, for-
seta Kína, þar sem mannréttinda-
mál voru ofarlega á baugi. Þá
sagði Shen aðspurður að kínversk
stjórnvöld hefðu ekki af því neinar
áhyggjur að Wei myndi halda
áfram andófi sínu gegn Kínastjórn
nú þegar hann væri kominn til
Bandaríkjanna.
Bandarísk stjórnvöld vonast til
þess að Wei verði leyft að snúa aft-
ur til Kína og tjá stjórnmálaskoð-
Botha
hyggst
kvænast
að nýju
Jóhannesarborg. Reuters.
P.W. BOTHA, fyrrverandi
forseti Suður-Afríku, hyggst
ganga að eiga konu sem er
35 árum yngri en hann.
Botha er 81 árs og hefur
verið kallaður Krókódfllinn
mikli vegna andstöðu sinnar
við frelsisbaráttu
blökkumanna. Hann varð að
víkja fyrir F.W. de Klerk,
fyrrverandi
forseta,
árið 1989
þegar
heilsu hans
hrakaði.
„P.W.
Botha og
Reinette te
Water-
Naude
tilkynna hér með trúlofun
sína. Ekki hefur enn verið
ákveðið hvenær brúðkaupið
verður,“ sagði í yfirlýsingu
frá fjölskyldu Botha. Water-
Naude rekur gistihús og
hefur verið ekkja í sjö ár.
Einmana
stríðsmaður
Dagblaðið Beeld skýrði
fyrst frá samdrætti þeirra í
ágúst og Botha lýsti sér þá
sem „einmana stríðsmanni".
„Biblían segir að það sé ekki
gott fyrir menn að vera
einir,“ sagði hann í viðtali
við blaðið.
Botha gekkst undir
mjaðmaskiptaaðgerð fyrr á
árinu og kona hans, Elize,
sem hann kvæntist fyrir 54
árum, lést í júní.
Sannleiksnefndin
hundsuð
Botha tilkynnti í vikunni
sem leið að hann vildi ekki
koma fyrir sannleiks- og
sáttanefndina svokölluðu,
sem hefur rétt til að veita
mönnum sakaruppgjöf
gangist þeir við pólitiskum
glæpum sem þeir frömdu á
tímum aðskilnaðarstefnunn-
ar í Suður-Afríku. Desmond
Tutu erkibiskup, formaður
nefndarinnar, varaði við því
á mánudag að forsetanum
fyrrverandi yrði refsað ef
hann virti nefndina að
vettugi. Samkvæmt lögum á
liann yfir höfði sér allt að
tveggja ára fangelsi neiti
hann að bera vitni fyrir
nefndinni.
anir sínar óhindrað. Er talsmaður
utanríkisiráðuneytisins kínverska
var spurður hvort Wei yrði hand-
tekinn við komuna til Kína, sagði
hann það vera mál dómsmálayfir-
valda.
Fagna fulltrúa
í málum Tíbeta
Dalai Lama, andlegur leiðtogi
Tíbeta, fagnaði í gær skipun
Gregory Craig í embætti sérlegs
fulltrúa Bandaríkjastjórnar í mál-
efnum Tíbet. Sagði hann skipunina
sýna stuðning Bandaríkjamanna
við baráttu Tíbeta fyrir sjálfstæði
frá Kína. Kínversk stjórnvöld hafa
mótmælt skipuninni og sagt hana
óviðunandi afskipti af innanríkis-
málum.
Necmettm
Erbakan
.. Reuters
BJORGUNARMENN með lík eins barnanna sem drukknuðu er skólabfll féll í fljót skammt frá Nýju Delhi.
Kínverskir ráðamenn láta undan þrýstingi bandarískra stjórnvalda
Peking. Reuters.
Ýja að lausn fleiri
andófsmanna