Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 37
Eftir sextugt fór Pétur að
* stunda skíði og tók það sport með
" trompi. Hann var með þeim fyrstu
til að setja upp skíðalyftu í Bláfjöll-
um með nokkrum vinum sínum.
Hann fór margar skíðaferðir til
útlanda með þeim og valdi sér þá
erfiðustu leiðirnar svo að félögun-
um þótti nóg um þó miklu yngri
væru. Á síðari árum fór hann mik-
ið á gönguskíði með systrum sín-
um.
Pétur frændi varð aldrei gam-
^ all, þrátt fyrir sín 86 ár. Það var
ekki auðvelt að fá hann til að tala
um fyrri tíma því hann lifði í nú-
tímanum og var fljótur að tileinka
sér nýjungar.
Fyrir fáum árum veiktist hann
svo sjónin bilaði og þó hún kæmi
aftur þá hætti hann að keyra, en
fékk frændur sína til að ferðast
með sér upp um fjöll og fírnindi
og höfðu allir gaman af.
Fríða dó árið 1985 eftir langvar-
W andi veikindi. Þá naut Pétur þess
að alltaf hefur verið mikið og gott
samband milli þeirra systkinanna,
en Aðalsteinn lést fyrir nokkrum
árum.
Þegar við förum til Reykjavíkur
hefur alltaf verið einn af föstu
liðunum að koma við hjá Pétri.
Nú verður vandséð hvernig á,að
fylla það skarð.
Sigursteinn og Hanna.
I
Hugvitsmaðurinn og þúsund-
þjalasmiðurinn Pétur Síimonarson
frá Vatnskoti í Þingsvallasveit er
genginn á vit feðra sinna. Símon,
faðir hans var víðkunnur fyrir
smíðar sínar og hagleik og smíðaði
meðal annars flesta sumarbústað-
ina við Þingvallavatn, sem á hans
tíð voru byggðir. Pétur átti því
ekki langt að sækja hæfileika sína,
hugvit og handlagni.
Það var gaman að sjá til Péturs
að starfi, ekki bara hraðvirknina
og afköstin, heldur og miklu frem-
ur, þegar vanda bar að höndum
og fram úr einhverju þurfti að
ráða, sjá hann virða fyrir sér efni
og aðstæður litla stund, meðan
hann var að hugsa málið, hvað
þyrfti að gera og hvernig það best
yrði leyst, og þegar því var lokið,
W hvernig hann tók aftur til starfa
með einbeittum vilja og hiklausum
handtökum án minnsta vafa.
En þótt Pétur mæti vinnuna
framar flestu og nyti sannrar
ánægju af henni, var hann enginn
vinnuþræll og átti sín áhugamál
og tómstundagaman fjarri henni.
Þau hjónin, Pétur og Fríða Ólafs-
dóttir frá Hraungerði í Flóa, voru
! j mjög samhent og áttu margt sam-
m eiginlegt, þótt þeim yrði ekki barna
^ auðið. Fyrst og fremst voru þau
mikið útivistarfólk og undu sér
best úti í hinni óspilltu náttúru.
Af því leiddi að ferðalög og nátt-
úruskoðun urðu þeirra stærsta
hugðarefni. Lágu leiðir þeirra
ýmist um byggðir eða óbyggðir og
jafnan var myndavélin með í ferð-
um og óspart notuð, ekki síst þar
sem náttúruperlur og sérkenni ís-
m lands risu hæst. Voru þau fundvís
£ á slíka staði, oft fjarri alfaraleið-
um. Þá var Pétur ekki lengi að
ferðbúast, ef óvæntar náttúru-
hamfarir áttu sér stað, svo sem
eldgos, enda geymdi hann flest
sem til ferða þurfti, í bílnum og
var því kominn á staðinn á undan
flestum öðrum. Ósvaldur Knudsen,
hinn mikli ferðagarpur og mynda-
‘f tökumaður, vissi hvað hann var
A að gera, þegar hann valdi Pétur
sem sinn helsta fylgdar- og aðstoð-
armann í óbyggðaferðum við nátt-
úruskoðun og kvikmyndun.
Við hjónin, ég og Katrín systir
hans, nutum oft góðra ferða með
þeim Pétri og Fríðu og síðan með
honum einum, eftir að hún féll frá.
