Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 AÐSEIVIDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Lykillinn að framtíð Austurlands AUSTURLAND eins og flestir aðrir landshlutar leita nú m.a. lausnar á þeim -^mikla vanda sem skapast vegna stöð- ugrar fólksfækkunar í fjórðungnum. Sj ávarútvegurinn „stóðiðja Austurlands sem á liðnum áratug- um hefur að stærstum hluta skapað þá sókn framfara og uppbygg- ingu sem hér hefur verið, getur nú ekki öllu lengur svarað kröfum okkar og nú- tímans um mikla fjölg- un fjölbreyttari atvinnutækifæra sem verða að koma til á næstu árum ef ekki á illa að fara. Þess vegna er nú nauðsynlegt að leitað verði allra skynsamlegra leiða til að skapa ný störf með nýjum tækifærum sem gefast. Blása verður til öflugrar sóknar í landshlutanum og kalla brottflutta og þá sérstaklega vel menntaða æsku okkar heim á ný til þess að taka þátt í sköpuninni. Meðal þeirra valkosta sem við stöndum frammi fyrir er að nýta sem best við megum hluta þeirrar ^miklu endurnýtanlegu vatnsorku ^lsem er í fallvötnunum N-Austur- lands. Allmargir erlendir fjárfestar sýna nú mikinn áhuga á Islandi og ekki síst Austurlandi. Nokkrir þeirra kynna sér nú með markviss- ari og vandaðri hætti en áður stað- hætti alla, viðhorf og vilja heima- manna og íslenskra stjórnvalda til hugmynda sem þeir hafa uppi um íjárfestingar í fjórðungnum, m.a. stóriðju sem mundi nýta vantsorku úr vatnsföllunum. Ef vel tekst til og skynsamlega er á málum haldið er hér stórkostlegt tækifæri til að snúa núverandi varnarleik til öflugrar sóknar og framfara fyrir íbúa á Austur- landi. í huga sumra er stóriðja á Mið-Austur- landi sem fær orku frá vatnsföllum jökulánna norðan jökla og skapar 400-700 ný störf, óviðunandi með öllu að teknu tilliti til nátt- úruvemdar og ferða- þjónustu sem er mjög vaxandi og vinsæl at- vinnugrein í okkar landshluta. Undirritaður tekur undir með þeim aðilum sem hafa af þessu áhyggjur um að nauðsynlegt er að fara að öllu með gát. Lykillinn að farsælli framtíð Austuriands liggur, að mati Þor- valds Jóhannssonar, í skynsamlegri nýtingu á orku fallvatna til öflugr- ar atvinnusóknar fyrir komandi kynslóðir. En til að náttúran fái að njóta sín og verði aðgengilegri valkostur fyrir t.d. ferðaþjónustu á að virkja jökulárnar rétt og nýta m.a. mann- virkin (vegi, virkjanir og miðlunarl- ón) sem lið í stórbættri þjónustu við atvinnugreinina. í þeim könnunarviðræðum sem nú fara fram, en þær eru sumar Þorvaldur Jóhannsson . Tvískinnungnr Morgunblaðsins í SÍÐUSTU viku skrifaði ég grein í Morgunblaðið um flutning þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks. Þar fór ég nokkram orðum um mismunandi afstöðu leiðarahöfunda Morg- unblaðsins til flutn- ings starfa frá Reykja- ^vík út á land. Annars Vegar eindregnum mótmælum við flutn- ingi starfa hjá Land- mælingum og Byggðastofnun og hins vegar mikilli hrifningu yfir flutn- ingi tuga starfa hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna frá Reykjavík til Akureyrar. Morgunblaðið eyðir > Mm® flísar íf f fý Ih llí Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 stórum hluta forystu- greinar sinnar sl. laug- ardag