Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnað
til haust-
sýningar
MYNPLIST
Listaskálinn í
Hvcragerdi
UMBROT eftir Guðbjörn Gunnarsson.
MÁLVERK/SKÚLPTÚR
HAUSTSÝNING LISTA-
SKÁLANS
Opið virka daga frá 11.30 til 22, um
helgar frá 11.30 til 23.30. Til 23.
nóvember. Aðgangur 200 kr.
HVERAGERÐI hefur heldur bet-
ur átt sinn þátt í listasögu þjóðar-
innar, þótt hennar sé hvergi getið
í lærðum ritum. Ég býst við að flest-
ir höfuðborgarbúar kannist við ferð-
ir austur fyrir fjall í leit að ódýrum
tómötum og pottaplöntum fyrir
gluggakistur bæjarins. Myndimar
sem héngu í hitabeltismollu gróður-
skálans í Eden voru oft á tíðum
einu kynnin sem menn höfðu af
myndlist samlanda sinna. Nú hefur
reisulegur listaskáli, undir forsjá
Einars Hákonarsonar listmálara,
nýverið opnað dyr sínar til að taka
á móti kaffíþyrstum og forvitnum
ferðalöngum, þannig að vel getur
verið að Hveragerði verði áfram
fastur punktur á landakorti íslensks
listalífs.
Hugmyndin að baki sýningunni
er að endurvekja svokallaðar
„haustsýningar", sem víða og lengi
hafa tíðkast. Með haustsýningu er
átt við þegar samtök listamanna,
eða opinber stofnun, efna til sam-
sýningar einu sinni á ári, gjarnan
á haustin, með því að bjóða lista-
mönnum að senda inn verk sem
dómnefnd velur síðan úr. Slíkar
sýningar eiga sér langa sögu sem
nær líklega allt aftur til átjándu
aldar, þegar franska listakademían
efndi til sýninga á efnilegustu lista-
mönnum franskrar þjóðar. Upp-
rennandi listamenn kepptu um að
fá að taka þátt og vinna hugsan-
lega til verðlauna, og hljóta þar
með þá opinberu viðurkenningu sem
tryggði viðskipti og tiltrú. Allar
götur síðan hafa slíkar sýningar
tíðkast með einu eða öðru sniði.
Framkvæmd sem þessi í Lista-
skálanum hefur bæði sína kosti og
galla. Ef vel tekst til getur almenn-
ingur skoðað þverskurð af mynd-
listarlífínu á einum stað og ungir
listamenn fengið tækifæri til að
sýna og njóta þeirrar athygli sem
sýningin vekur. Hins vegar verður
sýningin aldrei betri en nemur þeim
myndum sem sendar eru inn og
allt veltur á því að þátttaka lista-
manna sé almenn. Sýningin verður
að ávinna sér sess í myndlistarlífínu
þannig að myndlistarmönnum þykir
eftirsóknarvert að taka þátt. Ef það
gerist ekki er hættan sú að fram-
kvæmdin missi marks og verði ann-
ars flokks sýning fyrir annars
flokks myndlistarmenn.
Aðstandendum haustsýningar-
innar í Hveragerði eru efstar í huga
haustsýningar Félags íslenskra
myndlistarmanna, sem voru aflagð-
ar á síðasta aratug. Nú vill svo ein-
kennilega til að FIM er einmitt með
sýningu sem minnir óneitanlega á
gömlu samsýningar FÍM, „Óður til
sauðkindarinnar", sem stendur yfir
í Ásmundarsal við Freyjugötu í
Reykjavík, þar sem 48 listamenn
sýna 167 listaverk. Með þessu vildi
stjórn félagsins endurvekja samsýn-
ingar félagsins og ætlar sér að
halda slíka sýningu annað hvert ár.
Listaskálinn hefur því fengið
óvænta samkeppni á þessum vett-
vangi.
Ekki er hægt að segja að Haust-
sýning Listaskálans sýni okkur það
sem er „efst á baugi“ í myndlistar-
lífinu, eins og Einar Hákonarson
orðar það í formála, eða að hún
sýni þversnið af því sem er að ger-
ast í dag. í fyrsta lagi vantar þá
myndlistarmenn sem eru að skapa
tilþrifamestu myndlistina og í öðru
Iagi er fjölbreytnin miklu meiri en
sýningin gefur til kynna. Þótt hér
sé að finna málverk, skúlptúr og
grafík, þá er ýmislegt sem ekki er
að finna á sýningunni (vegna þess
væntanlega að slík verk voru ekki
send inn), t.d. ljósmynda- og vídeó-
verk, innsetningar og gjömingar,
og önnur vinnubrögð sem falla utan
við hefðbundna deildaskiptingu list-
greina, en er meðal þess sem hefur
verið ofarlega á baugi bæði hér og
erlendis.
Tuttugu og tveir myndlistarmenn
eiga verk á sýningunni og sýna 58
myndir, þar af e'ru flestar mynd-
anna málverk, en einnig má finna
grafík, skúlptúr og glerverk.