Við gátum átt von á því eftir lang-
an rigningarkafla, þegar stytti upp
og sólin braust fram úr skýjunum
að Pétur hringdi og tilkynnti, að
fi hann kæmi og sækti okkur eftir
A hálftíma, og þá þýddu hvorki hik
né hálfvelgja. Auðvitað réð Pétur
þá ferðinni og hann fór sjaldan
alfaraleiðir á þessum ferðum frem-
ur en á lífsferð sinni. Mest gaman
hafði hann af að kanna nýjar slóð-
ir og bijótast yfír torfærur, var
þá oft hoss og hristingur í bílnum
hjá honum og engum betur
skemmt en honum sjálfum. Það
var heldur ekki mikið mál, bara
krydd í tilveruna, þótt bíllinn fest-
ist einhvers staðar á fjöllUm uppi,
í farangrinum var allt, sem til
þurfti til að bjarga sér úr ógöngun-
um, og ökumaðurinn með það á
hreinu, hvemig staðið skyldi að
verki. Slík uppákoma var jafnvel
nauðsynleg til að fullkomna ferða-
gleðina.
Þótt Pétur sýndist hafa nóg að
gera við að stýra yfir torfærur og
framhjá ógöngum, þá missti hann
aldrei sjónar á útsýninu, alltaf
tilbúinn að stansa og stökkva út
eða skrúfa niður rúðu, ef gott
myndefni blasti við, annað hvort í
nánd eða fjarska.
Eflaust mátti með nokkrum
sanni segja, að Pétur sýndi glanna-
skap í akstri sínum á misjöfnum
vegum og vegleysum með farþeg-
ana ofan á og innan um allt drasl-
ið í bílnum, en alltaf tókst honum
að afstýra slysum og óhöppum.
Naut hann þar hinnar góðu sam-
stillingar hugar og handa til að
bregðast rétt við á hættustund.
Nei, Pétur Símonarson var enginn
meðalmaður á neinu sviði, þar sem
hann var, var hann alltaf heill,
aldrei hálfur.
Á unga aldri stefndi hugur Pét-
urs vafalaust til viðfangsefna á
vélfræðilegu og tæknilegu sviði.
Hann var ekki nema 25 ára gam-
all og enn heima í Vatnskoti, þeg-
ar hann fann upp vélsleða og smíð-
aði hann upp úr flugvélarflaki og
notaði flugvélarmótor til að knýja
hann. Ellefu árum síðar, eftir að
hann hafði dvalist í Danmörku og
numið rafvélasmíði og var farinn
að vinna við þá grein hér heima,
smíðaði hann svo annan vélsleða
af líkri gerð, bara fullkomnari og
hraðskreiðari, líka knúinn af flug-
vélarmótor.
Þótt Pétur lærði aldrei húsa-
smíði, þá bæði teiknaði hann og
smíðaði sjálfur íbúðarhús sitt að
Austurbrún 31 í Reykjavík. Á neðri
hæðinni hafði hann verkstæði og
geymslu fyrir bílinn, en íbúð á
þeirri efri. Síðan reisti hann tum
upp úr þakinu miðju með gluggum
til allra höfuðátta. Úr turninum
gat hann þvi séð austur á Mosfells-
heiði í átt til Þingvalla, séð hvern-
ig viðraði til að skreppa austur.
Úr suðurglugganum blasti við
skíðasvæðið í Bláfjöllum, en í kíki
gat hann fylgst þar með snjóalög-
um og veðurfari, svo og bílferðum
þangað. Eitt af aðaláhugamálum
Péturs var einmitt skíðamennska.
Þótti hann með færustu kunnáttu-
mönnum í brekkum Bláfjalla. Var
talað um, að hann hefði alveg sér-
stakan stíl. Leiðbeindi hann þar
oft þeim sem styttra voru á veg
komnir í listinni. En Bláfjöllin
nægðu honum ekki alltaf, oft fór
hann að áliðnum vetri suður til
hinna stórkostlegu skíðalanda í
Ölpunum, ýmist í Austurríki, Sviss
eða Frakklandi. Þótti ekki ónýtt
að hafa hann með sér í slíkum
ferðum. Þar naut hann sín líka vel.
Margt fleira mætti af Pétri
segja. Hann var stór persónuleiki
sem sópaði að, hvar sem hann fór,
ákveðinn í skoðunum og talaði
ekkert tæpitungumál, þegar hon-
um svall móður. Hann var ekki
allra, en án efa mátu þeir hann
mest, sem þekktu hann best.
Ég votta ættingjum Péturs, svo
og vinum og vandamönnum samúð
mína, um leið og ég þakka honum
samfylgdina hér á jörð.
Ivar Björnsson.
Pétur í Vatnskoti, Pétur frændi,
Pétur bróðir eða Pétur Karl. Senni-
lega á fyrstnefnda nafnið best við
hann, þó oftast höfum við kallað
hann Pétur frænda eða Pétur
gamla til aðgreiningar frá öðrum
Pétri í fjölskyldunni.
