Morgunblaðið - 19.11.1997, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Móðursystir mín og stjúpmóðir,
ÞORBJÖRG MAGNEA JÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
andaðist föstudaginn 14. nóvember.
Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkju, Hellis-
sandi, laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 9.00.
Jóna B. Kristinsdóttir,
Halley Sveinbjarnardóttir.
t
Ástkær dóttir mín, frænka og vinkona,
HILDUR SVAVA JORDAN,
flugfreyja,
Laugateigi 23,
Reykjavík,
lést á gjörgsludeild Landspítalans mánudaginn 17. nóvember.
Ásthildur Sigurðardóttir,
Hanna Sigurðardóttir,
Guðlaug Jónsdóttir,
Klaus Brandt,
Bjarni Bergsson,
Ásgeir Ebenezersson.
+
Systir okkar, HELGA K. OTTÓSDÓTTIR flugfreyja, Digranesheiði 19, Kópavogi,
er látin. Ása G. Ottósdóttir, Elísabet S. Ottósdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLMI KRISTJÁNSSON,
lengst af til heimilis
á Rifi á Snæfellsnesi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 17. nóvember.
Sveinbjörg Fjóla Pálmadóttir, Jón Helgi Óskarsson,
Guðfinnur Georg Pálmason, Jóhanna Sigríður Emilsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HARRÝ KRISTJÁNS KJÆRNESTED
matreiðslumeistara,
Vallargötu 16,
Keflavík.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks
Landspítalans á deild 11G.
Dagga Lis Kjærnested,
Örn Kjærnested,
Harrý Kjærnested,
Dagný Ada Kjærnested
Anna M. Kjærnested,
Árni Kjærnested
og barnabörn
G. Elsie Einarsdóttir,
Júlía Rós Guðmundsdóttir,
Emil Á. Hermannsson,
Ólafur J. Harðarson,
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
vegna fráfalls og jarðarfarar
HANSÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hlévangi,
áður til heimilis
á Suðurgötu 35, Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlé-
vangs og Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir umönn-
unina á liðnum árum.
Ellert Eiríksson,
Eiríkur Guðnason,
Steinunn Guðnadóttir,
Árnheiður Guðnadóttir,
Vignir Guðnason,
Birgir Guðnason,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Þorgerður Guðfinnsdóttir,
Neviile Young,
Jónas H. Jónsson,
Guðríður Árnadóttir,
Harpa Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUNNAR SIGURÐUR
JÓSEPSSON
+ Gunnar Signrð-
ur Jósepsson
fæddist á Seli í
Sandvík í Norð-
fjarðarhreppi 4.
mars 1921. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu i Nes-
kaupstað 11. nóv-
ember síðastliðinn.
Gunnar Sigurður
var sonur hjónanna
Jóseps Halldórsson-
ar frá Þuríðarstöð-
um í Eiðaþinghá og
Sigurbjargar Hall-
dórsdóttur frá
Gerði í Norðfirði. Hann var
þriðji elstur af sex systkinum,
en þau eru: Arni, f. 13. janúar
1919, d. 22. maí 1996, Helga,
f. 13. mars 1920, d. 13. júlí 1942,
Óli, f. 4. júní 1924 og tvíbura-
systurnar Laufey og Rósa, f.
20. maí 1935.
Gunnar ólst upp á Seli í Sand-
vík til 12 ára aldurs. Frá árinu
1942 til ársins 1960 starfaði
hann við sjómennsku á ýmsum
bátum. Meðal
þeirra má nefna
Skúla fógeta og
Þráin, báða gerða
út frá Neskaupstað
en lengst af vann
hann á bátum frá
„Lárusarútgerð-
inni“ í Neskaup-
stað. Einnig fór
hann á vetrarvert-
íðir og síldarvertíð-
ir og var þá á bát-
um sem gerðir voru
út meðal annars frá
Hafnarfirði. Árið
1960 létu bræðurn-
ir, Gunnar og Óli, smíða bát
fyrir sig, Gylfa NK 40, sem
þeir gerðu út í sameiningu í
fjögur ár en eftir það gerði
Gunnar bátinn út einn.
