Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar og amma, JÓHANNA (Hanna) MATTHÍASDÓTTIR, Sólheimum 30, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 18. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Vilhjálmur Einar McDonald, Matthildur Ólafsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Lilja Ljósbjörg Matthildardóttir. + Móðursystir okkar, MÁLFRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR frá Hólmlátri, Skógarströnd, Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag- inn 16. nóvember. Klara Styrkársdóttir, Ingibjörg Daðadóttir, Arndís Styrkársdóttir, Arndís Daðadóttir, Hjálmar Styrkársson, Guðjón Styrkársson, Sigfús Styrkársson. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JÓNSDÓTTIR frá Kambi, Víðigrund 2, Sauðárkróki, sem lést mánudaginn 10. nóvember síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. þeim, sem vilja minnast Páll Hjálmarsson, Arnfríður Jónasdóttir, Hjálmar S. Pálsson, Kristjana Sigmundsdóttir, Jón Ö. Pálsson, Hugrún Eðvarðsdóttir, Rúnar Pálsson, Sigurlaug Ó. Guðmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 1 + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, NÍNA S. MATHIESEN, Skúlagötu 66, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 9. nóvem- ber. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, Magnús Thorberg, Sigurður Karl Magnússon, Árni V. Pálmason, Hrafnhildur Sigurgísladóttir, Hlynur Árnason, Sara Árnadóttir, Eva Árnadóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURÐAR JÓHANNSSONAR, Kjarrvegi 10, Reykjavík. Útförin hefur farið fram kyrrþey. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 11G á Landsþítalanum. Anna Áslaug Sigurðardóttir, Þorleifur Grímsson, Ólafur Jón Sigurðsson, Valdís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. PÉTUR SÍMONARSON + Karl Pétur Sím- onarson fædd- ist á Þingvöllum 4. ágúst 1911. Hann Iést á dvalarheimil- inu Seljahlíð 11. nóvember síðastlið- inn. Móðir hans var Jónina Guðrún Sveinsdóttir, f. 7.12. 1958, fædd á Torfa- stöðum í Grafningi. Faðir hans var Sím- on Daníel Péturs- son, f. 2.2. 1882, d. 27.4. 1966, fæddur á Þingvöllum, síðar bóndi í Vatnskoti, Þingvallasveit. Hann var smiður og uppfinn- ingamaður. Börn Jónínu og Símonar voru fimm en eftirtal- in eru látin: Karl Pétur, Aðal- steinn, f. 9.11. 1917, d. 8.3. 1993, eftirlifandi eru: Katrín Sylvía, f. 27.7. 1912, Helga, d. 22.5. 1914, og Sveinborg, f. 9.8. 1915. Pétur kvæntist 1942 Fríðu Ólafsdóttur ljósmyndara, f. 15.12. 1903, d. 26.2. 1985. Hún var dóttir Ólafs Sæmundsson- ar prests, Hraungerði í Flóa, f. 26.6. 1865 d. 4.8. 1936. Móð- ir hennar var Sig- urbjörg Matthí- f. 29.9. 1865, d. 25.5. 1930. Fríða var ljós- myndari og fótaað- gerðafræðingur hún vann við það lengi vel. Seinna starfaði hún við framleiðslu plast- tappa undir hús- gögn ásamt manni sínum. Pétur keypti vél í þessu skyni sem hann breytti eftir þörf- um markaðarins. Pétur og Fríða voru barnlaus. Pétur fór í nám til Kaup- mannahafnar 1939 og lauk þaðan prófi í rafvélavirkjun 1942. Jafnframt náminu vann hann hjá Títan verksmiðjunni, sem framleiddi rafmótora. Hann kom heim í stríðslok sumarið 1945 og vann hann til að byija með hjá Jóhanni Rönning vélaverkstæði. Eftir það starfaði hann sjálfstætt að iðn sinni. Útför Péturs fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Dejr fé deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldrei hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Mér dettur þetta í hug þegar ég hugsa um Pétur móðurbróður minn. Nú síðustu árin þurfti ég að aðstoða hann vegna veikinda hans og kynntist ég honum þá betur en áður. Ég sagði Pétri að hann hefði kennt mér að „eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir". Eftir því lifði hann sjálfur. Það var mikið samband á milli Helgu móður minnar og hans. Þau ferðuðust mikið saman, fóru t.d. í margar jeppaferðir um fjöll og dali þá bæði á áttræðisaldri. Pétur lifði lífinu lifandi fram til dauða- dags. Þegar ég var bam fannst mér ævintýri að fá að fara út á hjólabát sem hann og afi bjuggu til á fjórða áratugnum og sigla um Þingvallavatn. Það má jafnvel segja að hann hafi verið fyrsti ís- lenski akstursíþróttamaðurinn, t.d. útbjó hann mótorhjól þannig að honum tókst að aka því upp á topp Skjaldbreiðar að vetrarlagi. Þetta var fyrir stríð. Um svipað leyti breytti hann einnig flugvél yfir í vélsleða. Hann ók honum á ísilögðu Þingvallavatni á yfir 150 km/klst. Á þessum sama sleða kom hann 1939 á skíðalandsmót í Hveradöl- um. Þar var hinn heimsfrægi norski skíðastökkvari Birger Ruud að sýna skíðastökk. Hinn þekkti útvarpsmaður Helgi Hjörvar lýsti mótinu í útvarpinu. Við komu Pét- urs á sleðanum á skíðalandsmótið fór stór hluti hinna þijú þúsund áhorfenda að sleðanum til að skoða hann. Dæmi um áræði Péturs og dugnað var að hann lærði á brekkuskíði um sextugt með þeim árangri að margur yngri maðurinn hefði mátt öfunda hann af því. Þegar hann var 78 ára vildi hann kenna mér almennilega á skíði. Hann fór með mig í brött- ustu brekkurnar í Bláfjöllum og þegar ég sagðist ekki þora niður þá sagði hann: „Jú ég vísa þér veginn,“ og ég fór á eftir og stóð. Hann fór í margar skíðaferðir með vinum sínum úr skíðaklúbbn- um, innanlands og utan, t.d. í Alp- ana og Klettafjöllin. Þeir félagarn- ir fengu einnig þyrlu til að fljúga með sig upp á Botnssúlur og ýmsa jökla og skíðuðu svo niður. I þess- ar skíðaferðir sem mörgum fannst glannalegar fór hann alveg þangað til hann var kominn fast að átt- ræðu. Pétur og Fríða ferðuðust mikið innanlands og utan, t.d. til Egypta- lands, Israels og fleiri staða, þetta var frekar óvanalegt á þessum árum. Pétur var mikill náttúruunn- andi. Hann aðstoðaði t.d. Osvald Knudsen oft í hans kvikmyndaleið- öngrum, t.d. þegar hann myndaði Heklugosið 1947. Einnig tók hann virkan þátt í jöklarannsóknum. Hann fór margar ferðir með Guð- mundi Jónassyni á jökla. Pétur var áhugasamur einkaflugmaður og átti hlut í flugvél. Hann flaug mik- ið á tímabili, en lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu að lenda í flugslysi, í kringum 1959, á Mosfellsheiði. Flugbjörgunarsveitin í Reykja- vík bjargaði honum mikið slösuð- um ofan af heiðinni í svarta þoku á ævintýralegan hátt. Pétur var mjög gjafmildur mað- ur og nutu m.a. vinir hans og ætt- ingjar þess. En stærstu gjöfina gaf hann þó í haust til minningar um Fríðu, þá gaf hann félagi Alzheim- ersjúklinga húsið sitt að Austur- brún 31. Vilji Péturs var að húsið yrði notað, sem dagvist fyrir Alz- heimersjúklinga. Vona ég að sú ósk hans rætist. Aðdáunarvert var hversu umhyggjusamur Pétur var þegar Fríða barðist við sinn erfiða Alzheimersjúkdóm, sem stóð í mörg ár. Pétur vildi helst deyja á skíðum, og það munaði minnstu að sú ósk rættist, því tveim dögum áður en hann lést fór hann í sína síðustu ferð. Hann fór með Gunnlaugi frænda sínum á sínar uppáhalds- slóðir í norðurhlíðum Hengils, þar sem hann sá yfir sína fæðingar- sveit, Þingvallasveitina. Pétur kenndi mér margt og ég mun sakna hans sárt en minningin geymir góðan mann. Jónína G. Melsteð. Hann Pétur frændi er farinn. Eftir sitjum við og látum hugann reika til liðinna samverustunda. Þær voru margar og ánægjulegar. Margir kenndu hann við æsku- stöðvarnar, Vatnskot í Þingvalla- sveit, fram á þennan dag, þó hann hefði ekki átt þar heimili síðan á stríðsárunum. Mér er í barnsminni þegar ég sá