til að réttlæta þennan tvískinnung og tekst það _ heldur óhönduglega. í grein- inni er það gefið í skyn að ég sé að hvetja til aukinnar opinberrar starfsemi, en þar seg- ir: í fyrsta lagi er upp- bygging opinberrar starfsemi ekki rétt leið til að efla atvinnu. Sé það markmiðið er hætta á að opinber rekstur verði öðram þræði einhvers konar atvinnubótavinna. Ekki munu byggðir landsins lifa á ríkisrekstri til lengdar og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun- blaðið hafa hvatt til þess að opin- berum rekstri verði haldið í skefj- um“. Þetta er hreinn útúrsnúningur. Ég hef síður en svo hvatt til upp- byggingar opinberrar starfsemi, enda er hér ekki verið að tala um fjölgun starfa hjá hinu opinbera, heldur tilfærslu á fimm til sex störfum. Ég hef hins vegar hvatt til þess að tekið sé mark á stefnu- mótandi byggðaáætlun fyrir árin 1994-1997, sem samin var af for- Guðjón Guðmundsson hveijar á algeru frumstigi, hafa m.a. kostir og gallar slíkrar stór- iðju og framkvæmdir henni tengd- ar á umhverfi og samfélag okkar á Austurlandi verði ofarlega á blaði. Eitt skilyrði fyrir að vel tak- ist til með stóriðjufyrirtæki á Mið- Austurlandi sem tekur til sín 400-700 ný störf (1.200-2.100 manns) er að þétta og færa saman byggðirnar frá Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði í norðri til Fá- skrúðsfjarðar, Stöðvarijarðar og Breiðdalsvíkur í suðri með stór- bættum samgöngum og þjónustu. Þannig verður til samfélag með um 9.000 manns og hefur þann styrk sem þarf, m.a. félagslegan, til að mæta svo öflugri atvinnu- og íbúasókn sem þá verður. Ég óska Austfirðingum og þá sérstaklega íbúum Neskaupstaðar, Eskiijarðar og Reyðarijarðar, til hamingju með þá nýlegu ákvörðun að sameina þessi nágrannabyggð- arlög á næsta ári. Með henni stíga þeir stórt skref fram á við til þess að gera landshlutann hæfari til að mæta nýjum tækifærium á nýrri öld. í jökulánum norðan Vatnajökuls býr mikill kraftur sem rennur óbeislaður til sjávar og náttúrufeg- urð landsins þar er víða stórbrotin og glæsileg. Ekki verður hjá því komist, reyndar sjálfsagt að nýta hluta orkunnar til öflugrar sóknar í atvinnusköpun ef skynsamleg færi gefast. Ef við Austfirðingar sjáum ekki þýðingu þess að nýta orkuna í okkar eigin þágu hér, þá einfaldlega verður hún tekin og flutt burt á suðvesturhornið og býr til störf þar handa þeim sem flytj- ast þangað af landsbyggðinni m.a. frá okkur á Austurlandi. Náttúruvernd og ferðaþjónusta annars vegar og beislun orkunnar í vatnsföllunum til atvinnusköpun- ar hins vegar, mega ekki og eiga ekki að vera óviðunandi valkostir, annaðhvort eða. Miklu heldur geta þeir stutt hver annan og ef rétt er á málum haldið treysti ég fáum betur en Austfirðingum sjálfum til að finna þá leið sem ganga verður til að ná settu marki. Höfundur er bæjnrstjóri í Seyðisfirði og formaður orku- og stóriðjunefndar SSA. svarsmönnum Byggðastofnunar og samþykkt á Alþingi 6.maí 1994, en þar segir: „Opinber þjónusta og starfsemi opinberra stofnana verði aukin á landsbyggðinni en dregin saman á höfuðborgarsvæð- inu að sama skapi.