Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 41

Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 41
- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 41 ) ) l ) ) ) I j I I I I I - I a i i i í t I (i í j Ráðstefna um gróður- húsaloft- tegundir og atvinnulífið VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands og Framtíðarstofnun standa fyrir ráðstefnu f dag, miðvikudaginn 19. nóvember, sem ber heitið Gróður- húsalofttegundir - hvað getur at- vinnulífið gert? Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 10 með ávarpi umhverfisráð- herra Guðmundar Bjarnasonar. Ráðstefnunni lýkur kl. 17. Markmið ráðstefnunnar er að beina athygli að möguleikum at- vinnulífsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Spáð verð- ur í væntanlega niðurstöðu Kyoto ráðstefnunnar og áhrif á þjóðarhag metin. Fuiltrúar atvinnulífs skýra frá því til hvaða aðgerða megi grípa til að hemja losun á þeirra starfs- sviði. Erlendur fyrirlesari verður Dean Anderson frá Royal Institute of International Affairs í London (RIIA). Hann er sérfræðingur í endurnýjanlegum orkugjöfum og loftlagssamningum. Hann mun kynna viðbrögð annarra iðnríkja, leiðir til að taka tillit til sérað- stæðna þjóða og hugsanleg við- skipti með losunarkvóta. Ráðstefnan er öllum opin. Skrán- ing fer fram á skrifstofu Vfí og Tfl, Engjateigi 9, 105 Reykjavík eða við innganginn. Þátttökugjald er 4.500 kr. og er hádegismatur innifalinn. Námsmenn fá áfslátt. Alþjóðlegar sumarbúðir barna KYNNINGARFUNDUR Alþjóð- legra sumarbúða barna verður hald- inn á starfsemi félagsins fimmtu- daginn 20. nóvember í Garðaskóla í Garðabæ kl. 20 og eru allir vel- komnir. CISV, Childrens International Summer Villages, Alþjóðlegar sum- arbúðir barna eru friðarsamtök, óháð stjómmálum og trúarbrögð- um. Árlega senda samtökin börn frá 11 ára aldri til sumarbúða er- lendis. í búðunum, þar sem börnin dvelja í tæpan mánuð, hitta börnin fyrir börn frá öðrum þjóðum á sama aldri. Þar læra þau að taka tillit til annarra, þau kynna ísland og kynn- ast öðrum þjóðum í gegnum þjóðar- kvöld, segir í fréttatilkynningu. LEIÐRÉTT Aldraðir við 67 ára aldur í VIÐTALI við Pál Gíslason, lækni og formann Félags eldri borgara í Reykjavík í Mbl. í gær var sagt að við 75 ára aldurinn teldust fatiaðir og öryrkjar eingöngu aldraðir. Þarna átti talan að vera 67 og er beðist velvirðingar á mistökunum. Aldarafmæli í frétt í gær um nýútkomna bók, Hundrað ljóð og lausavísur, sem gefin er út í tilefni 100 ára afmæl- is Jóns Sigurðssonar frá Skíðsholt- um, var ekki rétt farið með fæðing- arár, en það er 1897. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ekki fastráðinn í Dresden Villa slæddist inn í fréttatilkynn- ingu frá útgefanda varðandi hljóm- disk Kristins Sigmundssonar og Sinfóníuhljómsveitar íslands, í blað- inu í gær. Þar segir að Kristinn sé fastráðinn við Óperuna í Dresden, en hið rétta er að hann hefur sung- ið við ýmis óperuhús upp á síðkast- ið og er bókaður langt fram í tím- ann, en þessar vikurnar syngur hann við óperuhúsið í Dresden. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hvunndagsleik- hússins HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ fram- leiðir nú jólakort til styrktar starf- semi sinni. Jólakortasalan er liður í fjármögnun uppsetningar á nýrri óperu eftir Leif Þórarinsson. Jólakortin eru öll handunninn af starsfólki Hvunndagsleikhússins. Erindi um orða- bók Guðmundar Andréssonar FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Gunnlaugi Ingólfssyni, orðabókarritstjóra, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Skólabæ, Suðurgötu. 26 Gunnlaugur flytur erindi um Guðmund Andrésson og orðabók hans. Um miðja 17. öld samdi Guð- mundur Andrésson (d. 1654) ís- lensk-latneska orðabók sem út kom í Kaupmannahöfn árið 1683. Verk hans hefur goldið þess að útgáfan var illa af hendi leyst, morandi af prentvillum og mislestrum. Orða- forðinn var mjög sóttur í forn rit en bók Guðmundur hefur ennfremur að geyma drjúgt orðafar úr samtíð hans og er verkið mikilvæg heimild í íslenskri málsögu því að mörg orð, orðatiltæki og málshættir komust þar á bók í fyrsta sinn. Undanfarin ár hefur verið unnið að nýrri útgáfu verksins á Orðabók Háskólans og er þess að vænta að það komi út innan skamms. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Eftir framsögu Gunn- laugs verða almennar umræður og léttar veitingar í boði. Málstofa um mannréttindi MÁLSTOFA verður haldin um mannréttindi miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20:30 í Litlu-Brekku, sal veitingahússins Lækjarbrekku. Mannréttindaskrifstofa íslands boðar til málstofu um réttindi sam- kynhneigðra til að gegna foreldra- hlutverki. Framsögumaður verður Hrefna Friðriksdóttir, héraðsdóms- lögmaður og starfsmaður Barna- verndarstofu. Erindið byggist á mastersritgerð hennar við lagadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum: „Hjónabönd" samkynhneigðra á Norðurlöndum: Engin börn leyfð. Málstofa um mannréttindi mun í vetur boða til funda um mál sem eru og hafa verið ofarlega á baugi í mannréttindaumræðunni hér heima og erlendis. Þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér betur viðfangsefni málstofunnar er bent á að hafa sam- band við Mannréttindaskrifstofu ís- lands. ■ OPNAÐ hefur verið fyrir skrán- ingu í forval Alþýðuflokksins fyrir prófkjör Reykjavíkurlistans. Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í forvalinu skili inn skriflegri yfirlýs- ingu um það á skrifstofu Álþýðu- flokksins fyrir kl. 22 föstudaginn 5. desember. Kjörgengi er ekki bundin flokksaðild í Alþýðuflokkn- um. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík velur svo sjö full- trúa til þátttöku í prófkjörinu á fundi um miðjan desember. FRÉTTIR Rabb um rann- sóknir og kvennafræði SIGRÍÐUR Þorgrímsdóttir sagn- fræðingur flytur rabb fimmtudaginn 20. nóvember sem hún nefnir Misstu þær marksins rétta? Ógiftar konur um aldamótin. Rabbið er á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla íslands. Það fer fram í stofu 201 íOddakl. 12-13 ogeröllum opið. Rabbið er byggt á MA-ritgerð Sigríðar um ógiftar konur á íslandi um aldamótin síðustu. Úrtak rann- sóknarinnar er rúmlega 200 ógiftar og barnlausar íslenskar konur fædd- ar á árunum 1827-1898. Þær voru ýmist menntaðar eða ómenntaðar og tilheyrðu ýmsum starfsstéttum. Sigríður hefur m.a. rannsakað lífs- kjör þessara kvenna, viðhorf samfé- lagsins til þeirra og ástæður þess að þær gengu ekki í hjónaband. Sigríður Þorgrímsdóttir lauk BA- prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1989 og er nú að ljúka MA- námi í sömu grein. Erindi um Einar Ben. NÆSTI fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn í Þjóðminjasafni Is- lands miðvikudaginn 19. nóvember nk. og hefst kl. 17.30. Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur flytur erindi um Einar Benediktsson, heimildaöflun og ævisöguritun. Um þessar mundir eru að koma út fyrra bindi af ævinsögu Einars Benediktssonar, skálds og athafnamanns eftir Guðjón. Nær það til ársins 1907 en þá er Einar 43 ára gamall. Guðjón hefur nú í nær þrjú ár unnið að heimildaöflun og ritun ævisögunnar og dregur fram í dags- ljósið mikið af nýjum heimildum um skáldið og fjölskyldu hans. í fyrirlestrinum segir hann frá þessari heimildaöflun og nokkuð nýstárlegri aðferð við ritun ævisög- unnar. Meðal annars greinir Guðjón frá dvöl sinni í London í fyrravetur en þar fannst mikið af gögnum um Einar Benediktsson og athafnir hans sem ekki hafa verið dregin fram í dagsljósið áður. Fundurinn er öllum opinn. ÍSLENSKA RITTS verkefnið stend- ur fyrir ráðstefnu um nýsköpun og byggðaþróun í Skíðaskálanum í Hveradölum föstudaginn 21. nóv- ember. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og er öllum opin. „RITTS stendur fyrir Regional Innovation and Technology Trans- fer Strategies og gengur út á svæð- isbundna nýsköpun og tækniyfir- færslu. íslenska RITTS verkefnið er að hluta til styrkt af Evrópusam- bandinu en samsvarandi verkefni standa yfir, eða hefur þegar verið lokið, á um 80 svæðum víðsvegar í Evrópu. Megintilgangur RITTS verkefnisins hér á landi er að leggja drög að nýsköpunarstefnu fyrir Is- land með sérstakri áherslu á að efla nýsköpunargetu fyrirtækja á einstökum svæðum," segir í frétta- tilkynningu frá RITTS. „ Byggðastofnu n, Rannsókna- þjónusta Háskólans, Iðnþróunarfé- lag Norðurlands vestra og Atvinnu- þróunarsjóður Suðurlands standa að verkefninu en auk íslensku þátt- takendanna er RITTS unnið í nánu samstarfi við tvö erlend ráðgjafa- fyrirtæki. Verkefnið hófst í desem- ber á síðasta ári og er áætlað að því Ijúki í júní 1998. Markmið