Pétur fyrst, þegar þau Fríða komu akandi á Harley David- son-mótorhjólinu sínu, afleggjar- ann heim að Vatnskoti, nýkomin til landsins eftir langa dvöl í Dan- mörku. Pétur var léttur á fæti, kvikur í hreyfingum, mikill ákafa- maður og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var handverks- og ævintýramaður og lét draumana rætast. Þeir Vatnskotsfeðgar voru þekktir hugvitsmenn, þeir smíðuðu all skyns tæki til að létta sér störf- in og nutu aðrir oft góðs af. Þeir smíðuðu til dæmis fótstigna raf- stöð til að hlaða rafgeyma þegar logn var og vindmyllan snerist ekki. Þá komu gjarnan bændurnir í sveitinni með útvarpsgeymana sína og stigu hleðsluvélina sjálfir. Pétur smíðaði fótstiginn bát sem var notaður í skemmtisiglingar. Hann smíðaði fyrsta vélknúna snjósleðann á landinu 1936 upp úr gamalli flugvél, sem þótti algert galdratæki á sínum tíma. Eftir stríðið smíðaði hann annan vél- sleða upp úr þeim eldri og hlutum úr herflugvél. Pétur fór til Reykjavíkur og byijaði nám í járnsmíði hjá Hamri en hætti fljótlega og fór til Kaup- mannahafnar til að læra rafvéla- virkjun hjá stórfyrirtækinu Titan. Þar var hann öll stríðsárin. Hann fór fljótt að lagfæra ýmislegt í framleiðslunni hjá fyrirtækinu. Tit- an framleiddi meðal annars rafala fyrir Þjóðveija, þess vegna vann andspyrnuhreyfingin oft skemmd- arverk í verksmiðjunni. Starfsfólk- ið fékk alltaf viðvörun þegar það stóð til svo það gæti forðað sér. í Kaupmannahöfn kynntist hann konu sinni Fríðu Ólafsdóttur ljós- myndara. Hún vann hjá Kodak og seinna hjá Titan. Á námsárunum fór Pétur ásamt nokkrum félögum sínumm í frí. Hann keypti gamlan og lélegan bíl, Ford T módel. Það lýsir Pétri vel hvernig hann brást við þeim erfiðleikum sem á vegi þeirra urðu í ferðinni. Þeir óku suður Þýska- land og alla leið til Feneyjar á ítal- íu. í Olpunum hitaði bíllinn sig, þá var tappinn tekinn af vatnskass- anum og keyrt undir næsta læk sem rann fram af kletti og hann fylltur. Stimpill brotnaði í vélinni og á verkstæði var hún dæmd ónýt en þeim var sagt að þeir mættu reyna sjálfir að gera við. Pétur sauð og renndi og setti sam- an aftur. Eftir það gekk bíllinn eins og klukka. Margt fleira kom upp á í þessari ferð en allt leystist með útsjónarsemi og dugnaði. Þegar stríðinu lauk 1945 bauð Titan honum gull og græna skóga ef hann vildi vera hjá þeim áfram. En ísland togaði þau Fríðu heim. Eftir heimkomuna ákváðu þau að byggja sér hús. Hann teiknaði það sjálfur, og var það mjög nýstárlegt í útliti og í innréttingum og fékkst ekki samþykkt fyrr en hann hafði smíðaði nákvæmt líkan og sýnt bæjaryfirvöldum. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili sem setti svip á Austurbrúnina og það- an gat hann fylgst með veðrinu á skíðasvæðinu í BláfjöIIum. Pétur og Fríða ferðuðust mikið bæði erlendis og innanlands meðan heilsa hennar leyfði og fóru þá oftast ótroðnar slóðir í orðsins fyllstu merkingu. Alla tíð eftir að ég komst til vits og ára höfum við Pétur brasað margt saman, farið í veiðitúra, jöklaferðir, skíðaferðir, ferðast á vélsleðum, bátum og bíl- um. Ég held að ekki sé sá staður til á Suðvesturlandi sem nann þekkti ekki nöfnin á og hafði marg- sinnis komið á. Um 1950 keypti Pétur flugvél með öðrum. Hann flaug henni víða og lenti á ótrúlegustu stöðum, t.d. á ís á Þingvallavatni. í eitt skipti slapp hann með fótbrot og brotin gleraugu þegar hann nauðlenti á Mosfellsheiði. Eftir flugævintýrið tók við tíma- bil kvikmyndatöku og ferðaðist hann víða um landið og tók mynd- ir, bæði á eigin vegum og með Ósvald Knudsen á gosstöðvunum í Surtsey, Heklu og víðar. / 'M í v; í < i i (. £ V i i i i i i i ( I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.