Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 34

Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Arkitektaskóli á Islandi INNAN vébanda Arkitektafélags íslands hefur á undanförnum árum verið unnið að mótun stefnu varðandi menntun arkitekta hér- lendis. I > Á félagsfundi í Arki- tektafélagi íslands árið 1985 var samþykkt að hefja undirbúning að kennslu í byggingarlist. í árslok 1988 skilaði nefnd, sem skipuð var af menntamálaráðherra til þess að fjalla um kennslu í byggingarlist á íslandi áliti, þar sem lagt var til að hafin yrði kennsla hér sem fyrst. Á málþingi á vegum Arkitektafélags íslands sumarið_ 1989 um kennslu í byggingarlist á Islandi, þar sem sátu fulltrúar arkitektaskóla í Evrópu og í Norður-Ameríku, var lýst yfir ein- firegnum stuðningi við stofnun skóla mér. íslenski arkitektaskólinn Islenski arkitektaskólinn, ÍSARK, var formlega stofnaður á félagsfundi í Arkitektafélagi íslands 21. apríl 1994. Meginmarkmið með stofnun skól- ans er að móta kennslu í byggingarl- ist, er taki sérstaklega mið af ís- lenskum aðstæðum, með ríkri áherslu á samfélagslega vitund um- hverfislega víðsýni, faglegan metnað ‘«g listrænt innsæi. Ákveðið var að halda fyrstu árin sumarná- mskeið á vegum skól- ans og þar skyldi lagð- ur grunnur að mótun kennslu í byggingarlist og komið á tengslum við erlendar mennta- stofnanir. Haldin hafa verið fjögur sumarná- mskeið undir stjórn ís- lenskra kennara með þátttöku virtra er- lendra prófessora. í verkefnavali hefur ver- ið lögð rík áhersla á sérkenni í íslenskri náttúru. Alls hafa 73_ nem- endur, þar af 10 Islend- ingar, sótt námskeiðin. Árlega hefur verið gefið út vandað rit um starf- Með stofnun arkitekta- skóla mætti koma á al- mennri fræðslu um byggingarlist í grunn- og framhaldsskólum, en Jes Einar Þorsteins- son telur slíka fræðslu í lágmarki. semi skólans þar sem verkefni nem- enda hafa verið kynnt. Starfsemi skólans hefur byggst á fjárframiögum Alþingis, mennta- mála-, iðnaðar- og umhverfisráðu- neytis, menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Húsnæðisstofn- unar ríkisins, Norrænu ráðherra- nefndarinnar og styrkjum ýmissa stofnana. Segja má að íslenski arkitekta- skólinn standi nú á tímamótum. Ljóst er að ekki er unnt að efna ein- hliða til sumarnámskeiða, slík nám- skeið verða að vera þáttur í starf- semi raunverulegs skóla innan vé- banda Listaháskóla íslands. Hugmyndir um kennslu í byggingarlist á íslandi Árið 1995 samþykkti Alþingi iög um listmenntun á háskólastigi og þar með var tekin ábyrg_ afstaða til stofnunar Listaháskóla Islands um leið og lögð var áhersla á virka sam- vinnu hinna ýmsu listgreina. Með stofnun listaháskóla fengu hugmyndir um arkitektaskóla byr undir báða vængi enda augljósir kostir að ganga inn í samstarf við mótun vaxandi stofnunar. Félag um Listaháskóla íslands var stofnað 1996 og kjörnir 5 menn í stjórn, einn fulltrúi hverrar listgrein- ar, þ.e. arkitektúr, leiklist, listdans, myndlist og tónlist. Árið 1995 viður- kenndi Nordisk Arkitekturakademi, samtök norrænna arkitektaskóla, ÍSARK sem ellefta norræna arki- tektaskólann. Þessi viðurkenning er mjög mikilvæg og lykill að frekara samstarfi. Jes Einar Þorsteinsson í upphafi gæti kennslan miðast við eins til tveggja ára áfangaskipt nám sem byggðist á félagslegri og náttúr- legri sérstöðu umhverfis okkar. Leitað yrði eftir samstarfi annarra arkitektaskóla með þátttöku er- lendra kennara enda yrði kennslan jafnframt sniðin fyrir erlenda nem- endur. Tekið verði mið af auknu samstarfi skóla í anda Nordplus og Sókrates samvinnuverkefna, þar sem gert er ráð fyrir að nemendur getir stundað nám við fleiri