Af myndunum 58 stendur ein
mynd upp úr á sýningunni, en það
er málverk eftir Hauk Dór (og eina
myndin eftir hann), „Vindurinn við
ströndina", sem sýnir gáraðan
vatnsflöt sem leysist upp í óhlut-
bundin, draumkennd form sem
teygja sig yfir myndflötinn. Haukur
Dór fær ekki mikla samkeppni frá
öðrum málurum á sýningunni og
það er erfitt að nefna einhverja
sérstaklega í þeim samanburði. Það
kennir ýmissa grasa, landslag að
sjálfsögðu, mannamyndir og óhlut-
bundnar litastúdíur. En yfirleitt
vantar ögrandi átök við miðilinn og
myndefnið, en því meira um mein-
lausar og varkárar stílfærslur án
teljandi áhættu. Margt af því sem
maður sér á sýningunni er búið að
vera í gangi svo lengi að það er
hætt að vekja viðbrögð.
Af þrívíðum verkum sýnir Jónas
Bragi smekklega gerð glerverka,
sem taka sér m.a. sjávaröldur sem
mótív. Guðbjörn Gunnarsson, kall-
aður Bubbi, sýnir þijá allstóra
skúlptúra, sem eru mjög ólíkir inn-
byrðis og gætu hver verið eftir sinn
höfundinn. „Umbrot“ er eins og
vitnisburður um tröllsleg átök,
gríðarstór rótarhnyðja sem hefur
verið rekin á kaf með gildum járn-
fleini.
Hver veit nema haustsýning
Listaskálans verði að spennandi
viðburði á almanaki listalífsins í
framtíðinni. Ef svo kann að fara
verður það ekki þessari sýningu
að þakka. Það má til sanns vegar
færa að það er þörf á meiri breidd
í sýningarhaldi, einkum sýningum
sem gefa yngri og óreyndari lista-
mönnum, sem eru ekki tilbúnir til
að hella sér út í kostnaðarsamar
einkasýningar, tækifæri til að vera
með í listalífinu. Á þessum vett-
vangi getur Listaskálinn í Hvera-
gerði án efa markað sér bás.
Gunnar J. Árnason.
BÓKMENNTIR
íslcnsk fræði
SUNNANJÖKLA
eftir Jón R. Hjálmarsson. 192 bls.
Suðurlandsútgáfan. Prentun:
Prentsm. Suðurlands ehf. Selfossi,
1997.
JÓN R. Hjálmarsson heldur áfram
að skrásetja frásagnir af Suður-
landi. Er þetta tólfta bók hans með
slíku efni. Það eru einkum menn á
efra aldri sem hann ræðir við. Að
vanda hafa þeir frá mörgu að segja.
Fyrst og fremst er rakið það sem á
dagana hefur drifíð. Atvinnuhættir,
svo og mannlífið almennt, er einnig
inni í myndinni. í fyrstu bókunum
voru sögumenn flestir úr bænda-
stétt. Síðan hefur fækkað í sveitun-
um. Þungamiðjan hefur smásaman
verið að færast yfír til þéttbýlisins.
En þéttbýlisstaðirnir á Suðurlandi
njóta sérstöðu að því leyti að flestir
standa þeir fjarri sjó. Þeir eru því
tengdari sveitunum en sjávarþorpin.
Af sömu sökum eru Sunnlendingar
háðari landflutningum en aðrir
landsmenn. Bílstjórarnir sunnlensku
hafa haft ærnu hlutverki að gegna
Sólar megin
og ekki að ástæðulausu
að sumir þeirra hafa
með tímanum orðið
hálfgerðar þjóðsagna-
persónur.
í þessari bók koma
fram menn úr ýmsum
stéttum. Að einum eða
tveim undanskildum
eru þeir þó allir fæddir
í sveit. Bakgrunnurinn
er því oftast hinn sami
þó skipt hafí verið um
starf og búsetu.
Ekki skal gert upp á
milli þáttanna. Þeir eru
allir fróðlegir, hver með
sínum hætti. Ef staldr-
að skal við einn öðrum
fremur kemur mér í hug
frásögn Alberts Jóhannssonar. En
Albert var meðal fyrstu kennara við
Skógaskóla og fylgdist því með
skólahaldinu þar frá upphafi haustið
1949. Alls átti hann þá eftir að starfa
þar í fjörutíu ár. í þættinum lýsir
hann aðkomunni þegar hann knúði
fyrst dyra á þessu verð-
andi menntasetri, ung-
ur kennari. Svo mikill
var þá frumbýlings-
svipurinn að byggingar
voru langt frá því full-
kláraðar. Smiðir voru
enn að verki!
Héraðsskólunum var
flestum komið á fót á
árunum milli stríða.
Þeim var ætlað að
styrkja búsetu í sveit-
unum. Það tókst ekki
nema að litlu leyti. En
hlutverk þeirra varð
engu að minna fyrir
það. Skógaskóli kom
ekki til sögunnar fyrr
en hinu eiginlega hér-
aðsskólatímabili var í raun að ljúka.
Eigi að síður átti hann eftir að
standa af sér straumþunga bylting-
anna í skólakerfinu íslenska.
Byggðasafnið varð einnig til að auka
veg staðarins.
Albert segir frá ýmsum smáatvik-
Jón R.