Gunnar var heiðraður á sjó-
mannadaginn 2. júní 1996 í
Neskaupstað.
Utför Gunnars Sigurðar fer
fram frá Norðfjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Hann Gunnar er dáinn. Þessi orð
komu flatt upp á mig er ég kom
heim frá vinnu að kvöldi þriðjudags-
ins 11. nóvember síðastliðins. Þó
að hann hafi verið orðinn 76 ára
virkaði hann alltaf á mig svo
hraustur og yfirvegaður. Síst af
öllu grunaði mig, þegar ég kvaddi
hann á flugvellinum í sumar, að ég
myndi ekki hitta hann aftur á
Grensás eins og venjulega þegar
!íða tæki á nóvember.
Þeir sem þekktu til Gunnars vita
að sjómennskan var hans líf. Allt
frá því að hann fór fyrst á sjó með
föður sínum, þá aðeins 12 ára gam-
all, hefur sjórinn átt hug hans að
mestu. Sem ungur maður fór hann
á ýmsar vertíðir en sá bátur sem
ég held að flestir muni eftir honum
á, hafi verið báturinn trausti sem
Sveinn frændi smíðaði fyrir hann
og Óla, Gylfi NK 40. Á Gylfa stund-
aði Gunnar sjóinn frá 1960 þá
ásamt Óla bróður sínum fyrstu §ög-
ur árin en Óli flutti þá til Reykjavík-
ur. Gunnar hætti svo útgerð Gylfa
árið 1987 og fór í land. Hann gat
þó ekki alveg hætt afskiptum af
sjónum heldur fór að stokka upp
línu fyrir vin sinn, Hört, útgerðar-
mann í Neskaupstað.
Eftir að foreldrar Gunnars
keyptu húsið Bifröst í Neskaupstað,
sem nú heitir Strandgata 6, átti
Gunnar þar heimili til æviloka. Og
eftir að Sigurbjörg móðir hans dó
19. nóvember 1961 hélt hann heim-
ili á Strandgötunni ásamt föður sín-
um Jósep, Óla bróður sínum og
Laufeyju systur sinni. Laufey átti
eina dóttur, Sigurbjörgu Helgu
Bjarnadóttur sem er fædd 22. sept-
ember 1958. Frá fyrstu tíð bar
Gunnar mikla umhyggju fyrir Sig-
urbjörgu og fylgdist vel með öllu
því sem hún tók sér fyrir hendur.
Má segja að hann hafi verið henni
sem annar faðir. Ófáar voru þær
gjafirnar sem hann færði systur-
dóttur sinni og ef eitthvað bjátaði
á var hann ætíð til staðar, tilbúinn
að hjálpa. Eftir að Laufey og Sigur-
björg fluttu til Reykjavíkur árið
1975 hélt Gunnar einn heimilið með
föður sínum því Óli hafði einnig
flutt til Reykjavíkur. Þannig var
þetta þar til Jósep dó 15. nóvember
1990 en þá hóf Gunnar að hafa
vetursetu í Reykjavík, á Grensás-
veginum hjá systrum sínum, Lauf-
eyju og Rósu.
Fyrstu kynni mín af Gunnari
voru einnig fyrstu kynnin af Jós-
epi. Við Sigurbjörg vorum þá tiltölu-
lega nýgift og fórum að sumarlagi
til Neskaupstaðar með eldri dóttur
okkar, Evu Ösp, þá eins árs gamla.
í minningunni finnst mér að veðrið
hafi verið gott allan tímann. Þarna
lentum við í heyskap hjá þeim
Gunnari og Jósepi, en þeir áttu lengi
vel kindur sem þeir höfðu í fjárhús-
um í útjaðri bæjarins. Svo var farið
í sjóferð með Gunnari, á Gylfa, til
Hellisljarðar og mér sýnt hvar fjöl-
skyldan hafði búið í gamla daga,
áður en hún settist að á Norðfirði.
