Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 38
AÐSENDAR GREINAR
Um framleiðni
í sjávarútvegi
HINN 5. nóv. sl. birt-
ist í Morgunblaðinu
grein eftir Benedikt
Valsson, framkvæmda-
stjóra Farmanna- og
fiskimannasambands Is-
lands. í greininni er fjall-
að um þróun framleiðni
í sjávarútvegi með vönd-
uðum hætti. Ástæða er
til að fagna þessari
grein. Hlutlægar greinar
um stjómkerfi fiskveiða
og áhrif þess era því
miður alltof sjaldséðar á
síðum Morgunblaðsins.
í greininni gerir Bene-
dikt athugasemdir við
fullyrðingar, sem finna
má í upplýsingariti um starf og stefnu
ríkisstjómarinnar um þróun í afla-
verðmæti á brúttórúmlest fískiskipa-
flotans. Þessar fullyrðingar byggjast
á ákveðnum samanburðargögnum,
sem ég hef tekið saman um fiskveið-
ar í nokkrum iöndum heims.
Það súlurit sem í er vitnað í grein
Benedikts er annað af tveimur, sem
ég hef tekið saman um íjölþjóðlegan
afrakstur í fiskveiðum. Ánnað þess-
ara súlurita, það sem Benedikt vísar
til, sýnir aflaverðmæti mælt í dollur-
um á brúttórúmlest fiskiskipaflota.
Hitt sýnir aflaverðmæti mælt í doliur-
um á sjómann. Með því að þetta síð-
ara súlurit er ekki birt í grein Bene-
dikts er rétt að hafa það hér með til
upplýsingar (mynd 1).
Rétt er að leggja á það þunga
áherslu, að hvorugu þessara súlurita
var ætlað að lýsa þróun í framleiðni
í íslenskum fiskveiðum og þannig
hafa þau aldrei verið túlkuð af minni
hálfu. Þessum súluritum var einungis
ætlað að gefa hugmynd um afrakstur
fiskveiða í ýmsum löndum, sem nota
mismunandi kerfi fiskveiðistjórnunar.
Eina ástæðan fyrir því að á þessum
súluritum eru tvær súlur fyrir ísland
er, að hvað sum samanburðarlöndin
snertir hafði ég gögn frá 1989-90
Ragnar Árnason
en 1993-94 fyrir önn-
ur.
í mynd 1 er saman-
burðarlöndunum skipt í
tvo hópa. í þeim fyrri
(efri hópurinn á mynd
1) eru fiskveiðiþjóðir,
sem hafa beitt kerfi
framseljanlegra afla-
kvóta í ríkum mæli í
sínum fiskveiðum. Is-
land er í þeim hópi. í
síðari hópnum (neðri
hópurinn á mynd 1) era
lönd, sem á viðkomandi
árum höfðu ekki tekið
upp kerfi framseljan-
legra kvóta og kusu
þess í stað að stjóma
fiskveiðum sínum með öðram hætti.
Það sem mynd 1 sem og súlurit-
inu, sem birt var í grein Benedikts,
er ætlað að sýna er að mikill munur
Sókn í kvótabundnar
botnfisktegundir, seg-
____ —
ir Ragnar Arnason,
hefur minnkað mikið
síðan 1990
er á afrakstri fiskveiða þessara
tveggja hópa landa, hvort sem miðað
er við aflaverðmæti á sjómann eða
aflaverðmæti á brúttórúmlest físki-
skipaflota. Samkvæmt þessum
tveimur mælikvörðum er afrakstur
fiskveiðanna í þeim löndum, sem
beita kerfí framseljanlegra kvóta
miklu meiri en hinna. Munurinn er
svo mikill, að nær óhugsandi er, að
talnaleg ónákvæmni (sem alltaf hlýt-
ur að vera taisverð í svona sam-
anburði á milli landa) geti breytt
þessari meginniðurstöðu.