Hjálmarsson
um sem sýnast léttvæg hvert um sig
en gefa þó greinagóða hugmynd um
tíma sem nú eru í öllum skilningi
liðnir.
Auk fyrrnefndra frásagna eru í
bók þessari þættir frá óbyggðum
landsins þar sem saman eru tvinnuð
munnmæli og landlýsing. Meðal ann-
ars er ýtarlegur þáttur um gamlar
varðaðar leiðir. Höfundur minnir á
að vörður þær, sem enn gefur að
líta með fornum fjallvegum, séu í
raun elstu mannvirki sem fyrirfinn-
ast á landi hér. Kjalveg telur hann
vera elstan hálendisveganna. Hellis-
heiði er á hinn bóginn einhver elsti
fjallvegurinn byggða milli. Þar hefur
sannanlega verið alfaraleið frá upp-
hafi búsetu í landinu.
Þætti sína um óbyggðirnar byggir
Jón R. Hjálmarsson meðal annars á
reynslu sinni sem leiðsögumaður
víðs vegar um landið. Vonandi fylgja
fleiri á eftir. Þótt samgöngusögunni
séu gerð góð skil í þessari bók er
enn margt sem huga þarf að. Til
dæmis vegagerð á fyrri hluta aldar-
innar og gömlu bílvegirnir sem nú
eru flestir af lagðir. Ætli 20. öldin
verði ekki síðar kölluð bílaöldin?
Erlendur Jónsson
Nýjar bækur
• SKÁLDSAGAN Konan
sem gekk á hurðir er eftir
írska verðlaunahöfundinn
Roddy Doyle. Sagan segir frá
Paulu Spencer, 39 ára írskri
konu, sem reynir að raða
saman brotakenndu lífi sínu
en það hefur svo sannarlega
ekki verið neinn dans á rós-
um.
í kynningu segir: „Konan
sem gekk á hurðir er í senn
beinskeytt og fyndin, áleitin
og áhrifamikil, ógleymanleg
skáldsaga. Roddy Doyle er í
einn virtasti og vinsælasti
núlifandi rithöfundur íra.
Hann hlaut helstu bók-
menntaverðlaun Breta, Boo-
ker-verðlaunin, fyrir skáld-
söguna Paddy Clarke Ha Ha
Ha og seldist hún í stórum
upplögum um víða veröld.“
Útgefandi er Vaka-Helga-
fell. Konan sem gekk á hurð-
ir er 264 bls. Þýðandi er
Sverrir Hólmarsson en Wilfri-
ed E. Bulleijahn hannaði
kápu. Bókin er brotin um hjá
Vöku-Helgafelli en prentuð
ogbundin í Prentsmiðjunni
Odda. Leiðbeinandi verð bók-
arinnar er 3.480 krónur.
• A UÐLEGÐ þjóðanna er
eftir Adam Smith og er í
þýðingu Þorbergs Þórssonar
sem einnig ritaði skýringar.
Inngang ritaði dr. Hannes
H. Gissurarson.
Auðlegð þjóðanna, sem
fyrst kom út í Lundúnum
árið 1776, er eitt áhrifamesta
og merkilegasta ritverk allra
tíma. Það er margt í senn,
skuggsjá átjándu aldar, bar-
átturit fyrir verslunarfrelsi
og heimspekileg hugleiðing
um samfélag manna. Það er
læsilegt rit og fróðlegt, enda
var Adam Smith afbragðs rit-
höfundur. Hugmynd Smiths
um ósýnilegu höndina, sem
leiðir menn til að vinna að
almannahag, þegar þeir eru
einungis að keppa að eigin
hag, hefur aldrei verið öflugri
en nú í lok tuttugustu aldar.
í þessari bók sýnir Adam
Smith, sem oft hefur verið
nefndur faðir hagfræðinnar, •
fram á, að samfélag manna
getur verið skipulegt án þess
að vera skipulagt og að við
fijálsa samkeppni á markaði
þarf eins gróði ekki að vera
annars tap.
Auðlegþjóðanna skiptist í
fimm hluta ogkoma þrír
fyrstu útíþessu bindi.
Útgefandi er Bókafélagið.
Bókin er 384 bls. Leiðbein-
andi verðerkr. 3.990.
• BETRUN eftir bandaríska
spennusagnahöfundinn
Stephen King. Þetta er þrett-
ánda bókin eftir King sem
út kemur á íslensku en King
er mjög vinsæll og afkasta-
mikill rithöfundur og hafa
fjölmargar kvikmyndir verið
gerðar eftir sögum hans.
í bókinni eru tvær sögur
sem birtust í ritsafninu Dif-
ferent Seasons. Fyrri sagan,
Betrun, nefnist á frummálinu
Rita Hayworth and Shaws-
ank Redemption og er í þýð-
ingu Guðna Jóhannessonar.
Hin sagan, Námfús dreng-
ur, heitir Apt Pupil á frum-
málinu og er í íslenskri þýð-
ingu Björns Jónssonar.
Útgefandi er Fróði hf. Bók-
in er 264 bls. ogprentunnin
og bundin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Verð er kr. 2.190
m/vsk.