Að sjálfsögðu voru þær systur,
tengdamóðir mín og Rósa, einnig
með í för en þær fóru yfirleitt í
sumarfríum sínum austur til Gunn-
ars og Jóseps. Margar eigum við
myndirnar í fjölskyldualbúminu frá
þessari ferð og þær verða dýrmæt-
ari með hverju árinu. Þær urðu líka
nokkrar sumarferðirnar í austfirska
blíðviðrið á Norðfirði til þess að
heimsækja þá feðga og núna sein-
ustu árin Gunnar. Þegar þetta er
skrifað hefði ég viljað að þær hefðu
orðið enn fleiri, svo ljúfar eru minn-
ingarnar frá Strandgötunni og þeim
sem þar bjuggu.
Gunnar Jósepsson var mjög
hreinskiptinn og hæglátur maður.
Hann var örugglega ekki einn af
þeim sem fóru um með hávaða og
útmáluðu skoðanir sínar, nei Gunn-
ar var iíkur föður sínum með það
að hann naut sín best í vina- og
ættingjahópi. Hann hafði góðan
húmor og minnist ég margra stunda
á Grensásveginum þegar setið var
yfir fréttum í sjónvarpinu og Gunn-
ar gerði góðlátlegt grín að mörgu
sem var að gerast í þjóðlífinu. Hann
var rólegur og orðvar að eðlisfari,
en eigi að síður var lundin létt.
Ekki er hægt að minnast Gunnars
á Grensásveginum án þess að minn-
ast á Laufeyju og Rósu í sama orð-
inu. Þær hugsuðu vel um bróður
sinn og voru þau systkinin mjög
Crfídryííjt
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
O lCELANDAI
samrýnd. Hjá þeim leið Gunnari
greinilega vel. Bræður hans, Óli og
Árni, komu oft í heimsókn til að
ræða málin og heyrðist manni þá
oftast vera talað um gamla tíma
og nýja og einnig um það sem var
að gerast í fjölskyldum þeirra, því
Gunnar lét sér annt um allt það sem
viðkom bræðrunum. Ekki fóru þeir
bræður með tóman maga frá heim-
sóknum sínum á Grensásveginn,
þaðan fer enginn svangur, það sjá
Laufey og Rósa um af sínum mikla
myndarskap. Þau voru ófá matar-
boðin hjá Laufeyju, Rósu og Gunn-
ari og víst er að þau verða ekki
eins nú eftir að Gunnar er fallinn
frá. í seinni tíð eftir að Gunnar fór
að búa hjá þeim á veturna nefndi
maður þau yfirleitt öll saman í einu.
Og ekki er hægt að minnast Gunn-
ars án þess að nefna þá ættingja
og vini á Norðfirði sem honum stóðu
næst. Ég veit að hann var þeim
ákaflega þakklátur fyrir vináttu
þeirra og tryggð. Iðulega talaði
hann um þá og greinilegt var að
hann fylgdist vel með þeim. Gaman
þótti Gunnari líka að tala við vini
og ættingja að austan í síma, ræða
málin og fá fréttir af því sem var
að gerast fyrir austan. Þetta voru
fyrst og fremst þau Sveinn og
Gunna og Hulda og Tóti, svo og
þeir Ari og Hjörtur. Fyrir hönd
systkina Gunnars er þessu fólki
þakkað hjartanlega fyrir ómetan-
lega tryggð sína við hann.
Einnig er ómetanleg sú góðvild
og hjálpsemi sem Gunnar sýndi mér
og fjölskyldu minni. Ég veit að
hann var annað en bara frændi í
augum Sigurbjargar konu minnar,
svo mikla umhyggju hefur hann
alltaf sýnt henni og ekki síður dætr-
um okkar, Evu og Tinnu. í hugum
þeirra verður alltaf viss ljómi yfir
nafninu Gunnar frændi, enda held
ég að hann hafi verið þeim hvort
tveggja í senn, frændi og afi.
Elsku Laufey, Rósa og Óli, ég
veit að söknuður ykkar sem og
okkar allra er mikill á þessari
stundu en ég vona að vissan um
að Gunnar er nú á æðri og betri
stað muni verða huggun í harmi
ykkar. Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Guð blessi minningu Gunn-
ars Jósepssonar.
Bergþór Jónasson.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem íjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Sérfræðingar
í blómaskrevtinnum
við ()ll tækifæri
I Wfcblómaverkstæði I
lllINNA I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090