“ Þegar Alþingi samþykkir stefnumörkun með svo skýrum hætti á að sjálfsögðu að fram- fylgja henni og athyglisvert ef rit- stjórn Morgunblaðsins hefur ekki áttað sig á því. Þegar Alþingi samþykk- ir stefnumörkun með svo skýrum hætti, segir Guðjón Guðmundsson, á að sjálfsögðu að framfylgja henni. í lok leiðara Mbl. segir: „Stjórn- málamenn sem taka ákvarðanir um að flytja opinberar stofnanir að illa ígranduðu máli, eru að só- lunda peningum skattgreiðenda.“ Hér er ekki verið að sólunda nein- um peningum. Rekstur þróunar- sviðs verður ekkert dýrari á Sauð- árkróki en í Reykjavík. Sá kostnað- ur sem verður við flutninginn kem- ur væntanlega margfaldur til baka með sölu á því fokdýra húsnæði sem hýsir þessa starfsemi í Reykja- vík. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins 4 Vesturlandi. Opið bréf til alþingismanna UNDIRRITAÐUR var einn þeirra fimm hæstaréttarlögmanna sem árið 1993 gerðu athugasemdir við skaðabótalög nr. 50/1993 er tóku gildi 1. júlí 1993. Hinir vora: Jón Steinar Gunnlaugsson, Atli Gíslason, Viðar Már Matthíasson og Sig- urður G. Guðjónsson. Beindist gagnrýni okkar einkum að því, að margföldunarstuð- ull 1. mgr. 6. gr. lag- anna, 7.5, nægði ekki að bæta fólki að fullu fjártjón sem það yrði fyrir við lík- amstjón. Einnig gagnrýndum við 8. grein laganna, sem ákvarðar bætur til þeirra sem verða fyrir því að tapa starfsorku sinni í slysi, en hafa ekki nýtt vinnugetu sína til að afla vinnulauna, t.d. vegna æsku, náms eða starfa á heimili. Gagnrýni okkar var ekki vel tek- ið af þeim, sem höfðu haft forgöngu um setningu laganna. Hún leiddi engu að síður til þess, að 1. mgr. 6. gr. og 8. gr. voru lagfærðar í lok Eitt meginmarkmið skaðabótalaganna var „að endurbæta reglur um ákvörðun bóta fyrir tjón á mönnum, þar á meðal tjón vegna missis framfæranda“. Vil- hjálmur H. Vilhjálms- son telur að þau mark- mið hafi ekki náðst. apríl 1996, eftir að Gestur Jónsson hrl. og Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari, höfðu gert ítar- lega og vandaða álitsgerð um málið að beiðni allsheijarnefndar Alþing- is. Alþingi treysti sér þó ekki til að gera frumvarp tvímenninganna, sem fylgdi álitsgerðinni, að lögum. Eitt meginmarkmið skaðabóta- laganna var þetta samkvæmt at- hugasemdum með frumvarpinu. „Að endurbæta reglur um ákvörðun bóta fyrir tjón á mönnum, þar á meðal tjón vegna missis framfær- anda.“ Frumvarp til skaðabótalaga, bls. 9. Til frekari skýringar segir svo um þetta markmið laganna á bls. 9-10 í frumvarpinu. „Reynt var að gera reglur frumvarpsins þann- ig úr garði að tjónþoli fái al- mennt, auk hæfilegra miskabóta, fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum lík- amsmeiðsla. Jafnframt er með reglunum stefnt að því að menn öðlist ekki rétt til bóta fyrir fjár- tjón nema slíkt tjón hafi í raun orðið eða fyrir liggi raunhæft mat um fjártjón á ókomnum árum. Ef frumvarpið verður að lögum ætti það að leiða til réttlátari niður- stöðu í bótamálum þeirra sem bíða tjón á líkama." Með orðunum „réttlátari niður- stöðu“ er verið að bera saman bóta- reglur frumvarpsins, sem síðar varð að lögum, og þágildandi reglur sem mótaðar voru af dómstólum, fyrst og fremst Hæstarétti. Spyija má: Hafa þessi markmið náðst? 