Pétur frændi var sérstakur karl.
Fyrir það fyrsta áttum við það
sameiginlegt að hafa gaman af því
að stunda vetraríþróttir þ.m.t.
skíði, ekki síður en að spjalla um
skíði, skíðaiðkun og skíðastaði.
Seinna fjölgaði umræðuefnunum,
eftir því sem við komumst sjálf til
vits og ára, þar sem við spjölluðum
saman um Austurríki, Þingvelli,
tæknilegar lausnir á ýmsum mál-
um og aðrar sögur sem hann hafði
á takteinum úr fortíðinni. Það sem
við sjáum núna, er hversu grunnt
var farið í sögunum hans. Það sem
hann sagði okkur var bara smá
brot af öllu því sem hann hafði
upplifað og velt fyrir sér. Það sáum
við undanfarnar vikur, þegar Pétur
var að flytja úr húsinu sínu við
Austurbrúnina og við hjálpuðum
honum og sortéra og flytja þá hluti
sem hann ekki gat teicið með sér
að Seljahlíð. Það var ekkert smá-
vegis af dóti sem hann hafði sank-
að að sér. Nokkrar kynslóðir af
sjónvörpum, plötuspilurum,
myndavélum, skíðum, skautum og
fleiru. Við sáum þá með eigin aug-
um, að Pétur hafði greinilega verið
á undan í mörgu. Og mikill pæl-
ari, ef maður getur þá sagt það.
Meðal bókmennta fundum við
stærðfræðibækur, og innan um
tónlistina talsvert af rússneskri og
grískri tónlist sem var í uppáhaldi
hjá honum, svo fátt eitt sé nefnt.
Allt framandi var greinilega mjög
spennandi og ekki hefur hann látið
þar við sitja, heldur rannsakað það
nánar. Pétur patent væri sennilega
enn eitt nafnið á hann sem hann
bæri með rentu. Það átti að vísu
ekki við hann einan í fjölskyld-
unni, en sennilega hvað mest.
Við uppgötvuðum og hversu
náinn hann hafði verið Símoni,
föður sínum, í því hvemig hann
talaði um gamla daga þegar þeir
feðgar höfðu verið að bardúsa við
einhverja vítisvélina, eins og ein-
hverntímann var komist að orði,
austur í Þingvallasveit.
Athafnaþrá var rík í Pétri og tók
hann stundum á sig ímynd ofur-
huga í okkar augum og eru marg-
ar sögur til sem staðfesta hetjudáð-
ir hans. Ef veður var gott, þá var
hann rokinn upp um fjöll og firn-
indi og var þá oft einn á ferð, þó
svo að seinna meir hafi hann hringt
í Helgu ömmu, systur sína og sagst
vera uppi á Skjaldbreið á jeppanum
sínum með ústýni yfir alla sveitina.
Pétur var í fullu fjöri í kollinum,
síðustu dagana, þó líkaminn væri
farinn láta ver að stjórn, og dund-
aði við það að m.a. flokka myndir
sem hann átti ógrynni af, ásamt
því að fylgjast með í heimi vísind-
anna, uppfinningamaður sem hann
var.
Síðustu árin hljóta því að hafa
verið erfið fyrir karl eins og Pét-
ur. Maður hugsar með sér, að fólk
sem lifir lífinu jafn fjörlega og
Pétur gerði, hljóti að vilja fara sem
fyrst, þegar Elli kerling er farin
að ráðskast með þá.
Eftir situr minning um skemmti-
legan karl.
Gunnlaugur Símonarson
Melsteð,
Anna S. Símonardóttir
Melsteð.
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrir WINDOWS
Yfir 1.200
notendur
FH KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
www.treknet.is/throun
NÍNA MATHIESEN
+ Nína Mathiesen
fæddist í Hafn-
arfirði 29. janúar
1943. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Sigurðsson
vélsfjóri og Svava
Mathiesen. Systkini
hennar voru Arn-
fríður sem var eldri
og Matthías sem er
yngstur og lifir
systur sínar.
Hinn 23. september 1978
giftist Nína Magnúsi Thorberg,
f. 23. september 1933. Þau eign-
uðust einn son, Sigurð Karl, f.
17%febrúar 1980.
Útför Nínu fór fram í kyrr-
þey.