en einn skóla (farnemar), eins geta kennarar ferðast milli skóla. Margt bendir til þess að íslenski skólinn geti orðið virkur hlekkur í samstarfi arkitektaskóla í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Byggingarlist er rammur þáttur í menningararfleifð okkar og menn- ingarminjar eru margar í landinu sem þarfnast verndar og það stendur næst okkur að taka upp kennslu í húsvernd þar sem byggt væri á rann- sóknum okkar og reynsluhefð. Byggingarrannsóknir í samvinnu við stofnanir eins og Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, Hús- næðisstofnun og Iðntæknistofnun yrðu virkur þáttur í skólastarfinu. Með stofnun arkitektaskóla mætti koma á almennri fræðslu um bygg- ingarlist í grunnskólum og fram- haldsskólum en slík fræðsla er í lág- marki í dag. Framtíðarhorfur Gagnkvæmt samstarf háskóla margra landa gerir nemendum kleift með samræmdri námsskrá að stunda nám í mörgum löndum á námstíman- um. Grundvöllur að kennslu í bygg- ingariist ætti að byggjast á slíku samstarfi. Af framansögðu er ljóst að í sum- amámskeiðum ISARK er sá vaxtar- sproti sem getur með eðlilegum hætti stuðlað að því, að hér geti hafist regluleg áfangakennsla í byggingarl- ist og þess vegna mikilvægt að hlúð sé að honum svo hann fái vaxið. Fulltrúar ÍSARK hafa sótt árlega fundi fulltrúa arkitektaskólanna á Norðurlöndum, Nordisk arkitektur- akademi koordinatormode, þar sem mikill áhugi hefur verið fyrir því að styrkja starfsemi ÍSARK eftir föng- um. Samstarf norrænna arkitektaskóla er öflugt og er nú unnið að'því hefja samvinnu við arkitektaskóla í Eist- landi, Lettlandi og Litháen. Á vegum Norrænu arkitekturaka- demíunnar er árlega efnt til sam- vinnuverkefnis meðal nemenda nor- rænna arkitektaskóla sem skólarnir annast til skiptis og koma hópar nemenda og kennara saman til að vinna að verkefni á vikunámskeiði (Workshop). Okkur hefur verið falið að standa fyrir námskeiðinu árið 2000, og yrði þá þáttur í hátíðardagskrá menning- arlífs í Reykjavík. Á fundi Norrænu arkitetúraka- demíunnar í Þrándheimi í vor, var samþykkt viljayfirlýsing um þátt- töku norrænu arkitektaskólanna í samstarfi með íslenska arkitekta- skólanum, þegar hafin yrði misseris- og árskennsla hér. Skólar í Evrópu hafa sýnt áhuga á samstarfi innan vébanda Sókrates- áætlunar en af slíku getur ekki orðið nema hér verði formlega stofnaður skóli. Sérstaða íslands gerir slíkt samstarf mjög áhugavert. Lokaorð Telja má, að löngu sé tímabært að hefja hér kennslu í arkitektúr. Kennsla í arkitektúr myndi stuðla að framförum, almennri þekkingu og kynningu á byggingarlist og efla eðlileg tengsl þeirra sem vinna að mótun umhverfis okkar. íslenskir arkitektar myndu eftir sem áður sækja menntun sína erlendis, að hluta til í framhalds- eða sémám, en þung- amiðja kennslunnar yrði hér heima. Höfundur er fráfarandi formaður stjórnar ÍSARK og arkitekt FAÍ. DRILEflE. Gervineglur PROFESSIONAL SOLUTIONS Handsnyrtivörur lllailene kynningar - 20% a!sl. .fcU-N .n.m -kjarni málsins! NÁTTFATA- LÍNA Kringlunni S. 553 7355 ÐataCard Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort Gæðaprentun í lit Otto B.Arnar ehf. ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVlK SÍMI 588 4699 • FAX 588 4696 Til hvers er gagnrýni? ÞANN 7. nóvember síðastliðinn skrifaði Hildur Hermóðsdóttir beinskeytta grein hér í Morgunblaðið þar sem hún skammar mig fyrir ritdóm sem ég skrifaði um bók eina sem út kom hjá Máli og menn- ingu í haust, en eins og allir vita er Hildur rit- stjóri barna- og ungl- ingabóka hjá því for- lagi. Eg dreg enga dul á að það er ekki vand- ræðalaust að vera gagnrýnandi, einkum og sér í lagi í litlu landi þar sem allir þekkja alla. Sumir, bæði höfundar og aðrir sem telja sér málið skylt, hika ekki við að senda gagnrýnanda óvægin skammarbréf með ýmiskonar brigsl- um og með vissu millibili senda þeir skammir sínar í opnum bréfum til þess að draga verulega vel athygli að vanköntum gagnrýnanda. Eftir nokkrar slíkar atrennur að heiðri gagnrýnanda getur orðið freistandi að gefa öllum bókum sömu góðu umsögnina og vera þakklátur fyrir hverja þá bók sem kem- ur út á íslenskri tungu. í bók þeirra Baldurs Sigurðssonar og Bjarna Olafssonar sem ber nafnið „Fram á ritvöll- inn“ eru leiðbeiningar um hvernig eigi að skrifa um bækur. Þar segir (bls. 147): „Rit- gerð eða ritdómur verð- ur að birta álit ykkar á bókinni... Takið fram hvað sé vel gert eða illa og helst hvers vegna. Það þarf ekki að taka fram að hér getur allt milli himins og jarðar komið til álita: mál og stíll, persónusköpun, bygging bókarinnar, umhverfi." Þessar leiðbeiningar eiga sannar- lega við þegar gagnrýnandi birtir álit sitt á hverri þeirri bók sem hann skoðar. Sá sem skrifar eingöngu um Sleggjudómar eru að mínu mati hvergi betur sýnilegir, segir Sigrún Klara Hannesdóttir, Sigrún Klara Hannesdóttir Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, S^f' FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. en í grein Hildar sjálfrar um verk mín innan um öll brigslyrðin. bækur fyrir börn og unglinga getur bætt við þennan lista mati sínu á því hvort hann telji að bókin taki tillit til þess lesendahóps sem hún er ætluð. En gagnrýnandinn má aldrei skrifa út frá öðrum skoðunum en sínum eigin. Hildur sparar mér ekki stóru orð- in í grein sinni og talar um niðurrifs- starfsemi mína og óskar eftir upp- byggilegri gagnrýni. Samt sem áður fer helst í skapið á henni að ég skuli láta í ljósi hvað mér finnst helst athugavert við verkin sem ég fjalla um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún skammar mig fyrir að taka til umræðu það sem ég vildi sjá í bók en ekki það sem er fyrir framan mig. Hvernig getur gagnrýni verið uppbyggileg ef ekki má tala um það sem að mati gagnrýnanda hefði mátt betur fara í ritverkinu? Ég hef hingað til leitt hjá mér að svara árásum á umfjöllun mína um barna- og unglingabækur fyrir Morgunblaðið enda þótt ég taki fullt tillit til þess sem sagt er - finnist mér ég geta af því lært og það sé skrifað af skynsemi - en í þetta sinn finnst mér of langt geng- ið í skítkastinu. Ef grein Hildar er lesin frá orði til orðs mætti ætla að hér sæti ég, gömul konan, að jafnaði í fýluköstum og hefði þar af leiðandi gleymt fyrir löngu hvernig það er að vera barn. Þessi gamla, fýlda kona hefði það eitt að markmiði í lífinu að fjalla nei- kvætt um bækur frá forlagi henn- ar, kasta út sieggjudómum, órök- studdum og ósanngjörnum. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna. Hildur getur brigslað flestum öðrum frekar um fýluköst en mér. Ég hef einnig alltaf lagt mig í líma við að rökstyðja þá gagnrýni sem ég set fram, bæði það sem ég tel jákvætt, og einnig leitast ég við að lýsa vel því sem mér finnst aflaga fara í viðkomandi bók. Sleggjudómar eru að mínu mati hvergi betur sýnilegir en í grein Hildar sjálfrar um verk mín innan um öll brigslyrðin. Ég skil vel að það er mikið fjár- hagslegt atriði fyrir íslensk bókafor- lög og höfunda að bækur þeirra seij- ist vel fyrir jólin. En þrátt fyrir það finnst mér að þeir, sem eru að bjóða væntanlegum kaupendum vöru til jólagjafa, verði að gæta hófs í um- mælum sínum um þá sem voga sér að hafa skoðun á því sem þeir setja á markaðinn. Höfundur er bókmenntagagnrýnandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.