Þessi samanburður kann að vera
vísbending um áhrif kvótakerfa á
afrakstur í fiskveiðum. Þó er það
ekki víst, þar sem súlnaritin fela ekki
í sér neinar upplýsingar um orsaka-
samhengi. Súluritin segja okkur hins
vegar ekkert um þróun í framleiðni
í íslenskum fiskveiðum, jafnvel þótt
þar séu tvær súlur fyrir ísland. Til
þess era gögn þau, sem að baki liggja
alltof ónákvæm. Það er því alls ekki
rétt að framleiðni í íslenskum fisk-
veiðum mæld sem aflaverðmæti á
brúttórúmlest fiskiskipaflota hafi
aukist um 60% á milli áranna 1990
og 1993, eins og lesa mætti úr súlu-
ritinu, sem Benedikt gerir athuga-
semd við. Á hann þakkir skildar fyr-
ir þá leiðréttingu og þau tölugögn,
sem hann hefur tekið saman í því
sambandi.
Hitt er síðan annað mál, að með-
altalið af þeim tveim súlum fyrir ís-
land (1990 og 1993), sem birtust í
súluritinu um aflaverðmæti á brúttó-
rúmlest, er mjög nálægt meðaltali
talna Benedikts fyrir sömu ár. Því
virðist hinn fjölþjóðlegi samanburður
súluritsins, sem var hinn upphaflegi
tilgangur þess, vera réttvísandi eftir
sem áður.
Mat á þróun framleiðni
Eigi að leggja skynsamlegt mat
á þróun framleiðni í íslenskum fisk-
veiðum innan vébanda kvótakerfis-
ins þarf að beita allt öðrum og flókn-
ari aðferðum. í því efni er nauðsyn-
legt að hyggja að tímaraðagögnum
fyrir aflaverðmæti, útgerðarkostn-
að, stærð fiskistofna, aðfanga- og
afurðaverð o.fl. sundurliðað eftir
fiskveiðum, fiskiskipaflotum og þeim
stjórnkerfum fiskveiða, sem gilda
hveiju sinni. Gögn um heildarafla-
verðmæti á samanlagðar brúttórúm-
lestir fískiskipaflotans segja þar af-
skaplega takmarkaða sögu. T.a.m.
er nauðsynlegt að hyggja að því,
hversu stórum hluta þessa flota hafi
verið haldið til veiða og þá hvort þær
veiðar hafi verið innan ramma kvóta-
Mynd 1
Aflaverðmæti á sjómann í nokkrum löndum heims
(Þús. USD á sjómann; gengi USD árið 1994)
Ástralía (1990)
Grænland (1993)
island (1989/90)
island (1993)
Holland (1993/4)
Nýja Sjáland (1993/4)
Færeyjar(1993)
Bandaríkin (1990)
Kanada (1990)
Bretland (1990)
Noregur (1990)
Hclslu hcimildir: Fiskifélag íslands; Úivegur, Scölabanki íslands, Commission of ihc Europcan
Communitics: Rcport 1991, Stalsmeldning no. 58. Fiskeridcpartimentet f Oslo, OECD EG/95/2, OECD
EG/95/10, OECD Report 1996, Yearbook of Nordic Statistics 1993, Hagstova Foroya 1994 o. fl.
Mynd 2
Þróun sóknar í botnfisktegundir
(Sókn rnæld sem margfeldi úthaldsdaga og meðalbrúttólestalölu ftskiskipa á
botnvörpu-, net- og línuveiðum)
Visitala
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996
[ESókn (tonn-dagar) |
Heimiid: Fiskifélag íslands: Útvegur
0 20 40 60 80 100 120 140
1000 USD ásjómann
kerfisins eða í ókvótabundnar teg-
undir jafnvel á íjarlægum miðum.
Hvað svona grófa mælikvarða á
framleiðniþróun snertir er sköm-
minni skárra að líta á þróun sóknar-
í kvótabundnar tegundir. Þegar öllu
er á botninn hvolft útskýrir sókn
miklu meira af kostnaði við útgerð
en brúttólestatala fiskiskipaflotans.
Hér er því að lokum sýnt línurit af
þessu tagi (mynd 2). Þetta línurit
lýsir sókn í botnfisktegundir innan
landhelginnar mældri sem margfeldi
úthaldsdaga og meðalbrúttólestatölu
fiskiskipa á net-, línu- og botnfisk-
veiðum.
Mynd 2 sýnir mikla minnku'fl"
sóknar í botnfisktegundir innan
landhelgi frá árinu 1990. Hún er því
vísbending um verulega kostn-
aðarminnkun í kvótabundnum botn-
fiskveiðum á tímabilinu. Hvort að
þetta megi jafnframt skoða sem vís-
bendingu um framleiðniaukningu
læt ég liggja á milli hluta.