Haustið 1956. Það var í þá tíð,
þegar Kvennaskólinn í Reykjavík
var kvennaskóli og andi Viktoríu-
tímabilsins sveif þar enn yfir vötn-
um, svo strangur skóli, að það
mátti heyra saumnál detta í tímum
og engum datt í hug að mæta
ólesinn. Jólaleyfin voru ekki frí,
heldur vinnutími notaður til að
lesa Egilssögu eða Njálu og taka
síðan nákvæmt próf í efninu eftir
áramót. Það taldist persónuleg
móðgun við kennara ef einkunn
var slök. Brúnn maskínupappír
var látinn snyrtilega utan um
hveija námsbók á haustin og úr
þeim umbúðum skyldi bókin skila
sér sem ný að vori. Kennarar sátu
yfir í nestistíma og fylgdust með,
að rúgbrauðið færi örugglega ofan
í okkur og engin óhollusta fylgdi
þar með. Varalitur, naglalakk og
annað í þeim dúr var bannað.
Nemendur þéruðu kennara með
einni undantekningu, ef ég man
rétt. Ekki tíðkaðist að rökræða
við kennara. Sannleikur þeirra var
algildur. Stundum varð maður
dálítið fúll, en lét þar við sitja.
Nína Mathiesen kom í bekkinn
þetta haust, 1956. Henni fylgdu
straumar, sem ég hafði ekki áður
kynnst. Kímnigáfa hennar var oft
utan hins venjulega ramma. Aldr-
ei hagaði hún sér illa í tímum, en
auðfundið var að enga sérstaka
virðingu bar hún fyrir*L
kennurum eða öðru.
Sitt fríða andlit vildi
hún fá að mála og
yfirgaf ekki skólalóð-
ina nema vera búin
að skella á sig farða.
Það gat hún gert á í
örskotsstund og án
spegils. Æfing skapar
meistara. Þessi fram-
andi andblær heillaði
mig. Hún þorði. Sjálf
var ég einfaldur og
nytsamur sakleysingi.«fe
Hún var hreystin upp-
máluð, full af krafti,
en ég barðist við erfið veikindi öll
mín skólaár. Við vorum ólíkar eins
og dagur og nótt. Samt, og
kannski einmitt þess vegna, urð-
um við strax vinkonur. Sú vinátta
hefur nú staðið í 41 ár. Ótal sinn-
um hef ég rifjað upp þessi glöðu
unglingsár, hlátur okkar, uppá-
tæki og ævintýraþrá. Ekkert var
of fáránlegt til að prófa það. Við
lögðum út í lífið. Framtíðin blasti
við Nínu Mathiesen. En lífið er
undarlegt, margslungið og ber
ekki allt upp á sama dag. Sorgin
gleymir engum. Glæsilega,
greinda stúlkan, sem allir vegir^
virtust færir átti eftir að lenda í
vegvillum og hríðarbyljum lífsins.
Saga hennar er of margslungin
og viðburðarík til að rekja hér.
Enda er sannleikurinn oft svo
ótrúlegur, að enginn mundi trúa.
En aðeins sá, sem átt hefur getur
misst. Nína átti mikið til að missa.
í mörg ár barðist hún við heilsu-
leysi og nú allra síðast við sjúk-
dóm, sem kominn var á alvarlegt
stig, þegar hann greindist. Það^
er þakklætisvert, að sú barátta tók
svo örskamman tíma. Eiginmaður
hennar, Magnús, reyndist henni
afburða vel, studdi hana og sýndi
henni skilning.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast Nínu Mathiesen. Hún
auðgaði líf mitt með einstökum
lífskrafti sínum. Dauðanum tók
hún með styrk. Megi börn hennar
finna þá gæfu og hamingju, sem
hún alla tíð leitaði að. Þau skiptu
hana öllu máli.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina,
kæra vinkona. Guð blessi þig.
Helga Friðfinnsdóttir.
+
Sonur okkar og bróðir,
ÁSGRÍMUR BJÖRNSSON,
Aðallandi 15,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 12. nóvember siðastliðinn.
Jarðarförin fer fram í Grensáskirkju föstudag-
inn 21. nóvember kl. 15.00
Sigríður Ágústa Ásgrfmsdóttir, Björn Erlendsson,
Erlendur Björnsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SELMA ÁSMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
sem lést miðvikudaginn 12. nóvember, verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
21. nóvember kl. 15.00.
Halldór Á. Arnórsson,
Þórarinn Arnórsson,
Sjöfn Arnórsdóttir,
Dúna Halldórsdóttir,
Nina Brá Þórarinsdóttir,
íris Hrund Þórarinsdóttir,
Marion Arnórsson,
Rannveig Þorvarðardóttir,
Kristinn Bergsson,
Úlfur R. Halldórsson,
Styrmir Snær Þórarinsson,
Arnór Bergur Kristinsson,
Kristinn Kristinsson.