1. Fær einstaklingur fullar bæt- ur fyrir íjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla? 2. Leiða reglur skaðabótalaga til réttlátari niðurstöðu fyrir þá sem slasast en fyrri reglur? kyrri spurningunni hefur marg- oft verið svarað, síðast í fyrr- nefndri álitsgerð Gests Jónssonar og Gunn- laugs Claessen, til alls- heijarnefndar Alþingis dags. 10.11. 1995. Svarið er nei. Síðari spurningunni hefur ekki verið svarað beint, en undirritaður ætlar að freista þess í þessari grein. Raunhæf dæmi eru oft mjög árangursrík þegar útskýra þarf eitthvað. Staðreyndir eru fólki miklu ljósari en langar fræðilegar útlistanir. Undirritaður vill sýna þingmönnum slíkt dæmi. Svo einkennilega vill til, að síð- asta skaðabótamálið sem undirrit- aður fékk til meðferðar úr tíð eldri reglna, og hið fyrsta sem féll undir skaðabótalög, voru gerð upp nú fyrir nokkrum dögum. Meiðsli hinna slösuðu eru áþekk, þau eru á svipuðum aldri, varanleg örorka þeirra og miski jafn há, 20%. Erfitt er að greina nokkurn mun á þeirri skerðingu sem þau hafa orðið fyrir á vinnugetu og tekjuöflunarmöguleikum. Líklega mun hvorugt þeirra geta unnið störf sem krefjast líkamlegrar áreynslu. Þess vegna er fróðlegt að bera saman niðurstöðurnar og læra af. Tekið skal fram, að staða pilta og stúlkna er jöfn samkvæmt báðum bótakerfunum, sama vá- tryggingafélag gerði upp bæði málin og lagfæringarnar, sem nefndar voru hér að framan, hefðu ekki breytt uppgjörinu skv. skaða- bótalögum. Piltur (P) slasaðist í árekstri á Reykjanesbraut 25. júní 1993, 5 dögum fyrir gildistöku skaðabóta- laga, þá 18 ára gamall. Skaðabætur til P, vegna 20% varanlegrar örorku, eru kr. 5.700.000 auk miskabóta, kr. 300.000. Stúlka (S) slasaðist í bílveltu 9. ágúst 1993, 40 dögum eftir gildis- töku skaðabótalaga, þá 16 ára göm- ul. Varanlegur miski S var metinn 20% og skaðabætur til hennar sam- kvæmt reglum 8. greinar skaða- bótalaga um bætur fyrir varanlega örorku nema kr. 1.202.180 auk miskabóta, kr. 858.700. Það skiptir greinilega máli hve- nær þú slasast, bætur fyrir sömu örorku eru kr. 4.497.820 hærri samkvæmt eldri reglum en sam- kvæmt ákvæðum skaðabótalaga. Miski hins vegar kr. 558.700 hærri skv. skaðabótalögum. Nú getur hver svarað fyrir sig. Eru bætur þær sem S fær „réttlát- ari“ en þær sem P fær? Svar mitt er nei. Og það sem verra er, bæturnar eru smánarlega lágar. Skaðabætur fýrir varanlega 20% örorku ná ekki einum meðalárslaunum verka- kvenna, en er ætlað að bæta S 20% framtíðarskerðingu atvinnutekna næstu 50 ár og það eru 10 árslaun. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að hvoragt af fyrrnefndum mark- miðum alþingismanna með setn- ingu skaðabótalaga hefur náðst. Til að þau góðu markmið geti orðið að veruleika þarf að breyta lögun- um og það strax. Það vald er í höndum Alþingis og frumvarpið tilbúið. A meðan al- þingismenn láta þetta ógert hrann- ast upp dæmi á borð við það sem ég hef rakið hér að framan. Sum reyndar verri. „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti" sagði Jón Hregg- viðsson. Er ekki „réttlæti" skaða- bótalaganna búið að vara nógu lengi? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.