Höfundur er prófessor í
fiskihagfræði.
Eykur sölu, hag-
kvæmni, gæði og
öryggi matvæla
LANGFLESTUM að-
ilum í matvælaiðnaði er
vel kunnugt um hið gíf-
urlega aukna vægi sem
hitamælingar hafa í
rekstri fyrirtækja í
framleiðslu, sölu og
dreifingu matvæla og
áhrif hitastigs á
rekstraröryggi og gæði
matvæla. Það er ekki
einungis vegna nýrra
reglugerða sem kröfur
um hitamælingar hafa
aukist. Erlendir og inn-
lendir kaupendur mat-
væla gera einnig stöð-
ugt vaxandi kröfur til
þeirra framleiðenda sem
þeir versla við. Kröfuhörðustu kaup-
endumir senda eftirlitsaðila reglulega
á vettvang og versla einungis við þá
aðila sem tileinka sér öflugt og áreið-
anlegt innra eftirlit, sérstaklega eftir-
lit með hitastigi, hreinlæti og öðram
þáttum sem hafa áhrif á gæði fram-
leiðslunnar. Þeir sem ekki eru með
trúverðugt eftirlitskerfi eiga á hættu
að tapa mikiivægum mörkuðum og
þeim kaupendum sem eru tilbúnir að
greiða hæst verð fyrir afurðirnar.
Hinir, sem era fljótir að tileinka sér
tæknina og taka upp öflugt eftirlit
með hitastigi að eigin framkvæði,
bæta ímyndina og njóta ijárhagslegs
ávinnings í formi hærra
afurðaverðs, aukinna
vaxtarmöguleika með
öflun nýrra markaða,
betri nýtingar, lægri
orku- og viðhaldskostn-
aðar og fækkun fram-
leiðslutjóna.
Endingartími
matvæla
Öflugt eftirlit með
hitastigi getur haft
margvísleg áhrif til
lækkunar á rekstrar-
kostnað fyrirtækja í
matvælaiðnaði. Lang-
mikilvægust eru áhrif
hitastigs á gæði mat-
vælanna. Of lítil kæling hefur áhrif
á vöxt örvera sem hafa skaðleg áhrif
á matvælin og dregur veralega úr
endingartíma þeirra. Sem dæmi má
nefna, þá er endingartími fiskflaks
sem geymt er við 0°C 12 dagar, 7
dagar ef það er geymt við 0,5°C, og
einungis 1 dagur ef það er geymt
við 10°C. Þó áhrifin séu mismun-
andi, þá hefur hitastig afgerandi
áhrif á öryggi og endingartíma
flestra annarra ferskra matvæla, svo
sem kjöt, egg o.m.fl.
Þó fryst matvæli hafi lengri end-
ingartíma og séu ekki eins næm fyr-
ir hitastigi, era áhrifin engu að síður
Gunnar Óskarsson
mjög mikil, eins og meðfylgjandi tafla
um gæðatap af frystum fiski við
mismunandi hitastig sýnir glöggt.
Þá er rétt að hafa í huga að fryst
matvæli era gjarnan geymd í langan
tíma, jafnvel í marga mánuði og
verða áhrifin því margfalt meiri en
neðangreint dæmi sýnir.
Gott eftirlit með hitastigi eykur
sölu, hagkvæmni, gæði og öryggi
matvæla.
Tafla 1: Gæðatap á frystum fiski.
Hitastig
-22°C
-18°C
-14oC
-10°C
*) Gæðatap
geymslu
Annað atriði
Gæðatap’)
5,6%
8,0%
11,6%
16,7%
m.v. 15 daga
:m hefur áhrif á
frystar afurðir er ískristallamyndun
innan á umbúðum. Við uppþíðingu,
þiðna ískristallarnir, varan blotnar
og gæðin verða minni.
Tafla 2: ískristallamyndun innan
á umbúðum.
Hitastig ískristallar
-23,3°C 0,07%
-17,7°C 0,17%
-12,2°C 0,20%
- Við sveiflukenndan hita frá
-23,3 til 12,2°C
- var kristallamyndunin 0,33%.