ráðstefnunnar er að kynna niðurstöður úttektar sem Evrópskur sál- fræðingadagur SÁLFRÆÐINGAFÉLAG íslands heldur upp á Evrópskan sálfræð- ingadag laugardaginn 22. nóvem- ber. Af því tilefni verður efnt til dagskrár í Gerðubergi kl. 13.30-16. Á dagskránni flytja eftirfarandi erindi: Fátækt - firring. Ingvar Guðnason sálfræðingur, Að vera útlendingur. Aðlögun og fordómar. Margrét Einarsdóttir sálfræðingur. Tilfinningaleg vanræksla. Einar Ingi Magnússon sálfræðingur. Anna Valdimarsdóttir les úr ný- útkominni ljóðabók sinni Úlfabros. Hún segir frá tilurð hennar og tog- streitunni milli sálfræðingsins og skáldsins og eftir það flytur Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur erindið Eru foreldrar einangraðir og áhugalausir um uppeldi? Að því loknu verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Jón Ársæll Þórð- arson. Aðgangseyrir er 500 kr. Jazz á Fógetanum BJÖRN Thoroddsen og Egill Ólafs- son eru að leggja land undir fót á næstunni og munu heimsækja Dani og Svía. Þeir koma fram í Konst- hallen í Lundi í Svíþjóð 30. nóvem- ber og í Copenhagen Jazzhouse 2. desember nk. Þar munu þeir leika með dönskum og sænskum kolleg- um. I tilefni fararinnar hafa þeir fé- lagar æft nýja dagskrá sem samin er að öllu leyti af þeim. Tónlistin er eftir Björn og Egill hefur samið alla textana. Þessa dagskrá munu Tríó Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson flytja miðvikudaginn 19. nóvember kl. 22 á Fógetanum í Aðalstræti. Með verða fastir tríó- meðlimir þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Ásgeir Ólafsson á trommur. Vistfræði klón- plantna á norð- læg-um slóðum INGIBJÖRG Svala Jónsdóttir grasafræðingur heldur fyrirlestur miðvikudaginn 19. nóvember á veg- um Líffræðistofnunar HÍ sem nefn- starfshópur RITTS hefur unnið og benda á leiðir til að efla nýsköpun- argetu íslenskra fyrirtækja," segir þar ennfremur. Á ráðstefnunni mun sérfræðing- ur um svæðisbundna nýsköpun, prófessor Charles Sabel við Col- umbia háskóla í Bandaríkjunum, halda erindi. Ivo Clerix frá Limburg í Belgíu mun segja frá reynslu af svæðisbundinni áætlunargerð í heimahéraði sínu. Axel Beck, for- stöðumaður TIC miðstöðvarinnar í Fredensborg amt í Danmörku mun bera saman reynslu af atvinnuráð- gjöf hér á landi og í Danmörku og Claire Nauwelaers mun fjalla um helstu niðurstöður íslenska RITTS verkefnisins. Ráðstefnustjórn verð- ur í höndum Sigurðar Guðmunds- sonar og Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður stjórnar verkefnisins, mun stjórna pallborðsumræðum. Megininntak RITTS verkefnisins er að mynda aukin tengsl milli þekkingar og atvinnulífs þannig að þekkingarsamfélag framtíðarinnar nái til landsins alls. Leiðin að því marki er svæðisbundin nýsköpun- aráætlun sem byggir á frumkvæði heimamanna og þeim möguleikum sem þegar eru fyrir hendi. Um þetta málefni verður fjallað á ráðstefn- unni. Ráðstefna um nýsköp- un og byggðaþróun ist: Vistfræði klónplantna á norð- lægum slóðum. Erindið verður haldið í húsakynn- um Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12 í stofu G-6 klukkan 12.20. Fjallað verður um ýmis atriði varðandi vistfræði klónplantna þar sem stuðst verður við rannsóknir á ýmsum norðlægum stofnum stinnastarar og stofnum annarra, suðlægari klónplantna. Eldsneytissag- an í gönguferð HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni 19. nóvember frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengur um Þingholtin suður í -w Vatnsmýri síðan niður á Austur- bakka í Gömlu höfninni. Þaðan með hafnarbörkkum og bryggjum út í Örfirisey og til baka að Hafnarhús- inu. Á leiðinni verður rifjuð upp elds- neytisnotkun Reykvíkinga í gegn- um aldirnar frá eldiviði, mó, taði, mosa og þangi til kola og olíu.i All- ir eru velkomnir. Fyrirlestur um börn alkóhólista ÓLÖF Ásta Farestveit, afbrota- og uppeldisfræðingur, flytur fyrirlest- ur sem ber heitið Börn alkóhólista ■ á mömmu- og pabbamorgni í safn- aðarheimilinu miðvikudaginn 19. nóvember nk. kl. 10.30. Erindið er öllum opið. ■ FÉLAG áhugafólks um Downs heilkenni hefur opið hús fyrir að- standendur fimmtudaginn 20. nóv- ember að Suðurlandsbraut 22 kl. 20.30. Foreldrar yngri og eldri ein- staklinga hvattir til að mæta, nýjar bækur og myndbönd, kaffi og veit- ingar í boði félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.