Rýrnun, ímynd og eftirspurn
Eins og að ofan greinir leiðir of
lítil kæling til skemmda á matvælum,
en það leiðir til aukins rekstrarkostn-
aðar vegna rýrnunar og frákasts. Sé
eftirlitið ekki nógu virkt og skemmd
matvæli eða matvæli sem eiga mjög
lítið eftir af endingartímanum kom-
ast í hendur kaupendanna er hætt
við að áhrif á ímynd fyrirtækisins
geti orðið alvarleg og varanleg, sam-
keppnisstaðan verði lakari og eftir-
spurnin minnki. Auk skemmda, hefur
kæling mjög mikil áhrif á drip og
rýrnun í vinnslu eða dreifingu, jafn-
vel þó varan verði ekki ósöluhæf.
Orkukostnaður og viðhald
Of mikil kæling er hvorki æskileg
né hagkvæm. Fersk matvæli mega
til dæmis ekki fijósa og of mikil fryst-
ing á frystum afurðum er ekki æski-
leg. Of mikil kæling leiðir þar að
auki til aukins rekstrarkostnaðar og
styttir endingartíma kæli- og frysti-
Bezt er að halda hita-
stiginu, segir Gunnar
Oskarsson, sem næst
hagkvæmustu mörkum
og sem stöðugustu.
búnaðar. Það er því hagkvæmast að
halda hitastiginu sem næst hag-
kvæmustu mörkum og sem stöðug-
ustu.
Skriffinnska og rekjanleiki
upplýsinga
Til að uppfylla kröfur löggjafans
og í mörgum tilfellum kröfur kaup-
enda, er öllum aðilum í matvælaiðn-
aði, allt frá öflun hráefnis til dreifing-
ar í smásöluverslun eða framreiðslu
á veitingastöðum og í mötuneytum,
skylt að halda skrá yfir hitastig á
öllum mikilvægum eftirlitsstöðum. í
vaxandi mæli er ekki nægjanlegt að
vera með handskráningu, heldur
verður skráningin að fara fram með
sjálfvirkum hætti, svo sem með hit-
asíritum. Þó sumir líti á íjárfestingu
í sjálfvirkum hitaskráningarkerfum
sem kvöð, er líklegast að ijárfesting-
in sé fljót að skila sér með minnk-
andi skriffinnsku og lækkun rekstrar-
kostnaðar vegna betri yfirsýnar og
aukins rekstraröryggis. Þar að auki
eru mörg hitaskráningarkerfi meií
viðvöranarbúnaði sem getur komið i
veg fyrir kostnaðarsöm tjón vegna
bilunar í kæli- og frystibúnaði, raf-
magnsleysis eða vangá í umgengni
með kæli- og frystiklefum, svo sem
ef gleymist að loka hurðum nógu vel.
Fagleg vinnubrögð
Til að hitaeftirlitið virki sem best
er mikilvægt að standa vel að hlut-
unum og að nýta tæknina með sem
bestum hætti. Mikilvægt er að fastii
hitanemar séu staðsettir á góðum
stað þannig að þeir gefi sem besta
mynd af ástandinu eða breytingu á
ástandi. Þar sem fastir hitanemai
mæla einungis hitastigið þar sem
þeir era staðsettir, er mikilvægt áJ®’’
fylgjast reglulega með hitadreifing-
unni með öðrum hætti. Lausir hitasí-
ritar sem hægt er að staðsetja tíma-
bundið á mismunandi stöðum í kæl-
um og frystum og innrauðir hitamæl-
ar er dæmi um tækni sem henta vel
í úttekt á hitadreifmgu. Þó fram-
kvæmd hitamælinga virðist ekki flók-
in í fyrstu, er hætt við að þær verði
tímafrekar, leiði til mikillar skrif-
finsku, verði ieiðigjarnar og óáreiðan-
legar ef ekki er nógu vel staðið að
þeim. Með þeim aðferðum og þeirri
tækni sem nú standa til boða geta
aðilar í matvælaiðnaði með auðveld^
um og áreiðanlegum hætti uppfyllt
þær auknu kröfur sem á þá era lagð-
ar og á sama tíma aukið hagkvæmn-
ina og bætt ímynd fyrirtækisins.
Höfundur er hagfræðingur,
sjávarútvegsfræðingur og
framkvæmdastjóri FTC
Framleiðslutækni ehf.